Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvernig var leikhús í Skandinavíu á miðöldum?

Terry Gunnell

Leikhúsbyggingar voru ekki til á Norðurlöndum á miðöldum. Það sama á reyndar við um um flest önnur Evrópulönd á sama tíma (um miðaldaleikhúsið annars staðar, sjá til dæmis Axton 1974; Tydeman 1978; og Wickham 1987). Elstu varðveittu leikrit Norðurlanda eru flest frá síðari hluta 16. aldar (Tobie Comedia (gefið út 1550), De uno peccatore qui promeriut gratium (handrit: seinni hluti 15. aldar) frá Svíþjóð, Ludus de Sancto Canute duce (handrit: snemma á 16. öld) og Dorotheæ Komedie, Comaedia de Sancto Dorothea (handrit: 1531) frá Danmörku). Þessi verk eru af trúarlegum toga og voru líklega annaðhvort flutt úti eða í kirkjum (Marker og Marker, 1975, 6–15; og DuBois 2008). Þau fáu handrit (Visitatio Sepulchri, Depositio Crucis og Elevatio Crucis) sem til eru af kaþólskum helgiathöfnum á latínu eru frá svipuðum tíma, það er að segja frá síðari hluta 15. aldar eða frá 16. öld (sjá til dæmis Ekdahl Davidson 1990; og Petersen 1996; sjá einnig Young 1933 um kirkjuleikrit á latínu í Evrópu). Þessi handrit koma öll frá Svíþjóð og flest bendir til þess að helgiathafnirnar hafi verið „leiknar“ í kirkjum (e. liturgical dramas)

Elstu varðveittu leikrit Norðurlanda voru af trúarlegum toga og voru væntanlega flutt úti eða í kirkjum. Á myndinni sést dómkirkjan í Lundi í Svíþjóð, hún er að stofni til frá 12. öld.

Ljóst er að einstakir farandaleikarar (leikarar, loddarar og trúðar; á latínu: mimi, histriones og ioculatores) voru á ferli á Norðurlöndum á miðöldum eins og annars staðar. Gera má ráð fyrir því að margir þeirra hafi flutt einhvers konar leiklist (sjá Njáls saga, 410; Fagrskinna, 64; Morkinskinna, 222-223; Sverris saga, 130–132; Heimskringla, I, 42; og Gunnell 1996). Líklegt þykir að sumir norrænir sagnamenn hafi beitt leikrænni tjáningu við sagnaflutning á kvöldvökum þegar þeir fluttu eða lásu sögur eða kvæði (sjá Rohrbach 2017; og Gunnell 2006). Gísli Súrsson var til dæmis þekktur fyrir að vera flink „hermikráka“ (Gísla saga, bls. 85); og maður sem hét Steingrímur Skinngrýluson er sagður hafa verið drepinn af Lofti Pálssyni fyrir að hafa fært „Lopt í flimtan“ og að hafa gert „um hann danza marga, ok margskonar spott annat“ (Sturlunga saga I, 245–246, og Gunnell 1991). Nafnið Skinngrýla og tengsl þess við dans og ádeilu virðist tengjast hefðbundnum dulbúningasiðum sem þekktust víða á Norðurlöndum á 16. öld (sjá heimildir í Gunnell 1995, 114–116; 1991; og 2007).

Fornleifar frá járnöld gefa til kynna að dýragrímur hafi verið notaðar við helgiathafnir á Norðurlöndum. Myndin sýnir mót fyrir hjálmplötur frá 6. eða 7. öld. Mótið fannst á eyjunnni Öland í Svíþjóð.

