Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Getur maður gefið helminginn af lifrinni sinni til manneskju með skemmda lifur?

Þórdís Kristinsdóttir

Já, að vissum skilyrðum uppfylltum getur einstaklingur gefið hluta lifrar sinnar til annarrar manneskju með skemmda lifur. Þessi skilyrði eru að vera á aldrinum 18-60 ára, vera í blóðflokki sem hæfir blóðflokki lifrarþegans og vera jafnstór eða stærri en þeginn. Hvað mestu máli skiptir er þó að lifrargjafi sé hraustur, og eru ýmsar rannsóknir gerðar til að tryggja það áður en aðgerð er framkvæmd. Til dæmis má hann ekki neyta áfengis í óhófi, vera með lungna- eða hjartasjúkdóm, vera smitaður af HIV-veirunni eða hafa haft sykursýki í sjö ár eða lengur.

Nauðsynlegt er að vera í góðu líkamlegu ástandi til að mega gefa hluta lifur sinnar.

Gjafi getur verið hluti af fjölskyldu sjúklings eða hvaða annar sjálfboðaliði sem er, en ganga þarf úr skugga um að hann gangist undir aðgerðina af fúsum og frjálsum vilja og án fjárhagslegra hvata. Aðgerðin sjálf er mjög flókin og er aðeins framkvæmd á nokkrum virtum sjúkrahúsum af sérþjálfuðu teymi lækna og hjúkrunarfræðinga.

Lifrarígræðsla er aðgerð þar sem sýkt eða ónýt lifur er fjarlægð en heilbrigð lifur frá gjafa, látnum eða lifandi, grædd í sjúkling í staðinn. Þetta er flókin aðgerð sem tekur allt frá fjórum og upp í átján klukkustundir en venjulega eru þrír skurðlæknar og einn svæfingarlæknir sem framkvæma aðgerðina, með aðstoð allt að fjögurra hjúkrunarfræðinga. Lifrarígræðsla er viðurkennd meðferð við hvers konar bráða- eða langvarandi ástandi sem veldur óafturkræfri lifrarvanstarfsemi, svo lengi sem líffæraþeginn hefur enga aðra undirliggjandi kvilla sem útiloka góðan árangur. Slíkir kvillar eru til dæmis krabbamein utan lifrar, alvarlegir hjarta- eða lungnasjúkdómar og blóðsýking.

Ígræðslur lifra frá látnum einstaklingum í sjúklinga hafa verið framkvæmdar í nokkra áratugi. Fyrsta lifrarígræðslan var gerð árið 1963 í Colarado í Bandaríkjunum, en árið 1967 lifði sjúklingur í fyrsta skipti í ár eftir slíka aðgerð. Eftir að ónæmisbælandi lyfið cyclosporine kom á markað í kringum 1980 jukust líflíkur sjúklinga mikið. Lifrarígræðslur eru nú framkvæmdar á hundruðum sjúkrahúsa í Bandaríkjunum, sem og í Evrópu og víðar, og 80-85% sjúklingar lifa í eitt ár eða lengur eftir aðgerð.

Lifrarígræðsla er flókin aðgerð þar sem margir læknar og hjúkrunarfræðingar koma við sögu.

Lifrarígræðsla frá lifandi gjafa hefur á undanförnum áratugum orðið möguleg meðferð fyrir sjúklinga með langt gengna lifrarsjúkdóma, svo sem skorpulifur eða lifrarkrabbamein. Forsendur þessarar aðgerðar eru endurnýjandi eiginleikar lifrar í mönnum. Aðgerð af þessum toga er talin tæknilega flóknari en ígræðsla lifrar látins einstaklings, auk þess sem hún vekur upp siðfræðilegar spurningar um það hvort rétt sé að framkvæma mögulega hættulega aðgerð á heilbrigðum einstaklingi og á hvaða forsendum hann kýs að gefa hluta lifrar sinnar.

Ein helsta ástæða þess að farið var að flytja hluta lifrar úr lifandi einstaklingum í sjúklinga var mikill skortur á líffærum frá látnum einstaklingum og langir biðlistar fólks sem beið eftir ígræðslu. Í fyrstu voru það foreldrar sem gáfu veikum börnum sínum hluta sinnar lifrar og fyrsta vel heppnaða aðgerðin af þessu tagi var framkvæmd á háskólasjúkrahúsinu í Chicago í nóvember 1989 þegar ung stúlka fékk hluta úr lifur móður sinnar. Síðar var svo einnig farið að framkvæma ígræðslur milli tveggja fullorðinna einstaklinga.

Þegar slík aðgerð er framkvæmd er oftast hægra blað (e. lobe) lifrarinnar, sem samsvarar um 55-70% lifrarinnar, tekið úr gjafa og grætt í þega eftir að lifur hans hefur verið fjarlægð í heild. Lifur gjafans nær aftur nánast 100% virkni innan 6-8 vikna og nær fyrra rúmmáli og lögun stuttu síðar. Ígræddi hlutinn í þeganum nær einnig fullri virkni og stærð fljótlega, en á aðeins lengri tíma en hjá gjafanum.

Lifrin er mikilvægt líffæri en hún getur endurnýjað sig þótt rúmur helmingur hennar sé fjarlægður.

Hætta á fylgikvillum fyrir gjafann er um það bil 10% en algengar aukaverkanir eru til dæmis sár í gallvegum (e. biliary fistula), blóðtappar, blæðingar og sýkingar. Flesta þessara fylgikvilla má meðhöndla auðveldlega og gjafar ná oftast fullum bata á tveimur til þremur mánuðum. Dauðsföll gjafa eftir aðgerð eru afar sjaldgæf, eða aðeins í um 0,3-0,5% tilfella, og fer sífellt fækkandi með aukinni færni lækna og þróaðri tækni. Nauðsynlegt er að gjafi sé meðvitaður um þá áhættu sem er til staðar fyrir aðgerð.

Að fá lifur frá lifandi gjafa hefur ýmsa kosti umfram að fá lifur frá látnum einstaklingi. Sjúklingar geta oftar gengist undir aðgerð á meðan þeir eru enn tiltölulega hraustir og hægt er að skipuleggja aðgerðina á degi sem hentar vel. Rannsóknir hafa hingað til sýnt fram á að einstaklingar sem fá lifur frá lifandi gjafa hafi 10-20% betri lífslíkur en þeir sem fá lifur frá látnum einstaklingi. Í heildina eiga lifrarþegar 60% líkur á því að lifa í 15 ár eða lengur eftir aðgerð, en það er auðvitað misjafnt milli einstaklinga og fer eftir almennu heilsufarsástandi þeirra.

Lifrarígræðsla úr lifandi gjafa krefst fjölfaglegrar þekkingar og nálgunar. Gjafar gangast undir strangt heilsufarsmat og sérhæfðir hjúkrunarfræðingar veita nákvæmar upplýsingar um aðgerðarferlið og svara spurningum aðstandenda. Algjör trúnaður er tryggður fyrir gjafann og þess gætt í alla staði að hann gangist undir aðgerð af fúsum og frjálsum vilja, án fjárhagslegra hvata. Gjafi, sjúklingur og fjölskylda hans fá svo ráðgjöf og stuðning fyrir aðgerð og þar til fullum bata er náð.

Heimildir:

Myndir

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

28.8.2012

Spyrjandi

Axel Dagur Björnsson, f. 1996

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Getur maður gefið helminginn af lifrinni sinni til manneskju með skemmda lifur? “ Vísindavefurinn, 28. ágúst 2012. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62242.

Þórdís Kristinsdóttir. (2012, 28. ágúst). Getur maður gefið helminginn af lifrinni sinni til manneskju með skemmda lifur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62242

Þórdís Kristinsdóttir. „Getur maður gefið helminginn af lifrinni sinni til manneskju með skemmda lifur? “ Vísindavefurinn. 28. ágú. 2012. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62242>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur maður gefið helminginn af lifrinni sinni til manneskju með skemmda lifur?
Já, að vissum skilyrðum uppfylltum getur einstaklingur gefið hluta lifrar sinnar til annarrar manneskju með skemmda lifur. Þessi skilyrði eru að vera á aldrinum 18-60 ára, vera í blóðflokki sem hæfir blóðflokki lifrarþegans og vera jafnstór eða stærri en þeginn. Hvað mestu máli skiptir er þó að lifrargjafi sé hraustur, og eru ýmsar rannsóknir gerðar til að tryggja það áður en aðgerð er framkvæmd. Til dæmis má hann ekki neyta áfengis í óhófi, vera með lungna- eða hjartasjúkdóm, vera smitaður af HIV-veirunni eða hafa haft sykursýki í sjö ár eða lengur.

Nauðsynlegt er að vera í góðu líkamlegu ástandi til að mega gefa hluta lifur sinnar.

Gjafi getur verið hluti af fjölskyldu sjúklings eða hvaða annar sjálfboðaliði sem er, en ganga þarf úr skugga um að hann gangist undir aðgerðina af fúsum og frjálsum vilja og án fjárhagslegra hvata. Aðgerðin sjálf er mjög flókin og er aðeins framkvæmd á nokkrum virtum sjúkrahúsum af sérþjálfuðu teymi lækna og hjúkrunarfræðinga.

Lifrarígræðsla er aðgerð þar sem sýkt eða ónýt lifur er fjarlægð en heilbrigð lifur frá gjafa, látnum eða lifandi, grædd í sjúkling í staðinn. Þetta er flókin aðgerð sem tekur allt frá fjórum og upp í átján klukkustundir en venjulega eru þrír skurðlæknar og einn svæfingarlæknir sem framkvæma aðgerðina, með aðstoð allt að fjögurra hjúkrunarfræðinga. Lifrarígræðsla er viðurkennd meðferð við hvers konar bráða- eða langvarandi ástandi sem veldur óafturkræfri lifrarvanstarfsemi, svo lengi sem líffæraþeginn hefur enga aðra undirliggjandi kvilla sem útiloka góðan árangur. Slíkir kvillar eru til dæmis krabbamein utan lifrar, alvarlegir hjarta- eða lungnasjúkdómar og blóðsýking.

Ígræðslur lifra frá látnum einstaklingum í sjúklinga hafa verið framkvæmdar í nokkra áratugi. Fyrsta lifrarígræðslan var gerð árið 1963 í Colarado í Bandaríkjunum, en árið 1967 lifði sjúklingur í fyrsta skipti í ár eftir slíka aðgerð. Eftir að ónæmisbælandi lyfið cyclosporine kom á markað í kringum 1980 jukust líflíkur sjúklinga mikið. Lifrarígræðslur eru nú framkvæmdar á hundruðum sjúkrahúsa í Bandaríkjunum, sem og í Evrópu og víðar, og 80-85% sjúklingar lifa í eitt ár eða lengur eftir aðgerð.

Lifrarígræðsla er flókin aðgerð þar sem margir læknar og hjúkrunarfræðingar koma við sögu.

Lifrarígræðsla frá lifandi gjafa hefur á undanförnum áratugum orðið möguleg meðferð fyrir sjúklinga með langt gengna lifrarsjúkdóma, svo sem skorpulifur eða lifrarkrabbamein. Forsendur þessarar aðgerðar eru endurnýjandi eiginleikar lifrar í mönnum. Aðgerð af þessum toga er talin tæknilega flóknari en ígræðsla lifrar látins einstaklings, auk þess sem hún vekur upp siðfræðilegar spurningar um það hvort rétt sé að framkvæma mögulega hættulega aðgerð á heilbrigðum einstaklingi og á hvaða forsendum hann kýs að gefa hluta lifrar sinnar.

Ein helsta ástæða þess að farið var að flytja hluta lifrar úr lifandi einstaklingum í sjúklinga var mikill skortur á líffærum frá látnum einstaklingum og langir biðlistar fólks sem beið eftir ígræðslu. Í fyrstu voru það foreldrar sem gáfu veikum börnum sínum hluta sinnar lifrar og fyrsta vel heppnaða aðgerðin af þessu tagi var framkvæmd á háskólasjúkrahúsinu í Chicago í nóvember 1989 þegar ung stúlka fékk hluta úr lifur móður sinnar. Síðar var svo einnig farið að framkvæma ígræðslur milli tveggja fullorðinna einstaklinga.

Þegar slík aðgerð er framkvæmd er oftast hægra blað (e. lobe) lifrarinnar, sem samsvarar um 55-70% lifrarinnar, tekið úr gjafa og grætt í þega eftir að lifur hans hefur verið fjarlægð í heild. Lifur gjafans nær aftur nánast 100% virkni innan 6-8 vikna og nær fyrra rúmmáli og lögun stuttu síðar. Ígræddi hlutinn í þeganum nær einnig fullri virkni og stærð fljótlega, en á aðeins lengri tíma en hjá gjafanum.

Lifrin er mikilvægt líffæri en hún getur endurnýjað sig þótt rúmur helmingur hennar sé fjarlægður.

Hætta á fylgikvillum fyrir gjafann er um það bil 10% en algengar aukaverkanir eru til dæmis sár í gallvegum (e. biliary fistula), blóðtappar, blæðingar og sýkingar. Flesta þessara fylgikvilla má meðhöndla auðveldlega og gjafar ná oftast fullum bata á tveimur til þremur mánuðum. Dauðsföll gjafa eftir aðgerð eru afar sjaldgæf, eða aðeins í um 0,3-0,5% tilfella, og fer sífellt fækkandi með aukinni færni lækna og þróaðri tækni. Nauðsynlegt er að gjafi sé meðvitaður um þá áhættu sem er til staðar fyrir aðgerð.

Að fá lifur frá lifandi gjafa hefur ýmsa kosti umfram að fá lifur frá látnum einstaklingi. Sjúklingar geta oftar gengist undir aðgerð á meðan þeir eru enn tiltölulega hraustir og hægt er að skipuleggja aðgerðina á degi sem hentar vel. Rannsóknir hafa hingað til sýnt fram á að einstaklingar sem fá lifur frá lifandi gjafa hafi 10-20% betri lífslíkur en þeir sem fá lifur frá látnum einstaklingi. Í heildina eiga lifrarþegar 60% líkur á því að lifa í 15 ár eða lengur eftir aðgerð, en það er auðvitað misjafnt milli einstaklinga og fer eftir almennu heilsufarsástandi þeirra.

Lifrarígræðsla úr lifandi gjafa krefst fjölfaglegrar þekkingar og nálgunar. Gjafar gangast undir strangt heilsufarsmat og sérhæfðir hjúkrunarfræðingar veita nákvæmar upplýsingar um aðgerðarferlið og svara spurningum aðstandenda. Algjör trúnaður er tryggður fyrir gjafann og þess gætt í alla staði að hann gangist undir aðgerð af fúsum og frjálsum vilja, án fjárhagslegra hvata. Gjafi, sjúklingur og fjölskylda hans fá svo ráðgjöf og stuðning fyrir aðgerð og þar til fullum bata er náð.

Heimildir:

Myndir...