Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað var franska byltingin og hefur hún enn einhver áhrif á samfélagsmál í Evrópu og annars staðar í heiminum?

Henry Alexander Henrysson

Þekkt saga segir af því þegar forsætisráðherra Kína var spurður í upphafi áttunda áratugar síðustu aldar út í áhrif frönsku byltingarinnar. Hann á að hafa svarað því til að sagan ætti eftir að leiða í ljós hver þau yrðu. Sumum hefur þótt svarið vera til marks um að Kínverjar væru framsýnni en aðrar þjóðir en vel má vera að þessi forsætisráðherra á tímum Maós formanns hafi misskilið spurninguna og haldið að verið væri að vísa til óeirðanna í París sem kenndar hafa verið við ártalið 1968. Það breytir því hins vegar ekki að líklega hafði hann rétt fyrir sér. Enn í dag finna bæði Evrópubúar og aðrar þjóðir heims fyrir áhrifum frönsku byltingarinnar og vandséð er að hægt sé að slá nokkru föstu um arfleifð hennar.

Loðvík XVI (1754–1793) var konungur Frakklands þegar byltingin var gerð.

Franska byltingin er svo sannarlega einn mikilverðasti atburðurinn í sögu Vesturlanda. Eins og allir slíkir atburðir er hún röð atvika með flókin og oft og tíðum lausleg orsakatengsl sem ná yfir langt tímabil. Saman breyttu þessi mörgu atvik sögu Evrópu til frambúðar. Í daglegu tali er þó oftast vísað í eitt ártal, 1789, þegar rætt er um frönsku byltinguna en í júlí það ár réðust almennir borgarar á Bastilluna alræmdu. Til hægðarauka má líklega skipta þessum umbrotatíma í þrjú tímabil sem markast af róstunum í júlí 1789 og valdatöku Napóleons Bónaparte árið 1799.

Rætur byltingarinnar voru bæði menningarlegar og efnahagslegar. Menntamenn höfðu hist og rökrætt um samfélagsleg málefni í áratugi og gefið út margvísleg rit um hugðarefni sín í frönsku upplýsingunni svokölluðu. Flest áttu þessi rit það sameiginlegt að krefjast meiri aðkomu menntaðra borgara að málefnum samfélagsins og auknum réttindum þeirra til að gagnrýna yfirvöld. Ástæðurnar fyrir þessum umræðum eru vissulega flóknar en þær kviknuðu ekki síst vegna þeirrar óstjórnar sem var á frönsku samfélagi mestan hluta átjándu aldar. Ríkisskuldir voru til að mynda löngu farnar úr böndunum en aðallinn lét sem ekkert væri. Því er stundum fleygt fram að Skaftáreldar hafi orsakað byltinguna með þeim veðurfarslegu hörmungum og uppskerubresti sem fylgdi þeim hamförum alla leið yfir í Evrópu. Líklega er ekki um nákvæm orsakatengsl að ræða en þó kann sitthvað að vera til í því að franskt samfélag var illa í stakk búið að takast á við nokkur vandræði og skynjuðu sífellt betur upplýstir borgarar þetta getuleysi mæta vel. Ákall um einhvers konar lýðræðislegar umbætur varð sífellt háværara.

Borgarar ráðast til atlögu við Bastilluna 14. júlí 1789.

Snemma sumars árið 1789 sauð upp úr og konungurinn, Loðvík sextándi (1754–1793), safnaði herliði við mikilvæga staði. Þann 14. júlí réðust borgarar til inngöngu í Bastilluna en auk þess að vera alræmt fangelsi var hún einnig mikilvægt vopnabúr fyrir herinn. Eftir þessa innrás var ekki aftur snúið enda fylgdi nokkuð ofbeldi þessum fyrstu dögum. Konungurinn sá ekki annað í stöðunni en að friða mannskapinn og boðaði frjálslyndari stjórnarhætti. En uppreisnin hélt áfram. Fólk sætti sig almennt ekki við ólýðræðisleg yfirvöld og aðalsmenn víðs vegar um Frakkland urðu fyrir árásum. Óöld hafði brotist út. Í ágúst kom fram það skjal sem menn kenna byltinguna hvað helst við þar sem lýst er yfir réttindum borgaranna og kjörorð byltingarinnar, jafnrétti, frelsi og bræðralag komust á allra varir. Völd aðals og kirkju og annarra landeigenda gátu aldrei orðið söm aftur. Eftir margs konar tilraunir til að koma á stjórn þar sem konungur héldi krúnunni en gæfi eftir völd fór svo að konungurinn var settur af í september árið 1792.

