Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvernig æxlast fléttur?

IRR

Fléttur eru sambýli sveppa og ljóstillífandi lífveru, ýmist blábaktería (Cyanobacteria) eða grænþörungs.

Sveppurinn fjölgar sér oft með kynæxlun og myndar þá gró í svokölluðum öskum en langflestir fléttumyndandi sveppir tilheyra ætt asksveppa (Euascomycetidae). Spírandi sveppagróið verður að finna hentugan sambýling (grænþörung eða blábakteríu) til að ná að þroskast sem flétta. Ýmsar fléttutegundir fjölga sér hins vegar á kynlausan hátt. Þær mynda þá sérstök líffæri, svokallaða snepa eða hraufukorn, sem í eru bæði sveppþræðir og þörungafrumur. Þau losna svo frá fléttunni og dreifast til dæmis með vindi eða dýrum.

Fléttur eru sambýli sveppa og ljóstillífandi lífveru.

Fyrsta dæmið um orðið fléttur í þeirri merkingu sem hér um ræðir er að finna í bókinni Bygging og líf plantna frá árinu 1906. Þar var það notað yfir allan þann hóp sveppa sem myndar sambýli við þörunga. Sú merking orðsins hefur haldist síðan.

Í dag er litið á fléttur sem hluta svepparíkisins og eru það aðeins sérstæðir lifnaðarhættir sem greina þær frá sveppum, það er sambýlið við þörungana sem jafnframt gerir þær frumbjarga.

Áður fyrr voru fléttur taldar vera sjálfstæð fylking plönturíkisins alveg eins og á við um sveppi og mosa. Ekkert orð í málinu hafði þessa merkingu fyrir, því að fram að þessu hafði almenningur ekki gert neinn greinarmun á fléttum og mosum en kallaði fléttur oftast mosa, samanber orðin litunarmosi og hreindýramosi. Blaðkenndar fléttur voru stundum nefndar skófir (geitaskóf, engjaskóf, veggjaskóf) eða grös (fjallagrös, maríugrös).

Hægt er að lesa meira um fléttur í svörum við spurningunum Hver er munurinn á fléttum og skófum? Eru skófir fléttur? og Hvað getið þið sagt mér um fléttur? en þetta svar byggir einmitt á þeim.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

6.2.2014

Spyrjandi

Berglind Anna Víðisdóttir

Tilvísun

IRR. „Hvernig æxlast fléttur? “ Vísindavefurinn, 6. febrúar 2014. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=61729.

IRR. (2014, 6. febrúar). Hvernig æxlast fléttur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61729

IRR. „Hvernig æxlast fléttur? “ Vísindavefurinn. 6. feb. 2014. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61729>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig æxlast fléttur?
Fléttur eru sambýli sveppa og ljóstillífandi lífveru, ýmist blábaktería (Cyanobacteria) eða grænþörungs.

Sveppurinn fjölgar sér oft með kynæxlun og myndar þá gró í svokölluðum öskum en langflestir fléttumyndandi sveppir tilheyra ætt asksveppa (Euascomycetidae). Spírandi sveppagróið verður að finna hentugan sambýling (grænþörung eða blábakteríu) til að ná að þroskast sem flétta. Ýmsar fléttutegundir fjölga sér hins vegar á kynlausan hátt. Þær mynda þá sérstök líffæri, svokallaða snepa eða hraufukorn, sem í eru bæði sveppþræðir og þörungafrumur. Þau losna svo frá fléttunni og dreifast til dæmis með vindi eða dýrum.

Fléttur eru sambýli sveppa og ljóstillífandi lífveru.

Fyrsta dæmið um orðið fléttur í þeirri merkingu sem hér um ræðir er að finna í bókinni Bygging og líf plantna frá árinu 1906. Þar var það notað yfir allan þann hóp sveppa sem myndar sambýli við þörunga. Sú merking orðsins hefur haldist síðan.

Í dag er litið á fléttur sem hluta svepparíkisins og eru það aðeins sérstæðir lifnaðarhættir sem greina þær frá sveppum, það er sambýlið við þörungana sem jafnframt gerir þær frumbjarga.

Áður fyrr voru fléttur taldar vera sjálfstæð fylking plönturíkisins alveg eins og á við um sveppi og mosa. Ekkert orð í málinu hafði þessa merkingu fyrir, því að fram að þessu hafði almenningur ekki gert neinn greinarmun á fléttum og mosum en kallaði fléttur oftast mosa, samanber orðin litunarmosi og hreindýramosi. Blaðkenndar fléttur voru stundum nefndar skófir (geitaskóf, engjaskóf, veggjaskóf) eða grös (fjallagrös, maríugrös).

Hægt er að lesa meira um fléttur í svörum við spurningunum Hver er munurinn á fléttum og skófum? Eru skófir fléttur? og Hvað getið þið sagt mér um fléttur? en þetta svar byggir einmitt á þeim.

Mynd:

...