Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Brýt ég höfundarétt ef ég skrifa bók með persónunni Sherlock Holmes?

Lena Mjöll Markusdóttir

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvað nær höfundaréttur rithöfunda á skáldsagnapersónum langt aftur í tímann? Mætti ég skrifa bók um Sherlock Holmes?

Í stuttu máli er svarið að finna í 43. gr. höfundalaga (nr. 73/1972) en þar segir að höfundaréttur helst í 70 ár frá andláti höfundar. Miðað er við næstu áramót frá andláti. Eftir 70 ár getur tiltekinn höfundur að verki átt tugi afkomenda sem hann þekkti ekki og ættu þar af leiðandi ekki að hagnast á verkum hans. 70 ár þykja þess vegna hæfilegur tími. Á grundvelli Bernarsáttmálans frá 1887, sem Ísland er aðili að, byggist tímalengd höfundaréttarins á landsbundnum rétti. Það þýðir að hugsanlegt brot á höfundarétti verði að skoða í ljósi laga þess lands þar sem brotið átti sér stað.

Skáldsagnapersónur geta notið verndar höfundaréttar ef þær bera skýr sérkenni sem greina þær frá öðrum persónum. Það eru því gerðar nokkrar kröfur til frumleika þeirra. Þessi skilgreining er auðvitað svolítið matskennd og verður því að meta hvort höfundaréttur gildi í hverju tilviki fyrir sig. Óhætt er að fullyrða að persóna Sherlocks Holmes falli undir skilgreininguna. Samkvæmt íslenskum lögum er hún því höfundaréttarvarin í 70 ár frá andláti skapara hennar, Sir Arthur Conan Doyle. Hann lést árið 1930 og féll höfundarétturinn á Íslandi því niður árið 2000. Samkvæmt því ætti að vera hægt að skrifa og gefa út bók um Sherlock Holmes á Íslandi án þess að þurfa að greiða afkomendum Conan Doyle fyrir notkun skáldsagnapersónunnar.

Basil Rathbone í hlutverki Sherlocks Holmes.

Undantekning frá tímamörkum höfundaréttar er að finna í 53. gr. áðurnefndra höfundalaga. Samkvæmt greininni helst sæmdarréttur höfundar án tímamarka. Það þýðir að óheimilt er að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni. Undir þetta fellur til dæmis hvers kyns meðferð á verki sem er höfundi þess til vansæmdar. Vert er þó að taka fram að skopstæling á verki telst ekki endilega brot á sæmdarrétti höfundar. Það þarf því að meta hverju sinni hvort sæmdarréttur höfundar er brotinn.

Skáldsagnapersónan Sherlock Holmes hefur verið til umræðu upp á síðkastið. Nýlega var höfðað mál í Chicago þess efnis hvort bú Conan Doyle eigi enn höfundarétt á Sherlock Holmes í Bandaríkjunum og hvort líta eigi á sögurnar um hann sem eina heild. Samkvæmt bandarískum höfundalögum gildir höfundaréttur í 70 ár frá andláti höfundar eða í 95 ár frá útgáfu verksins. Spurningin var því hvaða ártal ætti að miða höfundaréttinn við, en sögurnar voru gefnar út á bilinu 1887 til 1927. Niðurstaða dómarans var sú að hver sem er geti nú skrifað sögur um spæjarann Sherlock Holmes þar sem höfundaréttur á flestum sögum Conan Doyle sé útrunninn í Bandaríkjunum. Bú Conan Doyle hélt því hins vegar fram að höfundarétturinn í heild sinni renni ekki út fyrr en rétturinn yfir öllum sögunum rennur út. Sögupersónan Sherlock Holmes sé heildstæð og ekki hægt að brjóta hana niður í smærri einingar. Miða eigi því við að höfundarétturinn í Bandaríkjunum falli niður árið 2022, þegar 95 ár eru liðin frá útgáfu síðustu sögunnar. Fram hefur komið að bú Conan Doyle ætli að áfrýja dómnum.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Lena Mjöll Markusdóttir

laganemi og verkefnastjóri á Evrópuvefnum

Útgáfudagur

6.3.2014

Spyrjandi

Herbert Valsson

Tilvísun

Lena Mjöll Markusdóttir. „Brýt ég höfundarétt ef ég skrifa bók með persónunni Sherlock Holmes? “ Vísindavefurinn, 6. mars 2014. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=12951.

