Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Getur það virkilega gerst að það rigni froskum eða fiskum?

EDS

Margir hafa greinlega áhuga á því hvort það geti í raun og veru rignt fiskum eða froskum og þá af hverju? Vísindavefurinn hefur fengið fjölmargar spurningar um efnið, meðal annars þessar hér:

  • Er mögulegt að það rigni froskum, hefur það gerst, hvers vegna gerist það, og ef ekki, hvaðan er sú saga komin?
  • Ég las einhverstaðar að í Birmingham 1954 hafi ringt litlum froskum, er einhver eðlileg skýring á þessu?
  • Hefur einhverntíma froskum rignt af himninum? Ef svo er hvar og hvers vegna?
  • Hvernig getur ýmsum dýrum t.d froskum, fiskum o.fl rignt af himnum ofan?
  • Í Biblíunni er sagt að það hafi rignt froskum. Ég var að heyra það að þetta gæti hafa gerst í alvörunni. Hvernig þá?

Fjölmargar frásagnir eru til af því að rignt hafi froskum, fiskum, skriðdýrum, fuglum og jafnvel golfkúlum. Ýmsar sögur af þessu tagi ná aldir og árþúsundir aftur í tímann, sumar hafa yfir sér ýkjukenndan og yfirnáttúrlegan blæ og alls ekki er víst að allar frásagnirnar séu sannar. En reyndin er þó sú að þetta er vel þekkt fyrirbæri sem á sér stundum raunverulega stað.

Strókur yfir Peach River í Flórída í Bandaríkjunum í júlí 2005. Strókar af þessu tagi geta sogað upp litlar og léttar lífverur.

Skýringa á þessu fyrirbæri er helst að leita í sterkum vindhviðum, strókum eða sveipum. Í svari Trausta Jónssonar um vindstróka er því lýst hvernig strókur getur þyrlað ryki, sandi eða einhverju öðru upp sveipinn. Vel er hugsanlegt að þegar sterkir strókar myndast, til dæmis yfir vatni (e. waterspouts eða tornadic waterspouts), geti litlar og léttar lífverur, eins og smáfiskar og froskar, sogast upp strókinn en komið svo niður aftur þegar strókurinn nær landi og missir afl – þá „rignir“ froskum, fiskum eða hvað það nú var sem sveipurinn hreif með sér.

Hressilegt rok getur líka mögulega skýrt „rigningu“ af þessu tagi. Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Getur það gerst að það rigni sjó eða fiskum? segir til dæmis:

Í miklu roki verður mikill öldugangur á sjónum og brim við ströndina. Sjávardropar þyrlast upp í loftið og það má vel kalla það rigningu þegar þeir falla aftur til jarðar, jafnvel þó að þeir fari ekki langt upp í loftið. Og við þessar aðstæður geta litlir fiskar farið sömu leið og droparnir.

Það er ekki bara á stöðum í næsta nágrenni við vatn eða sjó sem fólk hefur orðið vitni að svona óvenjulegri „rigningu“. Það komst til dæmis í fréttir árið 2010 að rignt hefði fiskum í ástralska smábænum Lajamanu en bærinn er inni í miðju landi við jaðar eyðimerkurinnar, rúmum 500 km frá næsta vatni. Og það sem meira var, þetta var í þriðja skipt á nokkrum áratugum sem bæjarbúar upplifðu fiska af himni ofan.

Það er ekkert grín að lenda í fiskaregni.

Þess má að lokum geta að hér á landi eru nokkuð áreiðanlegar heimildir um að rignt hafi síld í fáein skipti. Hins vegar hefur ekki rignt froskum á Íslandi enda finnast engir froskar í náttúru landsins og ólíklegt er að vindur gæti borið þá með sér yfir Atlantshafið.

Trausti Jónsson veðurfræðingur fær þakkir fyrir aðstoð við gerð þessa svars.

Heimildir og myndir:


Aðrir spyrjendur eru:
Heiðrún Káradóttir, Sigrún Jakobsdóttir, Jón Brynjar Ólafsson, Pétur Björnsson, Einar Aðalsteinsson, Guðjón Magnússon, Jóhann Páll Jóhannsson, Eybjörg Helga, Helga Hjartardóttir, Fanney Svansdóttir, Sóley Kristjánsdóttir og Þórunn Þórðardóttir.

Höfundur

Útgáfudagur

3.11.2017

Spyrjandi

Lind Freyjudóttir o.fl.

Tilvísun

EDS. „Getur það virkilega gerst að það rigni froskum eða fiskum?“ Vísindavefurinn, 3. nóvember 2017. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=29672.

