Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Sofa hestar?

JGÞ

Hestar eru þau spendýr sem þurfa hvað minnstan svefn. Hestar sofa yfirleitt um 3 tíma á sólarhring. Svipað gildir um fíla og kindur en þau sofa um 3-4 tíma á sólarhring. Leðurblökur eru þau spendýr sem sofa einna lengst, tæplega 20 tíma á sólarhring. Algeng heimilisdýr, eins og hundar og kettir, sofa um 11-12 tíma á sólarhring en sum hunda- og kattakyn sofa þó að jafnaði lengur.

Lengi vel var talið svefn einskorðaðist við spendýr og fugla, en nýlegar rannsóknir benda til að svefn sé mun almennari í dýraríkinu en áður hefur verið talið.


Hestar geta sofið bæði standandi og liggjandi.

Í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni: Sofa skordýr? Ef svo er hversu marga klukkutíma á sólarhring? segir þetta um orsakir svefns:
Samkvæmt kenningum um orsakir svefns sem nú eru vinsælar er líklegt að uppsöfnun efnasambandsins adenósíns í heila spendýra framkalli syfju. Koffín virðist hafa hamlandi áhrif á virkni adenósíns og á það jafnt við hjá mönnum sem öðrum spendýrum að koffín vinnur gegn þreytu. Hið sama virðist eiga við um skordýr.

Hestar geta sofið bæði standandi og liggjandi. Til þess að ná REM-svefni þurfa hestarnir þó að liggja.

Heimildir og frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

23.5.2011

Spyrjandi

Marín Rún Guðmundsdóttir, f. 1997

Tilvísun

JGÞ. „Sofa hestar?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2011. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59801.

JGÞ. (2011, 23. maí). Sofa hestar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59801

JGÞ. „Sofa hestar?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2011. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59801>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Sofa hestar?
Hestar eru þau spendýr sem þurfa hvað minnstan svefn. Hestar sofa yfirleitt um 3 tíma á sólarhring. Svipað gildir um fíla og kindur en þau sofa um 3-4 tíma á sólarhring. Leðurblökur eru þau spendýr sem sofa einna lengst, tæplega 20 tíma á sólarhring. Algeng heimilisdýr, eins og hundar og kettir, sofa um 11-12 tíma á sólarhring en sum hunda- og kattakyn sofa þó að jafnaði lengur.

Lengi vel var talið svefn einskorðaðist við spendýr og fugla, en nýlegar rannsóknir benda til að svefn sé mun almennari í dýraríkinu en áður hefur verið talið.


Hestar geta sofið bæði standandi og liggjandi.

Í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni: Sofa skordýr? Ef svo er hversu marga klukkutíma á sólarhring? segir þetta um orsakir svefns:
Samkvæmt kenningum um orsakir svefns sem nú eru vinsælar er líklegt að uppsöfnun efnasambandsins adenósíns í heila spendýra framkalli syfju. Koffín virðist hafa hamlandi áhrif á virkni adenósíns og á það jafnt við hjá mönnum sem öðrum spendýrum að koffín vinnur gegn þreytu. Hið sama virðist eiga við um skordýr.

Hestar geta sofið bæði standandi og liggjandi. Til þess að ná REM-svefni þurfa hestarnir þó að liggja.

Heimildir og frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....