Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað er vitað um borgina Babýlon til forna?

Hrefna R. Jóhannesdóttir, Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir, Kolbrún Pálsdóttir og Nazima Kristín Tamimi

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:
  • Hver er saga Babýlon, hvar er hún staðsett og hver eru hennar aðaleinkenni? (Íris)
  • Eru enn þá til ummerki um að Babýlon hafi verið til? (Bryndís)
  • Eru til áreiðanlegar heimildir um hengigarðana í Babýlon? Er til nákvæm lýsing á því hvað þetta fyrirbæri var? (Hafsteinn)

Babýlon er ein frægasta borg Mesópótamíu til forna. Rústir borgarinnar eru í um 94 km fjarlægð suðvestur af borginni Bagdad í Írak. Nafnið Babýlon er talið koma frá orðinu bav-il eða bav-ilim sem þýðir hlið Guðs á akkadísku en það var tungumál þess tíma.

Babýlon varð til á valdatíma Sargons af Akkad sem réði ríkjum frá 2334-2279 f.Kr. Á þessum tíma virðist Babýlon hafa verið lítil borg eða stór hafnarbær við ána Efrat þar sem hún liggur næst ánni Tígris. Margar fornleifar hinnar fornu borgar hafa horfið þar sem vatnsyfirborð á svæðinu hefur hækkað frá því borgin var byggð. Fyrir vikið er margt á huldu um hina fornu borg.

Þýski fornleifafræðingurinn Robert Koldewey (1855-1925) var fyrstur til að skoða fornleifar borgarinnar árið 1899. Leifarnar sem Koldeway gróf upp eru þær einu sem sjást í dag og nær tímabil þeirra aðeins yfir þúsund ár eftir að borgin var byggð. Fræðimenn telja að Babýlon hafi verið stofnuð af svonefndum Amorítum í kjölfar falls þriðja konungsveldis Úr. Þetta má lesa úr minjum sem voru fluttar úr borginni eftir innrás Persa árið 539 f.Kr. Minjarnar enduðu flestar í Bretlandi.

Margar fornleifar hinnar fornu borgar hafa horfið þar sem vatnsyfirborð á svæðinu hefur hækkað frá því borgin var byggð. Fyrir vikið er margt á huldu um Babýlon til forna.

Leirlist og menning

Í Babýlon var að finna mikið af leir enda var borgin var meira og minna byggð úr leir. Til að mynda prýddu mikilfenglegar súlur úr leir musteri borgarinnar. Leir var þó ekki eingöngu notaður sem byggingarefni en í Babýlon var styttugerð algeng, aðallega vegna þess hve auðvelt var að meðhöndla og skera leirinn. Elsta dæmið um styttugerð í Babýlon eru stytturnar af Gudea en hann stjórnaði Babýlon frá 2144-2124 f.Kr. Stytturnar eru alls 27 talsins en þær þykja enn í dag sýna fram á mikla færni þeirra er bjuggu þær til.

Babýloníumenn notfærðu sér leirtöflur til að halda utan um ýmsa þekkingu og aðra hagnýta hluti. Á þeim hafa fundist nákvæmir útreikningar yfir dagsbirtu, sólkerfið og stjörnumerkin. Fjalla þær til að mynda um reikistjörnuna Venus og eru það elstu heimildir sem við höfum um skrásetningu annarra reikistjarna. Babýloníumenn voru þó ekki eingöngu vel að sér í stjörnufræði en leirtöflur, allt aftur til 2000 f.Kr., sýna skrá yfir ýmsar sjúkdómsgreiningar, læknisskoðanir og lyfseðla.

Tilvist leirtaflanna og fjöldi þeirra bendir til þess að læsi hafi verið nokkuð almennt á þessum tíma. Auk taflanna var töluvert til af bókmenntum, þá mest þýðingar úr súmerskum frumritum, svo sem skáldsögur, trúarbragðarit og lögbækur. Þekktasta bókmenntaverk Babýloníumanna er Gilgameskviða sem var skrifuð um 2.100 f.Kr. og samanstendur af 12 bindum.

