Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Eru allir betur settir þegar stór ríkisfyrirtæki eru einkavædd?

Þórólfur Matthíasson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Eru allir betur settir þegar stór fyrirtæki í eigu ríkisins eru einkavædd? Ef svo er, getið þið lýst nákvæmlega hvernig?

Ekki kemur fram hjá spyrjanda hvað átt sé við með hugtakinu „allir“. Ég leyfi mér að gefa mér að átt sé við alla lifandi þegna ríkisins og undanskil lögaðila (fyrirtæki) og þegna annarra ríkja jafnvel þó svo þeir kunni að hafa sterk tengsl við það ríki sem framkvæmir einkavæðingu. Ég geng einnig út frá því að spyrjandi sé að velta fyrir sér fjárhagslegri stöðu þegna ríkisins, en ekki til dæmis félagslegri stöðu.

Stutta svarið við spurningunni er nei. Einkavæðing stórra fyrirtækja býr ekki til ný verðmæti heldur er um formbreytingu eða endurdreifingu verðmæta að ræða. Undantekning er ef einkavæðing felur í sér að útlendir aðilar verði að láta frá sér eignir á undirverði. Feli einkavæðing í sér að eignir í eigu ríkisins séu seldar á sannvirði er um formbreytingu eigna að ræða, fastafjármunum og viðskiptavild í eigu ríkisins er þá breytt í peninga eða skuldabréf í eigu ríkisins. Feli einkavæðing í sér að eignir í eigu ríkisins séu seldar á verði undir sannvirði er um endurdreifingu eigna að ræða þar sem verðmæti eru flutt frá almennum skattgreiðendum til nýrra umráðamanna hins einkavædda fyrirtækis.

Hvers vegna ríkisfyrirtæki?

Sum ríkisfyrirtæki voru stofnuð af ríkinu, önnur hafa komist í eigu ríkisins í kjölfar greiðsluþrots eða gjaldþrots. Mörg Evrópuríki stofnuðu og ráku póstdreifingarfyrirtæki og símafyrirtæki þar til fyrir 20-30 árum. Fyrir þessari aðgerð lágu fjárhagsleg rök. Ekki er fullt gagn af póstdreifingarkerfi nema það nái til allra aðsetursstaða þegnanna. Sama á við um dreifikerfi símans. Póstdreifandinn þarf að þjónusta póstmóttakanda hvort heldur kostnaður við hverja heimsókn til póstmótakandans fáist greiddur af póstburðargjöldum eða ekki. Auðveldara er að tryggja altæka póstdreifingu sé fyrirtækið í eigu ríkisins en ef fyrirtækið er í einkaeigu. Sama átti við um símadreifingu, almannasamgöngur, smitsjúkdómavarnir, fangelsi og fleira. Í þessum tilvikum eru rökin fyrir ríkisrekstri hagfræðilegs eðlis.

Mörg Evrópuríki stofnuðu og ráku póstdreifingarfyrirtæki og símafyrirtæki þar til fyrir 20-30 árum. Fyrir þessari aðgerð lágu fjárhagsleg rök.

Verðmætasta fyrirtæki heims er jafnan talið hið sádiarabíska Aramco[1]. Fyrirtækið var upphaflega í eigu erlendra aðila, en var þvingað (með hótunum um þjóðnýtingu) til að gefa eftir helming ágóða síns til sádiarabíska ríkisins árið 1950 og varð smám saman að fullu í eigu ríkisins. Markmið með eignarhaldinu er að tryggja þegnum Sádi-Arabíu (eða að minnsta kosti hluta þegnanna) sem mesta hlutdeild í afrakstri af auðlindum landsins. Þegar Norðmenn hófu olíuvinnslu upp úr 1970 ákváðu þeir að stofna eigið olíuframleiðslufyrirtæki, Statoil[2]. Tilgangur stofnunar Statoil var meðal annars að tryggja að tekjur af olíuvinnslunni yrðu eftir í Noregi en ekki í höndum erlendra olíurisa[3]. Rökin fyrir stofnun og rekstri Statoil og Aramco eru hagfræðilegs eðlis. Þess má geta að eigendur Aramco hafa ákveðið að selja 5% hlut í félaginu til almennra fjárfesta á árinu 2018[4]