Fræðimenn hafa rætt um möguleg tengsl Eddukvæða og leiklistar, meðal annars vegna tíðrar notkunar beinnar ræðu í fyrstu persónu í samtalskvæðum og einræðum ortum undir ljóðahætti (Vafþrúðnismálum, Skírnismálum, Hárbarðsljóði, Lokasennu, Fáfnismálum, og Grímnismálum); og spássíumerkinganna sem eru notaðar fyrir mælendur í báðum elstu handritum seint frá þrettándu öld. Þessar spássíumerkingar eru svipaðar og merkingar í handritum af leikritum frá Norður-Evrópu á svipuðum tímum (sjá Gunnell 1994 og 1995, 182–329). Tilgátan er að þessi verk hafi lifað í munnlegri hefð í nokkrar aldir. Fræðimenn hafa leitt að því rök að einhver þeirra gætu átt rætur að rekja til leikrænna heiðinna helgisiða (sjá Phillpotts 1920; Sveinn Einarsson 1991; og Gunnell 1994, 1995, 2006, 2007, 2008, 2011, 2013, og 2016; og Rohrbach 2017). Ljóst er af fornleifum frá járnöld (einnig frá steinöld og bronsöld) að bæði karlar og konur notuðu stundum dýragrímur við ýmsar heiðnar helgiathafnir á Norðurlöndum (sjá Gunnell 2013; og Price 2008, 2010, og 2014; og Price og Mortimer, 2014).

