Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Getur þú sagt mér eitthvað um sæotra?

Jón Már Halldórsson

Sæotrum var fyrst lýst með vísindalegum hætti í feltbókum náttúrufræðingsins Georgs Stellers frá 1751 og komu einnig fyrir í Systema Naturae, riti Carls Linnaeus frá 1758. Upphaflega var tegundin nefnd Lutra marina á fræðimáli en hefur gengið í gegnum fjölmargar nafnabreytingar síðustu 250 árin. Nú ber tegundin heitið Enhydra lutris en ættkvíslarheitið Enhydra er dregið af forngríska heitinu hydra sem þýðir vatn og með forskeytinu en mætti útleggjast sem „í vatni“. Það má ekki rugla þessari tegund við tegundina sjóotur (e. marine otter, Lotna felina) sem er sjaldgæf otrategund sem lifir við strendur Suður-Ameríku. Aðrar otrategundir eru aðlagaðar að lífi í fersku vatni.

Sæoturinn Enhydra lutris greinist í þrjár undirtegundir. E. lutris lutris á heimkynni sín í Norðvestur-Kyrrahafi við Kúrileyjar og vestur að Commander-eyjum. Önnur deilitegund er E. lutris neireis og lifir hún við strendur Kaliforníu. Þriðja deilitegundin er E. lutris keynyoni sem lifir við strendur Alaska og vestur til Aleuta-eyja.

Heimkynni sæotra (Enhydra lutris) eru í Norður-Kyrrahafi.

Sæotrar eru stórir otrar. Þeir verða á bilinu 76-120 cm langir, rófan 25-37 cm og vega 16-40 kg og er E. lutris lutris stærsta deilitegundin. Sæotrar eru með stóra og breiða afturfætur sem líkjast bægslum en klær á framfótum sem þeir nota til veiða og til þess að halda bráðinni. Feldurinn er dökkbrúnn, þéttur og mjúkur með silfurhvítum vindhárum en ljósari á hvolpunum. Eyrun eru lítil og líkjast eyrum á sæljónum og augun eru tiltölulega smá. Sæotrar eru minnstu sæspendýrin og ólíkt flestum hinna hafa þeir ekkert spiklag til að halda á sér hita, en treysta á að loftið sem lokast í þéttum feldinum sé næg einangrun.

Sæotrar lifa eingöngu í sjónum og í þaraskógum á grynningum. Þeir eru rándýr og lifa nær eingöngu á alls konar sjávarfangi, aðallega botndýrum eins og ígulkerum, samlokum og kröbbum sem þeir kafa eftir. Þegar sæotur hefur náð bráð fer hann upp á yfirborðið til þess að éta hana. Þá lætur hann sig fljóta á bakinu og brýtur skeljarnar með því að berja þeim í stein sem hann leggur á bringuna. Þar sem sæotrar hafa ekkert spik sem fituforða verða þeir að éta mikið og stöðugt og eru með stóra lifur til þess að anna miklum efnaskiptum.

Sæotrar eru afar athafnasamir og félagslyndir og mynda hópa þótt þeir kjósi oft að vera einir og út af fyrir sig. Þeir maka sig í sjónum á öllum tímum ársins en einkum í október/nóvember. Fósturþroskanum getur seinkað. Eftir líklega 5-6 mánaða meðgöngutíma fæðist einn hvolpur og móðirin annast hann ein.

Umhyggjusöm móðir með hvolp í fanginu.

Áætlað er að heildarstofnstærð sæotursins sé nú um 110 þúsund dýr. Flestir eru sæotrar við strendur Alaska eða um 73 þúsund dýr. Talið er að sæotrar í Rússlandi (við Kamchatka, Kúrileyjar og Commander-eyjar) séu rétt tæplega 30 þúsund. Þarlendir stofnar eru mjög stöðugir og telja vistfræðingar að vistkerfið beri ekki fleiri dýr á þessum svæðum. Sæotrar við Kaliforníu eru taldir vera rúmlega 3.000.

Fyrr á öldum er talið að stofnstærð sæotra hafi verið 150-300 þúsund dýr. Um miðja 18. öld hófust miklar veiðar á sæotrum og var fyrst og fremst verið að sækjast eftir feldi dýranna. Veiðarnar voru svo gegndarlausar að við lá að stofninum væri útrýmt. Árið 1911 voru veiðar bannaðar en þá taldi stofninn líklega ekki nema 1.000-2.000 dýr. Smám saman fjölgaði dýrunum aftur og er stofnstærðin í dag merki um stórkostlegan árangur og eflaust einn þann besta í vernd á nokkru villtu spendýri í heiminum.