Hergagnaframleiðsla er stundum að hluta í höndum ríkisins. Fá dæmi eru um að hervarnir séu reknar af einkafyrirtækjum. Herrekstur er ákaflega háður framleiðslu hergagna. Því eru margir hergagnaframleiðendur að fullu eða að hluta í eigu hins opinbera, til dæmis Kongsberg våpenfabrik í Noregi og Celcius í Svíþjóð fram til 1999. Markmið eignarhaldsins er að tryggja öruggan aðgang að hergögnum á hættutímum. Í tilfelli hergagnaframleiðslunnar eru rökin fyrir ríkisrekstri varnarpólitísk en ekki hagfræðileg.

Mörg dæmi eru um að ríkissjóðir hafi yfirtekið greiðsluþrota banka. Þá hefur verið litið svo á að brunaútsala á eigum banka kynni að valda almenningi miklum skaða[5] Þannig yfirtók norska ríkið DNB árið 1992[6]. Í viðtali við Dagens Næringsliv bendir Tore Nielssen hagfræðiprófessor á að það kunni því að vera skynsamlegra fyrir ríkið að eiga stóran banka frekar en að eiga á hættu að þurfa að grípa inn í rekstur hans, með tilheyrandi kostnaði, riði hann til falls[7]. Með sömu rökum hafa ríkisstjórnir komið inn sem eigendur fyrirtækja sem hafa verið talin „þjóðhagslega mikilvæg“. Félög sem hafa verið talin þjóðhagslega mikilvæg eru til dæmis áætlanaflugfélög sem tengja land við helstu viðskiptamiðstöðvar heimsins, skipafélög sem tengja land við helstu flutningamiðstöðvar og síma- og samskiptafyrirtæki af ýmsum toga. Hér er um hagfræðileg rök fyrir ríkisrekstri að ræða.

Hergagnaframleiðsla er stundum að hluta í höndum ríkisins. Markmið eignarhaldsins er að tryggja öruggan aðgang að hergögnum á hættutímum.

Hvers vegna að einkavæða?

Þær hagfræðilegu, félagslegu eða herfræðilegu forsendur sem urðu til þess að einkarekstur var yfirtekinn af ríkinu eða að ríkisfyrirtæki var sett á laggirnar geta breyst. Þannig hefur farsímavæðing og önnur tækniþróun orðið til þess að auðveldara er að setja upp dreifikerfi fyrir símkerfi en var þegar ríkissímafyrirtæki voru sett á laggirnar í Evrópu. Prófessorinn Tore Nielssen bendir á í áðurnefndu viðtali að Statoil reki olíuvinnslustarfsemi vítt og breytt utan norskrar efnahagslögsögu. Þar með hverfi hluti af röksemdunum fyrir að Statoil sé rekið áfram á sama grundvelli og þegar það var stofnað.

Hafi efnahagslegar forsendur ríkisrekstrar breyst er einkavæðing ríkisfyrirtækis oft liður í víðtækri endurskipulagningu viðkomandi iðngreinar. Þannig féll einkavæðing símafyrirtækja í Evrópu saman við afnám einkaleyfi ríkisfyrirtækisins fyrrverandi til að veita símaþjónustu. Á vissan hátt má segja að einkavæðingin hafi verið lokapunktur á ferli þar sem hagfræðilegur grundvöllur ríkisrekstrar í símaþjónustu þvarr vegna tækniþróunar. Einkavæðing er eðlileg við þær aðstæður, enda sé þess gætt að ríkið (almenningur) fái sannvirði fyrir þær eignir sem nýjum rekstraraðilum eru afhentar.

