Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvað er geimgrýti?

JGÞ

Hugtakið geimgrýti er notað um aragrúa grjót- eða málmhnullunga sem sveima um geiminn. Grýti er samheiti orðsins grjót sem einkum er notað um óhöggna steina. Geimgrýtið kemur meðal annars úr smástirnabelti sem er á milli Mars og Júpíters og einnig úr halastjörnum sem hafa sundrast.

Önnur hugtök eru einnig notuð um þessa smærri hluti sem sveima um í sólkerfinu, til að mynda geimsteinar og reikisteinar (e. meteoroids). Steinar sem rekast á lofthjúp jarðar eru nefndir loftsteinar (e. meteors). Flestir þeirra eru mjög smáir og brenna upp í lofhjúpi jarðar. Þeir sem ná alla leið til jarðar nefnast hrapsteinar (e. meteoroids). Stundum er ekki gerður greinarmunur á hugtökunum loftsteinn og hrapsteinn.

Mynd sem sýnir lofstein brenna upp í lofthjúpi jarðar. Myndin er tekin úr Alþjóðlegu geimstöðinni.

Líklega ná um 500 hrapsteinar til jarðar á hverjum degi en fæstir þeirra finnast. Flestir lenda í úthöfunum eða fjarri mannabyggð, til dæmis á Suðurskautslandinu.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

29.3.2012

Spyrjandi

Heiða Kristjánsdóttir, f. 1997

Tilvísun

JGÞ. „Hvað er geimgrýti?“ Vísindavefurinn, 29. mars 2012. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=61838.

JGÞ. (2012, 29. mars). Hvað er geimgrýti? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61838

JGÞ. „Hvað er geimgrýti?“ Vísindavefurinn. 29. mar. 2012. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61838>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er geimgrýti?
Hugtakið geimgrýti er notað um aragrúa grjót- eða málmhnullunga sem sveima um geiminn. Grýti er samheiti orðsins grjót sem einkum er notað um óhöggna steina. Geimgrýtið kemur meðal annars úr smástirnabelti sem er á milli Mars og Júpíters og einnig úr halastjörnum sem hafa sundrast.

Önnur hugtök eru einnig notuð um þessa smærri hluti sem sveima um í sólkerfinu, til að mynda geimsteinar og reikisteinar (e. meteoroids). Steinar sem rekast á lofthjúp jarðar eru nefndir loftsteinar (e. meteors). Flestir þeirra eru mjög smáir og brenna upp í lofhjúpi jarðar. Þeir sem ná alla leið til jarðar nefnast hrapsteinar (e. meteoroids). Stundum er ekki gerður greinarmunur á hugtökunum loftsteinn og hrapsteinn.

Mynd sem sýnir lofstein brenna upp í lofthjúpi jarðar. Myndin er tekin úr Alþjóðlegu geimstöðinni.

Líklega ná um 500 hrapsteinar til jarðar á hverjum degi en fæstir þeirra finnast. Flestir lenda í úthöfunum eða fjarri mannabyggð, til dæmis á Suðurskautslandinu.

Mynd:

...