Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hvað heita allir hinir ólíku hlutar handarinnar?

ÍDÞ og JGÞ

Samkvæmt íslenskri orðabók er hönd „fremsti hluti handleggjar á manni, framan við úlnlið“. Fingurnir fimm hafa nokkur heiti eins og hægt er að lesa um í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Af hverju heita allir puttarnir fingur nema einn sem heitir TÖNG, langatöng? Talið frá þumli eru þau:
  • þumall, þumalfingur, þumalputti
  • vísifingur, sleikifingur, bendifingur
  • langastöng, langatöng
  • baugfingur, hringfingur, græðifingur
  • litlifingur, litliputti, lilliputti

Nokkur heiti eru höfð um neglurnar. Nöglin skiptist í naglbol, naglbrún og naglrót. Einnig mætti nefna naglabönd og naglmána en það er hvítleitt svæði nálægt naglrótinni og er oftar en ekki hálfmánalaga í laginu. Þess ber þó að geta að þetta sést ekki hjá öllum. Þá er til orðið fingurgómur sem er heiti yfir fremsta hluta fingurs.

Sleikifingur, græðifingur, lilliputti, naglbolur, fingurgómur, jarki og hnúi eru á meðal þeirra orða sem við notum um ólíka hluta handarinnar.

Svo er hægt að að skoða lófann. Flestir hafa heyrt orðið loppa um löpp á dýri en það er einnig haft um stóra loðna hönd, sama má segja um krumlu og lúku.

Jarki er útjaðar handar, greip er „krikinn milli þumalfingurs og vísifingurs, gripið milli þumalfingurs og annarra fingra handarinnar,“ eða einfaldlega kriki milli einhverja tveggja fingra. Orðið neip er samheiti yfir greip. Hnúi, eða knúi, er liður á fingri handarbaksmegin, kjúka, eða köggull, er fremsti fingurliður. Svo má nefna handarbakið og einnig hnefann sem er heiti yfir kreppta hönd.

Vafalaust eru til fleiri orð. Við vonum að lesendur sitji ekki auðum höndum heldur spýti frekar í lófana og sendi okkur orð um hendur sem þeir kannast við en hér hafa ekki verið nefnd. Kannski kunna einhverjir lesendur upp á sína tíu fingur öll orðin um hina ólíku hluta handarinnar. Það er okkur þá í lófa lagið að bæta þeim við og þá þarf enginn að naga sig í handarbökin!

Mynd:

Höfundar

Útgáfudagur

21.2.2012

Spyrjandi

Safnasafnið

Tilvísun

ÍDÞ og JGÞ. „Hvað heita allir hinir ólíku hlutar handarinnar?“ Vísindavefurinn, 21. febrúar 2012. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=60372.

ÍDÞ og JGÞ. (2012, 21. febrúar). Hvað heita allir hinir ólíku hlutar handarinnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=60372

ÍDÞ og JGÞ. „Hvað heita allir hinir ólíku hlutar handarinnar?“ Vísindavefurinn. 21. feb. 2012. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=60372>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað heita allir hinir ólíku hlutar handarinnar?
Samkvæmt íslenskri orðabók er hönd „fremsti hluti handleggjar á manni, framan við úlnlið“. Fingurnir fimm hafa nokkur heiti eins og hægt er að lesa um í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Af hverju heita allir puttarnir fingur nema einn sem heitir TÖNG, langatöng? Talið frá þumli eru þau:

  • þumall, þumalfingur, þumalputti
  • vísifingur, sleikifingur, bendifingur
  • langastöng, langatöng
  • baugfingur, hringfingur, græðifingur
  • litlifingur, litliputti, lilliputti

Nokkur heiti eru höfð um neglurnar. Nöglin skiptist í naglbol, naglbrún og naglrót. Einnig mætti nefna naglabönd og naglmána en það er hvítleitt svæði nálægt naglrótinni og er oftar en ekki hálfmánalaga í laginu. Þess ber þó að geta að þetta sést ekki hjá öllum. Þá er til orðið fingurgómur sem er heiti yfir fremsta hluta fingurs.

Sleikifingur, græðifingur, lilliputti, naglbolur, fingurgómur, jarki og hnúi eru á meðal þeirra orða sem við notum um ólíka hluta handarinnar.

Svo er hægt að að skoða lófann. Flestir hafa heyrt orðið loppa um löpp á dýri en það er einnig haft um stóra loðna hönd, sama má segja um krumlu og lúku.

Jarki er útjaðar handar, greip er „krikinn milli þumalfingurs og vísifingurs, gripið milli þumalfingurs og annarra fingra handarinnar,“ eða einfaldlega kriki milli einhverja tveggja fingra. Orðið neip er samheiti yfir greip. Hnúi, eða knúi, er liður á fingri handarbaksmegin, kjúka, eða köggull, er fremsti fingurliður. Svo má nefna handarbakið og einnig hnefann sem er heiti yfir kreppta hönd.

Vafalaust eru til fleiri orð. Við vonum að lesendur sitji ekki auðum höndum heldur spýti frekar í lófana og sendi okkur orð um hendur sem þeir kannast við en hér hafa ekki verið nefnd. Kannski kunna einhverjir lesendur upp á sína tíu fingur öll orðin um hina ólíku hluta handarinnar. Það er okkur þá í lófa lagið að bæta þeim við og þá þarf enginn að naga sig í handarbökin!

Mynd:

...