Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvað gerist ef maður hættir að taka lyf við hægum skjaldkirtli?

Þórdís Kristinsdóttir

Skjaldkirtillinn er fiðrildislaga líffæri neðarlega í framanverðum hálsinum. Hann myndar skjaldkirtilshormónið þýroxín sem stjórnar meðal annars efnaskiptum líkamans, vexti og þroska, sem og virkni taugakerfisins, auk þess sem ákveðnar frumur í skjaldkirtlinum mynda hormónið kalsítónín. Meira má lesa um skjaldkirtilinn og hlutverk hans í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvert er hlutverk skjaldkirtilsins?

Skjaldkirtillinn er neðarlega í hálsinum framanverðum.

Þegar skjaldkirtillinn myndar eða losar ekki nógu mikið þýroxín er talað um hægan eða vanvirkan skjaldkirtil (e. hypothyroidism). Þetta er nokkuð algengt, tíðara hjá konum en körlum og tíðni þess hækkar með aldri. Orsakir vanvirks skjaldkirtils eru margar en algengust þeirra er joðskortur. Skjaldkirtillinn notar joð úr fæðu, aðallega úr sjávarfangi, brauði og salti, til þess að mynda skjaldkirtilshormón. Ef joð skortir í fæðu þá minnkar framleiðsla hormónsins. Aðrar algengar orsakir í fullorðnum eru sjúkdómur í heiladingli eða undirstúku, aukaverkanir ýmissa lyfja, afleiðing af ofstarfsemi skjaldkirtils og arfgengir sjúkdómar eins og Hashimoto-veiki.

Þar sem skjaldkirtilshormón hefur víðtæk áhrif á líkamsstarfsemi hefur skortur á því áhrif á flest líffæri. Oft koma einkenni hægt í ljós og getur vanvirkni í skjaldkirtli verið til staðar í nokkurn tíma án þess að fólk geri sér grein fyrir því. Einkenni eru heldur ekki mjög sérkennandi og geta því líkst einkennum annarra sjúkdóma, en tengjast flest minnkuðum hraða efnaskipta.

Skjaldkirtilsauki getur verið eitt af einkennum vanvirks skjaldkirtils.

Í fullorðnum eru fyrstu einkenni meðal annars þyngdaraukning, þreyta, skert einbeiting, bjúgmyndun, aukin kulvísi, hægðatregða, þurr húð og neglur, tíðatruflanir hjá konum, þunglyndi og verkir í vöðvum og liðum. Þegar sjúkdómurinn ágerist getur komið bólga í kringum augun, skjaldkirtilsauki (e. goitre) eða stækkaður skjaldkirtill, hægur púls, ófrjósemi, lækkaður líkamshiti og hjartabilun.

Ef vanvirkur skjaldkirtill er greindur snemma má auðveldlega meðhöndla hann með daglegri hormónameðferð. Ef þessi meðferð er ekki veitt eða ef henni er hætt leiðir það aftur á móti til þess að fyrrnefnd einkenni ágerast sem getur leitt til alvarlegra afleiðinga á við stækkað hjarta, hjartabilana og söfnunar vökva í lungum.

Lyfin halda einkennum í skefjum og koma í veg fyrir að sjúkdómurinn versni en eru ekki langtímalækning. Því er mikilvægt að hætta ekki að taka skjaldkirtilslyf, þurfi maður á þeim að halda, svo að sjúkdómurinn versni ekki með þessum alvarlegu afleiðingum.

Heimildir, myndir og frekari fróðleikur:

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

8.3.2013

Spyrjandi

Margret Rún Auðunsdóttir, f. 1999

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvað gerist ef maður hættir að taka lyf við hægum skjaldkirtli?“ Vísindavefurinn, 8. mars 2013. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=61619.

Þórdís Kristinsdóttir. (2013, 8. mars). Hvað gerist ef maður hættir að taka lyf við hægum skjaldkirtli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61619

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvað gerist ef maður hættir að taka lyf við hægum skjaldkirtli?“ Vísindavefurinn. 8. mar. 2013. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61619>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað gerist ef maður hættir að taka lyf við hægum skjaldkirtli?
Skjaldkirtillinn er fiðrildislaga líffæri neðarlega í framanverðum hálsinum. Hann myndar skjaldkirtilshormónið þýroxín sem stjórnar meðal annars efnaskiptum líkamans, vexti og þroska, sem og virkni taugakerfisins, auk þess sem ákveðnar frumur í skjaldkirtlinum mynda hormónið kalsítónín. Meira má lesa um skjaldkirtilinn og hlutverk hans í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvert er hlutverk skjaldkirtilsins?

Skjaldkirtillinn er neðarlega í hálsinum framanverðum.

Þegar skjaldkirtillinn myndar eða losar ekki nógu mikið þýroxín er talað um hægan eða vanvirkan skjaldkirtil (e. hypothyroidism). Þetta er nokkuð algengt, tíðara hjá konum en körlum og tíðni þess hækkar með aldri. Orsakir vanvirks skjaldkirtils eru margar en algengust þeirra er joðskortur. Skjaldkirtillinn notar joð úr fæðu, aðallega úr sjávarfangi, brauði og salti, til þess að mynda skjaldkirtilshormón. Ef joð skortir í fæðu þá minnkar framleiðsla hormónsins. Aðrar algengar orsakir í fullorðnum eru sjúkdómur í heiladingli eða undirstúku, aukaverkanir ýmissa lyfja, afleiðing af ofstarfsemi skjaldkirtils og arfgengir sjúkdómar eins og Hashimoto-veiki.

Þar sem skjaldkirtilshormón hefur víðtæk áhrif á líkamsstarfsemi hefur skortur á því áhrif á flest líffæri. Oft koma einkenni hægt í ljós og getur vanvirkni í skjaldkirtli verið til staðar í nokkurn tíma án þess að fólk geri sér grein fyrir því. Einkenni eru heldur ekki mjög sérkennandi og geta því líkst einkennum annarra sjúkdóma, en tengjast flest minnkuðum hraða efnaskipta.

Skjaldkirtilsauki getur verið eitt af einkennum vanvirks skjaldkirtils.

Í fullorðnum eru fyrstu einkenni meðal annars þyngdaraukning, þreyta, skert einbeiting, bjúgmyndun, aukin kulvísi, hægðatregða, þurr húð og neglur, tíðatruflanir hjá konum, þunglyndi og verkir í vöðvum og liðum. Þegar sjúkdómurinn ágerist getur komið bólga í kringum augun, skjaldkirtilsauki (e. goitre) eða stækkaður skjaldkirtill, hægur púls, ófrjósemi, lækkaður líkamshiti og hjartabilun.

Ef vanvirkur skjaldkirtill er greindur snemma má auðveldlega meðhöndla hann með daglegri hormónameðferð. Ef þessi meðferð er ekki veitt eða ef henni er hætt leiðir það aftur á móti til þess að fyrrnefnd einkenni ágerast sem getur leitt til alvarlegra afleiðinga á við stækkað hjarta, hjartabilana og söfnunar vökva í lungum.

Lyfin halda einkennum í skefjum og koma í veg fyrir að sjúkdómurinn versni en eru ekki langtímalækning. Því er mikilvægt að hætta ekki að taka skjaldkirtilslyf, þurfi maður á þeim að halda, svo að sjúkdómurinn versni ekki með þessum alvarlegu afleiðingum.

Heimildir, myndir og frekari fróðleikur: