Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Af hverju finnast sömu hraunlög á Grænlandi og Bretlandseyjum?

Haraldur Sigurðsson

Norður-Atlantshafið er hlutfallslega ungt á jarðsögulegum tíma. Fyrir um 55 milljón árum var Grænland hluti af meginlandi Evrópu og þá samfellt land með Skandinavíu og því landsvæði sem nú eru Bretlandseyjar. Fyrsta myndin sýnir legu landanna á þeim tíma.

Áætluð landaskipan fyrir um 55 milljón árum.

Fyrr hafði landrek eða flekahreyfingar rifið sundur meginlandsskorpuna fyrir vestan Grænland og skilið Baffinseyju frá Grænlandi, en úr því varð nú ekki mikið haf heldur aðeins Davissund. Af einhverjum orsökum hætti gliðnun í Davissundi og myndaðist þá mikil sprunga í jarðskorpunni, sem skildi Grænland frá Skandinavíu og Bretlandseyjum. Það var upphaf Norður-Atlantshafsins. Gliðnunin var samfara mikilli eldvirkni eftir flekamótunum öllum. Eldvirknin myndaði úthafshrygg á hafsbotni þar sem flekarnir skildust að, en einnig gubbaðist mikið magn af basaltkviku upp á jaðra meginlandanna umhverfis. Þá varð til blágrýtismyndunin sem er útbreidd á austurströnd Grænlands og einnig á Bretlandseyjum. Á sama tíma hlóðst upp blágrýtismyndunin sem hefur skapað Færeyjar.

Á þessum tíma, fyrir um 55 milljón árum, voru Færeyjar aðeins um 150 km undan strönd Grænlands. Nú hefur einnig verið sýnt fram á með efnafræðigreiningu basaltmyndananna að hægt er að rekja sömu myndanirnar milli Færeyja og Grænlands.

Blágrýti er útbreitt á austurströnd Grænlands og einnig á Bretlandseyjum. Basaltkvika gubbaðist upp í miklu magni á jaðra meginlandanna þegar Grænland skildist frá Skandinavíu og Bretlandseyjum fyrir um 55 milljón árum. Myndin sýnir blágrýti á austurströnd Grænlands.

Ísland var auðvitað ekki til á þessum tíma, en myndaðist svo miklu síðar (sennilega hefur það byrjað að koma upp úr sjó fyrir um 20 milljón árum) á hafsvæðinu, sem var og er síbreikkandi milli Færeyja og Grænlands.


Þetta svar er fengið af bloggsíðu Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og birt hér með góðfúslegu leyfi. Kortið er einnig af síðu Haraldar og fær Sigurður Steinþórsson jarðfræðingur bestu þakkir við aðstoð við að íslenska textann á því.

Mynd:

Höfundur

Haraldur Sigurðsson

eldfjallafræðingur

Útgáfudagur

16.2.2015

Spyrjandi

Sara Magnúsdóttir, Davíð Birgisson, Gróa Sigurðardóttir

Tilvísun

Haraldur Sigurðsson. „Af hverju finnast sömu hraunlög á Grænlandi og Bretlandseyjum?“ Vísindavefurinn, 16. febrúar 2015. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=25795.

Haraldur Sigurðsson. (2015, 16. febrúar). Af hverju finnast sömu hraunlög á Grænlandi og Bretlandseyjum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=25795

Haraldur Sigurðsson. „Af hverju finnast sömu hraunlög á Grænlandi og Bretlandseyjum?“ Vísindavefurinn. 16. feb. 2015. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=25795>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju finnast sömu hraunlög á Grænlandi og Bretlandseyjum?
Norður-Atlantshafið er hlutfallslega ungt á jarðsögulegum tíma. Fyrir um 55 milljón árum var Grænland hluti af meginlandi Evrópu og þá samfellt land með Skandinavíu og því landsvæði sem nú eru Bretlandseyjar. Fyrsta myndin sýnir legu landanna á þeim tíma.

Áætluð landaskipan fyrir um 55 milljón árum.

Fyrr hafði landrek eða flekahreyfingar rifið sundur meginlandsskorpuna fyrir vestan Grænland og skilið Baffinseyju frá Grænlandi, en úr því varð nú ekki mikið haf heldur aðeins Davissund. Af einhverjum orsökum hætti gliðnun í Davissundi og myndaðist þá mikil sprunga í jarðskorpunni, sem skildi Grænland frá Skandinavíu og Bretlandseyjum. Það var upphaf Norður-Atlantshafsins. Gliðnunin var samfara mikilli eldvirkni eftir flekamótunum öllum. Eldvirknin myndaði úthafshrygg á hafsbotni þar sem flekarnir skildust að, en einnig gubbaðist mikið magn af basaltkviku upp á jaðra meginlandanna umhverfis. Þá varð til blágrýtismyndunin sem er útbreidd á austurströnd Grænlands og einnig á Bretlandseyjum. Á sama tíma hlóðst upp blágrýtismyndunin sem hefur skapað Færeyjar.

Á þessum tíma, fyrir um 55 milljón árum, voru Færeyjar aðeins um 150 km undan strönd Grænlands. Nú hefur einnig verið sýnt fram á með efnafræðigreiningu basaltmyndananna að hægt er að rekja sömu myndanirnar milli Færeyja og Grænlands.

Blágrýti er útbreitt á austurströnd Grænlands og einnig á Bretlandseyjum. Basaltkvika gubbaðist upp í miklu magni á jaðra meginlandanna þegar Grænland skildist frá Skandinavíu og Bretlandseyjum fyrir um 55 milljón árum. Myndin sýnir blágrýti á austurströnd Grænlands.

Ísland var auðvitað ekki til á þessum tíma, en myndaðist svo miklu síðar (sennilega hefur það byrjað að koma upp úr sjó fyrir um 20 milljón árum) á hafsvæðinu, sem var og er síbreikkandi milli Færeyja og Grænlands.


Þetta svar er fengið af bloggsíðu Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og birt hér með góðfúslegu leyfi. Kortið er einnig af síðu Haraldar og fær Sigurður Steinþórsson jarðfræðingur bestu þakkir við aðstoð við að íslenska textann á því.

Mynd:

...