Fyrsta tímabili byltingarinnar lýkur í raun með því að lýðveldi komst á og konungurinn ásamt drottningu sinni, Maríu Antoinette (1755–1793), var tekinn af lífi árið 1793. Tímabilið sem nú tók við einkenndist af stríði og nokkuð skefjalausu ofbeldi. Austurríkismönnum og Prússum leist ekkert á þessa atburði og herjuðu á Frakkland. Seinna bættust Englendingar í hópinn. Fallöxin sem hafði verið nýtt við aftökuna á konungi varð nokkurs konar tákn byltingarinnar sem gat ekki staðið við sum fyrirheit sín. Efasemdir og andmæli voru kæfð í fæðingu með aftökum fjölda fólks. Maximilien Robespierre (1758–1794) fór þar fremstur í flokki og eru mörg helstu voðaverk þessa tímabils rakin til hans. Í Frakklandi geisaði eins konar borgarastríð í nokkur ár þar sem mörg þau gildi sem upplýsingarmennirnir höfðu lagt áherslu á gleymdust skjótt.

Aftaka konungshjónanna árið 1793.

Síðustu ár byltingarinnar einkenndust af varfærni og tortryggni. Róttæk öfl misstu að lokum fylgi sitt og erlend ríki hættu að herja á byltingarmenn. Ný stjórnarskrá var samþykkt árið 1795. Fimm manna stjórn svokallaðra þjóðstjóra tók við völdum ásamt þingi en fögur fyrirheit gleymdust skjótt. Spilling sem var í litlu frábrugðin því sem viðgekkst fyrir byltingu komst aftur á í skjóli þess að almenningur var orðinn seinþreyttur til vandræða. Þegar herinn sneri aftur til borga eftir að ófriðinum lauk á landamærunum varð skjótt ljóst hvar raunveruleg völd lágu. Ungur hershöfðingi, Napóleon Bónaparte (1769–1821), gerði sitt besta til að berja niður andóf en um leið þurfti hann æ minna að taka tillit til yfirvalda. Árið 1799 hrifsaði hann öll völd í sínar hendur enda fátt eftir af byltingarandanum sem hafði fengið fólk til að herja á Bastilluna áratug fyrr.

Þrátt fyrir að enn megi velta fyrir sér arfleifð frönsku byltingarinnar er ljóst að fátt í samfélagsskipan nútímans væri eins og það er ef ekki hefði komið til hennar. Hvernig menn bregðast við þessum breytingum fer svo eftir stjórnmálaviðhorfum. Fólk sem hneigist til jafnaðarstefnu horfir fyrst og fremst til þess að með byltingunni var aldagömlu kerfi þar sem eignir og gæði voru fyrst og fremst í höndum aðals og kirkju varpað fyrir róða. Forréttindi urðu ekki lengur eins sjálfsögð í flestum löndum Evrópu og borgarastéttinni óx ásmegin eftir því sem leið á nítjándu öldina. Þeir sem hallast fremur til íhaldssemi tortryggja hins vegar flest þau gildi sem franska byltingin byggði á. Þeir gagnrýna þá endurskipulagningu auðs sem fór fram í skjóli valds og efast um að skortur sem einstaklingur eða samfélagshópur býr við sé réttlæting fyrir því að ganga á eignarrétt annarra. Gagnrýnendur byltingarinnar geta einnig bent á hvernig henni lyktaði og þá eins og svo oft síðar má hafa það orðtak eftir að „byltingin étur börnin sín“. Bæði viðhorfin virðast því hafa nokkuð til síns máls. Þeir sem fagna byltingunni reyna að draga athyglina frá framkvæmd hennar og þeir sem gagnrýna hana forðast að ræða hvað hefði gerst ef ekki hefði verið barið í bresti lénskerfisins. Hvað sem því líður má segja að gildi frönsku byltingarinnar, jafnrétti, frelsi og bræðralag, hafi án nokkurs vafa verið höfð til hliðsjónar í stjórnmálaskipan Evrópu á seinni tímum og að enn þann dag í dag erum við öll þátttakendur í þeirri samfélagstilraun sem hófst 14. júlí árið 1789.