Heimildir um leiklist á Norðurlöndum á miðöldum
  • Axton, Richard. European Drama of the Early Middle Ages. London: Hutchinson, 1974.
  • Brennu-Njáls saga. Ritstj. Einar Ólafur Sveinsson. Íslensk fornrit, XII. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.
  • Dubois, Thomas og Ingwersen, Niels. „St Knud Lavard: A Saint for Denmark.“ Í Sancity in the North: Saints, Lives, and Cults in Medeival Scandinavia, ritstj. Thomas A. DuBois. Toronto, Buffalo og London: University of Toronto Press, 2008, bls. 154–202.
  • Ekdahl Davidson, Audrey, ritstj. Holy Week and Easter Ceremonies from Medieval Sweden. Early Drama, Art and Music Monograph Series. Medieval Institute Publications, Western Michigan University: Kalamazoo, Michigan, 1990.
  • Fagrskinna – Nóregs konunga tal. Í Ágrip af Nóregs konunga s̜gum; Fagrskinna – Nóregs konunga tal. Ritstj. Bjarni Einarsson. Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 1984, bls. 55–364.
  • Gísla saga Súrssonar. Ritstj. Björn K. Þórólfsson og Guðni Jónsson. Í Íslenzk fornrit, VI. Reykjavik: Hið Íslenzka fornritafélag, 1943, 1–118.
  • Gunnell, Terry. „The Drama of the Poetic Edda: Performance as a Means of Transformation.“ Progranicza teatralności: Poezja, poetyka, praktyka, ritstj. Andrzej Dąbrówka. Studia Staropolskie, Series Nova. Warsaw: Instytut Badań Literackich Pan Wydawnictwo, 2011, bls. 13–40.
  • Gunnell, Terry. „Eddic Performance and Eddic Audiences.“ Í A Handbook to Eddic Poetry: Myths and Legends of Early Scandinavia. Ed. Carolyne Larrington, Judy Quinn and Britanny Schorn. Cambridge: Cambridge University Press, 2016, bls. 92–113.
  • Gunnell, Terry. „Grýla, grýlur, “grøleks” and skeklers: medieval disguise traditions in the North Atlantic?“ Arv: Nordic Yearbook of Folklore (1991), bls. 33–54.
  • Gunnell, Terry, ritstj. Masks and Mumming in the Nordic Area. Uppsala: Kungl. Gustav Adolfs Akademien för svensk folkkultur, 2007.
  • Gunnell, Terry. „Masks and Performance in the Early Nordic World.“ Í Masken der Vorseit in Europa (II): International Tagung vom 19. bis. 21. November in Halle (Saale), ritstj. Harald Meller og Regine Maraszek. Halle (Saale): Landesamt fur Denkmalpflege und Archaologie Sachsen-Analt, 2013, bls. 184–196.
  • Gunnell, Terry. „Narratives, Space and Drama: Essential Spatial Aspects Involved in the Performance and Reception of Oral Narrative.“ Folklore, An Electronic Journal 33 (2006), bls. 7–26.
  • Gunnell, Terry. The Origins of Drama in Scandinavia. Cambridge: D. S. Brewer, 1995.
  • Gunnell, Terry. „The Performance of the Poetic Edda.“ Í The Viking World, ritstj. Stefan Brink, með Neil Price. London and New York: Routledge, 2008, bls. 299–303.
  • Gunnell, Terry. Í prentun. „Performance Archaeology, Eiríksmál, Hákonarmál and the Study of Old Nordic Religions.“
  • Gunnell, Terry. „The Rights of the Player: Evidence of Mimi and Histriones in Early Scandinavia.“ Comparative Drama, 30 (vor 1996), bls. 1–31.
  • Gunnell, Terry. „Spássíukrot? Mælendamerkingar í handritum eddukvæða og miðaldaleikrita“, Skáldskaparmál, 3 (1994), bls. 7–29.
  • Gunnell, Terry. „Teater och drama i älsta tid.“ Í Ný svensk teaterhistoria, I: Teater före 1800, ritstj. Sven Åke Heed. Gidlunds förlag: Riga, 2007, 13–36.
  • Gunnell, Terry. „,Til holts ek gekk‘: Spacial and Temporal Aspects of the Dramatic Poems of the Elder Edda”. Í Old Norse Religion in Long Term Perspectives: Origins, Changes and Interactions: An International Conference in Lund, Sweden 3-7 júní, 2004, ritstj. Anders Andrén, Kristina Jennbert and Catharina Raudvere. Lund: Nordic Academic Press, 2006, bls. 238–242.
  • Gunnell, Terry. „V̜luspá in Performance.“ Í The Nordic Apocalypse: Approaches to V̜luspá and Nordic Days of Judgement, ritstj. Terry Gunnell and Annette Lassen. Turnhout: Brepols, 2013, bls. 63–77.
  • Snorri Sturluson. Heimskringla. Ritstj. Bjarni Aðalbjarnarson. 3 bindi. Íslenzk fornrit, XXVI–XXVIII. Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 1941–1951.
  • Marker, Fredrik og Lise-Lone. The Scandinavian Theatre. Oxford: Basil Blackwell, 1975.
  • Petersen, Nils Holger. „A Newly Discovered Fragment of a Visitatio Sepulchri in Stockholm.“ Comparative Drama, 30 (vor 1996), bls. 32–40.
  • Phillpotts, Bertha S. The Elder Edda and Ancient Scandinavian Drama. Cambridge: Cambridge University Press, 1920.
  • Price, N. S. „Bodylore and the Archaeology of Embedded Religion: Dramatic Licence in the Funerals of the Vikings.“ Í Belief in the Past: Theoretical Approaches to the Archaeology of Religion. Ed. D. M. Whitley, og K. Hays-Gilpin. Walnut Creek: Left Coast Press, 2008, bls. 143–165.
  • Price, N. S. „Passing into Poetry: Viking-Age Mortuary Drama and the Origins of Norse Mythology.“ Medieval Archaeology 54, 2010, bls. 123–156.
  • Price, N. S. 2014. „Nine Paces from Hel: Time and Motion in Old Norse Ritual Performance.“ World Archaeology 46.2, 2014, bls. 178–191.
  • Price, Neil, og Mortimer, Paul. „An Eye for Odin? Divine Role-Playing in the Age of Sutton Hoo.“ European Journal of Archaeology 17, 2014, bls. 517–538.
  • Rohrbach, Lena. „Drama and Performativity.“ The Routledge Research Companion to the Medieval Icelandic Sagas, ritstj. Ármann Jakobsson og Sverrir Jakobsson. London og New York: Routledge, 2017, bls. 139–150.
  • Sturlunga saga 1878: Ed. Guðbrandur Vigfússon. 2 vols. Oxford: Oxford University Press.
  • Sveinn Einarsson: Íslensk leiklist I. Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1991, bls 11–118.
  • Sverris saga. Ritst. Þorleifur Hauksson. Íslensk fornrit, XXX. Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 2007.
  • Tydeman, William. The Theatre in the Middle Ages. Cambridge: Cambridge University Press, 1978.
  • Wickham, Glynne. The Medieval Theatre. 3. aukin útgáfa. Cambridge: Cambridge University Press, 1987.

Myndir:

Höfundur

Terry Gunnell

prófessor emeritus í þjóðfræði við HÍ

Útgáfudagur

31.8.2017

Spyrjandi

Emilía Gunnarsdóttir

Tilvísun

Terry Gunnell. „Hvernig var leikhús í Skandinavíu á miðöldum?“ Vísindavefurinn, 31. ágúst 2017. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=51920.

