Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvað er fjölblöðrueggjastokkaheilkenni?

Þórdís Kristinsdóttir

Svonefnt fjölblöðrueggjastokkaheilkenni er notað um það þegar konur mynda blöðrur á eggjastokkum í stað þess að fá egglos. Það gengur yfirleitt undir skammstöfuninni PCOS (Polycystic Ovarian Syndrome). Fjölbröðrueggjastokkaheilkenni er með algengari innkirtlakvillum hjá konum og er talinn hrjá allt að 20% kvenna í hinum vestræna heimi. Nafnið er dregið af einkennandi útliti eggjastokka sem er til staðar í flestum tilfellum, þeir eru þá allt að þrisvar sinnum þykkari en venjulega og margar litlar vökvafylltar blöðrur eru á ytri brún þeirra.

Einkenni PCOS koma oft fram fljótlega eftir fyrstu blæðingar, en kvillinn getur þó þróast seinna á frjósemisskeiðinu, til dæmis í kjölfar þyngdaraukningar. Einkenni eru mjög mismunandi milli einstaklinga, bæði hvaða einkenni koma fram og hversu alvarleg þau eru. Hjá unglingsstúlkum eru fyrstu einkenni oft stopular eða jafnvel engar blæðingar, en hjá fullorðnum konum eru fyrstu merkin oft erfiðleikar við að verða þungaðar eða óútskýrð þyngdaraukning. Óregla á tíðahring er algengust, svo sem meira en 35 dagar á milli blæðinga eða blæðingar sem eru meiri og standa lengur en eðlilegt getur talist. Aukin myndun og seyting andrógena (karlhormóna) getur leitt til sjáanlegra einkenna svo sem aukins hárvaxtar, unglingabóla, bæði hjá unglingum og fullorðnum, og skallablettamyndunar. Með ómskoðun má svo greina einkennandi útlit eggjastokka, en það er þó ekki til staðar hjá öllum konum með kvillann og getur einnig stafað af öðrum orsökum. Ófrjósemi er líka algengt vandamál.

Fjölblöðrueggjastokkaheilkenni dregur nafn sitt af einkennandi útliti eggjastokkanna.

Ekki er vitað nákvæmlega hvað veldur PCOS en nokkrar ástæður eru mögulegar. Umframmagn af insúlíni gæti valdið aukinni andrógenframleiðslu eggjastokka. Insúlín er hormón sem gerir frumum líkamans kleift að nota glúkósa sem orkugjafa. Sumir einstaklingar eru með insúlínþol sem veldur því að meira insúlín er framleitt og seytt þar sem það verkar illa á frumur líkamans og styrkur þess í blóði verður því meiri. Langvarandi bólgusvar hefur einnig verið tengt við PCOS. Í bólgusvari framleiða hvítar blóðfrumur efni til að verjast sýkingum en geta leitt til insúlínónæmis og uppsöfnunar kólesteróls í æðum sem veldur æðakölkun sem getur leitt til hjarta- og æðasjúkdóma. Hjá vissum einstaklingum sem eru útsettir fyrir því getur neysla ákveðinna fæðutegunda til dæmis komið þessu svari af stað.

Einnig er talið að PCOS geti verið erfðatengt en rannsóknir snúa meðal annars að því hvort til séu ákveðnar genastökkbreytingar sem tengjast sjúkdómnum. Óeðlilegur fósturþroski vegna mikillar útsetningar fósturs fyrir andrógenum á meðgöngu gæti einnig leitt til breytinga á genatjáningu sem eykur líkur á insúlínviðnámi og langtímabólgu. Rannsóknir á þessum orsakavöldum og fleirum standa nú yfir.

Mikilvægt er að greina PCOS sem fyrst og veita viðeigandi meðferð til þess að koma í veg fyrir þróun fylgikvilla. Dæmi um alvarlega fylgikvilla eru sykursýki af gerð 2, hár blóðþrýstingur, hækkun á tríglýseríðum og lækkun á HDL kólesteróli í blóði, auk fleiri áhættuþátta fyrir hjarta- og æðasjúkdóma, óeðlilegar legblæðingar, legslímukrabbamein, meðgöngusykursýki og hækkaður blóðþrýstingur á meðgöngu.

