Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað fer minkurinn hratt yfir?

Rannveig Magnúsdóttir

Hraði minks hefur verið mældur frá 1,7 km/klst., þegar hann gengur, upp í 9,4 km/klst., þegar hann hleypur, en það er um það bil fimm til sex líkamslengdir minks á sekúndu. Þegar minkur syndir á yfirborði vatns er hraði hans um 1,5 km/klst. en þegar hann eltir bráð undir vatnsyfirborði þá syndir hann oft á upp í 2 km/klst. og mest á 3 km/klst.


Hraði minks hefur verið mældur frá 1,7 km/klst. upp í 9,4 km/klst.

Minkurinn fer mishratt yfir eftir því hvað hann er að gera. Við daglegar hreyfingar innan heimasvæðisins hreyfist hann að meðaltali um 0,4 km/klst. en þegar minkur ferðast lengra getur hann farið langar vegalengdir á meðalhraða 2,8-4,7 km/klst.

Það tók minkinn einungis 40 ár að breiðast út um allt Ísland og að meðaltali hefur hann því ferðast um 20 km á hverju ári. Þegar minkahvolpar fara að heiman í leit að heppilegu búsvæði geta þeir farið langt frá heimahögunum og til eru dæmi um að minkar hafi fundist 40 km frá fæðingarstað sínum.

Heimildir:
  • Dunstone, N. 1993. The mink. T & AD Poyser Ltd. London.
  • Gerell, R. (1970) Home ranges and movements of mink Mustela vison Schreber in southern Sweden. Oikos, 21, 160.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

27.7.2011

Spyrjandi

Sigurður Freyr Sigurðarson

Tilvísun

Rannveig Magnúsdóttir. „Hvað fer minkurinn hratt yfir?“ Vísindavefurinn, 27. júlí 2011. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=60203.

Rannveig Magnúsdóttir. (2011, 27. júlí). Hvað fer minkurinn hratt yfir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=60203

Rannveig Magnúsdóttir. „Hvað fer minkurinn hratt yfir?“ Vísindavefurinn. 27. júl. 2011. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=60203>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað fer minkurinn hratt yfir?
Hraði minks hefur verið mældur frá 1,7 km/klst., þegar hann gengur, upp í 9,4 km/klst., þegar hann hleypur, en það er um það bil fimm til sex líkamslengdir minks á sekúndu. Þegar minkur syndir á yfirborði vatns er hraði hans um 1,5 km/klst. en þegar hann eltir bráð undir vatnsyfirborði þá syndir hann oft á upp í 2 km/klst. og mest á 3 km/klst.


Hraði minks hefur verið mældur frá 1,7 km/klst. upp í 9,4 km/klst.

Minkurinn fer mishratt yfir eftir því hvað hann er að gera. Við daglegar hreyfingar innan heimasvæðisins hreyfist hann að meðaltali um 0,4 km/klst. en þegar minkur ferðast lengra getur hann farið langar vegalengdir á meðalhraða 2,8-4,7 km/klst.

Það tók minkinn einungis 40 ár að breiðast út um allt Ísland og að meðaltali hefur hann því ferðast um 20 km á hverju ári. Þegar minkahvolpar fara að heiman í leit að heppilegu búsvæði geta þeir farið langt frá heimahögunum og til eru dæmi um að minkar hafi fundist 40 km frá fæðingarstað sínum.

Heimildir:
  • Dunstone, N. 1993. The mink. T & AD Poyser Ltd. London.
  • Gerell, R. (1970) Home ranges and movements of mink Mustela vison Schreber in southern Sweden. Oikos, 21, 160.

Mynd:...