Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvers konar letur notuðu Mayarnir og um hvað fjalla varðveittir textar þeirra?

Sigurður Hjartarson

Letur Mayanna var fræðimönnum lengstum algjör ráðgáta. Þúsundir leturflata á veggjum bygginga, á minningarsúlum (e. stele) og á þeim fáu bókum og bókarslitrum sem varðveist hafa, blöstu við mönnum án þess þeir greindu á þeim haus eða sporð. Fransiskusbiskupinn Diego de Landa (1524-1579) hóf fyrstur að rannsaka letur Mayanna um 1566 án þess að komast á sporið. Árið 1864 var handrit Landas, Relación de las Cosas de Yucatán (Frásögn af málefnum Yucatans), fyrst gefið út í Frakklandi, en reyndist gagnslaust þar sem Landa hafði gert ráð fyrir að letur Mayanna væri einfalt hljóðletur. Smám saman tókst þó að ráða ýmis tákn, tölur, ýmis tímatákn og tákn himintungla en lengra komust menn ekki. Drógu menn þá ályktun að textar Mayanna fjölluðu einvörðungu um stærðfræði og tímatal.



Það tók fræðimenn langan tíma að ráða í letur Mayanna.

Það var ekki fyrr en um miðja síðustu öld að rofa tók til og má þakka það rússneska málfræðingnum Yuri Knorosov (1922-1999), sem upphaflega sérhæfði sig í egypskum fornfræðum. Sem ungur maður barðist hann í sovéska hernum við töku Berlínar og þar hirti hann úr brennandi safni handritsbút sem olli straumhvörfum í ráðningu Mayaletursins. Knorosov hóf að birta rannsóknir sínar 1952 og komst fljótt að því að letur Mayanna var hvorki hreint táknletur né hljóðletur, heldur blanda af hvoru tveggja. Hann uppgötvaði að letrið byggðist á atkvæðum en ekki einstökum stöfum í venjulegu stafrófi.

Eins og vænta mátti ollu svo róttækar hugmyndir fjaðrafoki og deilum meðal fræðimanna en ekki liðu mörg ár þar til menn féllust á þær hugmyndir Knorosov að hljóðfræðilegir þættir væru grunnatriði í ráðningu Mayaletursins. Síðari fræðimenn, ekki síst Heinrich Berlin, Tatiana Proskouriakoff, Michael D. Coe og Nikolai Grube hafa síðan hnikað málum áfram og nú er talið að nálega 90% af öllum þekktum leturflötum Mayanna hafi verið ráðnir.

Um hvað fjalla svo textar Mayanna? Rannsóknir síðustu áratuga hafa leitt í ljós að flestir textarnir eru sögulegir, segja frá fæðingu, valdatöku og stóratburðum í lífi einstakra konunga, frá stríði við borgríki í nágrenninu og svo framvegis. Ráðning textanna hefur því stórlega aukið þekkingu okkar á sögu Mayanna. Allir leturfletirnir hafa dagsetningar sem auðvelda fræðimönnum að setja atburði í sögulegt samhengi.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

  • Diego de Landa: Relación de las Cosas de Yucatán. Historia 16, Madrid, 1985.
  • R.J. Sharer: The Ancient Maya; 5. útg. Stanford Univ. Press, 1994.
  • Michael D. Coe: The Maya. Pelican Books 1971.
  • Maria Longhena: Maya Script. New York, 2000.
  • T.P. Culbert: Maya Civilization. Washington D.C., 1993.
  • Mynd: Maya script á Wikipedia. Sótt 13. 5. 2011.

Höfundur

sagnfræðingur og kennari

Útgáfudagur

16.5.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Sigurður Hjartarson. „Hvers konar letur notuðu Mayarnir og um hvað fjalla varðveittir textar þeirra?“ Vísindavefurinn, 16. maí 2011. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59709.

Sigurður Hjartarson. (2011, 16. maí). Hvers konar letur notuðu Mayarnir og um hvað fjalla varðveittir textar þeirra? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59709

Sigurður Hjartarson. „Hvers konar letur notuðu Mayarnir og um hvað fjalla varðveittir textar þeirra?“ Vísindavefurinn. 16. maí. 2011. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59709>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar letur notuðu Mayarnir og um hvað fjalla varðveittir textar þeirra?
Letur Mayanna var fræðimönnum lengstum algjör ráðgáta. Þúsundir leturflata á veggjum bygginga, á minningarsúlum (e. stele) og á þeim fáu bókum og bókarslitrum sem varðveist hafa, blöstu við mönnum án þess þeir greindu á þeim haus eða sporð. Fransiskusbiskupinn Diego de Landa (1524-1579) hóf fyrstur að rannsaka letur Mayanna um 1566 án þess að komast á sporið. Árið 1864 var handrit Landas, Relación de las Cosas de Yucatán (Frásögn af málefnum Yucatans), fyrst gefið út í Frakklandi, en reyndist gagnslaust þar sem Landa hafði gert ráð fyrir að letur Mayanna væri einfalt hljóðletur. Smám saman tókst þó að ráða ýmis tákn, tölur, ýmis tímatákn og tákn himintungla en lengra komust menn ekki. Drógu menn þá ályktun að textar Mayanna fjölluðu einvörðungu um stærðfræði og tímatal.



Það tók fræðimenn langan tíma að ráða í letur Mayanna.

Það var ekki fyrr en um miðja síðustu öld að rofa tók til og má þakka það rússneska málfræðingnum Yuri Knorosov (1922-1999), sem upphaflega sérhæfði sig í egypskum fornfræðum. Sem ungur maður barðist hann í sovéska hernum við töku Berlínar og þar hirti hann úr brennandi safni handritsbút sem olli straumhvörfum í ráðningu Mayaletursins. Knorosov hóf að birta rannsóknir sínar 1952 og komst fljótt að því að letur Mayanna var hvorki hreint táknletur né hljóðletur, heldur blanda af hvoru tveggja. Hann uppgötvaði að letrið byggðist á atkvæðum en ekki einstökum stöfum í venjulegu stafrófi.

Eins og vænta mátti ollu svo róttækar hugmyndir fjaðrafoki og deilum meðal fræðimanna en ekki liðu mörg ár þar til menn féllust á þær hugmyndir Knorosov að hljóðfræðilegir þættir væru grunnatriði í ráðningu Mayaletursins. Síðari fræðimenn, ekki síst Heinrich Berlin, Tatiana Proskouriakoff, Michael D. Coe og Nikolai Grube hafa síðan hnikað málum áfram og nú er talið að nálega 90% af öllum þekktum leturflötum Mayanna hafi verið ráðnir.

Um hvað fjalla svo textar Mayanna? Rannsóknir síðustu áratuga hafa leitt í ljós að flestir textarnir eru sögulegir, segja frá fæðingu, valdatöku og stóratburðum í lífi einstakra konunga, frá stríði við borgríki í nágrenninu og svo framvegis. Ráðning textanna hefur því stórlega aukið þekkingu okkar á sögu Mayanna. Allir leturfletirnir hafa dagsetningar sem auðvelda fræðimönnum að setja atburði í sögulegt samhengi.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

  • Diego de Landa: Relación de las Cosas de Yucatán. Historia 16, Madrid, 1985.
  • R.J. Sharer: The Ancient Maya; 5. útg. Stanford Univ. Press, 1994.
  • Michael D. Coe: The Maya. Pelican Books 1971.
  • Maria Longhena: Maya Script. New York, 2000.
  • T.P. Culbert: Maya Civilization. Washington D.C., 1993.
  • Mynd: Maya script á Wikipedia. Sótt 13. 5. 2011.
...