Myndir:


Margir hafa spurt um frönsku byltinguna og áhrif hennar. Aðrir spyrjendur eru:
Fanney, Hrafnhildur Ólafía Axelsdóttir, Inga Valdís Tómasdóttir, Stefán Snær, Lilja Guðmundsdóttir, Birgir Steinn Steinþórsson, Rannveig Iðunn Ásgeirsdóttir, Andri Traustason, Dagrún Óðinsdóttir, Dórótea Höeg Sigurðardóttir, Gísli Þorkelsson, Helga Grétarsdóttir, Elín Sigurðardóttir, Birkir Haraldsson, Árni Hermannsson, Ágúst Þráinsson og Eva Sól Pétursdóttir.

Höfundur

Henry Alexander Henrysson

doktor í heimspeki

Útgáfudagur

10.6.2013

Spyrjandi

Hjördís Þóra Birgisdóttir og fleiri

Tilvísun

Henry Alexander Henrysson. „Hvað var franska byltingin og hefur hún enn einhver áhrif á samfélagsmál í Evrópu og annars staðar í heiminum?“ Vísindavefurinn, 10. júní 2013. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59034.

Henry Alexander Henrysson. (2013, 10. júní). Hvað var franska byltingin og hefur hún enn einhver áhrif á samfélagsmál í Evrópu og annars staðar í heiminum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59034

Henry Alexander Henrysson. „Hvað var franska byltingin og hefur hún enn einhver áhrif á samfélagsmál í Evrópu og annars staðar í heiminum?“ Vísindavefurinn. 10. jún. 2013. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59034>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað var franska byltingin og hefur hún enn einhver áhrif á samfélagsmál í Evrópu og annars staðar í heiminum?
Þekkt saga segir af því þegar forsætisráðherra Kína var spurður í upphafi áttunda áratugar síðustu aldar út í áhrif frönsku byltingarinnar. Hann á að hafa svarað því til að sagan ætti eftir að leiða í ljós hver þau yrðu. Sumum hefur þótt svarið vera til marks um að Kínverjar væru framsýnni en aðrar þjóðir en vel má vera að þessi forsætisráðherra á tímum Maós formanns hafi misskilið spurninguna og haldið að verið væri að vísa til óeirðanna í París sem kenndar hafa verið við ártalið 1968. Það breytir því hins vegar ekki að líklega hafði hann rétt fyrir sér. Enn í dag finna bæði Evrópubúar og aðrar þjóðir heims fyrir áhrifum frönsku byltingarinnar og vandséð er að hægt sé að slá nokkru föstu um arfleifð hennar.

Loðvík XVI (1754–1793) var konungur Frakklands þegar byltingin var gerð.

Franska byltingin er svo sannarlega einn mikilverðasti atburðurinn í sögu Vesturlanda. Eins og allir slíkir atburðir er hún röð atvika með flókin og oft og tíðum lausleg orsakatengsl sem ná yfir langt tímabil. Saman breyttu þessi mörgu atvik sögu Evrópu til frambúðar. Í daglegu tali er þó oftast vísað í eitt ártal, 1789, þegar rætt er um frönsku byltinguna en í júlí það ár réðust almennir borgarar á Bastilluna alræmdu. Til hægðarauka má líklega skipta þessum umbrotatíma í þrjú tímabil sem markast af róstunum í júlí 1789 og valdatöku Napóleons Bónaparte árið 1799.

