Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Af hverju hafa lyf takmarkaðan endingartíma? Dofna þau?

Þórdís Kristinsdóttir

Í lyfjum eru virk efni sem brotna niður með tíma. Rétt eins og matur hefur síðasta söludag gildir það sama um lyf. Tímasetning síðasta neysludags lyfja byggist á þekkingu sem fæst með stöðugleikaprófunum á lyfjum sem eru gerðar undir ströngu eftirliti. Óstöðugleiki virks efnis getur komið fram með tíma þegar efnið annaðhvort missir virkni sína, hún minnkar, eða eitruð niðurbrotsefni myndast.

Hrein virk efni eru stöðugri en lyf sem gefin eru til inntöku. Niðurbrot gerist hraðar eftir að lyf hafa verið blönduð úr virkum efnunum vegna burðarefna, raka og vegna vinnslu. Stöðugleiki lyfs veltur því bæði á stöðugleika virka efnisins í lyfinu og stöðugleika lyfsins sjálfs eftir vinnslu. Almennt gildir að því meira sem efni er unnið, því fyrr brotnar það niður.

Lyf eru mishvarfgjörn og það er misjafnt hvað veldur niðurbroti og hvernig það verður, eftir því hvaða virka efni er í lyfinu. Niðurbrot gerist til dæmis við oxun, vatnsrof (e. hydrolysis) og ljósrof (e. photolysis). Margir utanaðkomandi þættir hafa einnig áhrif á niðurbrot, svo sem hita- og rakastig, ljós og gerð íláts sem lyfið er geymt í. Lyf missa virkni og brotna niður vegna örvera, efnafræðilegra eða eðlisfræðilegra orsaka.

Í lyfjum eru virk efni sem brotna niður með tíma og því þarf að gæta að síðasta neysludegi lyfja.

Mengun lyfja með örverum getur valdið miklum skaða á til dæmis augnlyfjum og lyfjum sem er dælt í líkamann um æð, en skemma ekki endilega lyf sem ekki þurfa að vera dauðhreinsuð. Nauðsynlegt er að gæta vel að hvaða rotvarnarefni eru notuð í dauðhreinsuð lyf og hvernig þau eru geymd.

Niðurbrot vegna efnafræðilegra orsaka verða eftir nokkrum leiðum:
  • Leysisrof (e. solvolysis) er þegar niðurbrot virks efnis verður vegna efnahvarfa við leysinn sem það er leyst upp í. Þetta eru oftast skiptihvörf þar sem einu atómi, eða hóp atóma, er skipt út fyrir annað atóm eða hóp. Algengast er að leysisrof verði í lyfjum sem innihalda óstöðugar karbonýlsameindir.
  • Oxun-afoxun efna er hvötuð af súrefni, þungum málmjónum eða ljósi. Oxunar-afoxunarhvörf eru flókin ferli sem ýmist fela í sér að rafeind er fjarlægð (oxun) eða að rafeind er bætt við (afoxun). Aldehýð, alkóhól, fenól og ómettaðar fitur eru dæmi um efni sem eru viðkvæm fyrir oxun.
  • Afvötnun (e. dehydration) gerist þegar efni losa sig við vatnssameind. Prostaglandín E2 og tetracýklín brotna niður á þennan hátt.
  • Myndun ljósfræðilegra samhverfa (e. optical isomerization). Breyting á ljósvirkni efnis getur leitt til breytinga í líffræðilegri virkni. Algengast er að ljósvirkt efni breytist í handhverfu (e. enantiomer) sína sem er ekki ljósvirk og hefur oftast minni virkni en upprunalega formið.
  • Vatnsrof (e. hydrolysis) verður þegar sameindir hvarfast við vatn og mynda nýjar sameindir. Margir virkir hópar eru viðkvæmir fyrir vatnsrofi og vatn er algengur leysir sem veldur því að vatnsrof er líklega algengasta niðurbrotsleiðin.
  • Ljósrof (e. photolysis) verður þegar ljósnæm lyf eða burðarefni eru brotin niður af ljósi. Niðubrotið veltur á bylgjulengd ljóss en styttri bylgjulengd veldur meira skaða og því er til dæmis útfjólublátt ljós skaðlegra en rautt ljós. Ljós getur einnig miðlað annars konar hvarfi, til dæmis oxun eða fjölliðun. Auk þess má breyta ljósorku í varmaorku og ljós getur því valdið varmahvarfi.

