Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hefur það einhvern tíma komið fyrir að maður hafi dáið ráðalaus?

Ritstjórn Vísindavefsins

Eins og kom fram í niðurlagi svars við spurningunni Ef ég diffra vin minn og tegra hann svo, verður hann þá með fasta C eftir tegrunina? Þá laumaði heimspekingurinn svari við þessari spurningu að sumarstarfsmanni Vísindavefsins.

Eins og gengur og gerist með heimspekinga fékk sumarstarfsmaðurinn tvö svör við spurningu sinni. Sumarstarfsmaðurinn er mikill raunvísindamaður svo honum leist ekkert á blikuna að fá tvö svör en lét sig þó hafa það í þetta sinn. Heimspekingurinn taldi að það væri nú ekki hægt að deyja ráðalaus í þeirri merkingu orðanna að hreinlega deyja við það eitt að vera ráðalaus gagnvart hinum daglegu viðfangsefnum mannanna. Það getur raunvísindamaðurinn tekið undir enda missir hann oftar en ekki þráðinn þegar sumir félagar hans fara að ræða um hitt og þetta er tengist meðal annars Higgs-bóseindinni og hversu gríðarlega rosalega mikilvægur mögulegur fundur hennar væri … en hvar vorum við?

Skógarhöggsmaðurinn á myndinni tengist svarinu einungis mjög óbeint.

Já, það er sem sagt ekki hægt að deyja ráðalaus við það eitt að vera ráðalaus í daglega lífinu. Hitt svar heimspekingsins fékk þó raunvísindamanninn til að skella upp úr. Hver kannast ekki við það að sitja í makindum sínum uppi í sófa á föstudagskvöldi með eina misgáfulega hryllingsmynd í tækinu. Einhverja hluta vegna taka sögupersónur slíkra mynda oft fremur vafasamar ákvarðanir en í þessu samhengi fer betur að tala um ákvarðanaleysi. Það er nefnilega þannig að þegar vondi maðurinn birtist með keðjusögina þá mætti segja að fórnarlambið deyi einfaldlega ráðalaust, það bara veit ekkert hvað það á til bragðs að taka, nema ef til vill öskra. Reynslan hefur hins vegar kennt okkur að það er sjaldan sem það hefur eitthvað upp á sig.

Margir hafa hins vegar bjargað sér frá vísum dauða með því að deyja einfaldlega ekki ráðalausir. Þá er talað um nærri-því-dauða-upplifun (e. near-death experience). Sumir sem sumarstarfsmaðurinn þekkir fara þó fullfrjálslega með þessa setningu en það er önnur saga. En þá er spurning: Er betra að deyja ráðalaus?

Mynd:

Útgáfudagur

3.8.2012

Spyrjandi

Atli Rafnsson

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hefur það einhvern tíma komið fyrir að maður hafi dáið ráðalaus?“ Vísindavefurinn, 3. ágúst 2012. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=19680.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2012, 3. ágúst). Hefur það einhvern tíma komið fyrir að maður hafi dáið ráðalaus? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=19680

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hefur það einhvern tíma komið fyrir að maður hafi dáið ráðalaus?“ Vísindavefurinn. 3. ágú. 2012. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=19680>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hefur það einhvern tíma komið fyrir að maður hafi dáið ráðalaus?
Eins og kom fram í niðurlagi svars við spurningunni Ef ég diffra vin minn og tegra hann svo, verður hann þá með fasta C eftir tegrunina? Þá laumaði heimspekingurinn svari við þessari spurningu að sumarstarfsmanni Vísindavefsins.

Eins og gengur og gerist með heimspekinga fékk sumarstarfsmaðurinn tvö svör við spurningu sinni. Sumarstarfsmaðurinn er mikill raunvísindamaður svo honum leist ekkert á blikuna að fá tvö svör en lét sig þó hafa það í þetta sinn. Heimspekingurinn taldi að það væri nú ekki hægt að deyja ráðalaus í þeirri merkingu orðanna að hreinlega deyja við það eitt að vera ráðalaus gagnvart hinum daglegu viðfangsefnum mannanna. Það getur raunvísindamaðurinn tekið undir enda missir hann oftar en ekki þráðinn þegar sumir félagar hans fara að ræða um hitt og þetta er tengist meðal annars Higgs-bóseindinni og hversu gríðarlega rosalega mikilvægur mögulegur fundur hennar væri … en hvar vorum við?

Skógarhöggsmaðurinn á myndinni tengist svarinu einungis mjög óbeint.

Já, það er sem sagt ekki hægt að deyja ráðalaus við það eitt að vera ráðalaus í daglega lífinu. Hitt svar heimspekingsins fékk þó raunvísindamanninn til að skella upp úr. Hver kannast ekki við það að sitja í makindum sínum uppi í sófa á föstudagskvöldi með eina misgáfulega hryllingsmynd í tækinu. Einhverja hluta vegna taka sögupersónur slíkra mynda oft fremur vafasamar ákvarðanir en í þessu samhengi fer betur að tala um ákvarðanaleysi. Það er nefnilega þannig að þegar vondi maðurinn birtist með keðjusögina þá mætti segja að fórnarlambið deyi einfaldlega ráðalaust, það bara veit ekkert hvað það á til bragðs að taka, nema ef til vill öskra. Reynslan hefur hins vegar kennt okkur að það er sjaldan sem það hefur eitthvað upp á sig.

Margir hafa hins vegar bjargað sér frá vísum dauða með því að deyja einfaldlega ekki ráðalausir. Þá er talað um nærri-því-dauða-upplifun (e. near-death experience). Sumir sem sumarstarfsmaðurinn þekkir fara þó fullfrjálslega með þessa setningu en það er önnur saga. En þá er spurning: Er betra að deyja ráðalaus?

Mynd:...