Elsta dæmið um styttugerð í Babýlon eru stytturnar af Gudea en hann stjórnaði Babýlon frá 2144-2124 f.Kr. Stytturnar eru alls 27 talsins en þær þykja enn í dag sýna fram á mikla færni þeirra er bjuggu þær til.

voru reglur hennar skráðar á mikla steinhellu, um tveggja og hálfs metra háa sem hefur trúlega verið almenningi fyrir sjónum í Babýlon.

Hammúrabí

Hammúrabí var sjötti konungur Babýlon og ríkti frá um 1792-1750 f.Kr. Hann lét sig margt varða og er einna þekktastur fyrir lögbók sem hann lét höggva í stein sem komið var fyrir í garði umluktum hofum. Í lagasafninu er að finna 282 reglur og þar segir Hammúrabí meðal annars frá því að guðirnir hafi falið honum að taka lögin saman til þess að sigrast á hinu illa og setja á sanngjörn og jafnframt réttlát lög. Enn þann dag í dag má finna vitnisburð um arfleifð Hammúrabís, brjóstmynd af honum er meðal annars í sal fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.

Saddam Hussein

Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Írak, var mjög upptekinn af forni fræðg landsins og taldi sjálfan sig vera einn af afkomendum Nebúkadnesar II. sem ríkti sem konungur í Babýlon frá 605 til 562 f.Kr. Saddam Hussein varði mörgum milljónum Bandaríkjadala til að endurreisa rústir Babýlon en þaðan taldi hann að Írakar ættu ættir að rekja. Þá lét hann mála áróðursmyndir af sér og sló einnig gullpeninga þar sem hann var settur við hlið Nebúkadnesar II. Úrvalssveitir hans voru nefndar eftir fornum stríðsköppum og konungum frá tímum Babýloníumanna.

Trúarbrögð í Babýlon

Heimildir um trúarbrögð í Babýlon koma meðal annars úr textum á leirtöflum, höggmyndum og líkneskjum af guðum. Hægt er að finna upplýsingar um trúarlega siði og athafnir, til dæmis hvernig átti að færa fórnir og lýsingar á ólíkum guðum. Guðinn Marduk var eins konar verndarguð borgarinnar en hann var sagður hafa tengsl við marga aðra guði og hafa ýmsa ólíka eiginleika eftir því hvaða heimildir eru skoðaðar. Esgalia-hofið var tileinkað honum en talið er að það hafi verið byggt á valdatíð Nebúkadnesar II. um 600 f.Kr. Forn trúarbrögð Mesópótamíu, þar á meðal Babýlon, hafa vafalaust haft áhrif á þau trúarbrögð sem við þekkjum í dag. Talið er að fjöldi texta í Gamla testamentinu og elstu textum Gyðinga byggi að miklu leyti á goðsögnum Mesópótamíumanna frá þessum tímum enda kemur borgin Babýlon oft við sögu í Biblíusögum.

Lög Hammúrabís voru höggvin í stein og þeim stillt upp þar sem allir gátu séð þau.

Þekkt mannvirki

Babýlon er meðal annars fræg fyrir mörg söguleg mannvirki sem þar voru eða sem sögur segja að hafi verið þar. Meðal þeirra er Babelsturninn sem sagt er frá í 1. Mósebók í Biblíunni en eins og margir þekkja átti bygging hans að hafa orðið til þess að mannfólkið hóf að tala ólík tungumál. Annað þekkt mannvirki frá Babýlon er Ishtar-hliðið. Það var mikilfenglegt borgarhlið tileinkað gyðjunni Isthar og er talið hafa verið reist um árið 600 f.Kr. Það sýnir hina gríðarlegu tæknikunnáttu Babýloníumanna en meðal annars eru múrsteinarnir hjúpaðir með fallega bláum glerungi. Auk þess gefur hliðið góða innsýn inn í menningu og trú Babýloníumanna en það er skreytt yfirnáttúrulegum eða helgum dýrum. Hliðið er nú á Pergamon-safninu í Berlín í Þýskalandi.