Eðlisfræðilegir þættir í niðurbroti eru til dæmis ólík kristalform sama efnasambands, uppgufun, vatnstap og upptaka vatns. Mismunandi kristalform sama lyfs geta haft ólíka leysni og bræðslumark. Mörg virk efni og burðarefni geta tapast úr lyfjum vegna uppgufunar í of háum umhverfishita. Ef vatn gufar upp úr lyfi getur það valdið samþjöppun þeirra efna sem eftir eru og þau geta kristallast út. Sum lyf draga í sig vatn, til dæmis freyðitöflur sem skemmast séu þær geymdar í röku lofti.

Lyfjaframleiðendur eru skyldugir til að gefa upp síðasta neysludag lyfja á umbúðum. Þetta er sá tími sem framleiðandinn ábyrgist 100% virkni og öryggi lyfsins. Því má velta fyrir sér hvort þetta sé raunverulegur virknitími lyfja eða hvort lyfjaframleiðendur vilji fá meiri pening í kassann. Í lok níunda áratugarins var gerð rannsókn á vegum bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitsins (FDA, það er US Food and Drug administration) á lyfjaforða í eigu hersins sem var að renna út. Rannsóknin sem náði yfir rúmlega 100 lyf sýndi að 90% þeirra voru enn örugg og með fulla virkni þar til allt að 15 árum eftir að þau áttu að renna út samkvæmt pakkningu. Þetta eru áhugaverðar niðurstöður en þó er ljóst að 10% lyfja höfðu ekki fulla virkni að rannsóknartímanum liðnum. Auk þess er þetta aðeins ein rannsókn sem náði ekki til nærri allra lyfja sem til eru. Flest lyf brotna hægt niður en dæmi um lyf sem fljótt missa virkni sína eru insúlín, nítróglýserín og sum fljótandi sýklalyf.

Þegar fólk þarf lífsnauðsynlega á lyfjum að halda skal ekki taka neina áhættu og nota aðeins ný og örugg lyf. Ef aftur á móti er um að ræða lyf við til dæmis vægu ofnæmi eða höfuðverk er ekki skaðlegt að taka lyf sem rann út fyrir nokkrum árum og ætti það að gagnast vel.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

2.10.2012

Spyrjandi

Hjalti Þór Þórsson

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Af hverju hafa lyf takmarkaðan endingartíma? Dofna þau?“ Vísindavefurinn, 2. október 2012. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=57917.

Þórdís Kristinsdóttir. (2012, 2. október). Af hverju hafa lyf takmarkaðan endingartíma? Dofna þau? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=57917

Þórdís Kristinsdóttir. „Af hverju hafa lyf takmarkaðan endingartíma? Dofna þau?“ Vísindavefurinn. 2. okt. 2012. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=57917>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju hafa lyf takmarkaðan endingartíma? Dofna þau?
Í lyfjum eru virk efni sem brotna niður með tíma. Rétt eins og matur hefur síðasta söludag gildir það sama um lyf. Tímasetning síðasta neysludags lyfja byggist á þekkingu sem fæst með stöðugleikaprófunum á lyfjum sem eru gerðar undir ströngu eftirliti. Óstöðugleiki virks efnis getur komið fram með tíma þegar efnið annaðhvort missir virkni sína, hún minnkar, eða eitruð niðurbrotsefni myndast.

Hrein virk efni eru stöðugri en lyf sem gefin eru til inntöku. Niðurbrot gerist hraðar eftir að lyf hafa verið blönduð úr virkum efnunum vegna burðarefna, raka og vegna vinnslu. Stöðugleiki lyfs veltur því bæði á stöðugleika virka efnisins í lyfinu og stöðugleika lyfsins sjálfs eftir vinnslu. Almennt gildir að því meira sem efni er unnið, því fyrr brotnar það niður.

Lyf eru mishvarfgjörn og það er misjafnt hvað veldur niðurbroti og hvernig það verður, eftir því hvaða virka efni er í lyfinu. Niðurbrot gerist til dæmis við oxun, vatnsrof (e. hydrolysis) og ljósrof (e. photolysis). Margir utanaðkomandi þættir hafa einnig áhrif á niðurbrot, svo sem hita- og rakastig, ljós og gerð íláts sem lyfið er geymt í. Lyf missa virkni og brotna niður vegna örvera, efnafræðilegra eða eðlisfræðilegra orsaka.

Í lyfjum eru virk efni sem brotna niður með tíma og því þarf að gæta að síðasta neysludegi lyfja.

Mengun lyfja með örverum getur valdið miklum skaða á til dæmis augnlyfjum og lyfjum sem er dælt í líkamann um æð, en skemma ekki endilega lyf sem ekki þurfa að vera dauðhreinsuð. Nauðsynlegt er að gæta vel að hvaða rotvarnarefni eru notuð í dauðhreinsuð lyf og hvernig þau eru geymd.

