Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Er Keilir virkt eldfjall?

ÍDÞ

Í svari Snæbjörns Guðmundssonar við spurningunni: Hvernig varð fjallið Keilir til? segir þetta um fellið Keili:

Nafn fellsins er augljóslega dregið af keilulaga lögun þess en öfugt við það sem halda mætti er Keilir þó ekki það sem kallað er eldkeila á fræðamáli jarðfræðinga. Eldkeilur, svo sem Snæfellsjökull og Eyjafjallajökull, eru keilulaga eldstöðvar sem gjósa reglulega. Keilir myndaðist hins vegar í einu stöku gosi undir nokkuð þykkum ísaldarjökli. Slíkar eldstöðvar eru yfirleitt úr móbergi og gjósa þær aðeins einu sinni á lífstíð sinni. Keilir er því það sem kallast móbergsfell, eða jafnvel móbergskeila vegna lögunar sinnar.

Ólíkt Snæfellsjökli og Eyjafjallajökli, er Keilir því ekki virkt eldfjall. Snæfellsjökull og Eyjafjallajökull nefnast eldkeilur og gjósa reglulega en Keilir er móbergskeila og þar mun ekki gjósa aftur.

Keilir er ekki virkt eldfjall.

Þrátt fyrir að Keilir sé ekki virkt eldfjall má finna mikla eldvirkni allt í kringum fellið, eins og lesa má nánar um í svari Kristjáns Sæmundssonar og Magnúsar Á. Sigurgeirssonar við spurningunni: Hvað getið þið sagt mér um eldvirkni á Reykjanesskaga?

Mynd:

Höfundur

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

15.7.2015

Spyrjandi

Gunnhildur Pétursdóttir

Tilvísun

ÍDÞ. „Er Keilir virkt eldfjall?“ Vísindavefurinn, 15. júlí 2015. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=17916.

ÍDÞ. (2015, 15. júlí). Er Keilir virkt eldfjall? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=17916

ÍDÞ. „Er Keilir virkt eldfjall?“ Vísindavefurinn. 15. júl. 2015. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=17916>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er Keilir virkt eldfjall?
Í svari Snæbjörns Guðmundssonar við spurningunni: Hvernig varð fjallið Keilir til? segir þetta um fellið Keili:

Nafn fellsins er augljóslega dregið af keilulaga lögun þess en öfugt við það sem halda mætti er Keilir þó ekki það sem kallað er eldkeila á fræðamáli jarðfræðinga. Eldkeilur, svo sem Snæfellsjökull og Eyjafjallajökull, eru keilulaga eldstöðvar sem gjósa reglulega. Keilir myndaðist hins vegar í einu stöku gosi undir nokkuð þykkum ísaldarjökli. Slíkar eldstöðvar eru yfirleitt úr móbergi og gjósa þær aðeins einu sinni á lífstíð sinni. Keilir er því það sem kallast móbergsfell, eða jafnvel móbergskeila vegna lögunar sinnar.

Ólíkt Snæfellsjökli og Eyjafjallajökli, er Keilir því ekki virkt eldfjall. Snæfellsjökull og Eyjafjallajökull nefnast eldkeilur og gjósa reglulega en Keilir er móbergskeila og þar mun ekki gjósa aftur.

Keilir er ekki virkt eldfjall.

Þrátt fyrir að Keilir sé ekki virkt eldfjall má finna mikla eldvirkni allt í kringum fellið, eins og lesa má nánar um í svari Kristjáns Sæmundssonar og Magnúsar Á. Sigurgeirssonar við spurningunni: Hvað getið þið sagt mér um eldvirkni á Reykjanesskaga?

Mynd:

...