Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Af hverju þurfum við að passa upp á lágmarksþörf prótína en getum verið frjálslegri með hlutfall kolvetna?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Líkaminn notar prótín, ásamt kolvetnum og fitu, sem eldsneyti. Öll þessi efni gegna þó einnig öðrum og mikilvægum hlutverkum í líkamanum.

Líkaminn notar þau prótín sem hann fær til að búa til sín eigin prótín, til dæmis eru prótín aðalbyggingarefni líkamans og nauðsynleg til uppbyggingar, vaxtar og viðhalds vefja. Svokölluð ensím, sem hvata efnahvörf í líkamanum svo að þau gerist nógu hratt til að halda í okkur lífi, eru líka prótín. Enn fremur eru mótefni líkamans prótín og ýmis önnur mikilvæg efni, eins og blóðrauði sem flytur súrefni um líkamann.

Í flestum fæðutegundum er eitthvert magn prótína en mjólk, egg og kjöt eru sérlega auðugir prótíngjafar.

Prótín eru úr byggingareiningum sem kallast amínósýrur og eru til um 20 mismunandi gerðir af þeim. Af þeim eru 8-10 sem við getum ekki myndað sjálf og verðum því að fá tilbúnar sem slíkar úr fæðunni. Ef við fáum nóg af þessum amínósýrum getum við myndað allar hinar úr þeim og þá öll prótínin sem við þurfum á að halda. Til þess að fá örugglega nóg af hinum ómissandi amínósýrum og vegna allra mikilvægu hlutverka prótína er nauðsynlegt að fullnægja lágmarksþörf af prótínum úr fæðu.

Fita er ekki aðeins eldsneyti heldur inniheldur hún einnig ómissandi fitusýrur og fituleysanleg vítamín sem líkaminn verður að fá til að starfa á eðlilegan hátt.

Kolvetni eru fyrst og fremst eldsneyti fyrir líkama manna. Til dæmis er einsykran glúkósi eina eldsneytið sem heilinn getur nýtt. Kolvetni eru mikilvæg sem byggingarefni í plöntum en miðað við prótín og fitu eru kolvetni lítið notuð sem slík í dýrum og þar með talið í okkur. Flókin, ómeltanleg kolvetni eru þó mjög mikilvæg fyrir starfsemi meltingarfæra okkar. Þetta eru svokölluð trefjaefni sem við eigum að fá úr fæðu.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

16.2.2012

Spyrjandi

Steinunn Þórisdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju þurfum við að passa upp á lágmarksþörf prótína en getum verið frjálslegri með hlutfall kolvetna?“ Vísindavefurinn, 16. febrúar 2012. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=60865.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2012, 16. febrúar). Af hverju þurfum við að passa upp á lágmarksþörf prótína en getum verið frjálslegri með hlutfall kolvetna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=60865

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju þurfum við að passa upp á lágmarksþörf prótína en getum verið frjálslegri með hlutfall kolvetna?“ Vísindavefurinn. 16. feb. 2012. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=60865>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju þurfum við að passa upp á lágmarksþörf prótína en getum verið frjálslegri með hlutfall kolvetna?
Líkaminn notar prótín, ásamt kolvetnum og fitu, sem eldsneyti. Öll þessi efni gegna þó einnig öðrum og mikilvægum hlutverkum í líkamanum.

Líkaminn notar þau prótín sem hann fær til að búa til sín eigin prótín, til dæmis eru prótín aðalbyggingarefni líkamans og nauðsynleg til uppbyggingar, vaxtar og viðhalds vefja. Svokölluð ensím, sem hvata efnahvörf í líkamanum svo að þau gerist nógu hratt til að halda í okkur lífi, eru líka prótín. Enn fremur eru mótefni líkamans prótín og ýmis önnur mikilvæg efni, eins og blóðrauði sem flytur súrefni um líkamann.

Í flestum fæðutegundum er eitthvert magn prótína en mjólk, egg og kjöt eru sérlega auðugir prótíngjafar.

Prótín eru úr byggingareiningum sem kallast amínósýrur og eru til um 20 mismunandi gerðir af þeim. Af þeim eru 8-10 sem við getum ekki myndað sjálf og verðum því að fá tilbúnar sem slíkar úr fæðunni. Ef við fáum nóg af þessum amínósýrum getum við myndað allar hinar úr þeim og þá öll prótínin sem við þurfum á að halda. Til þess að fá örugglega nóg af hinum ómissandi amínósýrum og vegna allra mikilvægu hlutverka prótína er nauðsynlegt að fullnægja lágmarksþörf af prótínum úr fæðu.

Fita er ekki aðeins eldsneyti heldur inniheldur hún einnig ómissandi fitusýrur og fituleysanleg vítamín sem líkaminn verður að fá til að starfa á eðlilegan hátt.

Kolvetni eru fyrst og fremst eldsneyti fyrir líkama manna. Til dæmis er einsykran glúkósi eina eldsneytið sem heilinn getur nýtt. Kolvetni eru mikilvæg sem byggingarefni í plöntum en miðað við prótín og fitu eru kolvetni lítið notuð sem slík í dýrum og þar með talið í okkur. Flókin, ómeltanleg kolvetni eru þó mjög mikilvæg fyrir starfsemi meltingarfæra okkar. Þetta eru svokölluð trefjaefni sem við eigum að fá úr fæðu.

Mynd:...