Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Við tölum til dæmis um að hlutir séu kolsvartir og rósrauðir. En hver er skýringin á því að hlutir séu heiðgulir?

Guðrún Kvaran

Nafnorðið heið merkir ‛skýlaus himinn, bjart loft’. Það er í þágufalli heiði og af þeirri mynd er leidd hvorugkynsmyndin heiði í sömu merkingu. Vel er þekkt að sagt sé: „sól skín í heiði“ ef úti er glaðasólskin og skýlaus himinn. Sólin er þá sterkgulur hnöttur í heiðríkjunni og er ekki ólíklegt að litarheitið, sem einmitt merkir ‛sterkgulur, skærgulur’, sé fengið þaðan.

Nafnorðið heið merkir ‛skýlaus himinn, bjart loft’.

Orðið virðist ekki gamalt í málinu. Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar á Odysseifskviðu frá fyrri hluta 19. aldar. Þar er verið að tala um heiðgulan gróða í merkingunni ‛gull’ og má vel vera að Sveinbjörn hafi fyrstur lýst sterkgula litnum á þennan hátt.

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Við tölum til dæmis um að hlutir séu kolsvartir, svartir sem kol, og rósrauðir, rauðir sem rós. En hver er skýringin á því að hlutir séu heiðgulir?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

11.7.2012

Spyrjandi

Oddný Sigurbergsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Við tölum til dæmis um að hlutir séu kolsvartir og rósrauðir. En hver er skýringin á því að hlutir séu heiðgulir?“ Vísindavefurinn, 11. júlí 2012. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=11940.

Guðrún Kvaran. (2012, 11. júlí). Við tölum til dæmis um að hlutir séu kolsvartir og rósrauðir. En hver er skýringin á því að hlutir séu heiðgulir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=11940

Guðrún Kvaran. „Við tölum til dæmis um að hlutir séu kolsvartir og rósrauðir. En hver er skýringin á því að hlutir séu heiðgulir?“ Vísindavefurinn. 11. júl. 2012. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=11940>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Við tölum til dæmis um að hlutir séu kolsvartir og rósrauðir. En hver er skýringin á því að hlutir séu heiðgulir?
Nafnorðið heið merkir ‛skýlaus himinn, bjart loft’. Það er í þágufalli heiði og af þeirri mynd er leidd hvorugkynsmyndin heiði í sömu merkingu. Vel er þekkt að sagt sé: „sól skín í heiði“ ef úti er glaðasólskin og skýlaus himinn. Sólin er þá sterkgulur hnöttur í heiðríkjunni og er ekki ólíklegt að litarheitið, sem einmitt merkir ‛sterkgulur, skærgulur’, sé fengið þaðan.

Nafnorðið heið merkir ‛skýlaus himinn, bjart loft’.

Orðið virðist ekki gamalt í málinu. Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar á Odysseifskviðu frá fyrri hluta 19. aldar. Þar er verið að tala um heiðgulan gróða í merkingunni ‛gull’ og má vel vera að Sveinbjörn hafi fyrstur lýst sterkgula litnum á þennan hátt.

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Við tölum til dæmis um að hlutir séu kolsvartir, svartir sem kol, og rósrauðir, rauðir sem rós. En hver er skýringin á því að hlutir séu heiðgulir?
...