Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hverjir eru vinir og óvinir ljónsins?

Jón Már Halldórsson

Sjálfsagt má skipta óvinum ljónsins (Panthera leo) í tvo flokka. Þau dýr sem keppa við það um fæðu og þau sem drepa ljón. Í Afríku er blettahýenan (Crocuta crocuta) í raun eina dýrið sem keppir við ljón um veiðidýr. Blettahýenur geta verið í stórum hópum, allt upp í 30 dýr, og geta hrakið ljón frá nýfelldri veiðibráð. Einnig hafa menn orðið vitni af hvolpadrápi hýena. Ljón og hýenur keppa þannig um lífsrými á sléttum Afríku.

Ljón (P. leo persica) finnast einnig á afar takmörkuðu svæði í austurhluta Indlands, nánar tiltekið í Gir-skógi, nærri Nýju-Delí. Á þessu rúmlega 1.154 km2 friðlandi finnst engin dýrategund sem keppir við ljónið um fæðu eða pláss. Áður fyrr þegar bæði ljón og tígrisdýr (Panthera tigris) voru útbreidd á Indlandsskaga hafa þau verið í mikilli samkeppni þó tígrisdýr hafi valið sér búsvæði í þéttum skógum en ljón í gisnari skóglendi og á sléttlendi.

Er maðurinn helsti óvinur ljónsins?

Aðeins ein dýrategund drepur ljón reglulega, það er maðurinn (Homo sapiens). Menn og ljón keppa um pláss og hafa árekstrarnir harðnað sífellt síðastliðin 20 ár eftir því sem manninum fjölgar í Afríku. Nú er svo komið að í álfunni finnast aðeins 20 þúsund villt ljón en fyrir 30 árum voru þau yfir 200 þúsund talsins. Með sama áframhaldi verða ljón útdauð eftir fáeina áratugi. Því er maðurinn án efa helsti óvinur ljónsins.

Út frá vistfræðilegum forsendum er erfitt að skilgreina vini ljónsins. Sjálfsagt eru einhver dýr sem ljónið hagnast á utan veiðidýra en vinátta er þeirri náttúru gædd að báðir aðilar hagnast á sambandinu. Þannig er til dæmis erfitt að segja að sebrahesturinn (Equus spp.) sé vinur ljónsins, þar sem sebrahesturinn hefur lítinn hag af því að vera bráð ljónsins. Aftur á móti kann að vera að ljónið lifi samlífi með smávöxnu dýri, sem mætti þá túlka sem eins konar vináttu. Höfundi er þó ekki kunnugt um það.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

9.5.2011

Spyrjandi

Hera Þöll Árnadóttir, f. 1995

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hverjir eru vinir og óvinir ljónsins?“ Vísindavefurinn, 9. maí 2011. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59471.

Jón Már Halldórsson. (2011, 9. maí). Hverjir eru vinir og óvinir ljónsins? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59471

Jón Már Halldórsson. „Hverjir eru vinir og óvinir ljónsins?“ Vísindavefurinn. 9. maí. 2011. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59471>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hverjir eru vinir og óvinir ljónsins?
Sjálfsagt má skipta óvinum ljónsins (Panthera leo) í tvo flokka. Þau dýr sem keppa við það um fæðu og þau sem drepa ljón. Í Afríku er blettahýenan (Crocuta crocuta) í raun eina dýrið sem keppir við ljón um veiðidýr. Blettahýenur geta verið í stórum hópum, allt upp í 30 dýr, og geta hrakið ljón frá nýfelldri veiðibráð. Einnig hafa menn orðið vitni af hvolpadrápi hýena. Ljón og hýenur keppa þannig um lífsrými á sléttum Afríku.

Ljón (P. leo persica) finnast einnig á afar takmörkuðu svæði í austurhluta Indlands, nánar tiltekið í Gir-skógi, nærri Nýju-Delí. Á þessu rúmlega 1.154 km2 friðlandi finnst engin dýrategund sem keppir við ljónið um fæðu eða pláss. Áður fyrr þegar bæði ljón og tígrisdýr (Panthera tigris) voru útbreidd á Indlandsskaga hafa þau verið í mikilli samkeppni þó tígrisdýr hafi valið sér búsvæði í þéttum skógum en ljón í gisnari skóglendi og á sléttlendi.

Er maðurinn helsti óvinur ljónsins?

Aðeins ein dýrategund drepur ljón reglulega, það er maðurinn (Homo sapiens). Menn og ljón keppa um pláss og hafa árekstrarnir harðnað sífellt síðastliðin 20 ár eftir því sem manninum fjölgar í Afríku. Nú er svo komið að í álfunni finnast aðeins 20 þúsund villt ljón en fyrir 30 árum voru þau yfir 200 þúsund talsins. Með sama áframhaldi verða ljón útdauð eftir fáeina áratugi. Því er maðurinn án efa helsti óvinur ljónsins.

Út frá vistfræðilegum forsendum er erfitt að skilgreina vini ljónsins. Sjálfsagt eru einhver dýr sem ljónið hagnast á utan veiðidýra en vinátta er þeirri náttúru gædd að báðir aðilar hagnast á sambandinu. Þannig er til dæmis erfitt að segja að sebrahesturinn (Equus spp.) sé vinur ljónsins, þar sem sebrahesturinn hefur lítinn hag af því að vera bráð ljónsins. Aftur á móti kann að vera að ljónið lifi samlífi með smávöxnu dýri, sem mætti þá túlka sem eins konar vináttu. Höfundi er þó ekki kunnugt um það.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Mynd:...