Greining byggist á sjúkrasögu, almennri líkamsskoðun (svo sem hæð, þyngd og blóðþrýstingsmælingu) og ómskoðun á eggjastokkum og legi. Einnig má gera sykurþolspróf til að athuga sykursýki og taka blóðprufur til að mæla til dæmis kólesteról og tríglýseríð í blóði.

Aukin hárvöxtur á líkama og í andliti er eitt af einkennum PCOS.

Meðferð miðast að því að draga úr einkennum og koma í veg fyrir þróun fylgikvilla. Þetta felst meðal annars í því að koma reglu á tíðahringinn, til dæmis með því að taka getnaðarvarnapillu séu konur ekki að reyna að verða ófrískar. Getnaðarvarnarlyf geta einnig dregið úr auknum hárvexti og hættunni á legslímukrabbameini vegna þess að þau draga úr myndun andrógena. Konur sem eru að reyna að verða þungaðar geta fengið lyf sem örva egglos og ef það dugar ekki getur skurðaðgerð verið reynd í sama tilgangi.

Konur geta gert ýmislegt sjálfar til að draga úr einkennum og minnka hættu á mögulegum fylgikvillum sjúkdómsins. Dæmi um þetta er að halda sér í kjörþyngd, þar sem offita eykur insúlínþol, auk þess sem þyngdartap getur dregið úr myndun bæði andrógena og insúlíns. Að huga að mataræði er einnig mikilvægt þar sem mikil kolvetnainntaka getur aukið styrk insúlíns í blóði. Ekki er þó ráðlegt að sneiða alveg hjá kolvetnum heldur auka neyslu flókinna kolvetna með háu trefjainnihaldi á kostnað einfaldra kolvetna. Hreyfing stuðlar svo að lækkun blóðsykurs og getur bæði stuðlað að réttri þyngd og minna insúlínviðnámi.

Heimildir og myndir:

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

21.3.2013

Spyrjandi

Birgitta Maggý Valsdóttir, Lilja Sóley Hauksdóttir

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvað er fjölblöðrueggjastokkaheilkenni?“ Vísindavefurinn, 21. mars 2013. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=63342.

Þórdís Kristinsdóttir. (2013, 21. mars). Hvað er fjölblöðrueggjastokkaheilkenni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63342

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvað er fjölblöðrueggjastokkaheilkenni?“ Vísindavefurinn. 21. mar. 2013. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63342>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er fjölblöðrueggjastokkaheilkenni?
Svonefnt fjölblöðrueggjastokkaheilkenni er notað um það þegar konur mynda blöðrur á eggjastokkum í stað þess að fá egglos. Það gengur yfirleitt undir skammstöfuninni PCOS (Polycystic Ovarian Syndrome). Fjölbröðrueggjastokkaheilkenni er með algengari innkirtlakvillum hjá konum og er talinn hrjá allt að 20% kvenna í hinum vestræna heimi. Nafnið er dregið af einkennandi útliti eggjastokka sem er til staðar í flestum tilfellum, þeir eru þá allt að þrisvar sinnum þykkari en venjulega og margar litlar vökvafylltar blöðrur eru á ytri brún þeirra.

Einkenni PCOS koma oft fram fljótlega eftir fyrstu blæðingar, en kvillinn getur þó þróast seinna á frjósemisskeiðinu, til dæmis í kjölfar þyngdaraukningar. Einkenni eru mjög mismunandi milli einstaklinga, bæði hvaða einkenni koma fram og hversu alvarleg þau eru. Hjá unglingsstúlkum eru fyrstu einkenni oft stopular eða jafnvel engar blæðingar, en hjá fullorðnum konum eru fyrstu merkin oft erfiðleikar við að verða þungaðar eða óútskýrð þyngdaraukning. Óregla á tíðahring er algengust, svo sem meira en 35 dagar á milli blæðinga eða blæðingar sem eru meiri og standa lengur en eðlilegt getur talist. Aukin myndun og seyting andrógena (karlhormóna) getur leitt til sjáanlegra einkenna svo sem aukins hárvaxtar, unglingabóla, bæði hjá unglingum og fullorðnum, og skallablettamyndunar. Með ómskoðun má svo greina einkennandi útlit eggjastokka, en það er þó ekki til staðar hjá öllum konum með kvillann og getur einnig stafað af öðrum orsökum. Ófrjósemi er líka algengt vandamál.