Sagt er að konungurinn Nebúkadnesar II. hafi látið byggja nokkurs konar hæð sem á var grasagarður eða lystigarður. Garðurinn bar heitið Hengigarðarnir (e. The Hanging Gardens of Babylon). Þar á að hafa verið rennandi vatn og alls konar framandi plöntur og jurtir. Byggingu garðins er sögð rakin til þess að kona Nebúkadnesar II. hafi fyllst heimþrá og saknað persneskrar náttúru. Þessir garðar gætu reyndar verið lítið annað en goðsögn og ekki er vitað nákvæmlega hvar þeir eiga að hafa verið. Þrátt fyrir það eru þeir taldir eitt af sjö undrum veraldar. Þess ber að geta Ishtar-hliðið var það einnig á sínum tíma, en það vék síðar fyrir vitanum í Faros í Alexandríu.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar var unnið í námskeiðinu MAF101G Saga Miðausturlanda I haustið 2016. Þórir Jónsson Hraundal hafði umsjón með námskeiðinu.

Höfundar

Hrefna R. Jóhannesdóttir

BA-nemi í stjórnmálafræði

Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir

BA-nemi í stjórnmálafræði

Kolbrún Pálsdóttir

BA-nemi í stjórnmálafræði

Nazima Kristín Tamimi

BA-nemi í mannfræði

Útgáfudagur

24.2.2017

Spyrjandi

Stefán Smári Ásmundarson, Íris Benediktsdóttir, Bryndís Gylfadóttir, Hafsteinn Eyland

Tilvísun

Hrefna R. Jóhannesdóttir, Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir, Kolbrún Pálsdóttir og Nazima Kristín Tamimi. „Hvað er vitað um borgina Babýlon til forna?“ Vísindavefurinn, 24. febrúar 2017. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=50496.

Hrefna R. Jóhannesdóttir, Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir, Kolbrún Pálsdóttir og Nazima Kristín Tamimi. (2017, 24. febrúar). Hvað er vitað um borgina Babýlon til forna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=50496

Hrefna R. Jóhannesdóttir, Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir, Kolbrún Pálsdóttir og Nazima Kristín Tamimi. „Hvað er vitað um borgina Babýlon til forna?“ Vísindavefurinn. 24. feb. 2017. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=50496>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er vitað um borgina Babýlon til forna?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:

  • Hver er saga Babýlon, hvar er hún staðsett og hver eru hennar aðaleinkenni? (Íris)
  • Eru enn þá til ummerki um að Babýlon hafi verið til? (Bryndís)
  • Eru til áreiðanlegar heimildir um hengigarðana í Babýlon? Er til nákvæm lýsing á því hvað þetta fyrirbæri var? (Hafsteinn)

Babýlon er ein frægasta borg Mesópótamíu til forna. Rústir borgarinnar eru í um 94 km fjarlægð suðvestur af borginni Bagdad í Írak. Nafnið Babýlon er talið koma frá orðinu bav-il eða bav-ilim sem þýðir hlið Guðs á akkadísku en það var tungumál þess tíma.

Babýlon varð til á valdatíma Sargons af Akkad sem réði ríkjum frá 2334-2279 f.Kr. Á þessum tíma virðist Babýlon hafa verið lítil borg eða stór hafnarbær við ána Efrat þar sem hún liggur næst ánni Tígris. Margar fornleifar hinnar fornu borgar hafa horfið þar sem vatnsyfirborð á svæðinu hefur hækkað frá því borgin var byggð. Fyrir vikið er margt á huldu um hina fornu borg.

