Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað er næring í æð?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Næring í æð er þegar vökva sem inniheldur lífsnauðsynleg næringarefni er veitt í bláæð í líkamanum, einkum svo að orku- og prótínþörf sé fullnægt, en einnig þörf fyrir fitu, kolvetni, vítamín og steinefni. Þörf fyrir þessi efni er breytileg eftir sjúklingum og þarf að taka tillit til aðstæðna hvers og eins, meðal annars sjúkdóma sem hann er haldinn. Þetta er ekki gert nema í undantekningartilfellum og reynt eftir megni að láta sjúklinga frekar nærast í gegnum meltingarveginn, jafnvel um slöngu ef önnur leið er ekki möguleg.

Þegar fólk er veikt er stundum hætta á að það nærist ekki eðlilega. Ef fólk er vannært eða í hættu á að verða það og fær ekki nægilega næringu um meltingarveg eða er með óstarfhæfan meltingarveg þarf að gefa því næringu í æð. Þá er nál stungið í bláæð og næringarvökvi látinn drjúpa niður í slöngu og í nálina. Það þarf að ganga úr skugga um hvernig starfsemi hjarta, lungna, nýrna og briss er og einnig annarra þátta sem hafa áhrif á salt- og vökvajafnvægi líkamans til að finna hvað þarf mikið af hverju næringarefni, en meta þarf þörf sjúklings fyrir orku, prótíni, vökva, sölt, snefilefni og vítamín.

Þótt næring í æð sé stundum nauðsynleg er það ekki góð leið til þess að nærast til lengri tíma.

Æskilegt er að nota næringu í æð sem skemmst þar sem hætta er á ýmsum fylgikvillum eins og sýkingum og blóðtappamyndun. Oftast eru sjúklingar á gjörgæsludeildum ekki lengur en þrjá sólarhringa með næringu í æð þar sem mikilvægt er að fólk nærist um meltingarveginn. Þá er betri stjórnun á upptöku efna eftir þörfum líkamans hverju sinni. Þegar meltingarvegurinn hefur ekki starfað um tíma geta komið fram sjúkleg einkenni, til dæmis skert lifrarstarfsemi, gallsteinar og bólgur í gallblöðru sem geta dreifst til annarra líffæra, til dæmis þindar og smáþarma. Sumir sjúklingar verða þó að vera mun lengur með næringu í æð, til dæmis átröskunarsjúklingar. Í slíkum tilfellum er nauðsynlegt að fylgjast mjög náið með þeim og taka blóðprufur með reglulegu millibili til að hafa stjórn á til dæmis magni sykurs og fitu.

Af framansögðu ætti að vera ljóst að fólki er ekki gefið næring í æð nema í alvarlegum undantekningartilfellum, og þá í eins stuttan tíma og mögulegt er.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

23.10.2012

Spyrjandi

Hörður Smári Jóhannesson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er næring í æð?“ Vísindavefurinn, 23. október 2012. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62559.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2012, 23. október). Hvað er næring í æð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62559

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er næring í æð?“ Vísindavefurinn. 23. okt. 2012. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62559>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er næring í æð?
Næring í æð er þegar vökva sem inniheldur lífsnauðsynleg næringarefni er veitt í bláæð í líkamanum, einkum svo að orku- og prótínþörf sé fullnægt, en einnig þörf fyrir fitu, kolvetni, vítamín og steinefni. Þörf fyrir þessi efni er breytileg eftir sjúklingum og þarf að taka tillit til aðstæðna hvers og eins, meðal annars sjúkdóma sem hann er haldinn. Þetta er ekki gert nema í undantekningartilfellum og reynt eftir megni að láta sjúklinga frekar nærast í gegnum meltingarveginn, jafnvel um slöngu ef önnur leið er ekki möguleg.

Þegar fólk er veikt er stundum hætta á að það nærist ekki eðlilega. Ef fólk er vannært eða í hættu á að verða það og fær ekki nægilega næringu um meltingarveg eða er með óstarfhæfan meltingarveg þarf að gefa því næringu í æð. Þá er nál stungið í bláæð og næringarvökvi látinn drjúpa niður í slöngu og í nálina. Það þarf að ganga úr skugga um hvernig starfsemi hjarta, lungna, nýrna og briss er og einnig annarra þátta sem hafa áhrif á salt- og vökvajafnvægi líkamans til að finna hvað þarf mikið af hverju næringarefni, en meta þarf þörf sjúklings fyrir orku, prótíni, vökva, sölt, snefilefni og vítamín.

Þótt næring í æð sé stundum nauðsynleg er það ekki góð leið til þess að nærast til lengri tíma.

Æskilegt er að nota næringu í æð sem skemmst þar sem hætta er á ýmsum fylgikvillum eins og sýkingum og blóðtappamyndun. Oftast eru sjúklingar á gjörgæsludeildum ekki lengur en þrjá sólarhringa með næringu í æð þar sem mikilvægt er að fólk nærist um meltingarveginn. Þá er betri stjórnun á upptöku efna eftir þörfum líkamans hverju sinni. Þegar meltingarvegurinn hefur ekki starfað um tíma geta komið fram sjúkleg einkenni, til dæmis skert lifrarstarfsemi, gallsteinar og bólgur í gallblöðru sem geta dreifst til annarra líffæra, til dæmis þindar og smáþarma. Sumir sjúklingar verða þó að vera mun lengur með næringu í æð, til dæmis átröskunarsjúklingar. Í slíkum tilfellum er nauðsynlegt að fylgjast mjög náið með þeim og taka blóðprufur með reglulegu millibili til að hafa stjórn á til dæmis magni sykurs og fitu.

Af framansögðu ætti að vera ljóst að fólki er ekki gefið næring í æð nema í alvarlegum undantekningartilfellum, og þá í eins stuttan tíma og mögulegt er.

Heimildir og mynd:...