Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hver er skilgreiningin á stöðuvatni og getur Jökulsárlón talist vera stöðuvatn?

Sigurður Steinþórsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Eins og nafnið bendir til, mætti ætla að Jökulsárlón sé „lón“ fremur en „stöðuvatn“. Annað orðið útilokar þó ekki hitt því samkvæmt íslenskum jarðfræðibókum er þarna um jökullón að ræða sem er ein gerð stöðuvatna.

Á ensku er talað um lake annars vegar og lagoon hins vegar. Skilgreiningar á þessu tvennu eru gjarnan að lake, sem á íslensku er þýtt sem stöðuvatn, sé allstórt vatn afgirt landi á alla vegu, en lagoon eða lón sé vatn (gjarnan tiltekið að það sé grunnt) við strönd aðskilið frá sjó með til dæmis malarrifi, kóralrifi eða einhverju slíku. Guðbjartur Kristófersson menntaskólakennari er með svipaðar útfærslur í orðskýringum sínum en þar segir: stöðuvatn: er vatn sem situr í lægð í landslagi, en lón við sjó: [lagoon] eru skilin frá sjó með malarrifi.

Takið eftir að lagoon virðist hafa þrengri merkingu en orðið lón eitt og sér enda sér Guðbjartur ástæðu til að taka fram að um sé að ræða lón við sjó.

Jökulsárlón á Breiðamerkursandi er dæmi um jökulmyndað vatn.

Í jarðfræðibók Þorleifs Einarssonar sem var ein helsta kennslubók í jarðfræði á Íslandi um áratuga skeið er kafli um stöðuvötn. Sá kafli hefst þannig:
Dældir fylltar vatni nefnum við stöðuvötn. Vatnastæðin eru með ýmsu móti tilkomin, svo sem við jökulrof, eldsumbrot, jarðskorpuhreyfingar, bergskrið o.s.frv.
Síðan er gerð grein fyrir helstu gerðum íslenskra stöðuvatna eftir myndunarhætti vatnastæðanna. Flest vötn á Íslandi eru mynduð af jöklum og meðal dæma um jökulmynduð vötn nefnir Þorleifur Jökulsárlón (sem hann telur til gerðar jökultunguvatna) og Grænalón (jökulstíflaður dalur) sem bæði teljast til jökullóna. Um myndun slíkra vatna segir:
Skriðjökultungur ýta oft upp lausum ruðningi eða hann skolast burt með jökulvatni sem brýst fram undan jökulsporði. Á þennan hátt verða oft til vatnastæði er jökullinn hopar.
Þorleifur nefnir einnig dæmi um eldsumbrotavötn, eins og Kerið i Grímsnesi og Grænavatn í Krýsuvík sem teljast til gígvatna, Hvalvatn sem er hraunstíflað vatn, Þingvallavatn sem telst til vatna myndaðra við jarðskorpuhreyfingar og svo framvegis. Einn myndunarhátturinn eru lón við sjó (sem væntanlega er það sem kallast lagoon á ensku) en um þau segir að við
flutning sands og malar með ströndum fram lokast víkur og vogar tíðum af malarrifum. Innan rifsins verður þá ýmist til sjávarlón með söltu vatni þar sem sjávarfalla gætir ... eða lón með fersku vatni.

Dæmi um vötn af þessu tagi eru Hópið og Tjörnin í Reykjavík.

Þannig virðast öll þessi vötn vera stöðuvötn, sem síðan greinast eftir myndunarhætti vatnsstæðisins.

Heimildir og mynd:

Höfundar

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

23.4.2012

Spyrjandi

Aubert Högnason

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver er skilgreiningin á stöðuvatni og getur Jökulsárlón talist vera stöðuvatn?“ Vísindavefurinn, 23. apríl 2012. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62432.

Sigurður Steinþórsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2012, 23. apríl). Hver er skilgreiningin á stöðuvatni og getur Jökulsárlón talist vera stöðuvatn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62432

Sigurður Steinþórsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver er skilgreiningin á stöðuvatni og getur Jökulsárlón talist vera stöðuvatn?“ Vísindavefurinn. 23. apr. 2012. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62432>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er skilgreiningin á stöðuvatni og getur Jökulsárlón talist vera stöðuvatn?
Eins og nafnið bendir til, mætti ætla að Jökulsárlón sé „lón“ fremur en „stöðuvatn“. Annað orðið útilokar þó ekki hitt því samkvæmt íslenskum jarðfræðibókum er þarna um jökullón að ræða sem er ein gerð stöðuvatna.

Á ensku er talað um lake annars vegar og lagoon hins vegar. Skilgreiningar á þessu tvennu eru gjarnan að lake, sem á íslensku er þýtt sem stöðuvatn, sé allstórt vatn afgirt landi á alla vegu, en lagoon eða lón sé vatn (gjarnan tiltekið að það sé grunnt) við strönd aðskilið frá sjó með til dæmis malarrifi, kóralrifi eða einhverju slíku. Guðbjartur Kristófersson menntaskólakennari er með svipaðar útfærslur í orðskýringum sínum en þar segir: stöðuvatn: er vatn sem situr í lægð í landslagi, en lón við sjó: [lagoon] eru skilin frá sjó með malarrifi.

Takið eftir að lagoon virðist hafa þrengri merkingu en orðið lón eitt og sér enda sér Guðbjartur ástæðu til að taka fram að um sé að ræða lón við sjó.

Jökulsárlón á Breiðamerkursandi er dæmi um jökulmyndað vatn.

Í jarðfræðibók Þorleifs Einarssonar sem var ein helsta kennslubók í jarðfræði á Íslandi um áratuga skeið er kafli um stöðuvötn. Sá kafli hefst þannig:
Dældir fylltar vatni nefnum við stöðuvötn. Vatnastæðin eru með ýmsu móti tilkomin, svo sem við jökulrof, eldsumbrot, jarðskorpuhreyfingar, bergskrið o.s.frv.
Síðan er gerð grein fyrir helstu gerðum íslenskra stöðuvatna eftir myndunarhætti vatnastæðanna. Flest vötn á Íslandi eru mynduð af jöklum og meðal dæma um jökulmynduð vötn nefnir Þorleifur Jökulsárlón (sem hann telur til gerðar jökultunguvatna) og Grænalón (jökulstíflaður dalur) sem bæði teljast til jökullóna. Um myndun slíkra vatna segir:
Skriðjökultungur ýta oft upp lausum ruðningi eða hann skolast burt með jökulvatni sem brýst fram undan jökulsporði. Á þennan hátt verða oft til vatnastæði er jökullinn hopar.
Þorleifur nefnir einnig dæmi um eldsumbrotavötn, eins og Kerið i Grímsnesi og Grænavatn í Krýsuvík sem teljast til gígvatna, Hvalvatn sem er hraunstíflað vatn, Þingvallavatn sem telst til vatna myndaðra við jarðskorpuhreyfingar og svo framvegis. Einn myndunarhátturinn eru lón við sjó (sem væntanlega er það sem kallast lagoon á ensku) en um þau segir að við
flutning sands og malar með ströndum fram lokast víkur og vogar tíðum af malarrifum. Innan rifsins verður þá ýmist til sjávarlón með söltu vatni þar sem sjávarfalla gætir ... eða lón með fersku vatni.

Dæmi um vötn af þessu tagi eru Hópið og Tjörnin í Reykjavík.

Þannig virðast öll þessi vötn vera stöðuvötn, sem síðan greinast eftir myndunarhætti vatnsstæðisins.

Heimildir og mynd:

...