Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvaða áhrif hefur gangráður á venjulegt líf fólks?

Þórdís Kristinsdóttir

Gervigangráður sem starfar rétt hefur lítil sem engin áhrif á venjulegt líf fólks. Það tekur nokkrar vikur að jafna sig eftir aðgerð og lengist sá tími með aldri. Hjá flestum fer lífið í sömu skorður og áður eftir fáeina daga. Gangráðurinn á ekki að hindra fólk við vinnu eða í líkamsrækt en það kemur fyrir að hann færist aðeins úr stað og valdi verk við áreynslu. Þá á að hafa samband við lækni sem hagræðir gangráðnum og færir hann lítillega til og ætti það að leysa vandann.

Gangráður á ekki að hindra fólk við vinnu eða í líkamsrækt.

Þeir sem eru með gangráð í sér geta notað öll rafknúin heimilistæki áhyggjulaust, þar með talið spansuðuhellur og örbylgjuofn. Áhrif tiltekinna sterkra segla geta þó skaðað gangráðinn og þar með sjúklinginn. Því má ekki setja einstaklinga með gervigangráð í segulómun.

Farsíma er óhætt að nota ef þeir eru að lágmarki í sjö cm fjarlægð frá gangráðnum. Málmleitartæki á flugvöllum hafa ekki áhrif á gangráð en sjúklingar skulu láta vita af honum áður en farið er í gegnum tækið. Allir sem fá gervigangráð fá sérstakt skírteini með öllum upplýsingum um gangráðinn sem þeir eiga alltaf að hafa á sér.

Stundum þarf að endurforrita eða stilla tölvu gangráðsins. Þetta má gera utan frá og krefst þess vegna ekki aðgerðar og ætti ekki að valda óþægindum. Á fimm til tíu ára fresti þarf að skipta um rafhlöður. Þegar þær fara að gefa sig finna menn fyrir því að hjartslátturinn verður hægari. Þegar skipt er um rafhlöður fer það fram eins og ígræðsla hjartagangráðs en oftast þarf fólk ekki að liggja inni yfir nótt nema skipta þurfi um gangráðsleiðslur.

Mynd:

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

14.2.2012

Spyrjandi

Friðrik Lindbergsson

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvaða áhrif hefur gangráður á venjulegt líf fólks?“ Vísindavefurinn, 14. febrúar 2012. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=51401.

Þórdís Kristinsdóttir. (2012, 14. febrúar). Hvaða áhrif hefur gangráður á venjulegt líf fólks? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51401

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvaða áhrif hefur gangráður á venjulegt líf fólks?“ Vísindavefurinn. 14. feb. 2012. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51401>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða áhrif hefur gangráður á venjulegt líf fólks?
Gervigangráður sem starfar rétt hefur lítil sem engin áhrif á venjulegt líf fólks. Það tekur nokkrar vikur að jafna sig eftir aðgerð og lengist sá tími með aldri. Hjá flestum fer lífið í sömu skorður og áður eftir fáeina daga. Gangráðurinn á ekki að hindra fólk við vinnu eða í líkamsrækt en það kemur fyrir að hann færist aðeins úr stað og valdi verk við áreynslu. Þá á að hafa samband við lækni sem hagræðir gangráðnum og færir hann lítillega til og ætti það að leysa vandann.

Gangráður á ekki að hindra fólk við vinnu eða í líkamsrækt.

Þeir sem eru með gangráð í sér geta notað öll rafknúin heimilistæki áhyggjulaust, þar með talið spansuðuhellur og örbylgjuofn. Áhrif tiltekinna sterkra segla geta þó skaðað gangráðinn og þar með sjúklinginn. Því má ekki setja einstaklinga með gervigangráð í segulómun.

Farsíma er óhætt að nota ef þeir eru að lágmarki í sjö cm fjarlægð frá gangráðnum. Málmleitartæki á flugvöllum hafa ekki áhrif á gangráð en sjúklingar skulu láta vita af honum áður en farið er í gegnum tækið. Allir sem fá gervigangráð fá sérstakt skírteini með öllum upplýsingum um gangráðinn sem þeir eiga alltaf að hafa á sér.

Stundum þarf að endurforrita eða stilla tölvu gangráðsins. Þetta má gera utan frá og krefst þess vegna ekki aðgerðar og ætti ekki að valda óþægindum. Á fimm til tíu ára fresti þarf að skipta um rafhlöður. Þegar þær fara að gefa sig finna menn fyrir því að hjartslátturinn verður hægari. Þegar skipt er um rafhlöður fer það fram eins og ígræðsla hjartagangráðs en oftast þarf fólk ekki að liggja inni yfir nótt nema skipta þurfi um gangráðsleiðslur.

Mynd:

...