Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Er hægt að ráða kyni barns með því að tímasetja kynlíf rétt?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Það eru engin óbrigðul ráð til þess að ráða kyni barns. Með inngripi læknavísindanna er mögulegt að auka töluvert líkur á að eignast barn af tilteknu kyni en mannfólkið er meira háð vilja náttúrunnar þegar getnaður á sér stað á hefðbundinn hátt. Þó hafa verið settar fram kenningar um að með því að tímasetja kynmök rétt sé hægt að auka líkur á því kyni sem óskað er eftir.

Kyn barns ræðst af því hvort sáðfruman frá föðurnum sem frjóvgar eggfrumuna frá móðurinni inniheldur X-kynlitning eða Y-kynlitning. Allar eggfrumur innihalda X-kynlitning. Frjóvgað egg sem inniheldur XX-kynlitninga þroskast í stúlkubarn en frjóvgað egg með XY-kynlitninga verður sveinbarn.

Kyn barns ræðst af því hvort sáðfruman sem nær að frjóvga eggið er með X- eða Y-kynlitning. Ef ætlunin er að eignast stúlkubarn er hægt að auka líkur á því með því að hafa samfarir um það bil fjórum sólarhringum fyrir egglos og helst ekki aftur fyrr en að viku liðinni. Ef ætlunin er að eignast sveinbarn aukast líkur á að það takist ef beðið er með samfarir þangað til egglos hefur orðið.

Komið hefur í ljós að þær sáðfrumur sem eru með X-kynlitning lifa lengur inni í konunni eftir sáðlát en þær sem innihalda Y-kynlitning. Frumurnar með Y-kynlitningi eru aftur á móti fljótari að synda og geta því náð fyrr að eggfrumunni og frjóvgað hana. Sáðfrumur eru allt frá 20 mínútum upp í tvo tíma að synda að eggfrumu og geta lifað fjóra til sjö daga inni í kynkerfi konunnar. Þetta þýðir að ef kynmök eiga sér stað eftir að egglos hefur orðið er líklegra að barnið sem mögulega verður til í kjölfarið verði drengur, þar sem sáðfruma með Y-kynlitningi yrði fljótari að synda að eggfrumunni. Þetta er þó að því gefnu að kynlíf hafi ekki farið fram dagana á undan, því að þá er líklegra að sáðfruma með X-kynlitningi sé enn á lífi þegar egglos verður og nái að frjóvga eggið áður en hinar fersku hraðsyndandi Y-sáðfrumur komist að því.

Í stuttu máli, ef ætlunin er að eignast stúlkubarn er hægt að auka líkur á því með því að hafa samfarir um það bil fjórum sólarhringum fyrir egglos og helst ekki aftur fyrr en að viku liðinni. Ef ætlunin er að eignast sveinbarn aukast líkur á að það takist ef beðið er með samfarir þangað til egglos hefur orðið.

Til þess nýta þessa þekkingu á mismunandi sundhraða og lífslengd kynfruma í því skyni að auka líkur á tilteknu kyni barns er algjör forsenda að vita nokkuð nákvæmlega hvenær egglos verður hjá konunni. Þetta er einstaklingsbundið og getur verið breytilegt eftir tíðahringjum hjá sömu konunni. Konur geta fylgst með hvenær egglos verður með því að þekkja hvernig líkamshiti þeirra breytist eftir því hvar þær eru staddar í tíðahringnum eins og fram kemur í svari við spurningunni Hver er eðlilegur líkamshiti manns? en þumalputtareglan er sú að egglos verður fjórtán dögum eftir að síðustu blæðingar byrjuðu. Ef fyrsti dagur blæðinga er þekktur ætti því að hafa samfarir á tíunda degi tíðahrings til að fá stelpu en geyma þær til fjórtánda dags til að fá strák.

Það má þó ekki gleyma því og rétt að leggja enn og aftur áherslu á að þetta getur mögulega aukið líkurnar en er alls ekki óbrigðul aðferð. Svo er að sjálfsögðu mikilvægast að barnið sé heilbrigt, hvort kynið sem það er.

Heimildir og mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Þegar maður stundar kynlíf er hægt að ráða hvort maður eignast strák eða stelpu? Sem sagt stunda kynlíf eftir blæðingu eða strax áður en blæðingin kemur?