Þýski fornleifafræðingurinn Robert Koldewey (1855-1925) var fyrstur til að skoða fornleifar borgarinnar árið 1899. Leifarnar sem Koldeway gróf upp eru þær einu sem sjást í dag og nær tímabil þeirra aðeins yfir þúsund ár eftir að borgin var byggð. Fræðimenn telja að Babýlon hafi verið stofnuð af svonefndum Amorítum í kjölfar falls þriðja konungsveldis Úr. Þetta má lesa úr minjum sem voru fluttar úr borginni eftir innrás Persa árið 539 f.Kr. Minjarnar enduðu flestar í Bretlandi.

Margar fornleifar hinnar fornu borgar hafa horfið þar sem vatnsyfirborð á svæðinu hefur hækkað frá því borgin var byggð. Fyrir vikið er margt á huldu um Babýlon til forna.

Leirlist og menning

Í Babýlon var að finna mikið af leir enda var borgin var meira og minna byggð úr leir. Til að mynda prýddu mikilfenglegar súlur úr leir musteri borgarinnar. Leir var þó ekki eingöngu notaður sem byggingarefni en í Babýlon var styttugerð algeng, aðallega vegna þess hve auðvelt var að meðhöndla og skera leirinn. Elsta dæmið um styttugerð í Babýlon eru stytturnar af Gudea en hann stjórnaði Babýlon frá 2144-2124 f.Kr. Stytturnar eru alls 27 talsins en þær þykja enn í dag sýna fram á mikla færni þeirra er bjuggu þær til.

Babýloníumenn notfærðu sér leirtöflur til að halda utan um ýmsa þekkingu og aðra hagnýta hluti. Á þeim hafa fundist nákvæmir útreikningar yfir dagsbirtu, sólkerfið og stjörnumerkin. Fjalla þær til að mynda um reikistjörnuna Venus og eru það elstu heimildir sem við höfum um skrásetningu annarra reikistjarna. Babýloníumenn voru þó ekki eingöngu vel að sér í stjörnufræði en leirtöflur, allt aftur til 2000 f.Kr., sýna skrá yfir ýmsar sjúkdómsgreiningar, læknisskoðanir og lyfseðla.

Tilvist leirtaflanna og fjöldi þeirra bendir til þess að læsi hafi verið nokkuð almennt á þessum tíma. Auk taflanna var töluvert til af bókmenntum, þá mest þýðingar úr súmerskum frumritum, svo sem skáldsögur, trúarbragðarit og lögbækur. Þekktasta bókmenntaverk Babýloníumanna er Gilgameskviða sem var skrifuð um 2.100 f.Kr. og samanstendur af 12 bindum.

Elsta dæmið um styttugerð í Babýlon eru stytturnar af Gudea en hann stjórnaði Babýlon frá 2144-2124 f.Kr. Stytturnar eru alls 27 talsins en þær þykja enn í dag sýna fram á mikla færni þeirra er bjuggu þær til.

voru reglur hennar skráðar á mikla steinhellu, um tveggja og hálfs metra háa sem hefur trúlega verið almenningi fyrir sjónum í Babýlon.

Hammúrabí

Hammúrabí var sjötti konungur Babýlon og ríkti frá um 1792-1750 f.Kr. Hann lét sig margt varða og er einna þekktastur fyrir lögbók sem hann lét höggva í stein sem komið var fyrir í garði umluktum hofum. Í lagasafninu er að finna 282 reglur og þar segir Hammúrabí meðal annars frá því að guðirnir hafi falið honum að taka lögin saman til þess að sigrast á hinu illa og setja á sanngjörn og jafnframt réttlát lög. Enn þann dag í dag má finna vitnisburð um arfleifð Hammúrabís, brjóstmynd af honum er meðal annars í sal fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.