Rætur byltingarinnar voru bæði menningarlegar og efnahagslegar. Menntamenn höfðu hist og rökrætt um samfélagsleg málefni í áratugi og gefið út margvísleg rit um hugðarefni sín í frönsku upplýsingunni svokölluðu. Flest áttu þessi rit það sameiginlegt að krefjast meiri aðkomu menntaðra borgara að málefnum samfélagsins og auknum réttindum þeirra til að gagnrýna yfirvöld. Ástæðurnar fyrir þessum umræðum eru vissulega flóknar en þær kviknuðu ekki síst vegna þeirrar óstjórnar sem var á frönsku samfélagi mestan hluta átjándu aldar. Ríkisskuldir voru til að mynda löngu farnar úr böndunum en aðallinn lét sem ekkert væri. Því er stundum fleygt fram að Skaftáreldar hafi orsakað byltinguna með þeim veðurfarslegu hörmungum og uppskerubresti sem fylgdi þeim hamförum alla leið yfir í Evrópu. Líklega er ekki um nákvæm orsakatengsl að ræða en þó kann sitthvað að vera til í því að franskt samfélag var illa í stakk búið að takast á við nokkur vandræði og skynjuðu sífellt betur upplýstir borgarar þetta getuleysi mæta vel. Ákall um einhvers konar lýðræðislegar umbætur varð sífellt háværara.

Borgarar ráðast til atlögu við Bastilluna 14. júlí 1789.

Snemma sumars árið 1789 sauð upp úr og konungurinn, Loðvík sextándi (1754–1793), safnaði herliði við mikilvæga staði. Þann 14. júlí réðust borgarar til inngöngu í Bastilluna en auk þess að vera alræmt fangelsi var hún einnig mikilvægt vopnabúr fyrir herinn. Eftir þessa innrás var ekki aftur snúið enda fylgdi nokkuð ofbeldi þessum fyrstu dögum. Konungurinn sá ekki annað í stöðunni en að friða mannskapinn og boðaði frjálslyndari stjórnarhætti. En uppreisnin hélt áfram. Fólk sætti sig almennt ekki við ólýðræðisleg yfirvöld og aðalsmenn víðs vegar um Frakkland urðu fyrir árásum. Óöld hafði brotist út. Í ágúst kom fram það skjal sem menn kenna byltinguna hvað helst við þar sem lýst er yfir réttindum borgaranna og kjörorð byltingarinnar, jafnrétti, frelsi og bræðralag komust á allra varir. Völd aðals og kirkju og annarra landeigenda gátu aldrei orðið söm aftur. Eftir margs konar tilraunir til að koma á stjórn þar sem konungur héldi krúnunni en gæfi eftir völd fór svo að konungurinn var settur af í september árið 1792.

Fyrsta tímabili byltingarinnar lýkur í raun með því að lýðveldi komst á og konungurinn ásamt drottningu sinni, Maríu Antoinette (1755–1793), var tekinn af lífi árið 1793. Tímabilið sem nú tók við einkenndist af stríði og nokkuð skefjalausu ofbeldi. Austurríkismönnum og Prússum leist ekkert á þessa atburði og herjuðu á Frakkland. Seinna bættust Englendingar í hópinn. Fallöxin sem hafði verið nýtt við aftökuna á konungi varð nokkurs konar tákn byltingarinnar sem gat ekki staðið við sum fyrirheit sín. Efasemdir og andmæli voru kæfð í fæðingu með aftökum fjölda fólks. Maximilien Robespierre (1758–1794) fór þar fremstur í flokki og eru mörg helstu voðaverk þessa tímabils rakin til hans. Í Frakklandi geisaði eins konar borgarastríð í nokkur ár þar sem mörg þau gildi sem upplýsingarmennirnir höfðu lagt áherslu á gleymdust skjótt.

