Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Geta eyrnatappar valdið skaða á heyrn?

Þórdís Kristinsdóttir

Eyrnatappar eiga ekki að hafa skaðleg áhrif á heyrn séu þeir rétt notaðir.

Eyrað skiptist í ytra eyra, miðeyra og innra eyra. Til ytra eyrans teljast eyrnablaðkan (e. pinna) og eyrnasnepillinn, sem í daglegu tali er átt við þegar að talað er um eyra, auk hlustarinnar eða eyrnaganga (e. ear canal) sem enda við hljóðhimnuna (e. tymphanic membrane), en innan hennar er miðeyrað. Hlustin er um 2,5 cm löng og 0,8 cm í þvermál, hún stefnir fram og niður og skiptist í brjóskhluta og beinhluta. Hjá börnum er nánast öll hlustin klædd brjóski en hjá fullorðnum eru innri 2/3 hlutar hennar aðeins húðklætt bein. Í brjóskhlutanum, sem er ytri hluti hlustar, er þykk húð klædd hári og brjósklag undir. Húðin yfir beinhlutanum er aftur á móti þunn og hárlaus og er þétttengd beinhimnu undirliggjandi beins. Innri hlutinn (beinhlutinn) er því mun viðkvæmari en ytri hlutinn og erting þar getur valdið bæði sársauka og blæðingu. Af þessum sökum er ekki gott að setja neitt inn í eyrað lengra en eyrnahárin ná, en þar sem þeim sleppir tekur viðkvæmi beinhlutinn við.

Eyrnatappar skaða ekki heyrn ef þeir eru rétt notaðir.

Venjulegir eyrnatappar eru um 1,5-2 cm að lengd og því er ekki æskilegt að troða þeim alveg inn í eyrað, heldur tilla þeim fremur í hlustina. Hættan við mikla notkun eyrnatappa, sérstaklega ef þeir eru settir of innarlega, er að þeir ýti eyrnamerg inn í hlustina þar sem hann safnast fyrir og getur með tímanum valdið heyrnardeyfu. Í þessum tilfellum skal leita til heimilislæknis eða háls-, nef- og eyrnalæknis sem getur þá hreinsað merginn úr hlustinni með sogi eða töng.

Einnig skal varast mikla notkun eyrnapinna því fólk hefur tilhneigingu til að stinga þeim of langt inn í eyrað og valda þannig sársauka og blæðingu, og í verstu tilfellum getur hljóðhimnan skaddast.

Mynd:

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

21.10.2013

Spyrjandi

Steinunn Thorlacius

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Geta eyrnatappar valdið skaða á heyrn?“ Vísindavefurinn, 21. október 2013. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=22845.

Þórdís Kristinsdóttir. (2013, 21. október). Geta eyrnatappar valdið skaða á heyrn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=22845

Þórdís Kristinsdóttir. „Geta eyrnatappar valdið skaða á heyrn?“ Vísindavefurinn. 21. okt. 2013. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=22845>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Geta eyrnatappar valdið skaða á heyrn?
Eyrnatappar eiga ekki að hafa skaðleg áhrif á heyrn séu þeir rétt notaðir.

Eyrað skiptist í ytra eyra, miðeyra og innra eyra. Til ytra eyrans teljast eyrnablaðkan (e. pinna) og eyrnasnepillinn, sem í daglegu tali er átt við þegar að talað er um eyra, auk hlustarinnar eða eyrnaganga (e. ear canal) sem enda við hljóðhimnuna (e. tymphanic membrane), en innan hennar er miðeyrað. Hlustin er um 2,5 cm löng og 0,8 cm í þvermál, hún stefnir fram og niður og skiptist í brjóskhluta og beinhluta. Hjá börnum er nánast öll hlustin klædd brjóski en hjá fullorðnum eru innri 2/3 hlutar hennar aðeins húðklætt bein. Í brjóskhlutanum, sem er ytri hluti hlustar, er þykk húð klædd hári og brjósklag undir. Húðin yfir beinhlutanum er aftur á móti þunn og hárlaus og er þétttengd beinhimnu undirliggjandi beins. Innri hlutinn (beinhlutinn) er því mun viðkvæmari en ytri hlutinn og erting þar getur valdið bæði sársauka og blæðingu. Af þessum sökum er ekki gott að setja neitt inn í eyrað lengra en eyrnahárin ná, en þar sem þeim sleppir tekur viðkvæmi beinhlutinn við.

Eyrnatappar skaða ekki heyrn ef þeir eru rétt notaðir.

Venjulegir eyrnatappar eru um 1,5-2 cm að lengd og því er ekki æskilegt að troða þeim alveg inn í eyrað, heldur tilla þeim fremur í hlustina. Hættan við mikla notkun eyrnatappa, sérstaklega ef þeir eru settir of innarlega, er að þeir ýti eyrnamerg inn í hlustina þar sem hann safnast fyrir og getur með tímanum valdið heyrnardeyfu. Í þessum tilfellum skal leita til heimilislæknis eða háls-, nef- og eyrnalæknis sem getur þá hreinsað merginn úr hlustinni með sogi eða töng.

Einnig skal varast mikla notkun eyrnapinna því fólk hefur tilhneigingu til að stinga þeim of langt inn í eyrað og valda þannig sársauka og blæðingu, og í verstu tilfellum getur hljóðhimnan skaddast.

Mynd:

...