Framleiðsla gæða sem ríkið afhendir þegnunum

Hér að ofan hefur verið gengið út frá því að almannagæði á borð við smitsjúkdómavarnir séu framleidd og afhent af ríkisfyrirtæki eða ríkisstofnun. Ekkert er því til fyrirstöðu að einkarekin fyrirtæki framleiði viðkomandi þjónustu en að hið opinbera hafi hönd í bagga með afhendinguna. Meðan Evrópuríki stofnuðu ríkissímafélög rak fyrirtækið AT&T símaþjónustu í Bandaríkjunum undir ströngu eftirliti samkeppnisyfirvalda. Hvoru fyrirkomulagi fyrir sig fylgja kostir og gallar. Sé ríkisfyrirtæki settar skorður varðandi lánsfjáröflun er líklegt að rekstur þess verði mannaflafrekur, sé einkareknu einkasölufyrirtæki settar skorður varðandi hagnaðarhlutfall er líklegt að það leggi áherslu á að stækka efnahagsreikning sinn sem mest.

Setjum sem svo að hið opinbera (ríkið) semji við verktaka um að verktakinn taki að sér ákveðna þjónustu við almenning. Nóbelsverðlaunahafarnir Jean Tirole[8] og Oliver Hart[9] hafa fjallað um það við hvaða skilyrði sé skynsamlegt að fara þessa leið. Fræðilegt framlag Jean Tirole liggur að baki eftirlits- og reglugerðarrammanum sem mótar starf símafyrirtækja og jafnvel bankastofnana innan Evrópska efnahagssvæðisins. Oliver Hart og samstarfsmenn hafa meðal annars kannað hvers konar starfsemi sé gagnlegt að útvista frá ríkinu og hvers konar starfsemi sé best fyrirkomið á vegum ríkisstofnunar eða ríkisfyrirtækis[10].

Einkavæðing felur ekki í sér að allir þegnar ríkisins verði betur settir eftir einkavæðinguna en áður. Til dæmis hefur einkarekstur fangelsa ekki alltaf gengið snurðulaust fyrir sig.

Taka má dæmi af rekstri fangelsa. Setjum sem svo að markmið fangelsisreksturs sé öðrum þræði að draga úr líkum á að fangi hverfi aftur til afbrota að afplánun lokinni. Ríkisstofnun sem mælir árangur meðal annars í endurkomutíðni er líklegri til að ná góðum árangri en einkarekið fangelsi sem mælir árangur í hagnaði greiddum til eigenda. Hart og félagar benda reyndar á að eigendur einkarekinna fangelsa í Bandaríkjunum séu meðal þeirra sem þrýst hafa á um þyngingu refsinga og þar með fjölgun fanga! Einnig hafa komið upp tilvik þar sem dómarar hafa orðið uppvísir af að þiggja greiðslur fyrir að senda einkareknum fangelsum „viðskiptavini“[11]. Hart og félagar benda á að sorphirða sé verkefni sem henti vel til einkavæðingar þar sem einkaaðili sé líklegur til að ná fram kostnaðarhagræði jafnframt því sem erfitt er að minnka gæði þjónustunnar sé hún veitt á annað borð.

Óþarfaafskipti stjórnmálamanna

Stundum koma upp mál þar sem stjórnmálamenn eru uppvísir af því að hafa óeðlileg afskipti af starfsemi ríkisfyrirtækja. Nýlegt dæmi er svokallað Petrobas-hneyksli í Brasilíu[12] þar sem brasilískir stjórnmálamenn komu sér fyrir í stjórnunarstöðum í ríkisolíufyrirtækinu Petrobas og notuðu aðstöðu sína til að auðga sjálfa sig og til að standa undir kostnaði við pólitíska starfsemi[13]. Hefði Petrobas verið einkarekið fyrirtæki hefðu möguleikar stjórnmálamannanna á að hagnast á mútugreiðslum og annarri svikastarfsemi líklega verið minni. Líklega hefði verið hentugra fyrir brasilískan almenning að brasilíska ríkið hefði notað aðrar aðferðir til að halda utan um olíuauðæfi Brasilíu. En einkavæðing hefði ekki útilokað að sviksamir stjórnmálamenn gætu náð til sín hluta af olíuauðæfunum nema því aðeins að olíulindirnar væru alfarið gefnar einkaaðilum. Til að takast á við vanda á borð við svikastarfsemina í tengslum við Petrobas þarf að setja upp gott og skilvirkt eftirlitskerfi. Og það þarf að íhuga vel hvort og með hvaða hætti stjórmálamenn koma að rekstri ríkisfyrirtækja. Þar má fara í smiðju nóbelsverðlaunahafanna sem nefndir voru hér að ofan.

