Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Geta dýr gert konur óléttar?

Jón Már Halldórsson

Æxlun mismunandi dýrategunda er vel þekkt fyrirbæri. Dæmi um það úr náttúrunni er meðal annars æxlun náskyldra mávategunda og andategunda. Menn hafa einnig lagt sitt af mörkum til að æxla saman skyldum tegundum, kunnasta dæmið er líklega afkvæmi asna (Equus asinus) og hesta (Equus caballus). Afkvæmi asna og hryssu kallast múldýr en afkvæmi hests og ösnu kallast múlasni. Þessir blendingar eru mun harðgerðari en asnar og þeir þola meiri hita, óreglulegri fæðu og meira harðræði en önnur vinnudýr. Talið er að fyrstu múlasnarnir hafi verið ræktaðir í Litlu-Asíu fyrir meira en 3000 árum.

Annað þekkt dæmi er kynblöndun nokkurra tegunda stórkatta (Panthera). Kunnasta dæmið er blendingur ljóna (Panthera leo) og tígrisdýrs (Panthera tigris). Þessi tröllauknu blendingsfyrirbrigði nefnast á ensku ligers eða tigons.

Múldýr er líklega þekktasta dæmið um æxlun skyldra tegunda.

En er hægt að blanda saman erfðaefni manns og annars dýrs? Fyrir utan að slíkar tilraunir væru vægt til orða tekið afar vafasamar af siðferðilegum ástæðum, eru ýmsir erfðafræðilegir vankantar við slíka blöndun erfðaefnis. Hægt er að nefna tvo líffræðilega þröskulda sem koma í veg fyrir frjóvgun kynfruma manns og annars dýrs. Sá fyrri byggir á viðtakaprótínum í frumuhimnu eggfrumunnar og skyldum viðtakaprótínum í frumuhimnu sæðisfrumunnar. Þessi prótín þurfa að passa saman, líkt og lykill gengur að skrá. Hjá einstaklingum af sömu tegund eða meðal náskyldra tegunda ætti lykillinn að ganga að skránni en meðal óskyldra tegunda er svo ekki. Síðari þröskuldurinn er fjöldi og gerð litninga beggja kynfruma. Til þess að frjóvgun geti orðið þurfa litningar að sameinast og verða þá að erfðaefni nýs einstaklings. Ef þeir eru mismargir þá gengur dæmið ekki upp.

En er erfðaefni og litningafjöldi konu og annars spendýrs nógu líkt til að frjóvgun geti orðið og einhvers konar hálfmenni orðið til? Til þess að svara þeirri spurningum er vert að skoða þá tegund sem er skyldust okkur, nefnilega simpansa (Pan troglodytes).

Simpansar eru náskyldir manninum.

Erfðaefni simpansa og manna er mjög líkt en meginmunurinn felst í því að menn hafa einu litningapari færra en simpansar og reyndar aðrir mannapar. Menn hafa 23 pör af litningum en simpansar eru með 24 litningapör. Einhvern tímann í þróunarsögu mannsins varð samruni eða tenging á telómerasa tveggja litninga og myndaðist þá litningur sem við nefnum litning 2. Nokkrir aðrir þættir í erfðaefni manna og simpansa eru einnig ólíkir. Þessi mismunur veldur því að frjóvgun getur ekki orðið á milli manna og simpansa. Það er einnig hægt að útiloka frjóvgun milli manna og annarra mannapa, svo sem bonobo-apa (Pan paniscus) og górillu (Gorilla gorilla).

Myndir:


Margir hafa sent inn sambærilegar spurningar, til dæmis:
  • Er líffræðilegur möguleiki á að mann-apar og menn geti eignast saman afkvæmi?
  • Hvers vegna er æxlun milli manna og apa ekki möguleg?
  • Getur manneskja (Homo sapiens) eignast afkvæmi með apa?

Aðrir spyrjendur er: Úlfur Ragnarsson, Valberg Már Öfjörð, Róbert Elvarsson, Tinna Halldórsdóttir, Valtýr Sigurðsson, Sigurður Svavarsson, Janus Christiansen, Björk Arnardóttir og Petra Hrönn.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

4.4.2012

Spyrjandi

Agnar Alexander, f. 1998

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Geta dýr gert konur óléttar?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2012. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=61325.

