Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Draga teygjur úr hættu á meiðslum?

Árni Árnason

Almennt er talið að hæfilegur liðleiki geti dregið úr hættu á meiðslum og til þess að auka liðleika séu teygjur ákjósanlegar. Út frá vísindalegu sjónarmiði er hins vegar nokkuð erfitt að svara þessari spurningu á einfaldan hátt. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu sviði gefa misvísandi niðurstöður. Ástæður þess geta falist í framkvæmd rannsóknanna sem stundum er ábótavant. Einnig eru aðferðir við teygjur mjög mismunandi sem aftur getur leitt til mismunandi áhrifa þeirra. Margir aðrir þættir hafa auk þess áhrif á meiðslatíðni og geta þeir ruglað myndina ef ekki er tekið tillit til þeirra í rannsóknum á áhrifum liðleika og teygja á meiðsli.

Til þess að framkvæma góða rannsókn þar sem taka á tillit til veiks eða meðalsterks sambands á milli liðleika og áhrifa teygja á mismunandi tegundir meiðsla þarf því mjög stórt úrtak þannig að hægt sé að taka tillit til margra áhættuþátta á sama tíma (Bahr and Holme, 2003). Slíkar rannsóknir hafa ekki verið framkvæmdar til þessa. Vísbendingar finnast þó í rannsóknum um að samband sé á milli aukins liðleika og minni meiðslahættu í vöðvum og sinum. Einnig að vöðvateygjur geti dregið úr meiðslahættu í vöðvum og sinum (Stojanovic and Ostojic, 2011).

Vísindalega hefur ekki verið sannað að teygjur dragi úr hættu á meiðslum en ýmilegt bendir þó til að svo sé.

Hæfilegur liðleiki er talinn nauðsynlegur fyrir flestar íþróttir, en mismunandi íþróttagreinar gera mismunandi kröfur um liðleika. Ef liðleiki er minni en viðkomandi íþrótt gerir kröfu um getur hætta skapast við snöggar hreyfingar sem fara að mörkum þess hreyfiferils sem vöðvar eða liðir leyfa. Einnig getur aukinn liðleiki haft áhrif til að bæta hreyfifærni og tækni í sumum íþróttagreinum og það gæti svo hugsanlega dregið úr meiðslahættu.

Úr klínísku starfi þekkjum við einnig að með því að teygja til dæmis stutta aftanlærisvöðva og vöðva framanvert í mjöðmum má oft minnka álag á mjóbak og létta á verkjum þar.

Út frá fyrirliggjandi vísbendingum má því álykta að teygjur hafi áhrif sem líklega geta dregið úr meiðslahættu í vöðvum og sinum, þó svo þær rannsóknir sem liggja fyrir í dag sýni misvísandi niðurstöður. Fleiri rannsókna er þörf til að skoða áhrif vöðvateygja á meiðsli og hvers konar teygjur hafi mest áhrif til að fyrirbyggja meiðsli.

Heimildir og myns:

  • Bahr R, Holme I: Risk factors for sports injuries--a methodological approach. Br J Sports Med 2003;37:384-392.
  • Stojanovic MD, Ostojic SM: Stretching and injury prevention in football: current perspectives. Research in sports medicine (Print) 2011;19:73-91.
  • Mynd: Physical Therapy Conyers. (Sótt 19. 11. 2013).

Höfundur

dósent í sjúkraþjálfun við HÍ

Útgáfudagur

12.12.2013

Spyrjandi

Rakel Guðnadóttir

Tilvísun

Árni Árnason. „Draga teygjur úr hættu á meiðslum?“ Vísindavefurinn, 12. desember 2013. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=24356.

Árni Árnason. (2013, 12. desember). Draga teygjur úr hættu á meiðslum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=24356

Árni Árnason. „Draga teygjur úr hættu á meiðslum?“ Vísindavefurinn. 12. des. 2013. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=24356>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Draga teygjur úr hættu á meiðslum?
Almennt er talið að hæfilegur liðleiki geti dregið úr hættu á meiðslum og til þess að auka liðleika séu teygjur ákjósanlegar. Út frá vísindalegu sjónarmiði er hins vegar nokkuð erfitt að svara þessari spurningu á einfaldan hátt. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu sviði gefa misvísandi niðurstöður. Ástæður þess geta falist í framkvæmd rannsóknanna sem stundum er ábótavant. Einnig eru aðferðir við teygjur mjög mismunandi sem aftur getur leitt til mismunandi áhrifa þeirra. Margir aðrir þættir hafa auk þess áhrif á meiðslatíðni og geta þeir ruglað myndina ef ekki er tekið tillit til þeirra í rannsóknum á áhrifum liðleika og teygja á meiðsli.

Til þess að framkvæma góða rannsókn þar sem taka á tillit til veiks eða meðalsterks sambands á milli liðleika og áhrifa teygja á mismunandi tegundir meiðsla þarf því mjög stórt úrtak þannig að hægt sé að taka tillit til margra áhættuþátta á sama tíma (Bahr and Holme, 2003). Slíkar rannsóknir hafa ekki verið framkvæmdar til þessa. Vísbendingar finnast þó í rannsóknum um að samband sé á milli aukins liðleika og minni meiðslahættu í vöðvum og sinum. Einnig að vöðvateygjur geti dregið úr meiðslahættu í vöðvum og sinum (Stojanovic and Ostojic, 2011).

Vísindalega hefur ekki verið sannað að teygjur dragi úr hættu á meiðslum en ýmilegt bendir þó til að svo sé.

Hæfilegur liðleiki er talinn nauðsynlegur fyrir flestar íþróttir, en mismunandi íþróttagreinar gera mismunandi kröfur um liðleika. Ef liðleiki er minni en viðkomandi íþrótt gerir kröfu um getur hætta skapast við snöggar hreyfingar sem fara að mörkum þess hreyfiferils sem vöðvar eða liðir leyfa. Einnig getur aukinn liðleiki haft áhrif til að bæta hreyfifærni og tækni í sumum íþróttagreinum og það gæti svo hugsanlega dregið úr meiðslahættu.

Úr klínísku starfi þekkjum við einnig að með því að teygja til dæmis stutta aftanlærisvöðva og vöðva framanvert í mjöðmum má oft minnka álag á mjóbak og létta á verkjum þar.

Út frá fyrirliggjandi vísbendingum má því álykta að teygjur hafi áhrif sem líklega geta dregið úr meiðslahættu í vöðvum og sinum, þó svo þær rannsóknir sem liggja fyrir í dag sýni misvísandi niðurstöður. Fleiri rannsókna er þörf til að skoða áhrif vöðvateygja á meiðsli og hvers konar teygjur hafi mest áhrif til að fyrirbyggja meiðsli.

Heimildir og myns:

  • Bahr R, Holme I: Risk factors for sports injuries--a methodological approach. Br J Sports Med 2003;37:384-392.
  • Stojanovic MD, Ostojic SM: Stretching and injury prevention in football: current perspectives. Research in sports medicine (Print) 2011;19:73-91.
  • Mynd: Physical Therapy Conyers. (Sótt 19. 11. 2013).

...