Í dag eru það ekki veiðar heldur mengun sem helst ógnar sæotrum. Þeir eru einstaklega viðkvæmir fyrir mengun eins og kom vel í ljós þegar tankskipið Exxon Valdez fórst við strendur Alaska árið 1989 og gríðarlegt magn af olíu barst í grunnsjóinn og á ströndina. Talið er að þúsundir sæotra hafi drepist vegna olíunnar.

Sæotrar eru mjög viðkvæmir fyrir olíumengun. Olían sest í feldinn þannig að einangrunareiginleikar hans spillast og dýrin eiga á hættu að ofkælast. Einnig getur olía borist ofan í dýrin og skemmt innri líffæri.

Margir aðrir þættir geta einnig ógnað sæotrum. Til að mynda var sæotrastofninn við Aleuta-eyjar um 55-100 þúsund dýr árið 1980 en er kominn niður fyrir 10 þúsund dýr í dag. Margar kenningar hafa komið fram um ástæður þessarar miklu fækkunar. Ein er sú að háhyrningar eru farnir að herja á sæotrastofninn við eyjurnar og getur það verið vegna þess að minna er af hefðbundinni fæðu háhyrninga á fæðuslóðum hans annars staðar í Norður-Kyrrahafi.

Fækkun hefur einnig orðið hjá sæotrum við strendur Kaliforníu. Skýringuna má rekja til sýkinga af völdum frumdýra eins og Toxoplasma gondii sem er banvæn otrum. Kettir og pokamerðir eru hýslar fyrir þetta frumdýr sem berst síðan með saur í strandsjóinn við þetta þéttbýla ríki Bandaríkjanna.

Nokkur rándýr og fuglar veiða sæotra. Háhyrningar eru eins og áður segir stórtækir í veiðum á sæotrum á ákveðnum svæðum. Einnig eru sæljón þekkt fyrir að veiða sæotra auk þess sem skallaernir hremma unga sæotra við strendur Kaliforníu. Þá eiga hvíthákarlar sennilega sök á 10% af afföllum sæotra við strendur Kaliforníu samkvæmt rannsóknum.

Frekari fróðleikur og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

20.12.2012

Spyrjandi

Stefanía Katrín Einarsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getur þú sagt mér eitthvað um sæotra?“ Vísindavefurinn, 20. desember 2012. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=63378.

Jón Már Halldórsson. (2012, 20. desember). Getur þú sagt mér eitthvað um sæotra? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63378

Jón Már Halldórsson. „Getur þú sagt mér eitthvað um sæotra?“ Vísindavefurinn. 20. des. 2012. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63378>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur þú sagt mér eitthvað um sæotra?
Sæotrum var fyrst lýst með vísindalegum hætti í feltbókum náttúrufræðingsins Georgs Stellers frá 1751 og komu einnig fyrir í Systema Naturae, riti Carls Linnaeus frá 1758. Upphaflega var tegundin nefnd Lutra marina á fræðimáli en hefur gengið í gegnum fjölmargar nafnabreytingar síðustu 250 árin. Nú ber tegundin heitið Enhydra lutris en ættkvíslarheitið Enhydra er dregið af forngríska heitinu hydra sem þýðir vatn og með forskeytinu en mætti útleggjast sem „í vatni“. Það má ekki rugla þessari tegund við tegundina sjóotur (e. marine otter, Lotna felina) sem er sjaldgæf otrategund sem lifir við strendur Suður-Ameríku. Aðrar otrategundir eru aðlagaðar að lífi í fersku vatni.

Sæoturinn Enhydra lutris greinist í þrjár undirtegundir. E. lutris lutris á heimkynni sín í Norðvestur-Kyrrahafi við Kúrileyjar og vestur að Commander-eyjum. Önnur deilitegund er E. lutris neireis og lifir hún við strendur Kaliforníu. Þriðja deilitegundin er E. lutris keynyoni sem lifir við strendur Alaska og vestur til Aleuta-eyja.

Heimkynni sæotra (Enhydra lutris) eru í Norður-Kyrrahafi.