Lena Mjöll Markusdóttir. (2014, 6. mars). Brýt ég höfundarétt ef ég skrifa bók með persónunni Sherlock Holmes? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=12951

Lena Mjöll Markusdóttir. „Brýt ég höfundarétt ef ég skrifa bók með persónunni Sherlock Holmes? “ Vísindavefurinn. 6. mar. 2014. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=12951>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Brýt ég höfundarétt ef ég skrifa bók með persónunni Sherlock Holmes?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hvað nær höfundaréttur rithöfunda á skáldsagnapersónum langt aftur í tímann? Mætti ég skrifa bók um Sherlock Holmes?

Í stuttu máli er svarið að finna í 43. gr. höfundalaga (nr. 73/1972) en þar segir að höfundaréttur helst í 70 ár frá andláti höfundar. Miðað er við næstu áramót frá andláti. Eftir 70 ár getur tiltekinn höfundur að verki átt tugi afkomenda sem hann þekkti ekki og ættu þar af leiðandi ekki að hagnast á verkum hans. 70 ár þykja þess vegna hæfilegur tími. Á grundvelli Bernarsáttmálans frá 1887, sem Ísland er aðili að, byggist tímalengd höfundaréttarins á landsbundnum rétti. Það þýðir að hugsanlegt brot á höfundarétti verði að skoða í ljósi laga þess lands þar sem brotið átti sér stað.

Skáldsagnapersónur geta notið verndar höfundaréttar ef þær bera skýr sérkenni sem greina þær frá öðrum persónum. Það eru því gerðar nokkrar kröfur til frumleika þeirra. Þessi skilgreining er auðvitað svolítið matskennd og verður því að meta hvort höfundaréttur gildi í hverju tilviki fyrir sig. Óhætt er að fullyrða að persóna Sherlocks Holmes falli undir skilgreininguna. Samkvæmt íslenskum lögum er hún því höfundaréttarvarin í 70 ár frá andláti skapara hennar, Sir Arthur Conan Doyle. Hann lést árið 1930 og féll höfundarétturinn á Íslandi því niður árið 2000. Samkvæmt því ætti að vera hægt að skrifa og gefa út bók um Sherlock Holmes á Íslandi án þess að þurfa að greiða afkomendum Conan Doyle fyrir notkun skáldsagnapersónunnar.

Basil Rathbone í hlutverki Sherlocks Holmes.

Undantekning frá tímamörkum höfundaréttar er að finna í 53. gr. áðurnefndra höfundalaga. Samkvæmt greininni helst sæmdarréttur höfundar án tímamarka. Það þýðir að óheimilt er að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni. Undir þetta fellur til dæmis hvers kyns meðferð á verki sem er höfundi þess til vansæmdar. Vert er þó að taka fram að skopstæling á verki telst ekki endilega brot á sæmdarrétti höfundar. Það þarf því að meta hverju sinni hvort sæmdarréttur höfundar er brotinn.

Skáldsagnapersónan Sherlock Holmes hefur verið til umræðu upp á síðkastið. Nýlega var höfðað mál í Chicago þess efnis hvort bú Conan Doyle eigi enn höfundarétt á Sherlock Holmes í Bandaríkjunum og hvort líta eigi á sögurnar um hann sem eina heild. Samkvæmt bandarískum höfundalögum gildir höfundaréttur í 70 ár frá andláti höfundar eða í 95 ár frá útgáfu verksins. Spurningin var því hvaða ártal ætti að miða höfundaréttinn við, en sögurnar voru gefnar út á bilinu 1887 til 1927. Niðurstaða dómarans var sú að hver sem er geti nú skrifað sögur um spæjarann Sherlock Holmes þar sem höfundaréttur á flestum sögum Conan Doyle sé útrunninn í Bandaríkjunum. Bú Conan Doyle hélt því hins vegar fram að höfundarétturinn í heild sinni renni ekki út fyrr en rétturinn yfir öllum sögunum rennur út. Sögupersónan Sherlock Holmes sé heildstæð og ekki hægt að brjóta hana niður í smærri einingar. Miða eigi því við að höfundarétturinn í Bandaríkjunum falli niður árið 2022, þegar 95 ár eru liðin frá útgáfu síðustu sögunnar. Fram hefur komið að bú Conan Doyle ætli að áfrýja dómnum.

Heimildir og mynd:

...