Niðurstaða

Einkavæðing felur ekki í sér að allir þegnar ríkisins verði betur settir eftir einkavæðinguna en áður. Einkavæðing sem kemur til vegna þess að tækniþróun (eða annars konar þróun) hefur breytt forsendum sem voru fyrir ríkisrekstri í upphafi er eðlileg og getur haft í för með sér aukið þjónustuframboð á lægra verði en áður var við lýði. Dæmi eru um illa lukkaða einkvæðingu eins og dæmi Hart og félaga um einkarekin fangelsi sannar.

Tilvísanir:
  1. ^ Saudi Aramco - Wikipedia. (Skoðað 31.01.2017).
    Saudi Aramco – where energy is opportunity. (Skoðað 31.01.2017).
  2. ^ Welcome to Statoil - statoil.com. (Skoðað 31.01.2017).
  3. ^ Avoiding the resource curse the case Norway - EP-13.pdf. (Skoðað 31.01.2017).
    NOU 2015: 9 - Finanspolitikk i en oljeøkonomi — Praktisering av handlingsregelen - regjeringen.no. Kaflar 3 og 4. (Skoðað 31.01.2017).
    Trillion Dollar Baby by Paul Cleary - Black Inc. (Skoðað 31.01.2017).
  4. ^ Sjá Saudi Aramco: We'll be ready for $2 trillion IPO in 2018 - Oct. 12, 2016. (Skoðað 2.02.2017).
  5. ^ Sjá til dæmis Too Big to Fail? - The New York Times. (Skoðað 31.01.2017).
  6. ^ Bankkriser i Norge – Store norske leksikon. (Skoðað 31.01.2017).
    The Norwegian Banking Crisis. Ed. by Thorvald G. Moe, Jon A. Solheim and Bent Vale. (Norges Bank Occasional Paper 33) - hele_heftet.pdf. (Skoðað 31.01.2017).
  7. ^ Ingen verdi for den norske stat å være eier i Statoil - DN.no. (Skoðað 31.01.2017).
  8. ^ Jean tirole: Market Power and Regulation - Nobelprize.org. (Skoðað 31.01.2017).
  9. ^ Oliver Hart and Bengt Holmström: Contract Theory - Nobelprize.org. (Skoðað 31.01.2017).
  10. ^ Sjá Hart, O., A. Shleifer, and R. Vishny (1997): The Proper Scope of Government: Theory and an Application to Prisons, Quarterly Journal of Economics 112, 1127-1161.
  11. ^ Sjá til dæmis Judges Plead Guilty in Scheme to Jail Youths for Profit - The New York Times. (Skoðað 31.01.2017).
  12. ^ TIMELINE-Key moments in Brazil's Petrobras corruption probe - Reuters. (Skoðað 02.02.2017).
  13. ^ What is the Petrobras scandal that is engulfing Brazil? (Skoðað 02.02.2017).

Myndir:

Höfundur

Þórólfur Matthíasson

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

3.2.2017

Spyrjandi

Bragi Bragason

Tilvísun

Þórólfur Matthíasson. „Eru allir betur settir þegar stór ríkisfyrirtæki eru einkavædd? “ Vísindavefurinn, 3. febrúar 2017. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=15578.

