Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvaða steingervingar benda til þess að eitt sinn hafi löndin á suðurhveli jarðar verið ein heild?

Sigurður Steinþórsson

Kortið hér að neðan sýnir Gondvana (áður Gondvanaland), en svo eru nefnd meginlönd suðurhvels sem mynduðu eina heild frá 510 til 180 milljón árum – nefnilega nánast frá upphafi fornlífsaldar til miðrar miðlífsaldar (sjá jarðfræðitöfluna hér fyrir neðan). Meginlönd norðurhvels mynduðu Lárasíu, og um skeið, frá upphafi perm til miðs júra (290-180 milljón ár), voru Gondvana og Lárasía sameinuð í einu stór-meginlandi, Pangæu.

Tímatal jarðfræðinnar.

Dýra- og jurtasteingervingar frá ýmsum skeiðum jarðsögunnar veita mikilvægar vísbendingar um skipan meginlanda á hverjum tíma. Fyrir tíma landrekskenningarinnar reyndu menn að skýra furðulega dreifingu land- eða ferskvatnsdýra þvert yfir úthöf með ýmsum hætti, ekki síst „landbrúm“ sem síðan hefðu sokkið. Sambærilega dreifingu plantna mátti einnig skýra með því að fræ hefðu borist yfir höfin með fuglum, þau fokið með vindi eða rekið með sjávarstraumum. Charles Darwin (1809-1882) prófaði til dæmis þol um 70 frætegunda sem hann lét liggja mislengi í sjó, og sumar þeirra stóðust þá raun í marga mánuði.

Meginlandið Gondvana var við lýði í 330 milljón ár. Lituðu svæðin sýna útbreiðslu lykilsteingervinga, þriggja tegunda skriðdýra og eins burkna.

Tegundirnar fjórar á kortinu eru meðal lykilsteingervinga varðandi Gondvanaland:

Mesósaurus var á dögum við mót kola og perm, og steingervingar hans finnast bæði í Brasilíu og Suður-Afríku. Þetta var um hálfs metra langt sundskriðdýr sem hafðist við í fersku og ísöltu vatni.

Glossopteris er ætt svonefndra fræburkna (e. seed fern) sem kom fram í byrjun perm og dó út við lok þess tímabils. Fræin eru of stór og þung til að fjúka með vindi langar leiðir og sömuleiðis ólíkleg til að berast með fuglum. Steingervingar finnast í perm-lögum allra hluta Gondvana.

Lystrosaurus var kubbsleg jurtaæta af ætt skriðdýra, ólíklegur til langferða á fæti. Leifar hans finnast í jarðlögum frá fyrri hluta trías í Afríku, Indlandi og á Suðurskautslandinu.

Cynognathus var rándýr, líkur úlfi og um hálfur annar metri að lengd. Þótt hann teljist til skriðdýra líktist hann spendýrum í ýmsu — hafði sennilega heitt blóð og eignaðist lifandi unga — enda eru hin fyrstu spendýr talin frá ættingjum hans komin. Steingervingar Cygnoghathus finnast í jarðlögum frá neðra og mið-trías í Afríku og S-Ameríku, en einnig í Kína og víðar í Lárasíu.

Mynd:
  • USGS. Sótt 21. 2. 2012.

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvaða steingervingar voru það sem fundust á Indlandi og í Suður-Ameríku og vísa til þess að eitt sinn voru þessi lönd sama landið?

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

29.2.2012

Spyrjandi

Rún Friðriksdóttir

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvaða steingervingar benda til þess að eitt sinn hafi löndin á suðurhveli jarðar verið ein heild?“ Vísindavefurinn, 29. febrúar 2012. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=57191.

Sigurður Steinþórsson. (2012, 29. febrúar). Hvaða steingervingar benda til þess að eitt sinn hafi löndin á suðurhveli jarðar verið ein heild? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=57191

Sigurður Steinþórsson. „Hvaða steingervingar benda til þess að eitt sinn hafi löndin á suðurhveli jarðar verið ein heild?“ Vísindavefurinn. 29. feb. 2012. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=57191>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða steingervingar benda til þess að eitt sinn hafi löndin á suðurhveli jarðar verið ein heild?
Kortið hér að neðan sýnir Gondvana (áður Gondvanaland), en svo eru nefnd meginlönd suðurhvels sem mynduðu eina heild frá 510 til 180 milljón árum – nefnilega nánast frá upphafi fornlífsaldar til miðrar miðlífsaldar (sjá jarðfræðitöfluna hér fyrir neðan). Meginlönd norðurhvels mynduðu Lárasíu, og um skeið, frá upphafi perm til miðs júra (290-180 milljón ár), voru Gondvana og Lárasía sameinuð í einu stór-meginlandi, Pangæu.

Tímatal jarðfræðinnar.

Dýra- og jurtasteingervingar frá ýmsum skeiðum jarðsögunnar veita mikilvægar vísbendingar um skipan meginlanda á hverjum tíma. Fyrir tíma landrekskenningarinnar reyndu menn að skýra furðulega dreifingu land- eða ferskvatnsdýra þvert yfir úthöf með ýmsum hætti, ekki síst „landbrúm“ sem síðan hefðu sokkið. Sambærilega dreifingu plantna mátti einnig skýra með því að fræ hefðu borist yfir höfin með fuglum, þau fokið með vindi eða rekið með sjávarstraumum. Charles Darwin (1809-1882) prófaði til dæmis þol um 70 frætegunda sem hann lét liggja mislengi í sjó, og sumar þeirra stóðust þá raun í marga mánuði.

Meginlandið Gondvana var við lýði í 330 milljón ár. Lituðu svæðin sýna útbreiðslu lykilsteingervinga, þriggja tegunda skriðdýra og eins burkna.

Tegundirnar fjórar á kortinu eru meðal lykilsteingervinga varðandi Gondvanaland:

Mesósaurus var á dögum við mót kola og perm, og steingervingar hans finnast bæði í Brasilíu og Suður-Afríku. Þetta var um hálfs metra langt sundskriðdýr sem hafðist við í fersku og ísöltu vatni.

Glossopteris er ætt svonefndra fræburkna (e. seed fern) sem kom fram í byrjun perm og dó út við lok þess tímabils. Fræin eru of stór og þung til að fjúka með vindi langar leiðir og sömuleiðis ólíkleg til að berast með fuglum. Steingervingar finnast í perm-lögum allra hluta Gondvana.

Lystrosaurus var kubbsleg jurtaæta af ætt skriðdýra, ólíklegur til langferða á fæti. Leifar hans finnast í jarðlögum frá fyrri hluta trías í Afríku, Indlandi og á Suðurskautslandinu.

Cynognathus var rándýr, líkur úlfi og um hálfur annar metri að lengd. Þótt hann teljist til skriðdýra líktist hann spendýrum í ýmsu — hafði sennilega heitt blóð og eignaðist lifandi unga — enda eru hin fyrstu spendýr talin frá ættingjum hans komin. Steingervingar Cygnoghathus finnast í jarðlögum frá neðra og mið-trías í Afríku og S-Ameríku, en einnig í Kína og víðar í Lárasíu.

Mynd:
  • USGS. Sótt 21. 2. 2012.

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvaða steingervingar voru það sem fundust á Indlandi og í Suður-Ameríku og vísa til þess að eitt sinn voru þessi lönd sama landið?
...