Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Af hverju rotast maður við höfuðhögg?

Þórdís Kristinsdóttir

Rot er meðvitundarleysi eftir högg eða byltu. Við rotumst helst við högg sem lendir á höku eða gagnauga svo að höfuðið snýst skyndilega til hliðar eða upp. Ekki er fullljóst af hverju menn rotast við högg en líklegast þykir að það sé vegna áverka á heilastofninn.

Heilastofn liggur á milli hvelaheila (e. telencephalon) og mænu (e. spine) og skiptist í miðheila (e. midbrain), brú (e. pons) og mænukylfu (e. medulla oblongata). Hann er stjórnstöð fyrir margvíslega lífsnauðsynlega starfsemi, svo sem æðaþrengingu og -víkkun, kyngingu og öndun. Kjarnar allra heilatauga, nema þeirra sem tengjast lykt og sjón, eru staðsettir í heilastofni.

Heilastofninn veitir skyn- og hreyfistjórn fyrir þætti tengda höfuðkúpunni, til dæmis andlitsvöðva, tungu, barkakýli og kok, auk þess að veita bragð-, jafnvægis- og heyrnarskyn. Í heilastofni eru einnig mikilvægir kjarnar fyrir drif- og sefkerfi sjálfvirka taugakerfisins (e. autonomic system). Allar aðlægar og frálægar taugabrautir milli hvelaheila og litla heila (e. cerebellum) liggja um heilastofninn og margar þeirra ganga í kross eða á víxl innan hans. Þar sem svo margir mikilvægir þættir miðtaugakerfisins liggja innan heilastofns getur jafnvel minnsti áverki haft alvarlegar afleiðingar. Algjört tap á virkni heilastofns er af sumum sérfræðingum skilgreint sem heiladauði.

Líklegast þykir að rot komi til vegna áverka á heilastofninn.

Til eru þrjár misalvarlegar gerðir rots:

  1. Rot þar sem viðkomandi heldur meðvitund en missir jafnvægisskyn, auk þess sem sjónsvið og heyrn brenglast.
  2. Skammtímarot sem varir skemur en 3 sekúndur.
  3. Rot sem veldur lengri meðvitundarmissi og sá sem rotast man ekki eftir eftir því sem gerðist.

Endurtekin högg á höfuðið geta leitt til varanlegs heilaskaða. Í verri tilfellum geta þau valdið heilablóðfalli eða lömun.

Hvað byggingu heilastofnsins sjálfs varðar eru allir einstaklingar jafnviðkvæmir fyrir því að rotast. Aftur á móti getur ytri bygging, svo sem styrkur vöðva í hálsi og hvernig þeim er beitt, skipt máli.

Boxarar reyna að verjast rothöggi með því að beina hökunni niður og halda báðum höndum fyrir andlitinu. Vegna þess hve endurteknir höfuðáverkar eru hættulegir gilda ákveðnar reglur um tímabundna brottvísun boxara sem rotast í keppni og lengist sú brottvísun með fjölda rothögga á stuttu tímabili.

Heimild og mynd:

Eftirfarandi spurningum er einnig svarað:
Hvað gerist í líkamanum þegar maður rotast? Af hverju eru menn misnæmir fyrir því að rotast (boxarar rotast stundum í fyrstu lotu, stundum aldrei)?

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

23.2.2012

Spyrjandi

Helgi Rafn Guðmundsson, Hjörtur Ólafsson, f. 1991, Guðmundur Karl, Ingvar Gísli Ásgeirsson

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Af hverju rotast maður við höfuðhögg?“ Vísindavefurinn, 23. febrúar 2012. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=53274.

Þórdís Kristinsdóttir. (2012, 23. febrúar). Af hverju rotast maður við höfuðhögg? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53274

Þórdís Kristinsdóttir. „Af hverju rotast maður við höfuðhögg?“ Vísindavefurinn. 23. feb. 2012. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53274>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju rotast maður við höfuðhögg?
Rot er meðvitundarleysi eftir högg eða byltu. Við rotumst helst við högg sem lendir á höku eða gagnauga svo að höfuðið snýst skyndilega til hliðar eða upp. Ekki er fullljóst af hverju menn rotast við högg en líklegast þykir að það sé vegna áverka á heilastofninn.

Heilastofn liggur á milli hvelaheila (e. telencephalon) og mænu (e. spine) og skiptist í miðheila (e. midbrain), brú (e. pons) og mænukylfu (e. medulla oblongata). Hann er stjórnstöð fyrir margvíslega lífsnauðsynlega starfsemi, svo sem æðaþrengingu og -víkkun, kyngingu og öndun. Kjarnar allra heilatauga, nema þeirra sem tengjast lykt og sjón, eru staðsettir í heilastofni.

Heilastofninn veitir skyn- og hreyfistjórn fyrir þætti tengda höfuðkúpunni, til dæmis andlitsvöðva, tungu, barkakýli og kok, auk þess að veita bragð-, jafnvægis- og heyrnarskyn. Í heilastofni eru einnig mikilvægir kjarnar fyrir drif- og sefkerfi sjálfvirka taugakerfisins (e. autonomic system). Allar aðlægar og frálægar taugabrautir milli hvelaheila og litla heila (e. cerebellum) liggja um heilastofninn og margar þeirra ganga í kross eða á víxl innan hans. Þar sem svo margir mikilvægir þættir miðtaugakerfisins liggja innan heilastofns getur jafnvel minnsti áverki haft alvarlegar afleiðingar. Algjört tap á virkni heilastofns er af sumum sérfræðingum skilgreint sem heiladauði.

Líklegast þykir að rot komi til vegna áverka á heilastofninn.

Til eru þrjár misalvarlegar gerðir rots:

  1. Rot þar sem viðkomandi heldur meðvitund en missir jafnvægisskyn, auk þess sem sjónsvið og heyrn brenglast.
  2. Skammtímarot sem varir skemur en 3 sekúndur.
  3. Rot sem veldur lengri meðvitundarmissi og sá sem rotast man ekki eftir eftir því sem gerðist.

Endurtekin högg á höfuðið geta leitt til varanlegs heilaskaða. Í verri tilfellum geta þau valdið heilablóðfalli eða lömun.

Hvað byggingu heilastofnsins sjálfs varðar eru allir einstaklingar jafnviðkvæmir fyrir því að rotast. Aftur á móti getur ytri bygging, svo sem styrkur vöðva í hálsi og hvernig þeim er beitt, skipt máli.

Boxarar reyna að verjast rothöggi með því að beina hökunni niður og halda báðum höndum fyrir andlitinu. Vegna þess hve endurteknir höfuðáverkar eru hættulegir gilda ákveðnar reglur um tímabundna brottvísun boxara sem rotast í keppni og lengist sú brottvísun með fjölda rothögga á stuttu tímabili.

Heimild og mynd:

Eftirfarandi spurningum er einnig svarað:
Hvað gerist í líkamanum þegar maður rotast? Af hverju eru menn misnæmir fyrir því að rotast (boxarar rotast stundum í fyrstu lotu, stundum aldrei)?
...