Þórólfur Matthíasson. (2017, 3. febrúar). Eru allir betur settir þegar stór ríkisfyrirtæki eru einkavædd? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=15578

Þórólfur Matthíasson. „Eru allir betur settir þegar stór ríkisfyrirtæki eru einkavædd? “ Vísindavefurinn. 3. feb. 2017. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=15578>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru allir betur settir þegar stór ríkisfyrirtæki eru einkavædd?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:

Eru allir betur settir þegar stór fyrirtæki í eigu ríkisins eru einkavædd? Ef svo er, getið þið lýst nákvæmlega hvernig?

Ekki kemur fram hjá spyrjanda hvað átt sé við með hugtakinu „allir“. Ég leyfi mér að gefa mér að átt sé við alla lifandi þegna ríkisins og undanskil lögaðila (fyrirtæki) og þegna annarra ríkja jafnvel þó svo þeir kunni að hafa sterk tengsl við það ríki sem framkvæmir einkavæðingu. Ég geng einnig út frá því að spyrjandi sé að velta fyrir sér fjárhagslegri stöðu þegna ríkisins, en ekki til dæmis félagslegri stöðu.

Stutta svarið við spurningunni er nei. Einkavæðing stórra fyrirtækja býr ekki til ný verðmæti heldur er um formbreytingu eða endurdreifingu verðmæta að ræða. Undantekning er ef einkavæðing felur í sér að útlendir aðilar verði að láta frá sér eignir á undirverði. Feli einkavæðing í sér að eignir í eigu ríkisins séu seldar á sannvirði er um formbreytingu eigna að ræða, fastafjármunum og viðskiptavild í eigu ríkisins er þá breytt í peninga eða skuldabréf í eigu ríkisins. Feli einkavæðing í sér að eignir í eigu ríkisins séu seldar á verði undir sannvirði er um endurdreifingu eigna að ræða þar sem verðmæti eru flutt frá almennum skattgreiðendum til nýrra umráðamanna hins einkavædda fyrirtækis.

Hvers vegna ríkisfyrirtæki?

Sum ríkisfyrirtæki voru stofnuð af ríkinu, önnur hafa komist í eigu ríkisins í kjölfar greiðsluþrots eða gjaldþrots. Mörg Evrópuríki stofnuðu og ráku póstdreifingarfyrirtæki og símafyrirtæki þar til fyrir 20-30 árum. Fyrir þessari aðgerð lágu fjárhagsleg rök. Ekki er fullt gagn af póstdreifingarkerfi nema það nái til allra aðsetursstaða þegnanna. Sama á við um dreifikerfi símans. Póstdreifandinn þarf að þjónusta póstmóttakanda hvort heldur kostnaður við hverja heimsókn til póstmótakandans fáist greiddur af póstburðargjöldum eða ekki. Auðveldara er að tryggja altæka póstdreifingu sé fyrirtækið í eigu ríkisins en ef fyrirtækið er í einkaeigu. Sama átti við um símadreifingu, almannasamgöngur, smitsjúkdómavarnir, fangelsi og fleira. Í þessum tilvikum eru rökin fyrir ríkisrekstri hagfræðilegs eðlis.

Mörg Evrópuríki stofnuðu og ráku póstdreifingarfyrirtæki og símafyrirtæki þar til fyrir 20-30 árum. Fyrir þessari aðgerð lágu fjárhagsleg rök.