Niðurbrot vegna efnafræðilegra orsaka verða eftir nokkrum leiðum:
  • Leysisrof (e. solvolysis) er þegar niðurbrot virks efnis verður vegna efnahvarfa við leysinn sem það er leyst upp í. Þetta eru oftast skiptihvörf þar sem einu atómi, eða hóp atóma, er skipt út fyrir annað atóm eða hóp. Algengast er að leysisrof verði í lyfjum sem innihalda óstöðugar karbonýlsameindir.
  • Oxun-afoxun efna er hvötuð af súrefni, þungum málmjónum eða ljósi. Oxunar-afoxunarhvörf eru flókin ferli sem ýmist fela í sér að rafeind er fjarlægð (oxun) eða að rafeind er bætt við (afoxun). Aldehýð, alkóhól, fenól og ómettaðar fitur eru dæmi um efni sem eru viðkvæm fyrir oxun.
  • Afvötnun (e. dehydration) gerist þegar efni losa sig við vatnssameind. Prostaglandín E2 og tetracýklín brotna niður á þennan hátt.
  • Myndun ljósfræðilegra samhverfa (e. optical isomerization). Breyting á ljósvirkni efnis getur leitt til breytinga í líffræðilegri virkni. Algengast er að ljósvirkt efni breytist í handhverfu (e. enantiomer) sína sem er ekki ljósvirk og hefur oftast minni virkni en upprunalega formið.
  • Vatnsrof (e. hydrolysis) verður þegar sameindir hvarfast við vatn og mynda nýjar sameindir. Margir virkir hópar eru viðkvæmir fyrir vatnsrofi og vatn er algengur leysir sem veldur því að vatnsrof er líklega algengasta niðurbrotsleiðin.
  • Ljósrof (e. photolysis) verður þegar ljósnæm lyf eða burðarefni eru brotin niður af ljósi. Niðubrotið veltur á bylgjulengd ljóss en styttri bylgjulengd veldur meira skaða og því er til dæmis útfjólublátt ljós skaðlegra en rautt ljós. Ljós getur einnig miðlað annars konar hvarfi, til dæmis oxun eða fjölliðun. Auk þess má breyta ljósorku í varmaorku og ljós getur því valdið varmahvarfi.

Eðlisfræðilegir þættir í niðurbroti eru til dæmis ólík kristalform sama efnasambands, uppgufun, vatnstap og upptaka vatns. Mismunandi kristalform sama lyfs geta haft ólíka leysni og bræðslumark. Mörg virk efni og burðarefni geta tapast úr lyfjum vegna uppgufunar í of háum umhverfishita. Ef vatn gufar upp úr lyfi getur það valdið samþjöppun þeirra efna sem eftir eru og þau geta kristallast út. Sum lyf draga í sig vatn, til dæmis freyðitöflur sem skemmast séu þær geymdar í röku lofti.

Lyfjaframleiðendur eru skyldugir til að gefa upp síðasta neysludag lyfja á umbúðum. Þetta er sá tími sem framleiðandinn ábyrgist 100% virkni og öryggi lyfsins. Því má velta fyrir sér hvort þetta sé raunverulegur virknitími lyfja eða hvort lyfjaframleiðendur vilji fá meiri pening í kassann. Í lok níunda áratugarins var gerð rannsókn á vegum bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitsins (FDA, það er US Food and Drug administration) á lyfjaforða í eigu hersins sem var að renna út. Rannsóknin sem náði yfir rúmlega 100 lyf sýndi að 90% þeirra voru enn örugg og með fulla virkni þar til allt að 15 árum eftir að þau áttu að renna út samkvæmt pakkningu. Þetta eru áhugaverðar niðurstöður en þó er ljóst að 10% lyfja höfðu ekki fulla virkni að rannsóknartímanum liðnum. Auk þess er þetta aðeins ein rannsókn sem náði ekki til nærri allra lyfja sem til eru. Flest lyf brotna hægt niður en dæmi um lyf sem fljótt missa virkni sína eru insúlín, nítróglýserín og sum fljótandi sýklalyf.

Þegar fólk þarf lífsnauðsynlega á lyfjum að halda skal ekki taka neina áhættu og nota aðeins ný og örugg lyf. Ef aftur á móti er um að ræða lyf við til dæmis vægu ofnæmi eða höfuðverk er ekki skaðlegt að taka lyf sem rann út fyrir nokkrum árum og ætti það að gagnast vel.

Heimildir:

Mynd:...