Höfundur

Útgáfudagur

26.4.2013

Spyrjandi

Jenný Mánadóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Er hægt að ráða kyni barns með því að tímasetja kynlíf rétt?“ Vísindavefurinn, 26. apríl 2013. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62946.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2013, 26. apríl). Er hægt að ráða kyni barns með því að tímasetja kynlíf rétt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62946

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Er hægt að ráða kyni barns með því að tímasetja kynlíf rétt?“ Vísindavefurinn. 26. apr. 2013. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62946>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að ráða kyni barns með því að tímasetja kynlíf rétt?
Það eru engin óbrigðul ráð til þess að ráða kyni barns. Með inngripi læknavísindanna er mögulegt að auka töluvert líkur á að eignast barn af tilteknu kyni en mannfólkið er meira háð vilja náttúrunnar þegar getnaður á sér stað á hefðbundinn hátt. Þó hafa verið settar fram kenningar um að með því að tímasetja kynmök rétt sé hægt að auka líkur á því kyni sem óskað er eftir.

Kyn barns ræðst af því hvort sáðfruman frá föðurnum sem frjóvgar eggfrumuna frá móðurinni inniheldur X-kynlitning eða Y-kynlitning. Allar eggfrumur innihalda X-kynlitning. Frjóvgað egg sem inniheldur XX-kynlitninga þroskast í stúlkubarn en frjóvgað egg með XY-kynlitninga verður sveinbarn.

Kyn barns ræðst af því hvort sáðfruman sem nær að frjóvga eggið er með X- eða Y-kynlitning. Ef ætlunin er að eignast stúlkubarn er hægt að auka líkur á því með því að hafa samfarir um það bil fjórum sólarhringum fyrir egglos og helst ekki aftur fyrr en að viku liðinni. Ef ætlunin er að eignast sveinbarn aukast líkur á að það takist ef beðið er með samfarir þangað til egglos hefur orðið.

Komið hefur í ljós að þær sáðfrumur sem eru með X-kynlitning lifa lengur inni í konunni eftir sáðlát en þær sem innihalda Y-kynlitning. Frumurnar með Y-kynlitningi eru aftur á móti fljótari að synda og geta því náð fyrr að eggfrumunni og frjóvgað hana. Sáðfrumur eru allt frá 20 mínútum upp í tvo tíma að synda að eggfrumu og geta lifað fjóra til sjö daga inni í kynkerfi konunnar. Þetta þýðir að ef kynmök eiga sér stað eftir að egglos hefur orðið er líklegra að barnið sem mögulega verður til í kjölfarið verði drengur, þar sem sáðfruma með Y-kynlitningi yrði fljótari að synda að eggfrumunni. Þetta er þó að því gefnu að kynlíf hafi ekki farið fram dagana á undan, því að þá er líklegra að sáðfruma með X-kynlitningi sé enn á lífi þegar egglos verður og nái að frjóvga eggið áður en hinar fersku hraðsyndandi Y-sáðfrumur komist að því.

Í stuttu máli, ef ætlunin er að eignast stúlkubarn er hægt að auka líkur á því með því að hafa samfarir um það bil fjórum sólarhringum fyrir egglos og helst ekki aftur fyrr en að viku liðinni. Ef ætlunin er að eignast sveinbarn aukast líkur á að það takist ef beðið er með samfarir þangað til egglos hefur orðið.

Til þess nýta þessa þekkingu á mismunandi sundhraða og lífslengd kynfruma í því skyni að auka líkur á tilteknu kyni barns er algjör forsenda að vita nokkuð nákvæmlega hvenær egglos verður hjá konunni. Þetta er einstaklingsbundið og getur verið breytilegt eftir tíðahringjum hjá sömu konunni. Konur geta fylgst með hvenær egglos verður með því að þekkja hvernig líkamshiti þeirra breytist eftir því hvar þær eru staddar í tíðahringnum eins og fram kemur í svari við spurningunni Hver er eðlilegur líkamshiti manns? en þumalputtareglan er sú að egglos verður fjórtán dögum eftir að síðustu blæðingar byrjuðu. Ef fyrsti dagur blæðinga er þekktur ætti því að hafa samfarir á tíunda degi tíðahrings til að fá stelpu en geyma þær til fjórtánda dags til að fá strák.

Það má þó ekki gleyma því og rétt að leggja enn og aftur áherslu á að þetta getur mögulega aukið líkurnar en er alls ekki óbrigðul aðferð. Svo er að sjálfsögðu mikilvægast að barnið sé heilbrigt, hvort kynið sem það er.

Heimildir og mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Þegar maður stundar kynlíf er hægt að ráða hvort maður eignast strák eða stelpu? Sem sagt stunda kynlíf eftir blæðingu eða strax áður en blæðingin kemur?

...