Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Getur DNA-próf sagt til um réttan föður ef bræður og faðir þeirra koma allir til greina?

Inga Reynisdóttir

Hér er einnig fleiri spurningum svarað:
Hvað er það í erfðarefninu sem greinir óskylda frá skyldum og er það öruggt? (spyrjandi Jóhannes Jensson). Varðandi DNA-greiningu? Er hægt að greina með DNA-rannsóknum hvort systkini eru í raun og veru alsystkini eður ei? (spyrjandi Hilmar Snorrason).

Í erfðaefni okkar leynast ýmsir breytileikar sem gera okkur ólík. Dæmi um erfðabreytileika eru stuttar endurtekningaraðir á svokölluðum basapörum en erfðaefni hvers einstaklings samanstendur af um það bil þremur milljörðum slíkra para. Þessum basapörum er pakkað saman í 46 litninga þar sem tveir og tveir eru samstæðir og mynda því 23 litningapör. Annar hluti litningaparsins er kominn frá föður en hinn frá móður.

Hér sjást 23 litningapör úr karlmanni. Litningarnir eru alls 46. 23 koma frá móður og 23 frá föður.

Fjöldi endurtekninga í basapararöð getur verið breytilegur milli einstaklinga og í dag er þessi breytileiki undirstaða rannsókna á skyldleika fólks. Breytileikinn er einnig notaður til þess að bera kennsl á líkamsleifar og á einstaklinga í sakamálum. Svokölluð erfðamörk eru hönnuð í kringum endurteknu raðirnar í erfðaefninu, arfgerðir eru rannsakaðar og bornar saman á milli aðila í rannsókninni. Algengt er að styðjast við 16 erfðamörk í rannsóknum á skyldleika en þau geta verið færri eða fleiri. Niðurstöður úr rannsóknum sem byggja á slíkum erfðamörkum eru mjög áreiðanlegar.

Hægt er að nota erfðamörkin sem mæla endurteknu raðirnar í erfðaefninu til þess að skera úr um faðerni barns. Þá eru arfgerðir barns og föður rannsakaður og bornar saman. Þar sem barn erfir helming erfðaefnisins frá föður, er helmingur arfgerða barnsins þær sömu og hjá föðurnum. Faðir barnsins fékk helming síns erfðaefnis frá móður sinni, ömmu barnsins, og helming frá föður sínum, afa barnsins. Því erfir barnið einn fjórða (25%) af arfgerðum sínum frá afanum og þess vegna væri hægt að útiloka afann frá faðerni barnsins á grundvelli þessa munar; það er afinn er ekki faðir barnsins ef barnið er einungis með einn fjórða af arfgerðum hans en ekki helming.

Hver litningur samanstendur af langri keðju af tvöföldum DNA-strendingi sem helst saman vegna vetnistengja milli basanna. Gúanín basi binst cýtósíni og adenín binst týmíni.

Báðir bræðurnir, faðir barnsins og bróðir hans, fengu helming erfðaefnis síns frá föður sínum, afa barnsins, og helming frá móður sinni, ömmu barnsins. Erfðaefni bræðranna er samt ekki eins þar sem endurröðun erfðaefnis verður í kynfrumunum, sáðfrumu og eggfrumu, sem leiðir til þess að erfðamynstur þeirra eru ekki eins. Aftur á móti gæti erfðamynstur bræðranna verið mjög líkt og ef bræður koma til greina sem feður sama barns þyrfti mögulega að rannsaka fleiri erfðamörk en í hefðbundinni rannsókn til þess að skera úr um faðerni barnsins.

Myndir:

Höfundur

Inga Reynisdóttir

Ph.D. í frumu- og sameindalíffræði

Útgáfudagur

11.2.2014

Spyrjandi

Jóhannes Jensson, Hilmar Snorrason

Tilvísun

Inga Reynisdóttir. „Getur DNA-próf sagt til um réttan föður ef bræður og faðir þeirra koma allir til greina? “ Vísindavefurinn, 11. febrúar 2014. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=17264.

