Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Í hvaða löndum finnst íslenski hrafninn?

Jón Már Halldórsson

Fuglinn sem spyrjandi kallar „íslenska“ hrafninn nefnist á fræðimáli Corvus corax. Hann er afar útbreiddur og sjálfsagt eru fáar, ef nokkrar, aðrar tegundir sem finnast jafnvíða um heiminn. Hrafninn er áberandi fugl í íslenskri fuglafánu og kemur víða fyrir í þjóðsögum landsmanna. Það er líklega ástæðan fyrir því að okkur finnst hann vera „íslenskur“.

Útbreiðslusvæði hrafnsins. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.

Hrafninn lifir á tempruðum svæðum. Hann teygir sig allt norður á heimskautasvæðin í Evrasíu og Norður-Ameríku, auk þess að finnast allt suður til ríkja Mið-Ameríku, meðal annars í þéttum regnskógum, og um alla Asíu nema í Indókína og á eyjum Indónesíu. Aftur á móti finnst hann ekki verpandi á Arabíuskaga. Hrafninn hefur sýnt óvenjumerkilega aðlögunarhæfni því hann verpir einnig í Norður-Afríku og víða á fjallasvæðunum í Mið-Asíu, til dæmis í Pamir- og í Himalajafjöllum. Sést hefur til hrafna á Everestfjalli í 6.350 metra hæð! Hrafnar sem finnast þar og á Indlandi og í Pakistan tilheyra deilitegundinni C.c. laurencei en eru oft kallaðir punjab-hrafnar. Það þykir merkilegt að tegundinni hefur tekist að aðlagast lífi nyrst á regnskógasvæðum Ameríku en ekki í regnskógum Asíu.

Hrafn í Yosemite-þjóðgarðinum í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum.

Ef nefna ætti öll þau lönd sem hrafninn lifir í og verpir yrði sá listi ansi langur. Ef til vill næði hann 100 ríkjum! Um heildarstofnstærð hrafnsins er ekki vitað en talið er að evrópski varpstofninn sé rúmlega 450 þúsund fuglar.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

25.1.2012

Spyrjandi

Guðlaug Sigurrós Björnsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Í hvaða löndum finnst íslenski hrafninn? “ Vísindavefurinn, 25. janúar 2012. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=61699.

Jón Már Halldórsson. (2012, 25. janúar). Í hvaða löndum finnst íslenski hrafninn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61699

Jón Már Halldórsson. „Í hvaða löndum finnst íslenski hrafninn? “ Vísindavefurinn. 25. jan. 2012. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61699>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Í hvaða löndum finnst íslenski hrafninn?
Fuglinn sem spyrjandi kallar „íslenska“ hrafninn nefnist á fræðimáli Corvus corax. Hann er afar útbreiddur og sjálfsagt eru fáar, ef nokkrar, aðrar tegundir sem finnast jafnvíða um heiminn. Hrafninn er áberandi fugl í íslenskri fuglafánu og kemur víða fyrir í þjóðsögum landsmanna. Það er líklega ástæðan fyrir því að okkur finnst hann vera „íslenskur“.

Útbreiðslusvæði hrafnsins. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.

Hrafninn lifir á tempruðum svæðum. Hann teygir sig allt norður á heimskautasvæðin í Evrasíu og Norður-Ameríku, auk þess að finnast allt suður til ríkja Mið-Ameríku, meðal annars í þéttum regnskógum, og um alla Asíu nema í Indókína og á eyjum Indónesíu. Aftur á móti finnst hann ekki verpandi á Arabíuskaga. Hrafninn hefur sýnt óvenjumerkilega aðlögunarhæfni því hann verpir einnig í Norður-Afríku og víða á fjallasvæðunum í Mið-Asíu, til dæmis í Pamir- og í Himalajafjöllum. Sést hefur til hrafna á Everestfjalli í 6.350 metra hæð! Hrafnar sem finnast þar og á Indlandi og í Pakistan tilheyra deilitegundinni C.c. laurencei en eru oft kallaðir punjab-hrafnar. Það þykir merkilegt að tegundinni hefur tekist að aðlagast lífi nyrst á regnskógasvæðum Ameríku en ekki í regnskógum Asíu.

Hrafn í Yosemite-þjóðgarðinum í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum.

Ef nefna ætti öll þau lönd sem hrafninn lifir í og verpir yrði sá listi ansi langur. Ef til vill næði hann 100 ríkjum! Um heildarstofnstærð hrafnsins er ekki vitað en talið er að evrópski varpstofninn sé rúmlega 450 þúsund fuglar.

Myndir:...