Verðmætasta fyrirtæki heims er jafnan talið hið sádiarabíska Aramco[1]. Fyrirtækið var upphaflega í eigu erlendra aðila, en var þvingað (með hótunum um þjóðnýtingu) til að gefa eftir helming ágóða síns til sádiarabíska ríkisins árið 1950 og varð smám saman að fullu í eigu ríkisins. Markmið með eignarhaldinu er að tryggja þegnum Sádi-Arabíu (eða að minnsta kosti hluta þegnanna) sem mesta hlutdeild í afrakstri af auðlindum landsins. Þegar Norðmenn hófu olíuvinnslu upp úr 1970 ákváðu þeir að stofna eigið olíuframleiðslufyrirtæki, Statoil[2]. Tilgangur stofnunar Statoil var meðal annars að tryggja að tekjur af olíuvinnslunni yrðu eftir í Noregi en ekki í höndum erlendra olíurisa[3]. Rökin fyrir stofnun og rekstri Statoil og Aramco eru hagfræðilegs eðlis. Þess má geta að eigendur Aramco hafa ákveðið að selja 5% hlut í félaginu til almennra fjárfesta á árinu 2018[4]

Hergagnaframleiðsla er stundum að hluta í höndum ríkisins. Fá dæmi eru um að hervarnir séu reknar af einkafyrirtækjum. Herrekstur er ákaflega háður framleiðslu hergagna. Því eru margir hergagnaframleiðendur að fullu eða að hluta í eigu hins opinbera, til dæmis Kongsberg våpenfabrik í Noregi og Celcius í Svíþjóð fram til 1999. Markmið eignarhaldsins er að tryggja öruggan aðgang að hergögnum á hættutímum. Í tilfelli hergagnaframleiðslunnar eru rökin fyrir ríkisrekstri varnarpólitísk en ekki hagfræðileg.

Mörg dæmi eru um að ríkissjóðir hafi yfirtekið greiðsluþrota banka. Þá hefur verið litið svo á að brunaútsala á eigum banka kynni að valda almenningi miklum skaða[5] Þannig yfirtók norska ríkið DNB árið 1992[6]. Í viðtali við Dagens Næringsliv bendir Tore Nielssen hagfræðiprófessor á að það kunni því að vera skynsamlegra fyrir ríkið að eiga stóran banka frekar en að eiga á hættu að þurfa að grípa inn í rekstur hans, með tilheyrandi kostnaði, riði hann til falls[7]. Með sömu rökum hafa ríkisstjórnir komið inn sem eigendur fyrirtækja sem hafa verið talin „þjóðhagslega mikilvæg“. Félög sem hafa verið talin þjóðhagslega mikilvæg eru til dæmis áætlanaflugfélög sem tengja land við helstu viðskiptamiðstöðvar heimsins, skipafélög sem tengja land við helstu flutningamiðstöðvar og síma- og samskiptafyrirtæki af ýmsum toga. Hér er um hagfræðileg rök fyrir ríkisrekstri að ræða.

Hergagnaframleiðsla er stundum að hluta í höndum ríkisins. Markmið eignarhaldsins er að tryggja öruggan aðgang að hergögnum á hættutímum.

Hvers vegna að einkavæða?

Þær hagfræðilegu, félagslegu eða herfræðilegu forsendur sem urðu til þess að einkarekstur var yfirtekinn af ríkinu eða að ríkisfyrirtæki var sett á laggirnar geta breyst. Þannig hefur farsímavæðing og önnur tækniþróun orðið til þess að auðveldara er að setja upp dreifikerfi fyrir símkerfi en var þegar ríkissímafyrirtæki voru sett á laggirnar í Evrópu. Prófessorinn Tore Nielssen bendir á í áðurnefndu viðtali að Statoil reki olíuvinnslustarfsemi vítt og breytt utan norskrar efnahagslögsögu. Þar með hverfi hluti af röksemdunum fyrir að Statoil sé rekið áfram á sama grundvelli og þegar það var stofnað.

Hafi efnahagslegar forsendur ríkisrekstrar breyst er einkavæðing ríkisfyrirtækis oft liður í víðtækri endurskipulagningu viðkomandi iðngreinar. Þannig féll einkavæðing símafyrirtækja í Evrópu saman við afnám einkaleyfi ríkisfyrirtækisins fyrrverandi til að veita símaþjónustu. Á vissan hátt má segja að einkavæðingin hafi verið lokapunktur á ferli þar sem hagfræðilegur grundvöllur ríkisrekstrar í símaþjónustu þvarr vegna tækniþróunar. Einkavæðing er eðlileg við þær aðstæður, enda sé þess gætt að ríkið (almenningur) fái sannvirði fyrir þær eignir sem nýjum rekstraraðilum eru afhentar.

