Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hver var hentugasti tíminn út frá veðurfari fyrir landnámsmenn frá Noregi að sigla til Íslands?

Páll Bergþórsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hver var hentugasti tíminn út frá veðurfari og ríkjandi áttum fyrir landnámsmenn frá Noregi að sigla til Íslands?

Ef átt er við árstímann er sumarið vissulega hagstæðast til siglinga milli landa. Vindurinn er að jafnaði hægastur á hlýjasta tíma ársins, í júní-ágúst. En líka er hagstætt að birtan sé sem mest að nóttunni, og það er um sumarsólstöður, í júní. Á sumrin er skýjafar líka að jafnaði hagstæðast. Þá er landið heitast og dregur að sér svalara loft sem lyftist yfir landinu og kólnar þegar það þenst út vegna minnkandi þrýstings. Þá þéttist í því rakinn og ský myndast, en utan við ströndina verður fremur niðurstreymi og hlýnun og ský eyðast, svo að sigling verður auðveldari.

Sumarið var besti árstíminn fyrir landsnámsmenn að sigla til Íslands.

Skilyrði geta líka breyst eftir því hvort loftslag er tiltölulega kalt eða hlýtt. Mestu munar þá að á kuldaskeiðum má búast við meiri hafís við Ísland en ella, en hann olli miklum vandræðum og óvissu í siglingum. Svo virðist sem ísinn hafi verið tiltölulega lítill á landnámsöld. Á þrettándu öld virðist kuldi og hafís hins vegar hafa vaxið talsvert. Má jafnvel gera ráð fyrir að sú staðreynd hafi átt þátt í því að Íslendingar gengust undir stjórn Noregskonungs og fengu hann til að lofa því í Gamla sáttmála að láta sex skip sigla árlega til Íslands.

Mynd:

Höfundur

Páll Bergþórsson

veðurfræðingur

Útgáfudagur

8.10.2015

Spyrjandi

Pétur Einarsson

Tilvísun

Páll Bergþórsson. „Hver var hentugasti tíminn út frá veðurfari fyrir landnámsmenn frá Noregi að sigla til Íslands?“ Vísindavefurinn, 8. október 2015. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=18997.

Páll Bergþórsson. (2015, 8. október). Hver var hentugasti tíminn út frá veðurfari fyrir landnámsmenn frá Noregi að sigla til Íslands? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=18997

Páll Bergþórsson. „Hver var hentugasti tíminn út frá veðurfari fyrir landnámsmenn frá Noregi að sigla til Íslands?“ Vísindavefurinn. 8. okt. 2015. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=18997>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var hentugasti tíminn út frá veðurfari fyrir landnámsmenn frá Noregi að sigla til Íslands?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hver var hentugasti tíminn út frá veðurfari og ríkjandi áttum fyrir landnámsmenn frá Noregi að sigla til Íslands?

Ef átt er við árstímann er sumarið vissulega hagstæðast til siglinga milli landa. Vindurinn er að jafnaði hægastur á hlýjasta tíma ársins, í júní-ágúst. En líka er hagstætt að birtan sé sem mest að nóttunni, og það er um sumarsólstöður, í júní. Á sumrin er skýjafar líka að jafnaði hagstæðast. Þá er landið heitast og dregur að sér svalara loft sem lyftist yfir landinu og kólnar þegar það þenst út vegna minnkandi þrýstings. Þá þéttist í því rakinn og ský myndast, en utan við ströndina verður fremur niðurstreymi og hlýnun og ský eyðast, svo að sigling verður auðveldari.

Sumarið var besti árstíminn fyrir landsnámsmenn að sigla til Íslands.

Skilyrði geta líka breyst eftir því hvort loftslag er tiltölulega kalt eða hlýtt. Mestu munar þá að á kuldaskeiðum má búast við meiri hafís við Ísland en ella, en hann olli miklum vandræðum og óvissu í siglingum. Svo virðist sem ísinn hafi verið tiltölulega lítill á landnámsöld. Á þrettándu öld virðist kuldi og hafís hins vegar hafa vaxið talsvert. Má jafnvel gera ráð fyrir að sú staðreynd hafi átt þátt í því að Íslendingar gengust undir stjórn Noregskonungs og fengu hann til að lofa því í Gamla sáttmála að láta sex skip sigla árlega til Íslands.

Mynd:

...