Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað eru bein þung sem hlutfall af þyngd manns í kjörþyngd? Hvað gerir beinagrindin?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Beinagrindin er gerð úr beinum og brjóski. Hún er eitt af líffærakerfum líkamans, en hvert bein hennar er eitt líffæri. Fjöldi beina í fullorðnum manni eru 206. Saman mynda þau beinagrind en hún skiptist í tvo hluta, ásgrind (80 bein) og jaðargrind (126 bein). Í meðalmanni við kjörþyngd eru bein um 15% af líkamsþyngdinni.

Beinagrindin gegnir nokkrum mikilvægum hlutverkum í líkamanum:

  • Stoð. Hún myndar stoðgrind líkamans. Hún styður við mjúk líffæri og veitir festu fyrir beinagrindarvöðva.
  • Vernd. Hún verndar innri líffæri gegn hnjaski. Til dæmis verndar höfuðkúpan heilann og rifjagarðurinn ver hjartað og lungun.
  • Hreyfing. Beinagrindarvöðvar festast við beinin og þegar þeir dragast saman toga þau í beinin sem veldur hreyfingu.
  • Geymsla steinefna og samvægi. Bein geyma nokkur steinefni, einkum kalk og fosfat, sem dreifast þaðan um allan líkamann. Hormón frá skjaldkirtli og kalkkirtlum hafa áhrif á samvægi þessara steinefna í líkamanum með því að stjórna annars vegar geymslu þeirra í beinunum og hins vegar losun úr beinum.
  • Aðsetur blóðmyndunar. Í sumum beinum er bandvefur sem kallast rauður beinmergur (blóðmergur) og inniheldur óþroskuð blóðkorn, fitufrumur og stórætur (ein tegund hvítkorna). Þar fer fram myndun blóðkorna.
  • Orkuforði. Gulur beinmergur eða fitumergur finnst einnig í beinum og eins og nafnið gefur til kynna inniheldur hann fitufrumur og svolítið af blóðkornum. Úr fitunni sem er geymd hér fæst orka.

Þótt svo gæti virst er beinagrindin ekki einföld stoðgrind úr dauðu efni. Bein eru lifandi vefur sem kemur meðal annars fram í því hversu fljót þau eru að gróa eftir brot. Margir vefir tengjast beinum; beinvefur, brjóskvefur, þéttur bandvefur, blóð, þekjuvefur, fituvefur og taugavefur.

Bein eru af ýmsum gerðum og eru meðal annars flokkuð eftir lögun í löng, stutt, flöt og óregluleg bein. Helstu frumur í beinvef eru beinfrumur og beinátfrumur.

Heimildir og mynd:


Hér er einnig svarað spurningunni:

  • Getið þið sagt mér eitthvað um beinin í mannslíkanum?

Höfundur

Útgáfudagur

10.9.2012

Spyrjandi

Sindri Gunnarsson, Melkorka Ægisdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað eru bein þung sem hlutfall af þyngd manns í kjörþyngd? Hvað gerir beinagrindin?“ Vísindavefurinn, 10. september 2012. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=63068.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2012, 10. september). Hvað eru bein þung sem hlutfall af þyngd manns í kjörþyngd? Hvað gerir beinagrindin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63068

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað eru bein þung sem hlutfall af þyngd manns í kjörþyngd? Hvað gerir beinagrindin?“ Vísindavefurinn. 10. sep. 2012. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63068>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru bein þung sem hlutfall af þyngd manns í kjörþyngd? Hvað gerir beinagrindin?

Beinagrindin er gerð úr beinum og brjóski. Hún er eitt af líffærakerfum líkamans, en hvert bein hennar er eitt líffæri. Fjöldi beina í fullorðnum manni eru 206. Saman mynda þau beinagrind en hún skiptist í tvo hluta, ásgrind (80 bein) og jaðargrind (126 bein). Í meðalmanni við kjörþyngd eru bein um 15% af líkamsþyngdinni.

Beinagrindin gegnir nokkrum mikilvægum hlutverkum í líkamanum:

  • Stoð. Hún myndar stoðgrind líkamans. Hún styður við mjúk líffæri og veitir festu fyrir beinagrindarvöðva.
  • Vernd. Hún verndar innri líffæri gegn hnjaski. Til dæmis verndar höfuðkúpan heilann og rifjagarðurinn ver hjartað og lungun.
  • Hreyfing. Beinagrindarvöðvar festast við beinin og þegar þeir dragast saman toga þau í beinin sem veldur hreyfingu.
  • Geymsla steinefna og samvægi. Bein geyma nokkur steinefni, einkum kalk og fosfat, sem dreifast þaðan um allan líkamann. Hormón frá skjaldkirtli og kalkkirtlum hafa áhrif á samvægi þessara steinefna í líkamanum með því að stjórna annars vegar geymslu þeirra í beinunum og hins vegar losun úr beinum.
  • Aðsetur blóðmyndunar. Í sumum beinum er bandvefur sem kallast rauður beinmergur (blóðmergur) og inniheldur óþroskuð blóðkorn, fitufrumur og stórætur (ein tegund hvítkorna). Þar fer fram myndun blóðkorna.
  • Orkuforði. Gulur beinmergur eða fitumergur finnst einnig í beinum og eins og nafnið gefur til kynna inniheldur hann fitufrumur og svolítið af blóðkornum. Úr fitunni sem er geymd hér fæst orka.

Þótt svo gæti virst er beinagrindin ekki einföld stoðgrind úr dauðu efni. Bein eru lifandi vefur sem kemur meðal annars fram í því hversu fljót þau eru að gróa eftir brot. Margir vefir tengjast beinum; beinvefur, brjóskvefur, þéttur bandvefur, blóð, þekjuvefur, fituvefur og taugavefur.

Bein eru af ýmsum gerðum og eru meðal annars flokkuð eftir lögun í löng, stutt, flöt og óregluleg bein. Helstu frumur í beinvef eru beinfrumur og beinátfrumur.

Heimildir og mynd:


Hér er einnig svarað spurningunni:

  • Getið þið sagt mér eitthvað um beinin í mannslíkanum?
...