Inga Reynisdóttir. (2014, 11. febrúar). Getur DNA-próf sagt til um réttan föður ef bræður og faðir þeirra koma allir til greina? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=17264

Inga Reynisdóttir. „Getur DNA-próf sagt til um réttan föður ef bræður og faðir þeirra koma allir til greina? “ Vísindavefurinn. 11. feb. 2014. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=17264>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur DNA-próf sagt til um réttan föður ef bræður og faðir þeirra koma allir til greina?
Hér er einnig fleiri spurningum svarað:

Hvað er það í erfðarefninu sem greinir óskylda frá skyldum og er það öruggt? (spyrjandi Jóhannes Jensson). Varðandi DNA-greiningu? Er hægt að greina með DNA-rannsóknum hvort systkini eru í raun og veru alsystkini eður ei? (spyrjandi Hilmar Snorrason).

Í erfðaefni okkar leynast ýmsir breytileikar sem gera okkur ólík. Dæmi um erfðabreytileika eru stuttar endurtekningaraðir á svokölluðum basapörum en erfðaefni hvers einstaklings samanstendur af um það bil þremur milljörðum slíkra para. Þessum basapörum er pakkað saman í 46 litninga þar sem tveir og tveir eru samstæðir og mynda því 23 litningapör. Annar hluti litningaparsins er kominn frá föður en hinn frá móður.

Hér sjást 23 litningapör úr karlmanni. Litningarnir eru alls 46. 23 koma frá móður og 23 frá föður.

Fjöldi endurtekninga í basapararöð getur verið breytilegur milli einstaklinga og í dag er þessi breytileiki undirstaða rannsókna á skyldleika fólks. Breytileikinn er einnig notaður til þess að bera kennsl á líkamsleifar og á einstaklinga í sakamálum. Svokölluð erfðamörk eru hönnuð í kringum endurteknu raðirnar í erfðaefninu, arfgerðir eru rannsakaðar og bornar saman á milli aðila í rannsókninni. Algengt er að styðjast við 16 erfðamörk í rannsóknum á skyldleika en þau geta verið færri eða fleiri. Niðurstöður úr rannsóknum sem byggja á slíkum erfðamörkum eru mjög áreiðanlegar.

Hægt er að nota erfðamörkin sem mæla endurteknu raðirnar í erfðaefninu til þess að skera úr um faðerni barns. Þá eru arfgerðir barns og föður rannsakaður og bornar saman. Þar sem barn erfir helming erfðaefnisins frá föður, er helmingur arfgerða barnsins þær sömu og hjá föðurnum. Faðir barnsins fékk helming síns erfðaefnis frá móður sinni, ömmu barnsins, og helming frá föður sínum, afa barnsins. Því erfir barnið einn fjórða (25%) af arfgerðum sínum frá afanum og þess vegna væri hægt að útiloka afann frá faðerni barnsins á grundvelli þessa munar; það er afinn er ekki faðir barnsins ef barnið er einungis með einn fjórða af arfgerðum hans en ekki helming.

Hver litningur samanstendur af langri keðju af tvöföldum DNA-strendingi sem helst saman vegna vetnistengja milli basanna. Gúanín basi binst cýtósíni og adenín binst týmíni.

Báðir bræðurnir, faðir barnsins og bróðir hans, fengu helming erfðaefnis síns frá föður sínum, afa barnsins, og helming frá móður sinni, ömmu barnsins. Erfðaefni bræðranna er samt ekki eins þar sem endurröðun erfðaefnis verður í kynfrumunum, sáðfrumu og eggfrumu, sem leiðir til þess að erfðamynstur þeirra eru ekki eins. Aftur á móti gæti erfðamynstur bræðranna verið mjög líkt og ef bræður koma til greina sem feður sama barns þyrfti mögulega að rannsaka fleiri erfðamörk en í hefðbundinni rannsókn til þess að skera úr um faðerni barnsins.

Myndir:

...