Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Er sólin stærri en tunglið?

ÍDÞ

Sólin er mun stærri en tunglið en þrátt fyrir það virðast sól og tungl oft vera jafnstór. Til dæmis getur orðið sólmyrkvi þegar tunglið gengur á milli jarðar og sólar en til þess að almyrkvi á sól verði þarf tunglið að ganga alveg fyrir sólina. Þannig sýnist okkur sól og tungl vera um það bil jafnstór þegar við horfum til himins. Eins og Sævar Helgi Bragason segir í svari við spurningunni: Hvað er sólmyrkvi og hvað varir hann lengi?
... enda er þvermál sólar um 400 sinnum meira en þvermál tunglsins og jafnframt er sólin 400 sinnum fjær en tunglið. Þessi tilviljun veldur því að tunglið „passar“ yfir sólina á meðan á almyrkva á sólu stendur.

Sólin er 1,4122*1018 km3 eða með rúmmál upp á 1.300.000 jarðir. Tunglið er hins vegar 2,1958*1010 km3 eða einungis 2% af rúmmáli jarðarinnar en jörðin er 1,086*1012 km3

Vegna fjarlægðar, annars vegar tunglsins frá jörðinni og hins vegar sólarinnar frá jörðinni, virðist sól og tungl þannig vera jafnstór á himninum en sólin er að meðaltali 149,5 milljón km frá jörðinni en tunglið einungis um 384 þúsund km frá jörðinni.

Frekara lesefni og heimildir á Vísindavefnum:

Önnur heimild og mynd:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum

Höfundur

Útgáfudagur

23.5.2011

Spyrjandi

Petra Wíum Sveinsdóttir, f. 1997

Tilvísun

ÍDÞ. „Er sólin stærri en tunglið?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2011. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59783.

ÍDÞ. (2011, 23. maí). Er sólin stærri en tunglið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59783

ÍDÞ. „Er sólin stærri en tunglið?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2011. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59783>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er sólin stærri en tunglið?
Sólin er mun stærri en tunglið en þrátt fyrir það virðast sól og tungl oft vera jafnstór. Til dæmis getur orðið sólmyrkvi þegar tunglið gengur á milli jarðar og sólar en til þess að almyrkvi á sól verði þarf tunglið að ganga alveg fyrir sólina. Þannig sýnist okkur sól og tungl vera um það bil jafnstór þegar við horfum til himins. Eins og Sævar Helgi Bragason segir í svari við spurningunni: Hvað er sólmyrkvi og hvað varir hann lengi?

... enda er þvermál sólar um 400 sinnum meira en þvermál tunglsins og jafnframt er sólin 400 sinnum fjær en tunglið. Þessi tilviljun veldur því að tunglið „passar“ yfir sólina á meðan á almyrkva á sólu stendur.

Sólin er 1,4122*1018 km3 eða með rúmmál upp á 1.300.000 jarðir. Tunglið er hins vegar 2,1958*1010 km3 eða einungis 2% af rúmmáli jarðarinnar en jörðin er 1,086*1012 km3

Vegna fjarlægðar, annars vegar tunglsins frá jörðinni og hins vegar sólarinnar frá jörðinni, virðist sól og tungl þannig vera jafnstór á himninum en sólin er að meðaltali 149,5 milljón km frá jörðinni en tunglið einungis um 384 þúsund km frá jörðinni.

Frekara lesefni og heimildir á Vísindavefnum:

Önnur heimild og mynd:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum ...