Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvert er minnsta líffæri mannslíkamans og hvað gerir það?

Gígja Hrönn Þórðardóttir og Kolfinna Pola Grétarsdóttir

Heilaköngull er oft sagður minnsta líffæri mannsins. Hann er fyrir ofan miðheilann og fyrir framan litla heilann. Heilaköngull kallast svo því hann líkist furuköngli í laginu og er hann aðeins um 8-10 mm að lengd. Hlutverk heilaköngulsins er að mynda og seyta hormóninu melatóníni en það hefur áhrif á svokallaðan líftakt (e. biological rhythm) dýra, það er reglubundnar lífeðlisfræðilegar sveiflur.

Myndin sýnir staðsetningu heilakönguls í mannsheilanum.

Þverskurðarmynd af húð mannsins.

Eitlar eru líka stundum nefndir sem minnstu líffæri mannslíkamans en þeir eru aðeins frá örfáum millimetrum að um tveimur sentímetrum að stærð. Eitlar eru sporöskju- eða baunlaga hnúðar á vessaæðum líkamans og koma oft fyrir í þyrpingum meðfram þeim. Þeir sía og hreinsa vessa sem berast frá vessaæðum inn í eitlana af framandi efnum.

Húðin er svo jafnan sögð stærsta líffæri mannsins. Hún verndar ytra byrði líkamans og er gerð úr mörgum lögum eins og sést á meðfylgjandi mynd.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

21.6.2012

Spyrjandi

Rúna Ben

Tilvísun

Gígja Hrönn Þórðardóttir og Kolfinna Pola Grétarsdóttir. „Hvert er minnsta líffæri mannslíkamans og hvað gerir það?“ Vísindavefurinn, 21. júní 2012. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62166.

Gígja Hrönn Þórðardóttir og Kolfinna Pola Grétarsdóttir. (2012, 21. júní). Hvert er minnsta líffæri mannslíkamans og hvað gerir það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62166

Gígja Hrönn Þórðardóttir og Kolfinna Pola Grétarsdóttir. „Hvert er minnsta líffæri mannslíkamans og hvað gerir það?“ Vísindavefurinn. 21. jún. 2012. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62166>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er minnsta líffæri mannslíkamans og hvað gerir það?
Heilaköngull er oft sagður minnsta líffæri mannsins. Hann er fyrir ofan miðheilann og fyrir framan litla heilann. Heilaköngull kallast svo því hann líkist furuköngli í laginu og er hann aðeins um 8-10 mm að lengd. Hlutverk heilaköngulsins er að mynda og seyta hormóninu melatóníni en það hefur áhrif á svokallaðan líftakt (e. biological rhythm) dýra, það er reglubundnar lífeðlisfræðilegar sveiflur.

Myndin sýnir staðsetningu heilakönguls í mannsheilanum.

Þverskurðarmynd af húð mannsins.

Eitlar eru líka stundum nefndir sem minnstu líffæri mannslíkamans en þeir eru aðeins frá örfáum millimetrum að um tveimur sentímetrum að stærð. Eitlar eru sporöskju- eða baunlaga hnúðar á vessaæðum líkamans og koma oft fyrir í þyrpingum meðfram þeim. Þeir sía og hreinsa vessa sem berast frá vessaæðum inn í eitlana af framandi efnum.

Húðin er svo jafnan sögð stærsta líffæri mannsins. Hún verndar ytra byrði líkamans og er gerð úr mörgum lögum eins og sést á meðfylgjandi mynd.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012....