EDS. (2017, 3. nóvember). Getur það virkilega gerst að það rigni froskum eða fiskum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=29672

EDS. „Getur það virkilega gerst að það rigni froskum eða fiskum?“ Vísindavefurinn. 3. nóv. 2017. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=29672>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur það virkilega gerst að það rigni froskum eða fiskum?
Margir hafa greinlega áhuga á því hvort það geti í raun og veru rignt fiskum eða froskum og þá af hverju? Vísindavefurinn hefur fengið fjölmargar spurningar um efnið, meðal annars þessar hér:

  • Er mögulegt að það rigni froskum, hefur það gerst, hvers vegna gerist það, og ef ekki, hvaðan er sú saga komin?
  • Ég las einhverstaðar að í Birmingham 1954 hafi ringt litlum froskum, er einhver eðlileg skýring á þessu?
  • Hefur einhverntíma froskum rignt af himninum? Ef svo er hvar og hvers vegna?
  • Hvernig getur ýmsum dýrum t.d froskum, fiskum o.fl rignt af himnum ofan?
  • Í Biblíunni er sagt að það hafi rignt froskum. Ég var að heyra það að þetta gæti hafa gerst í alvörunni. Hvernig þá?

Fjölmargar frásagnir eru til af því að rignt hafi froskum, fiskum, skriðdýrum, fuglum og jafnvel golfkúlum. Ýmsar sögur af þessu tagi ná aldir og árþúsundir aftur í tímann, sumar hafa yfir sér ýkjukenndan og yfirnáttúrlegan blæ og alls ekki er víst að allar frásagnirnar séu sannar. En reyndin er þó sú að þetta er vel þekkt fyrirbæri sem á sér stundum raunverulega stað.

Strókur yfir Peach River í Flórída í Bandaríkjunum í júlí 2005. Strókar af þessu tagi geta sogað upp litlar og léttar lífverur.

Skýringa á þessu fyrirbæri er helst að leita í sterkum vindhviðum, strókum eða sveipum. Í svari Trausta Jónssonar um vindstróka er því lýst hvernig strókur getur þyrlað ryki, sandi eða einhverju öðru upp sveipinn. Vel er hugsanlegt að þegar sterkir strókar myndast, til dæmis yfir vatni (e. waterspouts eða tornadic waterspouts), geti litlar og léttar lífverur, eins og smáfiskar og froskar, sogast upp strókinn en komið svo niður aftur þegar strókurinn nær landi og missir afl – þá „rignir“ froskum, fiskum eða hvað það nú var sem sveipurinn hreif með sér.

Hressilegt rok getur líka mögulega skýrt „rigningu“ af þessu tagi. Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Getur það gerst að það rigni sjó eða fiskum? segir til dæmis:

Í miklu roki verður mikill öldugangur á sjónum og brim við ströndina. Sjávardropar þyrlast upp í loftið og það má vel kalla það rigningu þegar þeir falla aftur til jarðar, jafnvel þó að þeir fari ekki langt upp í loftið. Og við þessar aðstæður geta litlir fiskar farið sömu leið og droparnir.

Það er ekki bara á stöðum í næsta nágrenni við vatn eða sjó sem fólk hefur orðið vitni að svona óvenjulegri „rigningu“. Það komst til dæmis í fréttir árið 2010 að rignt hefði fiskum í ástralska smábænum Lajamanu en bærinn er inni í miðju landi við jaðar eyðimerkurinnar, rúmum 500 km frá næsta vatni. Og það sem meira var, þetta var í þriðja skipt á nokkrum áratugum sem bæjarbúar upplifðu fiska af himni ofan.

Það er ekkert grín að lenda í fiskaregni.

Þess má að lokum geta að hér á landi eru nokkuð áreiðanlegar heimildir um að rignt hafi síld í fáein skipti. Hins vegar hefur ekki rignt froskum á Íslandi enda finnast engir froskar í náttúru landsins og ólíklegt er að vindur gæti borið þá með sér yfir Atlantshafið.

Trausti Jónsson veðurfræðingur fær þakkir fyrir aðstoð við gerð þessa svars.

Heimildir og myndir:


Aðrir spyrjendur eru:
Heiðrún Káradóttir, Sigrún Jakobsdóttir, Jón Brynjar Ólafsson, Pétur Björnsson, Einar Aðalsteinsson, Guðjón Magnússon, Jóhann Páll Jóhannsson, Eybjörg Helga, Helga Hjartardóttir, Fanney Svansdóttir, Sóley Kristjánsdóttir og Þórunn Þórðardóttir.

...