Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Er til hjátrú sem tengjast veðri, sérstaklega óveðri?

Eiríkur Valdimarsson

Spurningin öll hljóðaði svona:
Er til íslensk hjátrú sem tengjast veðri, sérstaklega óveðri?

Sennilega hefur fátt jafn mikil áhrif á líf manneskjunnar og hversdagsleika hennar en veður og loftslag. Má þar nefna búsetu fólks, aðbúnað, lundarfar og menningu. Allt þetta má síðan draga saman og skoða betur í því sem kalla má hjátrú eða þjóðtrú fólks gagnvart veðri.

Á Íslandi er til ógrynni af veðurspám sem flokkast undir hjátrú, en hafa lifað með þjóðinni og hlotið sérstakan sess í munnmælum, hvort sem þeim var trúað eða ekki. Aðalástæðan fyrir allri þessari þekkingu er sú að fyrir tíma nútímaveðurvísinda, hafði fólkið fátt annað en slíkt efni til að fara eftir þegar rýna átti í veður framtíðarinnar. Veður og loftslag hefur alltaf skipt miklu máli í lífsbaráttunni hér á landi og því eðlilegt að efniviðurinn sé ríkulegur.

Til að átta sig betur á umfangi þessarar vitneskju er hægt að greina hana í nokkra flokka: draumar, dýr, dagar, heimilið og umhverfið. Til skýringar verða hér dregin fram nokkur dæmi úr þessum flokkum, einkum þar sem óveður er til umfjöllunar. Hér er fyrst og fremst stuðst við MA-ritgerð Eiríks Valdimarssonar í þjóðfræði frá árinu 2010, Á veðramótum. Íslenskar veðurspár og veðurþekking þjóðarinnar fyrr og nú.

Að dreyma hvítt fé boðaði snjó.

Daumar

Draumar og draumráðningar hafa lengi verið brúkaðar til að spá fyrir um framtíðina og eru veðurspár engin undantekning. Til að skilja spána þarf að taka eftir vissum hlutum í draumunum, en það virðist vera algilt um allt land hvað ákveðnir hlutir tákna. Má þar nefna hvítt fé, en fjöldi þeirra táknar snjó/snjókomu í jafnmarga daga eða vikur. Sumir sjómenn áttu sér draumkonur eða -menn, oft dáið fólk sem kom fyrir í draumum og varaði við illviðri. Ef viðkomandi draummanneskja lét öllum illum látum í draumi, var illviðri í vændum og því ekki ráðlegt að stunda sjómennsku daginn eftir.

Dýr

Skepnur eru taldar vera í nánum tengslum við náttúruna og skynja breytingar á veðurfari áður en hún á sér stað. Því er til ógrynni af heimildum um veðurglögg dýr. Má þar sérstaklega nefna hesta sem raða sér gjarnan upp í röð á undan óveðrum, þannig að allir snúi eins, en vindurinn kemur þá úr þeirri átt sem lendin snýr. Eins er það ekki fyrir góðu ef dýr, sem annars ber lítið á, gera sig gildandi og eru áberandi. Má þar nefna mýs, en ef þær sækja í mannabústaði má búast við að veður fari versnandi.

Dagar

Trú á að hægt væri að skilja framvindu veðurs út frá vissum dögum í almanakinu hefur lifað góðu lífi allt fram á okkar daga. Má þar strax nefna öskudaginn sem margir þekkja að eigi sér átján bræður. Það þýðir að veðrið á öskudeginum muni haldast svipað næstu átján daga á eftir að mati sumra, eða vikur að mati annarra. Þannig getur vont veður á öskudegi boðað vonda tíð framundan. Svipaða þjóðtrú er að finna um marga aðra daga, einkum messudaga á árinu og til að leggja vitneskjuna á minnið eru til margar vísur sem lýsa þessu vel. Má þar nefna kyndilmessu (2. febrúar) sem á sér þessa minnisvísu: Ef í heiði sólin sést / á sjálfa kyndilmessu / vænta snjóa máttu mest / maður upp frá þessu.

Heimilið

Í þessum flokki eru einkum hlutir sem tengjast hversdagslegum athöfnum og atvinnu fólks og hvernig veðuráhuginn hefur bæði læðst inn í smáatriðin og hina stóru hluti. Þekkt er að ekki megi snúa hrífutindum upp þegar hrífan er lögð í grasið, því þá megi vænta rigningar (fyrir utan það hversu vont það getur verið að stíga á tindana!) Sumir gátu séð á giftingarhringjum sínum hvernig veður var í vændum, því ef hringurinn var bjartur og fagur var gott veður í vændum, en rok og rigning ef hringurinn glansaði lítt og var mattur. Eins var það algengt á þeim árum og öldum sem húsakostur þjóðarinnar var hvað lakastur, að heyra mátti í skúmaskotum útburðarvæl, en þau hljóð boðuðu veðrabreytingar og tilteknar vindáttir.