Aftaka konungshjónanna árið 1793.

Síðustu ár byltingarinnar einkenndust af varfærni og tortryggni. Róttæk öfl misstu að lokum fylgi sitt og erlend ríki hættu að herja á byltingarmenn. Ný stjórnarskrá var samþykkt árið 1795. Fimm manna stjórn svokallaðra þjóðstjóra tók við völdum ásamt þingi en fögur fyrirheit gleymdust skjótt. Spilling sem var í litlu frábrugðin því sem viðgekkst fyrir byltingu komst aftur á í skjóli þess að almenningur var orðinn seinþreyttur til vandræða. Þegar herinn sneri aftur til borga eftir að ófriðinum lauk á landamærunum varð skjótt ljóst hvar raunveruleg völd lágu. Ungur hershöfðingi, Napóleon Bónaparte (1769–1821), gerði sitt besta til að berja niður andóf en um leið þurfti hann æ minna að taka tillit til yfirvalda. Árið 1799 hrifsaði hann öll völd í sínar hendur enda fátt eftir af byltingarandanum sem hafði fengið fólk til að herja á Bastilluna áratug fyrr.

Þrátt fyrir að enn megi velta fyrir sér arfleifð frönsku byltingarinnar er ljóst að fátt í samfélagsskipan nútímans væri eins og það er ef ekki hefði komið til hennar. Hvernig menn bregðast við þessum breytingum fer svo eftir stjórnmálaviðhorfum. Fólk sem hneigist til jafnaðarstefnu horfir fyrst og fremst til þess að með byltingunni var aldagömlu kerfi þar sem eignir og gæði voru fyrst og fremst í höndum aðals og kirkju varpað fyrir róða. Forréttindi urðu ekki lengur eins sjálfsögð í flestum löndum Evrópu og borgarastéttinni óx ásmegin eftir því sem leið á nítjándu öldina. Þeir sem hallast fremur til íhaldssemi tortryggja hins vegar flest þau gildi sem franska byltingin byggði á. Þeir gagnrýna þá endurskipulagningu auðs sem fór fram í skjóli valds og efast um að skortur sem einstaklingur eða samfélagshópur býr við sé réttlæting fyrir því að ganga á eignarrétt annarra. Gagnrýnendur byltingarinnar geta einnig bent á hvernig henni lyktaði og þá eins og svo oft síðar má hafa það orðtak eftir að „byltingin étur börnin sín“. Bæði viðhorfin virðast því hafa nokkuð til síns máls. Þeir sem fagna byltingunni reyna að draga athyglina frá framkvæmd hennar og þeir sem gagnrýna hana forðast að ræða hvað hefði gerst ef ekki hefði verið barið í bresti lénskerfisins. Hvað sem því líður má segja að gildi frönsku byltingarinnar, jafnrétti, frelsi og bræðralag, hafi án nokkurs vafa verið höfð til hliðsjónar í stjórnmálaskipan Evrópu á seinni tímum og að enn þann dag í dag erum við öll þátttakendur í þeirri samfélagstilraun sem hófst 14. júlí árið 1789.

Myndir:


Margir hafa spurt um frönsku byltinguna og áhrif hennar. Aðrir spyrjendur eru:
Fanney, Hrafnhildur Ólafía Axelsdóttir, Inga Valdís Tómasdóttir, Stefán Snær, Lilja Guðmundsdóttir, Birgir Steinn Steinþórsson, Rannveig Iðunn Ásgeirsdóttir, Andri Traustason, Dagrún Óðinsdóttir, Dórótea Höeg Sigurðardóttir, Gísli Þorkelsson, Helga Grétarsdóttir, Elín Sigurðardóttir, Birkir Haraldsson, Árni Hermannsson, Ágúst Þráinsson og Eva Sól Pétursdóttir.

...