Saddam Hussein

Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Írak, var mjög upptekinn af forni fræðg landsins og taldi sjálfan sig vera einn af afkomendum Nebúkadnesar II. sem ríkti sem konungur í Babýlon frá 605 til 562 f.Kr. Saddam Hussein varði mörgum milljónum Bandaríkjadala til að endurreisa rústir Babýlon en þaðan taldi hann að Írakar ættu ættir að rekja. Þá lét hann mála áróðursmyndir af sér og sló einnig gullpeninga þar sem hann var settur við hlið Nebúkadnesar II. Úrvalssveitir hans voru nefndar eftir fornum stríðsköppum og konungum frá tímum Babýloníumanna.

Trúarbrögð í Babýlon

Heimildir um trúarbrögð í Babýlon koma meðal annars úr textum á leirtöflum, höggmyndum og líkneskjum af guðum. Hægt er að finna upplýsingar um trúarlega siði og athafnir, til dæmis hvernig átti að færa fórnir og lýsingar á ólíkum guðum. Guðinn Marduk var eins konar verndarguð borgarinnar en hann var sagður hafa tengsl við marga aðra guði og hafa ýmsa ólíka eiginleika eftir því hvaða heimildir eru skoðaðar. Esgalia-hofið var tileinkað honum en talið er að það hafi verið byggt á valdatíð Nebúkadnesar II. um 600 f.Kr. Forn trúarbrögð Mesópótamíu, þar á meðal Babýlon, hafa vafalaust haft áhrif á þau trúarbrögð sem við þekkjum í dag. Talið er að fjöldi texta í Gamla testamentinu og elstu textum Gyðinga byggi að miklu leyti á goðsögnum Mesópótamíumanna frá þessum tímum enda kemur borgin Babýlon oft við sögu í Biblíusögum.

Lög Hammúrabís voru höggvin í stein og þeim stillt upp þar sem allir gátu séð þau.

Þekkt mannvirki

Babýlon er meðal annars fræg fyrir mörg söguleg mannvirki sem þar voru eða sem sögur segja að hafi verið þar. Meðal þeirra er Babelsturninn sem sagt er frá í 1. Mósebók í Biblíunni en eins og margir þekkja átti bygging hans að hafa orðið til þess að mannfólkið hóf að tala ólík tungumál. Annað þekkt mannvirki frá Babýlon er Ishtar-hliðið. Það var mikilfenglegt borgarhlið tileinkað gyðjunni Isthar og er talið hafa verið reist um árið 600 f.Kr. Það sýnir hina gríðarlegu tæknikunnáttu Babýloníumanna en meðal annars eru múrsteinarnir hjúpaðir með fallega bláum glerungi. Auk þess gefur hliðið góða innsýn inn í menningu og trú Babýloníumanna en það er skreytt yfirnáttúrulegum eða helgum dýrum. Hliðið er nú á Pergamon-safninu í Berlín í Þýskalandi.

Sagt er að konungurinn Nebúkadnesar II. hafi látið byggja nokkurs konar hæð sem á var grasagarður eða lystigarður. Garðurinn bar heitið Hengigarðarnir (e. The Hanging Gardens of Babylon). Þar á að hafa verið rennandi vatn og alls konar framandi plöntur og jurtir. Byggingu garðins er sögð rakin til þess að kona Nebúkadnesar II. hafi fyllst heimþrá og saknað persneskrar náttúru. Þessir garðar gætu reyndar verið lítið annað en goðsögn og ekki er vitað nákvæmlega hvar þeir eiga að hafa verið. Þrátt fyrir það eru þeir taldir eitt af sjö undrum veraldar. Þess ber að geta Ishtar-hliðið var það einnig á sínum tíma, en það vék síðar fyrir vitanum í Faros í Alexandríu.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar var unnið í námskeiðinu MAF101G Saga Miðausturlanda I haustið 2016. Þórir Jónsson Hraundal hafði umsjón með námskeiðinu.

...