Jón Már Halldórsson. (2012, 4. apríl). Geta dýr gert konur óléttar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61325

Jón Már Halldórsson. „Geta dýr gert konur óléttar?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2012. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61325>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Geta dýr gert konur óléttar?
Æxlun mismunandi dýrategunda er vel þekkt fyrirbæri. Dæmi um það úr náttúrunni er meðal annars æxlun náskyldra mávategunda og andategunda. Menn hafa einnig lagt sitt af mörkum til að æxla saman skyldum tegundum, kunnasta dæmið er líklega afkvæmi asna (Equus asinus) og hesta (Equus caballus). Afkvæmi asna og hryssu kallast múldýr en afkvæmi hests og ösnu kallast múlasni. Þessir blendingar eru mun harðgerðari en asnar og þeir þola meiri hita, óreglulegri fæðu og meira harðræði en önnur vinnudýr. Talið er að fyrstu múlasnarnir hafi verið ræktaðir í Litlu-Asíu fyrir meira en 3000 árum.

Annað þekkt dæmi er kynblöndun nokkurra tegunda stórkatta (Panthera). Kunnasta dæmið er blendingur ljóna (Panthera leo) og tígrisdýrs (Panthera tigris). Þessi tröllauknu blendingsfyrirbrigði nefnast á ensku ligers eða tigons.

Múldýr er líklega þekktasta dæmið um æxlun skyldra tegunda.

En er hægt að blanda saman erfðaefni manns og annars dýrs? Fyrir utan að slíkar tilraunir væru vægt til orða tekið afar vafasamar af siðferðilegum ástæðum, eru ýmsir erfðafræðilegir vankantar við slíka blöndun erfðaefnis. Hægt er að nefna tvo líffræðilega þröskulda sem koma í veg fyrir frjóvgun kynfruma manns og annars dýrs. Sá fyrri byggir á viðtakaprótínum í frumuhimnu eggfrumunnar og skyldum viðtakaprótínum í frumuhimnu sæðisfrumunnar. Þessi prótín þurfa að passa saman, líkt og lykill gengur að skrá. Hjá einstaklingum af sömu tegund eða meðal náskyldra tegunda ætti lykillinn að ganga að skránni en meðal óskyldra tegunda er svo ekki. Síðari þröskuldurinn er fjöldi og gerð litninga beggja kynfruma. Til þess að frjóvgun geti orðið þurfa litningar að sameinast og verða þá að erfðaefni nýs einstaklings. Ef þeir eru mismargir þá gengur dæmið ekki upp.

En er erfðaefni og litningafjöldi konu og annars spendýrs nógu líkt til að frjóvgun geti orðið og einhvers konar hálfmenni orðið til? Til þess að svara þeirri spurningum er vert að skoða þá tegund sem er skyldust okkur, nefnilega simpansa (Pan troglodytes).

Simpansar eru náskyldir manninum.

Erfðaefni simpansa og manna er mjög líkt en meginmunurinn felst í því að menn hafa einu litningapari færra en simpansar og reyndar aðrir mannapar. Menn hafa 23 pör af litningum en simpansar eru með 24 litningapör. Einhvern tímann í þróunarsögu mannsins varð samruni eða tenging á telómerasa tveggja litninga og myndaðist þá litningur sem við nefnum litning 2. Nokkrir aðrir þættir í erfðaefni manna og simpansa eru einnig ólíkir. Þessi mismunur veldur því að frjóvgun getur ekki orðið á milli manna og simpansa. Það er einnig hægt að útiloka frjóvgun milli manna og annarra mannapa, svo sem bonobo-apa (Pan paniscus) og górillu (Gorilla gorilla).

Myndir:


Margir hafa sent inn sambærilegar spurningar, til dæmis:
  • Er líffræðilegur möguleiki á að mann-apar og menn geti eignast saman afkvæmi?
  • Hvers vegna er æxlun milli manna og apa ekki möguleg?
  • Getur manneskja (Homo sapiens) eignast afkvæmi með apa?

Aðrir spyrjendur er: Úlfur Ragnarsson, Valberg Már Öfjörð, Róbert Elvarsson, Tinna Halldórsdóttir, Valtýr Sigurðsson, Sigurður Svavarsson, Janus Christiansen, Björk Arnardóttir og Petra Hrönn....