Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Eru fullhlaðnar rafhlöður þyngri en þær sem eru tómar?

Sólrún Halla Einarsdóttir

Já, fullhlaðnar rafhlöður eru örlítið þyngri en tómar rafhlöður. Massamunurinn er svo lítill að nánast ógerlegt er að mæla hann en engu að síður er hann til staðar.

Rafhlöður nýta efnahvörf til að umbreyta efnaorku í raforku en lesa má nánar um virkni rafhlaðna í svari Ágústs Kvaran við spurningunni Hvernig verka rafhlöður í farsímum? Eins og þar kemur fram missa rafhlöður ekki frá sér neinar efniseindir við notkun heldur flæða rafeindir út úr rafhlöðunni um forskaut (e. anode) hennar og aftur inn um bakskautið (e. catode). Tóm rafhlaða inniheldur því nákvæmlega sömu efniseindir og hún gerði þegar hún var fullhlaðin, svo innsæi okkar segir að massi hennar ætti ekki að hafa breyst.

Fullhlaðin rafhlaða er örlítið þyngri en hún væri óhlaðin en mismunurinn er hverfandi lítill.

Hins vegar býr hlaðin rafhlaða yfir meiri orku en óhlaðin. Hin fræga jafna Einsteins:

\[E=mc^2,\] þar sem E er heildarorka hlutar, m er massi hans og c er hraði ljóss í lofttæmi, segir okkur að hún hafi þá einnig meiri massa. Munurinn á massa hlaðinnar rafhlöðu og óhlaðinnar er þá \(e/c^2\), þar sem e er mismunurinn á orku rafhlöðunnar hlaðinni og óhlaðinni. Hraði ljóss, c, er þó ansi há tala eða um 3$\cdot$108 m/s.

Þær rafhlöður sem við þekkjum gefa ekki frá sér nægilega mikla orku miðað við massa sinn til að hlutfallslegur massamunur á hlaðinni og óhlaðinni rafhlöðu sé meiri en hverfandi lítill. Nánar má lesa um þetta í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hversu miklu þyngra vegur fullhlaðin 1,5 volta rafhlaða en óhlaðin?

Mynd:

Höfundur

Sólrún Halla Einarsdóttir

háskólanemi og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.6.2012

Spyrjandi

Þorsteinn Sigurður Sveinsson

Tilvísun

Sólrún Halla Einarsdóttir. „Eru fullhlaðnar rafhlöður þyngri en þær sem eru tómar?“ Vísindavefurinn, 5. júní 2012. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59476.

Sólrún Halla Einarsdóttir. (2012, 5. júní). Eru fullhlaðnar rafhlöður þyngri en þær sem eru tómar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59476

Sólrún Halla Einarsdóttir. „Eru fullhlaðnar rafhlöður þyngri en þær sem eru tómar?“ Vísindavefurinn. 5. jún. 2012. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59476>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru fullhlaðnar rafhlöður þyngri en þær sem eru tómar?
Já, fullhlaðnar rafhlöður eru örlítið þyngri en tómar rafhlöður. Massamunurinn er svo lítill að nánast ógerlegt er að mæla hann en engu að síður er hann til staðar.

Rafhlöður nýta efnahvörf til að umbreyta efnaorku í raforku en lesa má nánar um virkni rafhlaðna í svari Ágústs Kvaran við spurningunni Hvernig verka rafhlöður í farsímum? Eins og þar kemur fram missa rafhlöður ekki frá sér neinar efniseindir við notkun heldur flæða rafeindir út úr rafhlöðunni um forskaut (e. anode) hennar og aftur inn um bakskautið (e. catode). Tóm rafhlaða inniheldur því nákvæmlega sömu efniseindir og hún gerði þegar hún var fullhlaðin, svo innsæi okkar segir að massi hennar ætti ekki að hafa breyst.

Fullhlaðin rafhlaða er örlítið þyngri en hún væri óhlaðin en mismunurinn er hverfandi lítill.

Hins vegar býr hlaðin rafhlaða yfir meiri orku en óhlaðin. Hin fræga jafna Einsteins:

\[E=mc^2,\] þar sem E er heildarorka hlutar, m er massi hans og c er hraði ljóss í lofttæmi, segir okkur að hún hafi þá einnig meiri massa. Munurinn á massa hlaðinnar rafhlöðu og óhlaðinnar er þá \(e/c^2\), þar sem e er mismunurinn á orku rafhlöðunnar hlaðinni og óhlaðinni. Hraði ljóss, c, er þó ansi há tala eða um 3$\cdot$108 m/s.

Þær rafhlöður sem við þekkjum gefa ekki frá sér nægilega mikla orku miðað við massa sinn til að hlutfallslegur massamunur á hlaðinni og óhlaðinni rafhlöðu sé meiri en hverfandi lítill. Nánar má lesa um þetta í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hversu miklu þyngra vegur fullhlaðin 1,5 volta rafhlaða en óhlaðin?

Mynd:

...