Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Af hverju hugsa strákar bara með klofinu?

JGÞ

Það er stundum haft á orði að strákar hugsi með klofinu. Þetta ber þó vitanlega ekki að skilja bókstaflega enda hugsum við öll með heilanum. Hér er átt við að karlmenn hafi meiri áhuga á kynlífi en konur. Spurningin snýst þess vegna í grunninn um það af hverju strákar og stelpur hugsi ekki eins.


Kannski mundu margir segja, að minnsta kosti í hálfkæringi, að heilarnir í okkur skiptist á þessa leið. En að sjálfsögðu er veruleikinn annar!

Heilinn er afar flókið líffæri og vísindamenn þekkja hann alls ekki til hlítar. Mannsheilinn skiptist í tvo hluta, hvelaheilann og litla heila. Hvelaheilinn skiptist síðan í hægra og vinstra heilahvel. Hægra hvelið sér um að stýra vinstri hluta líkamans en það vinstra um stjórn á hægri hlutanum. Litli heilinn liggur neðanvert við hvelaheilann.

Að jafnaði hafa karlar stærri heila en konur. Vel getur verið að einstakar heilastöðvar hjá kynjunum séu ólíkar, bæði að stærð og gerð. Í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningunni Hver er munurinn á heila karla og kvenna? segir þetta um ólíkar heilastöðvar:
Líklegast er að þetta eigi við um heilastöðvar sem tengjast kynhegðun á einn eða annan hátt, en nokkrar slíkar stöðvar hafa fundist. Þeirra á meðal eru tveir heilakjarnar í heilastöðinni undirstúku og eru báðir stærri í körlum en konum. Áhugavert er að heilakjarnarnir eru einnig stærri í gagnkynhneigðum körlum en samkynhneigðum. Kjarnarnir gætu því tengst kynhneigð þótt ekki sé nákvæmlega vitað hvort stærð svæðisins ráði kynhneigð eða kynhneigð stærðinni.
Það eru ekki bara heilasvæði sem tengjast kynhegðun sem eru ólík eftir kynjum. Taugabrautir sem tengja saman svæði í heilahvelunum tveimur eru til að mynda oft öðruvísi, stærri eða oftar til staðar í konum en körlum. Hægt er að lesa meira um þetta í fyrrnefndu svari Heiðu Maríu.

Heimildir og frekara lesefni á Vísindavefnum:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

11.4.2011

Spyrjandi

Alma Dröfn Vignisdóttir, f. 1995

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju hugsa strákar bara með klofinu?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2011. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59386.

JGÞ. (2011, 11. apríl). Af hverju hugsa strákar bara með klofinu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59386

JGÞ. „Af hverju hugsa strákar bara með klofinu?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2011. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59386>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju hugsa strákar bara með klofinu?
Það er stundum haft á orði að strákar hugsi með klofinu. Þetta ber þó vitanlega ekki að skilja bókstaflega enda hugsum við öll með heilanum. Hér er átt við að karlmenn hafi meiri áhuga á kynlífi en konur. Spurningin snýst þess vegna í grunninn um það af hverju strákar og stelpur hugsi ekki eins.


Kannski mundu margir segja, að minnsta kosti í hálfkæringi, að heilarnir í okkur skiptist á þessa leið. En að sjálfsögðu er veruleikinn annar!

Heilinn er afar flókið líffæri og vísindamenn þekkja hann alls ekki til hlítar. Mannsheilinn skiptist í tvo hluta, hvelaheilann og litla heila. Hvelaheilinn skiptist síðan í hægra og vinstra heilahvel. Hægra hvelið sér um að stýra vinstri hluta líkamans en það vinstra um stjórn á hægri hlutanum. Litli heilinn liggur neðanvert við hvelaheilann.

Að jafnaði hafa karlar stærri heila en konur. Vel getur verið að einstakar heilastöðvar hjá kynjunum séu ólíkar, bæði að stærð og gerð. Í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningunni Hver er munurinn á heila karla og kvenna? segir þetta um ólíkar heilastöðvar:
Líklegast er að þetta eigi við um heilastöðvar sem tengjast kynhegðun á einn eða annan hátt, en nokkrar slíkar stöðvar hafa fundist. Þeirra á meðal eru tveir heilakjarnar í heilastöðinni undirstúku og eru báðir stærri í körlum en konum. Áhugavert er að heilakjarnarnir eru einnig stærri í gagnkynhneigðum körlum en samkynhneigðum. Kjarnarnir gætu því tengst kynhneigð þótt ekki sé nákvæmlega vitað hvort stærð svæðisins ráði kynhneigð eða kynhneigð stærðinni.
Það eru ekki bara heilasvæði sem tengjast kynhegðun sem eru ólík eftir kynjum. Taugabrautir sem tengja saman svæði í heilahvelunum tveimur eru til að mynda oft öðruvísi, stærri eða oftar til staðar í konum en körlum. Hægt er að lesa meira um þetta í fyrrnefndu svari Heiðu Maríu.

Heimildir og frekara lesefni á Vísindavefnum:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur. ...