Framleiðsla gæða sem ríkið afhendir þegnunum

Hér að ofan hefur verið gengið út frá því að almannagæði á borð við smitsjúkdómavarnir séu framleidd og afhent af ríkisfyrirtæki eða ríkisstofnun. Ekkert er því til fyrirstöðu að einkarekin fyrirtæki framleiði viðkomandi þjónustu en að hið opinbera hafi hönd í bagga með afhendinguna. Meðan Evrópuríki stofnuðu ríkissímafélög rak fyrirtækið AT&T símaþjónustu í Bandaríkjunum undir ströngu eftirliti samkeppnisyfirvalda. Hvoru fyrirkomulagi fyrir sig fylgja kostir og gallar. Sé ríkisfyrirtæki settar skorður varðandi lánsfjáröflun er líklegt að rekstur þess verði mannaflafrekur, sé einkareknu einkasölufyrirtæki settar skorður varðandi hagnaðarhlutfall er líklegt að það leggi áherslu á að stækka efnahagsreikning sinn sem mest.

Setjum sem svo að hið opinbera (ríkið) semji við verktaka um að verktakinn taki að sér ákveðna þjónustu við almenning. Nóbelsverðlaunahafarnir Jean Tirole[8] og Oliver Hart[9] hafa fjallað um það við hvaða skilyrði sé skynsamlegt að fara þessa leið. Fræðilegt framlag Jean Tirole liggur að baki eftirlits- og reglugerðarrammanum sem mótar starf símafyrirtækja og jafnvel bankastofnana innan Evrópska efnahagssvæðisins. Oliver Hart og samstarfsmenn hafa meðal annars kannað hvers konar starfsemi sé gagnlegt að útvista frá ríkinu og hvers konar starfsemi sé best fyrirkomið á vegum ríkisstofnunar eða ríkisfyrirtækis[10].

Einkavæðing felur ekki í sér að allir þegnar ríkisins verði betur settir eftir einkavæðinguna en áður. Til dæmis hefur einkarekstur fangelsa ekki alltaf gengið snurðulaust fyrir sig.

Taka má dæmi af rekstri fangelsa. Setjum sem svo að markmið fangelsisreksturs sé öðrum þræði að draga úr líkum á að fangi hverfi aftur til afbrota að afplánun lokinni. Ríkisstofnun sem mælir árangur meðal annars í endurkomutíðni er líklegri til að ná góðum árangri en einkarekið fangelsi sem mælir árangur í hagnaði greiddum til eigenda. Hart og félagar benda reyndar á að eigendur einkarekinna fangelsa í Bandaríkjunum séu meðal þeirra sem þrýst hafa á um þyngingu refsinga og þar með fjölgun fanga! Einnig hafa komið upp tilvik þar sem dómarar hafa orðið uppvísir af að þiggja greiðslur fyrir að senda einkareknum fangelsum „viðskiptavini“[11]. Hart og félagar benda á að sorphirða sé verkefni sem henti vel til einkavæðingar þar sem einkaaðili sé líklegur til að ná fram kostnaðarhagræði jafnframt því sem erfitt er að minnka gæði þjónustunnar sé hún veitt á annað borð.