Terry Gunnell. (2017, 31. ágúst). Hvernig var leikhús í Skandinavíu á miðöldum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51920

Terry Gunnell. „Hvernig var leikhús í Skandinavíu á miðöldum?“ Vísindavefurinn. 31. ágú. 2017. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51920>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig var leikhús í Skandinavíu á miðöldum?
Leikhúsbyggingar voru ekki til á Norðurlöndum á miðöldum. Það sama á reyndar við um um flest önnur Evrópulönd á sama tíma (um miðaldaleikhúsið annars staðar, sjá til dæmis Axton 1974; Tydeman 1978; og Wickham 1987). Elstu varðveittu leikrit Norðurlanda eru flest frá síðari hluta 16. aldar (Tobie Comedia (gefið út 1550), De uno peccatore qui promeriut gratium (handrit: seinni hluti 15. aldar) frá Svíþjóð, Ludus de Sancto Canute duce (handrit: snemma á 16. öld) og Dorotheæ Komedie, Comaedia de Sancto Dorothea (handrit: 1531) frá Danmörku). Þessi verk eru af trúarlegum toga og voru líklega annaðhvort flutt úti eða í kirkjum (Marker og Marker, 1975, 6–15; og DuBois 2008). Þau fáu handrit (Visitatio Sepulchri, Depositio Crucis og Elevatio Crucis) sem til eru af kaþólskum helgiathöfnum á latínu eru frá svipuðum tíma, það er að segja frá síðari hluta 15. aldar eða frá 16. öld (sjá til dæmis Ekdahl Davidson 1990; og Petersen 1996; sjá einnig Young 1933 um kirkjuleikrit á latínu í Evrópu). Þessi handrit koma öll frá Svíþjóð og flest bendir til þess að helgiathafnirnar hafi verið „leiknar“ í kirkjum (e. liturgical dramas)

Elstu varðveittu leikrit Norðurlanda voru af trúarlegum toga og voru væntanlega flutt úti eða í kirkjum. Á myndinni sést dómkirkjan í Lundi í Svíþjóð, hún er að stofni til frá 12. öld.

Ljóst er að einstakir farandaleikarar (leikarar, loddarar og trúðar; á latínu: mimi, histriones og ioculatores) voru á ferli á Norðurlöndum á miðöldum eins og annars staðar. Gera má ráð fyrir því að margir þeirra hafi flutt einhvers konar leiklist (sjá Njáls saga, 410; Fagrskinna, 64; Morkinskinna, 222-223; Sverris saga, 130–132; Heimskringla, I, 42; og Gunnell 1996). Líklegt þykir að sumir norrænir sagnamenn hafi beitt leikrænni tjáningu við sagnaflutning á kvöldvökum þegar þeir fluttu eða lásu sögur eða kvæði (sjá Rohrbach 2017; og Gunnell 2006). Gísli Súrsson var til dæmis þekktur fyrir að vera flink „hermikráka“ (Gísla saga, bls. 85); og maður sem hét Steingrímur Skinngrýluson er sagður hafa verið drepinn af Lofti Pálssyni fyrir að hafa fært „Lopt í flimtan“ og að hafa gert „um hann danza marga, ok margskonar spott annat“ (Sturlunga saga I, 245–246, og Gunnell 1991). Nafnið Skinngrýla og tengsl þess við dans og ádeilu virðist tengjast hefðbundnum dulbúningasiðum sem þekktust víða á Norðurlöndum á 16. öld (sjá heimildir í Gunnell 1995, 114–116; 1991; og 2007).

Fornleifar frá járnöld gefa til kynna að dýragrímur hafi verið notaðar við helgiathafnir á Norðurlöndum. Myndin sýnir mót fyrir hjálmplötur frá 6. eða 7. öld. Mótið fannst á eyjunnni Öland í Svíþjóð.

