Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Er óhollt að borða fleiri en eitt egg á dag?

Axel F. Sigurðsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Af hverju er alltaf talað um að það sé einungis æskilegt að borða 1 egg á dag? Er það bara vegna kólesetrólmagns eggjarauðunnar?

Sennilega veit það enginn fyrir víst hvað telst hollt að borða mörg egg á dag. Hins vegar er ljóst að á síðustu árum hefur þróast meðal okkar einhvers konar hræðsla við að borða egg. Ástæðan fyrir því er að egg innihalda mikið af kólesteróli.

Lengi vel hefur verið mælt með því að dagleg neysla kólesteróls fari ekki yfir 200 - 300 milligrömm. Eitt egg inniheldur sennilega um 180 - 200 milligrömm af kólesteróli. Þetta kólesteról er aðallega í eggjarauðunni. Það er því ljóst að ekki er hægt að borðað mikið af eggjum ef fólk ætlar að halda sig við ofangreindar ráðleggingar.

Kólesteról í eggjum hefur ekki þau slæmu áhrif á kólesteról í blóði og talið var um tíma.

Á undanförnum árum hefur hins vegar komið í ljós að kólesteról í fæðu hefur mun minni áhrif á kólesterólið í blóðinu en talið var. Mjög lítið af því kólesteróli sem fólk borðar fer út í blóðrásina. Lifrin framleiðir kólesteról. Sumir fræðimenn hafa sagt að ef borðað er mikið af kólesteróli framleiði lifrin hreinlega minna af því og ef borðað er lítið kólesteról framleiði lifrin einfaldlega meira. Samkvæmt því skipti engu máli hvað við borðum mikið af kólesteróli. Þótt þessi kenning sé kannski ekki fyllilega sönnuð er margt sem bendir til þess að fólk þurfir ekki að hafa áhyggjur af því að hófleg neysla á eggjum hafi slæm áhrif á blóðfitu. Ekki hefur verið sýnt fram á að neysla á eggjum auki líkur á hjarta- og æðasjúkdómum.

Svo virðist sem neysla á mettaðri fitu sé mun líklegri til að hafa óæskileg áhrif á blóðfituna en neysla á kólesteróli. Egg innihalda tiltölulega lítið af mettaðri fitu en talsvert af einómettuðum og fjölómettuðum fitusýrum sem taldar eru hollar. Það skiptir hins vegar verulegu máli upp á hollustuna hvernig eggin eru matreidd og með hverju þau eru borðuð. Einfaldast og best er að sjóða eggin, engin ástæða er til að steikja þau í feiti. Síðan ætti að láta beikonið eiga sig, að minnsta kosti ef fólk vill reyna að forðast mettaða fitu eða er að reyna að bæta blóðfituna.

Það er í góðu lagi að borða egg á hverjum degi en helst ætti að láta beikonið eiga sig.

Egg eru mjög næringarrík. Þau innihalda mikið af prótínum, hollum fitusýrum og vítamínum. Þau eru til dæmis rík af D-vítamíni. Engin kolvetni eru í eggjum. Þau innihalda talsvert magn af kólíni sem er mikilvægt næringarefni. Nýlegar rannsóknir benda til að skortur á kólíni sé fremur algengur. Kólín er talið draga úr bólgum. Eitt egg inniheldur 25% af daglegri þörf okkar fyrir kólín.

Egg eru tiltölulega mettandi. Þau geta hjálpað fólki að léttast, meðal annars vegna þess að ólíklegra er að fólk neytir óhollra kolvetna ef það hefur borðað egg, til dæmis í morgunmat.

Niðurstaðan er sú að egg eru holl og næringarrík fæða. Þau eru mettandi og góður orkugjafi. Fólk getur með góðri samvisku borðað eitt egg á dag.

Mynd:


Þetta svar er fengið af vefnum Mataræði.is og birt með góðfúslegu leyfi. Textinn hefur aðeins verið lagaður að Vísindavefnum.

Höfundur

Axel F. Sigurðsson

hjartalæknir

Útgáfudagur

2.2.2015

Spyrjandi

Björgvin Páll Gústavsson

Tilvísun

Axel F. Sigurðsson. „Er óhollt að borða fleiri en eitt egg á dag?“ Vísindavefurinn, 2. febrúar 2015. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=25600.

