Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað eyða raftækin miklu rafmagni?

Ívar Daði Þorvaldsson

Hér er eftirfarandi spurningum svarað:
  • Hvað eyðir prentari miklu rafmagni? (Jóhanna)
  • Hver er kostnaðurinn við að hafa kveikt á tölvu og/eða tölvuskjá miðað við einn sólarhring og núverandi gjaldskrá orkuveita? (Gunnar)
  • Hver er kostnaðurinn við notkun fartölvu miðað við notkun almennrar ljósaperu? (Hafliði)
  • Hvað eyðir venjuleg borðtölva miklu rafmagni á klukkustund? (Óskar)

Hjá Orku náttúrunnar er að finna reiknivél þar sem má áætla orkunotkun heimilisins og kostnað.

Áður en að vindum okkur í að skoða kostnaðinn við að hafa kveikt á hinum ýmsu raftækjum er vert að rifja upp mælieiningarnar fyrir orku. Orka er mæld í júlum ($J$) og afl er mælt í vöttum ($W$) en sambandið á milli þeirra er:

$$1\: W = 1\: \frac{J}{s}$$

þar sem $s$ er sekúnda. Með því að laga jöfnuna til fáum við:

$$1\: Ws = 1\: J$$

Venja er að mæla raforku í kílóvattstundum (kWh en h stendur fyrir hour eða klukkustund á íslensku):

$$1\: kWh = 1000\cdot 3600\: J = 3.600.000\: J$$

en $1\: kW = 1000\: W$ og það eru 3600 sekúndur í einni klukkustund. Meira má lesa um orku og afl í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni: Hve mikla varmaorku þarf til að hita 1 kg af vatni frá 0°C upp í 100°C? Enn fremur í svari HG við spurningunni: Hversu miklu rafmagni skilar virkjun af sér á mínútu?

Afl venjulegs prentara er um 10 W og sé hann í notkun í 30 mínútur á viku, notar hann 5 Wh ($10\: W\cdot 0,5\:h = 5\: Wh$). Miðað við 30 mínútna notkun á hverri viku, myndi prentarinn nota 260 W eða 0,260 kWh á einu ári. Það er ekki ýkjamikil orka en 1 kWh kostar um 14 kr. samkvæmt reiknivél Orku náttúrunnar.

Samkvæmt reiknivél Orku náttúrunnar kostar 2.927 kr. á ári að hafa kveikt á fartölvu í 8 klukkustundir á dag, alla daga ársins.

Mörg rafmagnstæki eyða orku þegar þau eru ekki í notkun, það er þegar þau eru í biðstöðu (e. stand by). Samkvæmt Orkusetrinu telst um 10% raforkunotkunar til biðstöðu. Til dæmis eyðir venjulegur prentari um 1 W sé hann í biðstöðu (um 10% af venjulegri notkun). Ef prentari er notaður í 30 mínútur á viku en hafður í biðstöðu annars, er hann í biðstöðu í 167,5 klukkustundir á viku eða 8.710 klukkustundir á ári. Þá myndi prentarinn nota 8.710 Wh eða 8,710 kWh. Þannig væri kostnaðurinn við prentarann búinn að aukast úr 4 kr. í 126 kr. Það getur því borgað sig að taka raftækin úr sambandi þegar þau eru ekki í notkun!

Tafla 1 sýnir kostnað á ári við notkun þeirra raftækja sem spurt var um, það er tölvu, tölvuskjá og fartölvu, auk samanburðar við ljósaperu, í mislangan tíma á dag með hjálp reiknivélar Orku náttúrunnar.

Tafla 1: Árskostnaður við notkun á tölvu, tölvuskjá og fartölvu, auk ljósaperu til samanburðar.

Notkunartími
[klukkustundir á dag]
1
4
8
12
24
Tölva
933 kr.
3.760 kr.
7.534 kr.
11.308 kr.
22.616 kr.
17" LCD tölvuskjár
144 kr.
617 kr.
1.248 kr.
1.880 kr.
3.760 kr.
Fartölva
359 kr.
1.464 kr.
2.927 kr.
4.391 kr.
8.797 kr.
Ljósapera LED 5 W
14 kr.
100 kr.
201 kr.
301 kr.
617 kr.

Með töflu 1 í huga getum við svarað seinustu þremur spurningunum hér að ofan:
  • Að hafa kveikt á tölvu í einn sólarhring kostar 96 kr. en tölvuskjárinn kostar einungis 10 kr. í sólarhringsnotkun.
  • Notkun fartölvu í 8 klukkustundir á dag, alla daga ársins, kostar 2.927 kr. á ári en að hafa kveikt á venjulegri ljósaperu í sama tíma kostar einungis 201 kr. á ári. Þess má geta að notkun á 60 W ljósaperu myndi kosta 2.511 kr. á ári eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað kostar að hafa kveikt á ljósaperu?
  • Afl venjulegrar borðtölvu er um 180 W og því notar tölvan 180 Wh eða 0,180 kWh á einni klukkustund.

Tekið skal fram að kostnaðurinn er einungis settur fram til viðmiðunar eins og kemur fram í fyrirvara reiknivélarinnar.

Lesendum sem vilja kynna sér orkunotkun og kostnað annarra heimilistækja er bent á reiknivél Orku náttúrunnar.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

28.2.2017

Spyrjandi

Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Gunnar Sverrisson, Hafliði Skúlason, Óskar Smárason

Tilvísun

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvað eyða raftækin miklu rafmagni?“ Vísindavefurinn, 28. febrúar 2017. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59404.