Óþarfaafskipti stjórnmálamanna

Stundum koma upp mál þar sem stjórnmálamenn eru uppvísir af því að hafa óeðlileg afskipti af starfsemi ríkisfyrirtækja. Nýlegt dæmi er svokallað Petrobas-hneyksli í Brasilíu[12] þar sem brasilískir stjórnmálamenn komu sér fyrir í stjórnunarstöðum í ríkisolíufyrirtækinu Petrobas og notuðu aðstöðu sína til að auðga sjálfa sig og til að standa undir kostnaði við pólitíska starfsemi[13]. Hefði Petrobas verið einkarekið fyrirtæki hefðu möguleikar stjórnmálamannanna á að hagnast á mútugreiðslum og annarri svikastarfsemi líklega verið minni. Líklega hefði verið hentugra fyrir brasilískan almenning að brasilíska ríkið hefði notað aðrar aðferðir til að halda utan um olíuauðæfi Brasilíu. En einkavæðing hefði ekki útilokað að sviksamir stjórnmálamenn gætu náð til sín hluta af olíuauðæfunum nema því aðeins að olíulindirnar væru alfarið gefnar einkaaðilum. Til að takast á við vanda á borð við svikastarfsemina í tengslum við Petrobas þarf að setja upp gott og skilvirkt eftirlitskerfi. Og það þarf að íhuga vel hvort og með hvaða hætti stjórmálamenn koma að rekstri ríkisfyrirtækja. Þar má fara í smiðju nóbelsverðlaunahafanna sem nefndir voru hér að ofan.

Niðurstaða

Einkavæðing felur ekki í sér að allir þegnar ríkisins verði betur settir eftir einkavæðinguna en áður. Einkavæðing sem kemur til vegna þess að tækniþróun (eða annars konar þróun) hefur breytt forsendum sem voru fyrir ríkisrekstri í upphafi er eðlileg og getur haft í för með sér aukið þjónustuframboð á lægra verði en áður var við lýði. Dæmi eru um illa lukkaða einkvæðingu eins og dæmi Hart og félaga um einkarekin fangelsi sannar.

Tilvísanir:
  1. ^ Saudi Aramco - Wikipedia. (Skoðað 31.01.2017).
    Saudi Aramco – where energy is opportunity. (Skoðað 31.01.2017).
  2. ^ Welcome to Statoil - statoil.com. (Skoðað 31.01.2017).
  3. ^ Avoiding the resource curse the case Norway - EP-13.pdf. (Skoðað 31.01.2017).
    NOU 2015: 9 - Finanspolitikk i en oljeøkonomi — Praktisering av handlingsregelen - regjeringen.no. Kaflar 3 og 4. (Skoðað 31.01.2017).
    Trillion Dollar Baby by Paul Cleary - Black Inc. (Skoðað 31.01.2017).
  4. ^ Sjá Saudi Aramco: We'll be ready for $2 trillion IPO in 2018 - Oct. 12, 2016. (Skoðað 2.02.2017).
  5. ^ Sjá til dæmis Too Big to Fail? - The New York Times. (Skoðað 31.01.2017).
  6. ^ Bankkriser i Norge – Store norske leksikon. (Skoðað 31.01.2017).
    The Norwegian Banking Crisis. Ed. by Thorvald G. Moe, Jon A. Solheim and Bent Vale. (Norges Bank Occasional Paper 33) - hele_heftet.pdf. (Skoðað 31.01.2017).
  7. ^ Ingen verdi for den norske stat å være eier i Statoil - DN.no. (Skoðað 31.01.2017).
  8. ^ Jean tirole: Market Power and Regulation - Nobelprize.org. (Skoðað 31.01.2017).
  9. ^ Oliver Hart and Bengt Holmström: Contract Theory - Nobelprize.org. (Skoðað 31.01.2017).
  10. ^ Sjá Hart, O., A. Shleifer, and R. Vishny (1997): The Proper Scope of Government: Theory and an Application to Prisons, Quarterly Journal of Economics 112, 1127-1161.
  11. ^ Sjá til dæmis Judges Plead Guilty in Scheme to Jail Youths for Profit - The New York Times. (Skoðað 31.01.2017).
  12. ^ TIMELINE-Key moments in Brazil's Petrobras corruption probe - Reuters. (Skoðað 02.02.2017).
  13. ^ What is the Petrobras scandal that is engulfing Brazil? (Skoðað 02.02.2017).

Myndir:

...