Um aldir hafa veðurglöggir lesið í skýin.

Umhverfið

Síðasti flokkurinn er umhverfið sjálft sem fólk hefur um aldir rýnt í til að átta sig á framtíðinni og tíðarfarinu. Margt í þessum flokki er í raun leið til að lesa í náttúruna sem vísindi nútímans samþykkja. Til dæmis að þekkja muninn á skýjafyrirbærum, hvenær þau bera með sér úrkomu eða góðviðri og svo framvegis. Hér má þó nefna fleiri hluti, svo sem þá þjóðtrú að mikil berjaspretta boði harðan vetur, en þá er það náttúran sjálf sem býr sig undir harðindi með því að vera gjöful að hausti. Um það má finna mörg önnur dæmi. Á móti má segja að ef veðurfarið var milt snemma á vorin, boðaði það ekki gott. Sem dæmi þá þótti það slæmt ef flóð komu í Héraðsvötnin í Skagafirði fyrir sumarmál (síðustu dagarnir fyrir sumardaginn fyrsta) og eins ef lóan kom fyrir sumarmál. Það hefndi sín, eins og sagt er.

Í stuttu máli er því hægt að svara spurningunni þannig að í íslenskri hjátrú kemur veður oft við sögu og það sama má segja um óveður. Ástæðan er einkum sú að erfitt reyndist að spá fyrir um veður með vísindalegum aðferðum langt fram á síðustu öld. Í landi það sem veðrátta skipaði stóran sess í hversdagsleika landsmanna, fundu íbúarnir sér því leiðir til að spá fyrir um framtíðina og notuðu þá það sem hendi, og huga, var næst.

Myndir:

Höfundur

Eiríkur Valdimarsson

MA í þjóðfræði

Útgáfudagur

7.2.2018

Spyrjandi

Hjördís María Ólafsdóttir

Tilvísun

Eiríkur Valdimarsson. „Er til hjátrú sem tengjast veðri, sérstaklega óveðri?“ Vísindavefurinn, 7. febrúar 2018. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=57583.

Eiríkur Valdimarsson. (2018, 7. febrúar). Er til hjátrú sem tengjast veðri, sérstaklega óveðri? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=57583

Eiríkur Valdimarsson. „Er til hjátrú sem tengjast veðri, sérstaklega óveðri?“ Vísindavefurinn. 7. feb. 2018. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=57583>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er til hjátrú sem tengjast veðri, sérstaklega óveðri?
Spurningin öll hljóðaði svona:

Er til íslensk hjátrú sem tengjast veðri, sérstaklega óveðri?

Sennilega hefur fátt jafn mikil áhrif á líf manneskjunnar og hversdagsleika hennar en veður og loftslag. Má þar nefna búsetu fólks, aðbúnað, lundarfar og menningu. Allt þetta má síðan draga saman og skoða betur í því sem kalla má hjátrú eða þjóðtrú fólks gagnvart veðri.

Á Íslandi er til ógrynni af veðurspám sem flokkast undir hjátrú, en hafa lifað með þjóðinni og hlotið sérstakan sess í munnmælum, hvort sem þeim var trúað eða ekki. Aðalástæðan fyrir allri þessari þekkingu er sú að fyrir tíma nútímaveðurvísinda, hafði fólkið fátt annað en slíkt efni til að fara eftir þegar rýna átti í veður framtíðarinnar. Veður og loftslag hefur alltaf skipt miklu máli í lífsbaráttunni hér á landi og því eðlilegt að efniviðurinn sé ríkulegur.

Til að átta sig betur á umfangi þessarar vitneskju er hægt að greina hana í nokkra flokka: draumar, dýr, dagar, heimilið og umhverfið. Til skýringar verða hér dregin fram nokkur dæmi úr þessum flokkum, einkum þar sem óveður er til umfjöllunar. Hér er fyrst og fremst stuðst við MA-ritgerð Eiríks Valdimarssonar í þjóðfræði frá árinu 2010, Á veðramótum. Íslenskar veðurspár og veðurþekking þjóðarinnar fyrr og nú.

Að dreyma hvítt fé boðaði snjó.

