Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Af hverju fær maður ekki marblett ef maður er laminn með appelsínum í poka?

JGÞ

Marblettir myndast þegar högg sem lendir á líkamanum nær að rjúfa litlar bláæðar og háræðar undir húðinni. Þá lekur blóð úr æðunum og rauðkornin sem safnast fyrir undir húðinni valda bláum, fjólubláum, rauðum og svörtum lit fyrstu dagana eftir höggið.

Nánar er sagt frá marblettum í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað er marblettur? og bendum við lesendum á að lesa það sér til frekari fróðleiks.

Ef marblettir myndast ekki eftir högg með appelsínupoka er ástæðan sú að höggið hefur ekki náð að rjúfa æðar undir húðinni.

Spyrjandi vill fá að vita af hverju marblettir myndast ekki ef maður er sleginn með appelsínum í poka. Við því er aðeins eitt svar: Höggið með appelsínupokanum hefur ekki náð að rjúfa bláæðarnar og háræðarnar undir húðinni!

Ávaxtategundin, þyngd og þroski ávaxtanna hefur sitt að segja og eins skiptir máli hversu þungt högg menn greiða með pokanum. Erfiðara er að rjúfa æðarnar undir húðinni ef vel þroskaðir bananar eru í pokanum og það sama má segja ef notast er við fáein vínber í poka. Með poka fullum af hörðum sítrónum eða óþroskuðum mangóávöxtum ætti að vera auðvelt að valda mari.

Í lokin er rétt að taka fram að Vísindavefurinn mælir alls ekki með því að menn slái fólk með ávöxtum í poka!

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Góðan dag, svarið sem þið senduð mér segir mér aðeins hvað marblettur er en spurning mín var: Af hverju verður maður EKKI marinn ef maður er laminn með appelsínum í poka? Eigið þið svar við því?

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

8.2.2012

Spyrjandi

Brynhildur Svava Ólafsdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju fær maður ekki marblett ef maður er laminn með appelsínum í poka? “ Vísindavefurinn, 8. febrúar 2012. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=61896.

JGÞ. (2012, 8. febrúar). Af hverju fær maður ekki marblett ef maður er laminn með appelsínum í poka? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61896

JGÞ. „Af hverju fær maður ekki marblett ef maður er laminn með appelsínum í poka? “ Vísindavefurinn. 8. feb. 2012. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61896>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju fær maður ekki marblett ef maður er laminn með appelsínum í poka?
Marblettir myndast þegar högg sem lendir á líkamanum nær að rjúfa litlar bláæðar og háræðar undir húðinni. Þá lekur blóð úr æðunum og rauðkornin sem safnast fyrir undir húðinni valda bláum, fjólubláum, rauðum og svörtum lit fyrstu dagana eftir höggið.

Nánar er sagt frá marblettum í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað er marblettur? og bendum við lesendum á að lesa það sér til frekari fróðleiks.

Ef marblettir myndast ekki eftir högg með appelsínupoka er ástæðan sú að höggið hefur ekki náð að rjúfa æðar undir húðinni.

Spyrjandi vill fá að vita af hverju marblettir myndast ekki ef maður er sleginn með appelsínum í poka. Við því er aðeins eitt svar: Höggið með appelsínupokanum hefur ekki náð að rjúfa bláæðarnar og háræðarnar undir húðinni!

Ávaxtategundin, þyngd og þroski ávaxtanna hefur sitt að segja og eins skiptir máli hversu þungt högg menn greiða með pokanum. Erfiðara er að rjúfa æðarnar undir húðinni ef vel þroskaðir bananar eru í pokanum og það sama má segja ef notast er við fáein vínber í poka. Með poka fullum af hörðum sítrónum eða óþroskuðum mangóávöxtum ætti að vera auðvelt að valda mari.

Í lokin er rétt að taka fram að Vísindavefurinn mælir alls ekki með því að menn slái fólk með ávöxtum í poka!

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Góðan dag, svarið sem þið senduð mér segir mér aðeins hvað marblettur er en spurning mín var: Af hverju verður maður EKKI marinn ef maður er laminn með appelsínum í poka? Eigið þið svar við því?

Mynd:...