Fræðimenn hafa rætt um möguleg tengsl Eddukvæða og leiklistar, meðal annars vegna tíðrar notkunar beinnar ræðu í fyrstu persónu í samtalskvæðum og einræðum ortum undir ljóðahætti (Vafþrúðnismálum, Skírnismálum, Hárbarðsljóði, Lokasennu, Fáfnismálum, og Grímnismálum); og spássíumerkinganna sem eru notaðar fyrir mælendur í báðum elstu handritum seint frá þrettándu öld. Þessar spássíumerkingar eru svipaðar og merkingar í handritum af leikritum frá Norður-Evrópu á svipuðum tímum (sjá Gunnell 1994 og 1995, 182–329). Tilgátan er að þessi verk hafi lifað í munnlegri hefð í nokkrar aldir. Fræðimenn hafa leitt að því rök að einhver þeirra gætu átt rætur að rekja til leikrænna heiðinna helgisiða (sjá Phillpotts 1920; Sveinn Einarsson 1991; og Gunnell 1994, 1995, 2006, 2007, 2008, 2011, 2013, og 2016; og Rohrbach 2017). Ljóst er af fornleifum frá járnöld (einnig frá steinöld og bronsöld) að bæði karlar og konur notuðu stundum dýragrímur við ýmsar heiðnar helgiathafnir á Norðurlöndum (sjá Gunnell 2013; og Price 2008, 2010, og 2014; og Price og Mortimer, 2014).