Ívar Daði Þorvaldsson. (2017, 28. febrúar). Hvað eyða raftækin miklu rafmagni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59404

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvað eyða raftækin miklu rafmagni?“ Vísindavefurinn. 28. feb. 2017. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59404>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eyða raftækin miklu rafmagni?
Hér er eftirfarandi spurningum svarað:

  • Hvað eyðir prentari miklu rafmagni? (Jóhanna)
  • Hver er kostnaðurinn við að hafa kveikt á tölvu og/eða tölvuskjá miðað við einn sólarhring og núverandi gjaldskrá orkuveita? (Gunnar)
  • Hver er kostnaðurinn við notkun fartölvu miðað við notkun almennrar ljósaperu? (Hafliði)
  • Hvað eyðir venjuleg borðtölva miklu rafmagni á klukkustund? (Óskar)

Hjá Orku náttúrunnar er að finna reiknivél þar sem má áætla orkunotkun heimilisins og kostnað.

Áður en að vindum okkur í að skoða kostnaðinn við að hafa kveikt á hinum ýmsu raftækjum er vert að rifja upp mælieiningarnar fyrir orku. Orka er mæld í júlum ($J$) og afl er mælt í vöttum ($W$) en sambandið á milli þeirra er:

$$1\: W = 1\: \frac{J}{s}$$

þar sem $s$ er sekúnda. Með því að laga jöfnuna til fáum við:

$$1\: Ws = 1\: J$$

Venja er að mæla raforku í kílóvattstundum (kWh en h stendur fyrir hour eða klukkustund á íslensku):

$$1\: kWh = 1000\cdot 3600\: J = 3.600.000\: J$$

en $1\: kW = 1000\: W$ og það eru 3600 sekúndur í einni klukkustund. Meira má lesa um orku og afl í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni: Hve mikla varmaorku þarf til að hita 1 kg af vatni frá 0°C upp í 100°C? Enn fremur í svari HG við spurningunni: Hversu miklu rafmagni skilar virkjun af sér á mínútu?

Afl venjulegs prentara er um 10 W og sé hann í notkun í 30 mínútur á viku, notar hann 5 Wh ($10\: W\cdot 0,5\:h = 5\: Wh$). Miðað við 30 mínútna notkun á hverri viku, myndi prentarinn nota 260 W eða 0,260 kWh á einu ári. Það er ekki ýkjamikil orka en 1 kWh kostar um 14 kr. samkvæmt reiknivél Orku náttúrunnar.

Samkvæmt reiknivél Orku náttúrunnar kostar 2.927 kr. á ári að hafa kveikt á fartölvu í 8 klukkustundir á dag, alla daga ársins.

Mörg rafmagnstæki eyða orku þegar þau eru ekki í notkun, það er þegar þau eru í biðstöðu (e. stand by). Samkvæmt Orkusetrinu telst um 10% raforkunotkunar til biðstöðu. Til dæmis eyðir venjulegur prentari um 1 W sé hann í biðstöðu (um 10% af venjulegri notkun). Ef prentari er notaður í 30 mínútur á viku en hafður í biðstöðu annars, er hann í biðstöðu í 167,5 klukkustundir á viku eða 8.710 klukkustundir á ári. Þá myndi prentarinn nota 8.710 Wh eða 8,710 kWh. Þannig væri kostnaðurinn við prentarann búinn að aukast úr 4 kr. í 126 kr. Það getur því borgað sig að taka raftækin úr sambandi þegar þau eru ekki í notkun!

Tafla 1 sýnir kostnað á ári við notkun þeirra raftækja sem spurt var um, það er tölvu, tölvuskjá og fartölvu, auk samanburðar við ljósaperu, í mislangan tíma á dag með hjálp reiknivélar Orku náttúrunnar.

Tafla 1: Árskostnaður við notkun á tölvu, tölvuskjá og fartölvu, auk ljósaperu til samanburðar.

Notkunartími
[klukkustundir á dag]
1
4
8
12
24
Tölva
933 kr.
3.760 kr.
7.534 kr.
11.308 kr.
22.616 kr.
17" LCD tölvuskjár
144 kr.
617 kr.
1.248 kr.
1.880 kr.
3.760 kr.
Fartölva
359 kr.
1.464 kr.
2.927 kr.
4.391 kr.
8.797 kr.
Ljósapera LED 5 W
14 kr.
100 kr.
201 kr.
301 kr.
617 kr.

Með töflu 1 í huga getum við svarað seinustu þremur spurningunum hér að ofan:
  • Að hafa kveikt á tölvu í einn sólarhring kostar 96 kr. en tölvuskjárinn kostar einungis 10 kr. í sólarhringsnotkun.
  • Notkun fartölvu í 8 klukkustundir á dag, alla daga ársins, kostar 2.927 kr. á ári en að hafa kveikt á venjulegri ljósaperu í sama tíma kostar einungis 201 kr. á ári. Þess má geta að notkun á 60 W ljósaperu myndi kosta 2.511 kr. á ári eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað kostar að hafa kveikt á ljósaperu?
  • Afl venjulegrar borðtölvu er um 180 W og því notar tölvan 180 Wh eða 0,180 kWh á einni klukkustund.

Tekið skal fram að kostnaðurinn er einungis settur fram til viðmiðunar eins og kemur fram í fyrirvara reiknivélarinnar.

Lesendum sem vilja kynna sér orkunotkun og kostnað annarra heimilistækja er bent á reiknivél Orku náttúrunnar.

Heimildir:

Mynd:

...