Daumar

Draumar og draumráðningar hafa lengi verið brúkaðar til að spá fyrir um framtíðina og eru veðurspár engin undantekning. Til að skilja spána þarf að taka eftir vissum hlutum í draumunum, en það virðist vera algilt um allt land hvað ákveðnir hlutir tákna. Má þar nefna hvítt fé, en fjöldi þeirra táknar snjó/snjókomu í jafnmarga daga eða vikur. Sumir sjómenn áttu sér draumkonur eða -menn, oft dáið fólk sem kom fyrir í draumum og varaði við illviðri. Ef viðkomandi draummanneskja lét öllum illum látum í draumi, var illviðri í vændum og því ekki ráðlegt að stunda sjómennsku daginn eftir.

Dýr

Skepnur eru taldar vera í nánum tengslum við náttúruna og skynja breytingar á veðurfari áður en hún á sér stað. Því er til ógrynni af heimildum um veðurglögg dýr. Má þar sérstaklega nefna hesta sem raða sér gjarnan upp í röð á undan óveðrum, þannig að allir snúi eins, en vindurinn kemur þá úr þeirri átt sem lendin snýr. Eins er það ekki fyrir góðu ef dýr, sem annars ber lítið á, gera sig gildandi og eru áberandi. Má þar nefna mýs, en ef þær sækja í mannabústaði má búast við að veður fari versnandi.

Dagar

Trú á að hægt væri að skilja framvindu veðurs út frá vissum dögum í almanakinu hefur lifað góðu lífi allt fram á okkar daga. Má þar strax nefna öskudaginn sem margir þekkja að eigi sér átján bræður. Það þýðir að veðrið á öskudeginum muni haldast svipað næstu átján daga á eftir að mati sumra, eða vikur að mati annarra. Þannig getur vont veður á öskudegi boðað vonda tíð framundan. Svipaða þjóðtrú er að finna um marga aðra daga, einkum messudaga á árinu og til að leggja vitneskjuna á minnið eru til margar vísur sem lýsa þessu vel. Má þar nefna kyndilmessu (2. febrúar) sem á sér þessa minnisvísu: Ef í heiði sólin sést / á sjálfa kyndilmessu / vænta snjóa máttu mest / maður upp frá þessu.

Heimilið

Í þessum flokki eru einkum hlutir sem tengjast hversdagslegum athöfnum og atvinnu fólks og hvernig veðuráhuginn hefur bæði læðst inn í smáatriðin og hina stóru hluti. Þekkt er að ekki megi snúa hrífutindum upp þegar hrífan er lögð í grasið, því þá megi vænta rigningar (fyrir utan það hversu vont það getur verið að stíga á tindana!) Sumir gátu séð á giftingarhringjum sínum hvernig veður var í vændum, því ef hringurinn var bjartur og fagur var gott veður í vændum, en rok og rigning ef hringurinn glansaði lítt og var mattur. Eins var það algengt á þeim árum og öldum sem húsakostur þjóðarinnar var hvað lakastur, að heyra mátti í skúmaskotum útburðarvæl, en þau hljóð boðuðu veðrabreytingar og tilteknar vindáttir.

Um aldir hafa veðurglöggir lesið í skýin.

Umhverfið

Síðasti flokkurinn er umhverfið sjálft sem fólk hefur um aldir rýnt í til að átta sig á framtíðinni og tíðarfarinu. Margt í þessum flokki er í raun leið til að lesa í náttúruna sem vísindi nútímans samþykkja. Til dæmis að þekkja muninn á skýjafyrirbærum, hvenær þau bera með sér úrkomu eða góðviðri og svo framvegis. Hér má þó nefna fleiri hluti, svo sem þá þjóðtrú að mikil berjaspretta boði harðan vetur, en þá er það náttúran sjálf sem býr sig undir harðindi með því að vera gjöful að hausti. Um það má finna mörg önnur dæmi. Á móti má segja að ef veðurfarið var milt snemma á vorin, boðaði það ekki gott. Sem dæmi þá þótti það slæmt ef flóð komu í Héraðsvötnin í Skagafirði fyrir sumarmál (síðustu dagarnir fyrir sumardaginn fyrsta) og eins ef lóan kom fyrir sumarmál. Það hefndi sín, eins og sagt er.

Í stuttu máli er því hægt að svara spurningunni þannig að í íslenskri hjátrú kemur veður oft við sögu og það sama má segja um óveður. Ástæðan er einkum sú að erfitt reyndist að spá fyrir um veður með vísindalegum aðferðum langt fram á síðustu öld. Í landi það sem veðrátta skipaði stóran sess í hversdagsleika landsmanna, fundu íbúarnir sér því leiðir til að spá fyrir um framtíðina og notuðu þá það sem hendi, og huga, var næst.

Myndir:

...