Axel F. Sigurðsson. (2015, 2. febrúar). Er óhollt að borða fleiri en eitt egg á dag? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=25600

Axel F. Sigurðsson. „Er óhollt að borða fleiri en eitt egg á dag?“ Vísindavefurinn. 2. feb. 2015. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=25600>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er óhollt að borða fleiri en eitt egg á dag?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Af hverju er alltaf talað um að það sé einungis æskilegt að borða 1 egg á dag? Er það bara vegna kólesetrólmagns eggjarauðunnar?

Sennilega veit það enginn fyrir víst hvað telst hollt að borða mörg egg á dag. Hins vegar er ljóst að á síðustu árum hefur þróast meðal okkar einhvers konar hræðsla við að borða egg. Ástæðan fyrir því er að egg innihalda mikið af kólesteróli.

Lengi vel hefur verið mælt með því að dagleg neysla kólesteróls fari ekki yfir 200 - 300 milligrömm. Eitt egg inniheldur sennilega um 180 - 200 milligrömm af kólesteróli. Þetta kólesteról er aðallega í eggjarauðunni. Það er því ljóst að ekki er hægt að borðað mikið af eggjum ef fólk ætlar að halda sig við ofangreindar ráðleggingar.

Kólesteról í eggjum hefur ekki þau slæmu áhrif á kólesteról í blóði og talið var um tíma.

Á undanförnum árum hefur hins vegar komið í ljós að kólesteról í fæðu hefur mun minni áhrif á kólesterólið í blóðinu en talið var. Mjög lítið af því kólesteróli sem fólk borðar fer út í blóðrásina. Lifrin framleiðir kólesteról. Sumir fræðimenn hafa sagt að ef borðað er mikið af kólesteróli framleiði lifrin hreinlega minna af því og ef borðað er lítið kólesteról framleiði lifrin einfaldlega meira. Samkvæmt því skipti engu máli hvað við borðum mikið af kólesteróli. Þótt þessi kenning sé kannski ekki fyllilega sönnuð er margt sem bendir til þess að fólk þurfir ekki að hafa áhyggjur af því að hófleg neysla á eggjum hafi slæm áhrif á blóðfitu. Ekki hefur verið sýnt fram á að neysla á eggjum auki líkur á hjarta- og æðasjúkdómum.

Svo virðist sem neysla á mettaðri fitu sé mun líklegri til að hafa óæskileg áhrif á blóðfituna en neysla á kólesteróli. Egg innihalda tiltölulega lítið af mettaðri fitu en talsvert af einómettuðum og fjölómettuðum fitusýrum sem taldar eru hollar. Það skiptir hins vegar verulegu máli upp á hollustuna hvernig eggin eru matreidd og með hverju þau eru borðuð. Einfaldast og best er að sjóða eggin, engin ástæða er til að steikja þau í feiti. Síðan ætti að láta beikonið eiga sig, að minnsta kosti ef fólk vill reyna að forðast mettaða fitu eða er að reyna að bæta blóðfituna.

Það er í góðu lagi að borða egg á hverjum degi en helst ætti að láta beikonið eiga sig.

Egg eru mjög næringarrík. Þau innihalda mikið af prótínum, hollum fitusýrum og vítamínum. Þau eru til dæmis rík af D-vítamíni. Engin kolvetni eru í eggjum. Þau innihalda talsvert magn af kólíni sem er mikilvægt næringarefni. Nýlegar rannsóknir benda til að skortur á kólíni sé fremur algengur. Kólín er talið draga úr bólgum. Eitt egg inniheldur 25% af daglegri þörf okkar fyrir kólín.

Egg eru tiltölulega mettandi. Þau geta hjálpað fólki að léttast, meðal annars vegna þess að ólíklegra er að fólk neytir óhollra kolvetna ef það hefur borðað egg, til dæmis í morgunmat.

Niðurstaðan er sú að egg eru holl og næringarrík fæða. Þau eru mettandi og góður orkugjafi. Fólk getur með góðri samvisku borðað eitt egg á dag.

Mynd:


Þetta svar er fengið af vefnum Mataræði.is og birt með góðfúslegu leyfi. Textinn hefur aðeins verið lagaður að Vísindavefnum.

...