Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvaða munur er á moskítóflugu og mýflugu?

Gísli Már Gíslason

Moskítóflugur eru mýflugur.

Tvívængjur (Diptera) skiptast í þrjá undirættbálka, Nematocera (mýflugur), Brachicera (ránflugur) og Cyclorapha (eiginlegar flugur). Nematocera, eða mýflugur, eru margar ættir, og þar á meðal eru hrossaflugur (Tipulidae), rykmý (Chironomidae), bitmý (Simuliidae) og moskítóflugur (Culicidae).

Rykmý, sem er algengt við vötn, bitmý, sem er algengt við ár og moskítóflugur, sem eru algengar í útlöndum í kringum tjarnir og mýrlendi, einnig ár og leiruskóga, eru sem sagt allt mýflugur. Á norðurlandamálunum eru moskítóflugur oft nefndar mygg (mý) en réttnefnið er stikkemygg, rykmý er nefnt fermyg og bitmý knott. Hið rétta er að allt mý (Nematocera) er einnig nefnt mygg á norðurlandamálunum.

Til vinstri moskítófluga (Culicidae) af tegundinni Culiseta longiareolata. Til hægri rykmý (Chironomidae) af tegundinni Chironomus plumosus.

Eðli málsins samkvæmt er munur á moskítóflugum og til dæmis bitmýi eða rykmýi enda ekki um sömu ættir að ræða.

Munnpartar fullorðins bitmýs sem bítur spendýr og fugla einkennast af sterkum kjálkum sem það notar til að bíta sár á húð og síðan eru hárpípur á neðrivör (labíum) munnpartanna sem draga blóðið upp í kok og vélinda. Fullorðið rykmý hefur dvergvaxna munnparta með kjálkum, sem líkjast munnpörtum lúsmýs, sem eru rándýr á öðrum smáum skordýrum. Þeir nýtast ekki rykmýi vegna smæðar, nema þá helst til að drekka blómasykur.

Fullorðið rykmý lifir í nokkra daga, ólíkt bitmýi og moskítóflugum, sem lifa talsvert lengur nái þær í blóð að drekka. Einnig þurfa kvendýr bitmýs og moskítóflugna blóð til að þroska eggin.

Munnpartar moskítóflugna eru ummyndaðir í pípu eða holan sting, myndaðir úr kjálkum, aftara kjálkapari (maxilla) og neðrivör. Pípuna reka þeir í húð spendýra og fugla og sjúga blóðið upp. Þessir stingir eru mjög áberandi hjá moskítóflugum. Moskítóflugur laðast að koltvísýsingi, sem kemur frá dýrum við öndun, og líklega einhverjum lyktarefnum sem dýrin gefa frá sér.

Annar útlitsmunur flugnanna er meðal annars fjöldi æða í vængjum og litur, sem erfitt er að greina nema í smásjá.

Myndir:

Höfundur

Gísli Már Gíslason

prófessor emeritus í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

1.4.2016

Spyrjandi

Jóhanna Bella Ronaldsdóttir

Tilvísun

Gísli Már Gíslason. „Hvaða munur er á moskítóflugu og mýflugu?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2016. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=48618.

Gísli Már Gíslason. (2016, 1. apríl). Hvaða munur er á moskítóflugu og mýflugu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=48618

Gísli Már Gíslason. „Hvaða munur er á moskítóflugu og mýflugu?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2016. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=48618>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða munur er á moskítóflugu og mýflugu?
Moskítóflugur eru mýflugur.

Tvívængjur (Diptera) skiptast í þrjá undirættbálka, Nematocera (mýflugur), Brachicera (ránflugur) og Cyclorapha (eiginlegar flugur). Nematocera, eða mýflugur, eru margar ættir, og þar á meðal eru hrossaflugur (Tipulidae), rykmý (Chironomidae), bitmý (Simuliidae) og moskítóflugur (Culicidae).

Rykmý, sem er algengt við vötn, bitmý, sem er algengt við ár og moskítóflugur, sem eru algengar í útlöndum í kringum tjarnir og mýrlendi, einnig ár og leiruskóga, eru sem sagt allt mýflugur. Á norðurlandamálunum eru moskítóflugur oft nefndar mygg (mý) en réttnefnið er stikkemygg, rykmý er nefnt fermyg og bitmý knott. Hið rétta er að allt mý (Nematocera) er einnig nefnt mygg á norðurlandamálunum.

Til vinstri moskítófluga (Culicidae) af tegundinni Culiseta longiareolata. Til hægri rykmý (Chironomidae) af tegundinni Chironomus plumosus.

Eðli málsins samkvæmt er munur á moskítóflugum og til dæmis bitmýi eða rykmýi enda ekki um sömu ættir að ræða.

Munnpartar fullorðins bitmýs sem bítur spendýr og fugla einkennast af sterkum kjálkum sem það notar til að bíta sár á húð og síðan eru hárpípur á neðrivör (labíum) munnpartanna sem draga blóðið upp í kok og vélinda. Fullorðið rykmý hefur dvergvaxna munnparta með kjálkum, sem líkjast munnpörtum lúsmýs, sem eru rándýr á öðrum smáum skordýrum. Þeir nýtast ekki rykmýi vegna smæðar, nema þá helst til að drekka blómasykur.

Fullorðið rykmý lifir í nokkra daga, ólíkt bitmýi og moskítóflugum, sem lifa talsvert lengur nái þær í blóð að drekka. Einnig þurfa kvendýr bitmýs og moskítóflugna blóð til að þroska eggin.

Munnpartar moskítóflugna eru ummyndaðir í pípu eða holan sting, myndaðir úr kjálkum, aftara kjálkapari (maxilla) og neðrivör. Pípuna reka þeir í húð spendýra og fugla og sjúga blóðið upp. Þessir stingir eru mjög áberandi hjá moskítóflugum. Moskítóflugur laðast að koltvísýsingi, sem kemur frá dýrum við öndun, og líklega einhverjum lyktarefnum sem dýrin gefa frá sér.

Annar útlitsmunur flugnanna er meðal annars fjöldi æða í vængjum og litur, sem erfitt er að greina nema í smásjá.

Myndir:

...