Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Verða apar nútímans að mönnum framtíðar?

Snæbjörn Pálsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Er þróunin ennþá í gangi? Verða apar nútímans að mönnum framtíðar?

Þróunin er ennþá í fullum gangi en hún felur ekki í sér að apar nútímans verði að mönnum framtíðar.

Þróun hefur ekki fyrirframgefna stefnu, þannig að þótt að menn hafi þróast af öpum eða átt sameiginlega forfeður með núlifandi öpum er ólíklegt að slík þróun endurtaki sig. Þróun lífvera byggir ekki á ákvarðaðri röð breytinga líkt og einkennir þroskun einstaklinga frá einni frumu til fullvaxta einstaklings, heldur á breytingum í stofnum einstaklinga yfir tímabil, þar sem nýir eiginleikar geta komið fram og aðrir glatast. Einstaklingar eru breytilegir meðal annars vegna tilviljunarkenndra stökkbreytinga og ólíkra samsetninga hinna mismunandi afbrigða gena, slíkir eiginleikar erfast og tíðni þeirra breytist vegna þess að einstaklingar eignast mismörg afkvæmi. Á löngum tíma breytast því stofnar lífvera og tegundir. Ef ákveðnir eiginleikar gagnast lífverunum á einhvern hátt í lífsbaráttu þeirra eða við að eignast afkvæmi geta slíkir eiginleikar aukist enn frekar í tíðni og er það hugmynd Charles Darwins (1809-1882) um hvernig náttúrulegt val geti leitt til aðlagana og viðhaldið þeim.

Apar nútímans verða ekki að mönnum framtíðarinnar.

Þróun á hverjum tíma er háð bæði þeim breytileika innan tegunda sem er til staðar og þeim tækifærum sem umhverfi tegundanna býður upp á hverju sinni. Þegar forverar manna þróuðust voru skilyrði allt önnur en í dag, þá voru menn til dæmis ekki til. Svo virðist sem flestar tegundir náskyldar manninum hafi dáið út, mögulega vegna samkeppni eða átaka við manninn.

Hið fjölbreytta og nýja umhverfi sem maðurinn hefur myndað á síðustu árþúsundum hefur leitt til ýmissa þróunarbreytinga hjá manninum. Þróunin er óhjákvæmileg meðal lífvera en að greina merkjanlegar þróunarbreytingar getur verið erfitt þar sem æviskeið okkar er stutt og það er ófyrirséð hvernig nútímalífshættir, iðnaður og tækniþróun hefur áhrif á þróun mannsins. Þegar við leitum að ummerkjum þróunarbreytinga í erfðaefni mannsins má sjá ýmsar nýlegar breytingar, til dæmis virðist lyktarskyn hafa rýrnað hratt og ýmis gen sem tengjast fæðu manna og vörnum gegn sýklum hafa þróast hratt. Hins vegar getum við greint hraðar þróunarbreytingar hjá lífverum sem hafa stuttan kynslóðatíma til dæmis meðal veira og baktería sem eru orðnar ónæmar fyrir áhrifum lyfja.

Mynd:

Höfundur

Snæbjörn Pálsson

prófessor í stofnlíffræði við HÍ

Útgáfudagur

28.1.2014

Spyrjandi

Sverrir Björnsson

Tilvísun

Snæbjörn Pálsson. „Verða apar nútímans að mönnum framtíðar?“ Vísindavefurinn, 28. janúar 2014. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=61232.

Snæbjörn Pálsson. (2014, 28. janúar). Verða apar nútímans að mönnum framtíðar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61232

Snæbjörn Pálsson. „Verða apar nútímans að mönnum framtíðar?“ Vísindavefurinn. 28. jan. 2014. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61232>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Verða apar nútímans að mönnum framtíðar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Er þróunin ennþá í gangi? Verða apar nútímans að mönnum framtíðar?

Þróunin er ennþá í fullum gangi en hún felur ekki í sér að apar nútímans verði að mönnum framtíðar.

Þróun hefur ekki fyrirframgefna stefnu, þannig að þótt að menn hafi þróast af öpum eða átt sameiginlega forfeður með núlifandi öpum er ólíklegt að slík þróun endurtaki sig. Þróun lífvera byggir ekki á ákvarðaðri röð breytinga líkt og einkennir þroskun einstaklinga frá einni frumu til fullvaxta einstaklings, heldur á breytingum í stofnum einstaklinga yfir tímabil, þar sem nýir eiginleikar geta komið fram og aðrir glatast. Einstaklingar eru breytilegir meðal annars vegna tilviljunarkenndra stökkbreytinga og ólíkra samsetninga hinna mismunandi afbrigða gena, slíkir eiginleikar erfast og tíðni þeirra breytist vegna þess að einstaklingar eignast mismörg afkvæmi. Á löngum tíma breytast því stofnar lífvera og tegundir. Ef ákveðnir eiginleikar gagnast lífverunum á einhvern hátt í lífsbaráttu þeirra eða við að eignast afkvæmi geta slíkir eiginleikar aukist enn frekar í tíðni og er það hugmynd Charles Darwins (1809-1882) um hvernig náttúrulegt val geti leitt til aðlagana og viðhaldið þeim.

Apar nútímans verða ekki að mönnum framtíðarinnar.

Þróun á hverjum tíma er háð bæði þeim breytileika innan tegunda sem er til staðar og þeim tækifærum sem umhverfi tegundanna býður upp á hverju sinni. Þegar forverar manna þróuðust voru skilyrði allt önnur en í dag, þá voru menn til dæmis ekki til. Svo virðist sem flestar tegundir náskyldar manninum hafi dáið út, mögulega vegna samkeppni eða átaka við manninn.

Hið fjölbreytta og nýja umhverfi sem maðurinn hefur myndað á síðustu árþúsundum hefur leitt til ýmissa þróunarbreytinga hjá manninum. Þróunin er óhjákvæmileg meðal lífvera en að greina merkjanlegar þróunarbreytingar getur verið erfitt þar sem æviskeið okkar er stutt og það er ófyrirséð hvernig nútímalífshættir, iðnaður og tækniþróun hefur áhrif á þróun mannsins. Þegar við leitum að ummerkjum þróunarbreytinga í erfðaefni mannsins má sjá ýmsar nýlegar breytingar, til dæmis virðist lyktarskyn hafa rýrnað hratt og ýmis gen sem tengjast fæðu manna og vörnum gegn sýklum hafa þróast hratt. Hins vegar getum við greint hraðar þróunarbreytingar hjá lífverum sem hafa stuttan kynslóðatíma til dæmis meðal veira og baktería sem eru orðnar ónæmar fyrir áhrifum lyfja.

Mynd:

...