Fjölblöðrueggjastokkaheilkenni dregur nafn sitt af einkennandi útliti eggjastokkanna.

Ekki er vitað nákvæmlega hvað veldur PCOS en nokkrar ástæður eru mögulegar. Umframmagn af insúlíni gæti valdið aukinni andrógenframleiðslu eggjastokka. Insúlín er hormón sem gerir frumum líkamans kleift að nota glúkósa sem orkugjafa. Sumir einstaklingar eru með insúlínþol sem veldur því að meira insúlín er framleitt og seytt þar sem það verkar illa á frumur líkamans og styrkur þess í blóði verður því meiri. Langvarandi bólgusvar hefur einnig verið tengt við PCOS. Í bólgusvari framleiða hvítar blóðfrumur efni til að verjast sýkingum en geta leitt til insúlínónæmis og uppsöfnunar kólesteróls í æðum sem veldur æðakölkun sem getur leitt til hjarta- og æðasjúkdóma. Hjá vissum einstaklingum sem eru útsettir fyrir því getur neysla ákveðinna fæðutegunda til dæmis komið þessu svari af stað.

Einnig er talið að PCOS geti verið erfðatengt en rannsóknir snúa meðal annars að því hvort til séu ákveðnar genastökkbreytingar sem tengjast sjúkdómnum. Óeðlilegur fósturþroski vegna mikillar útsetningar fósturs fyrir andrógenum á meðgöngu gæti einnig leitt til breytinga á genatjáningu sem eykur líkur á insúlínviðnámi og langtímabólgu. Rannsóknir á þessum orsakavöldum og fleirum standa nú yfir.

Mikilvægt er að greina PCOS sem fyrst og veita viðeigandi meðferð til þess að koma í veg fyrir þróun fylgikvilla. Dæmi um alvarlega fylgikvilla eru sykursýki af gerð 2, hár blóðþrýstingur, hækkun á tríglýseríðum og lækkun á HDL kólesteróli í blóði, auk fleiri áhættuþátta fyrir hjarta- og æðasjúkdóma, óeðlilegar legblæðingar, legslímukrabbamein, meðgöngusykursýki og hækkaður blóðþrýstingur á meðgöngu.

Greining byggist á sjúkrasögu, almennri líkamsskoðun (svo sem hæð, þyngd og blóðþrýstingsmælingu) og ómskoðun á eggjastokkum og legi. Einnig má gera sykurþolspróf til að athuga sykursýki og taka blóðprufur til að mæla til dæmis kólesteról og tríglýseríð í blóði.

Aukin hárvöxtur á líkama og í andliti er eitt af einkennum PCOS.

Meðferð miðast að því að draga úr einkennum og koma í veg fyrir þróun fylgikvilla. Þetta felst meðal annars í því að koma reglu á tíðahringinn, til dæmis með því að taka getnaðarvarnapillu séu konur ekki að reyna að verða ófrískar. Getnaðarvarnarlyf geta einnig dregið úr auknum hárvexti og hættunni á legslímukrabbameini vegna þess að þau draga úr myndun andrógena. Konur sem eru að reyna að verða þungaðar geta fengið lyf sem örva egglos og ef það dugar ekki getur skurðaðgerð verið reynd í sama tilgangi.

Konur geta gert ýmislegt sjálfar til að draga úr einkennum og minnka hættu á mögulegum fylgikvillum sjúkdómsins. Dæmi um þetta er að halda sér í kjörþyngd, þar sem offita eykur insúlínþol, auk þess sem þyngdartap getur dregið úr myndun bæði andrógena og insúlíns. Að huga að mataræði er einnig mikilvægt þar sem mikil kolvetnainntaka getur aukið styrk insúlíns í blóði. Ekki er þó ráðlegt að sneiða alveg hjá kolvetnum heldur auka neyslu flókinna kolvetna með háu trefjainnihaldi á kostnað einfaldra kolvetna. Hreyfing stuðlar svo að lækkun blóðsykurs og getur bæði stuðlað að réttri þyngd og minna insúlínviðnámi.

Heimildir og myndir:

...