Heimildir um leiklist á Norðurlöndum á miðöldum
  • Axton, Richard. European Drama of the Early Middle Ages. London: Hutchinson, 1974.
  • Brennu-Njáls saga. Ritstj. Einar Ólafur Sveinsson. Íslensk fornrit, XII. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.
  • Dubois, Thomas og Ingwersen, Niels. „St Knud Lavard: A Saint for Denmark.“ Í Sancity in the North: Saints, Lives, and Cults in Medeival Scandinavia, ritstj. Thomas A. DuBois. Toronto, Buffalo og London: University of Toronto Press, 2008, bls. 154–202.
  • Ekdahl Davidson, Audrey, ritstj. Holy Week and Easter Ceremonies from Medieval Sweden. Early Drama, Art and Music Monograph Series. Medieval Institute Publications, Western Michigan University: Kalamazoo, Michigan, 1990.
  • Fagrskinna – Nóregs konunga tal. Í Ágrip af Nóregs konunga s̜gum; Fagrskinna – Nóregs konunga tal. Ritstj. Bjarni Einarsson. Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 1984, bls. 55–364.
  • Gísla saga Súrssonar. Ritstj. Björn K. Þórólfsson og Guðni Jónsson. Í Íslenzk fornrit, VI. Reykjavik: Hið Íslenzka fornritafélag, 1943, 1–118.
  • Gunnell, Terry. „The Drama of the Poetic Edda: Performance as a Means of Transformation.“ Progranicza teatralności: Poezja, poetyka, praktyka, ritstj. Andrzej Dąbrówka. Studia Staropolskie, Series Nova. Warsaw: Instytut Badań Literackich Pan Wydawnictwo, 2011, bls. 13–40.
  • Gunnell, Terry. „Eddic Performance and Eddic Audiences.“ Í A Handbook to Eddic Poetry: Myths and Legends of Early Scandinavia. Ed. Carolyne Larrington, Judy Quinn and Britanny Schorn. Cambridge: Cambridge University Press, 2016, bls. 92–113.
  • Gunnell, Terry. „Grýla, grýlur, “grøleks” and skeklers: medieval disguise traditions in the North Atlantic?“ Arv: Nordic Yearbook of Folklore (1991), bls. 33–54.
  • Gunnell, Terry, ritstj. Masks and Mumming in the Nordic Area. Uppsala: Kungl. Gustav Adolfs Akademien för svensk folkkultur, 2007.
  • Gunnell, Terry. „Masks and Performance in the Early Nordic World.“ Í Masken der Vorseit in Europa (II): International Tagung vom 19. bis. 21. November in Halle (Saale), ritstj. Harald Meller og Regine Maraszek. Halle (Saale): Landesamt fur Denkmalpflege und Archaologie Sachsen-Analt, 2013, bls. 184–196.
  • Gunnell, Terry. „Narratives, Space and Drama: Essential Spatial Aspects Involved in the Performance and Reception of Oral Narrative.“ Folklore, An Electronic Journal 33 (2006), bls. 7–26.
  • Gunnell, Terry. The Origins of Drama in Scandinavia. Cambridge: D. S. Brewer, 1995.
  • Gunnell, Terry. „The Performance of the Poetic Edda.“ Í The Viking World, ritstj. Stefan Brink, með Neil Price. London and New York: Routledge, 2008, bls. 299–303.
  • Gunnell, Terry. Í prentun. „Performance Archaeology, Eiríksmál, Hákonarmál and the Study of Old Nordic Religions.“
  • Gunnell, Terry. „The Rights of the Player: Evidence of Mimi and Histriones in Early Scandinavia.“ Comparative Drama, 30 (vor 1996), bls. 1–31.
  • Gunnell, Terry. „Spássíukrot? Mælendamerkingar í handritum eddukvæða og miðaldaleikrita“, Skáldskaparmál, 3 (1994), bls. 7–29.
  • Gunnell, Terry. „Teater och drama i älsta tid.“ Í Ný svensk teaterhistoria, I: Teater före 1800, ritstj. Sven Åke Heed. Gidlunds förlag: Riga, 2007, 13–36.
  • Gunnell, Terry. „,Til holts ek gekk‘: Spacial and Temporal Aspects of the Dramatic Poems of the Elder Edda”. Í Old Norse Religion in Long Term Perspectives: Origins, Changes and Interactions: An International Conference in Lund, Sweden 3-7 júní, 2004, ritstj. Anders Andrén, Kristina Jennbert and Catharina Raudvere. Lund: Nordic Academic Press, 2006, bls. 238–242.
  • Gunnell, Terry. „V̜luspá in Performance.“ Í The Nordic Apocalypse: Approaches to V̜luspá and Nordic Days of Judgement, ritstj. Terry Gunnell and Annette Lassen. Turnhout: Brepols, 2013, bls. 63–77.
  • Snorri Sturluson. Heimskringla. Ritstj. Bjarni Aðalbjarnarson. 3 bindi. Íslenzk fornrit, XXVI–XXVIII. Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 1941–1951.
  • Marker, Fredrik og Lise-Lone. The Scandinavian Theatre. Oxford: Basil Blackwell, 1975.
  • Petersen, Nils Holger. „A Newly Discovered Fragment of a Visitatio Sepulchri in Stockholm.“ Comparative Drama, 30 (vor 1996), bls. 32–40.
  • Phillpotts, Bertha S. The Elder Edda and Ancient Scandinavian Drama. Cambridge: Cambridge University Press, 1920.
  • Price, N. S. „Bodylore and the Archaeology of Embedded Religion: Dramatic Licence in the Funerals of the Vikings.“ Í Belief in the Past: Theoretical Approaches to the Archaeology of Religion. Ed. D. M. Whitley, og K. Hays-Gilpin. Walnut Creek: Left Coast Press, 2008, bls. 143–165.
  • Price, N. S. „Passing into Poetry: Viking-Age Mortuary Drama and the Origins of Norse Mythology.“ Medieval Archaeology 54, 2010, bls. 123–156.
  • Price, N. S. 2014. „Nine Paces from Hel: Time and Motion in Old Norse Ritual Performance.“ World Archaeology 46.2, 2014, bls. 178–191.
  • Price, Neil, og Mortimer, Paul. „An Eye for Odin? Divine Role-Playing in the Age of Sutton Hoo.“ European Journal of Archaeology 17, 2014, bls. 517–538.
  • Rohrbach, Lena. „Drama and Performativity.“ The Routledge Research Companion to the Medieval Icelandic Sagas, ritstj. Ármann Jakobsson og Sverrir Jakobsson. London og New York: Routledge, 2017, bls. 139–150.
  • Sturlunga saga 1878: Ed. Guðbrandur Vigfússon. 2 vols. Oxford: Oxford University Press.
  • Sveinn Einarsson: Íslensk leiklist I. Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1991, bls 11–118.
  • Sverris saga. Ritst. Þorleifur Hauksson. Íslensk fornrit, XXX. Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 2007.
  • Tydeman, William. The Theatre in the Middle Ages. Cambridge: Cambridge University Press, 1978.
  • Wickham, Glynne. The Medieval Theatre. 3. aukin útgáfa. Cambridge: Cambridge University Press, 1987.

Myndir:

...