Sæotrar eru stórir otrar. Þeir verða á bilinu 76-120 cm langir, rófan 25-37 cm og vega 16-40 kg og er E. lutris lutris stærsta deilitegundin. Sæotrar eru með stóra og breiða afturfætur sem líkjast bægslum en klær á framfótum sem þeir nota til veiða og til þess að halda bráðinni. Feldurinn er dökkbrúnn, þéttur og mjúkur með silfurhvítum vindhárum en ljósari á hvolpunum. Eyrun eru lítil og líkjast eyrum á sæljónum og augun eru tiltölulega smá. Sæotrar eru minnstu sæspendýrin og ólíkt flestum hinna hafa þeir ekkert spiklag til að halda á sér hita, en treysta á að loftið sem lokast í þéttum feldinum sé næg einangrun.

Sæotrar lifa eingöngu í sjónum og í þaraskógum á grynningum. Þeir eru rándýr og lifa nær eingöngu á alls konar sjávarfangi, aðallega botndýrum eins og ígulkerum, samlokum og kröbbum sem þeir kafa eftir. Þegar sæotur hefur náð bráð fer hann upp á yfirborðið til þess að éta hana. Þá lætur hann sig fljóta á bakinu og brýtur skeljarnar með því að berja þeim í stein sem hann leggur á bringuna. Þar sem sæotrar hafa ekkert spik sem fituforða verða þeir að éta mikið og stöðugt og eru með stóra lifur til þess að anna miklum efnaskiptum.

Sæotrar eru afar athafnasamir og félagslyndir og mynda hópa þótt þeir kjósi oft að vera einir og út af fyrir sig. Þeir maka sig í sjónum á öllum tímum ársins en einkum í október/nóvember. Fósturþroskanum getur seinkað. Eftir líklega 5-6 mánaða meðgöngutíma fæðist einn hvolpur og móðirin annast hann ein.

Umhyggjusöm móðir með hvolp í fanginu.

Áætlað er að heildarstofnstærð sæotursins sé nú um 110 þúsund dýr. Flestir eru sæotrar við strendur Alaska eða um 73 þúsund dýr. Talið er að sæotrar í Rússlandi (við Kamchatka, Kúrileyjar og Commander-eyjar) séu rétt tæplega 30 þúsund. Þarlendir stofnar eru mjög stöðugir og telja vistfræðingar að vistkerfið beri ekki fleiri dýr á þessum svæðum. Sæotrar við Kaliforníu eru taldir vera rúmlega 3.000.

Fyrr á öldum er talið að stofnstærð sæotra hafi verið 150-300 þúsund dýr. Um miðja 18. öld hófust miklar veiðar á sæotrum og var fyrst og fremst verið að sækjast eftir feldi dýranna. Veiðarnar voru svo gegndarlausar að við lá að stofninum væri útrýmt. Árið 1911 voru veiðar bannaðar en þá taldi stofninn líklega ekki nema 1.000-2.000 dýr. Smám saman fjölgaði dýrunum aftur og er stofnstærðin í dag merki um stórkostlegan árangur og eflaust einn þann besta í vernd á nokkru villtu spendýri í heiminum.

Í dag eru það ekki veiðar heldur mengun sem helst ógnar sæotrum. Þeir eru einstaklega viðkvæmir fyrir mengun eins og kom vel í ljós þegar tankskipið Exxon Valdez fórst við strendur Alaska árið 1989 og gríðarlegt magn af olíu barst í grunnsjóinn og á ströndina. Talið er að þúsundir sæotra hafi drepist vegna olíunnar.

Sæotrar eru mjög viðkvæmir fyrir olíumengun. Olían sest í feldinn þannig að einangrunareiginleikar hans spillast og dýrin eiga á hættu að ofkælast. Einnig getur olía borist ofan í dýrin og skemmt innri líffæri.

Margir aðrir þættir geta einnig ógnað sæotrum. Til að mynda var sæotrastofninn við Aleuta-eyjar um 55-100 þúsund dýr árið 1980 en er kominn niður fyrir 10 þúsund dýr í dag. Margar kenningar hafa komið fram um ástæður þessarar miklu fækkunar. Ein er sú að háhyrningar eru farnir að herja á sæotrastofninn við eyjurnar og getur það verið vegna þess að minna er af hefðbundinni fæðu háhyrninga á fæðuslóðum hans annars staðar í Norður-Kyrrahafi.

Fækkun hefur einnig orðið hjá sæotrum við strendur Kaliforníu. Skýringuna má rekja til sýkinga af völdum frumdýra eins og Toxoplasma gondii sem er banvæn otrum. Kettir og pokamerðir eru hýslar fyrir þetta frumdýr sem berst síðan með saur í strandsjóinn við þetta þéttbýla ríki Bandaríkjanna.

Nokkur rándýr og fuglar veiða sæotra. Háhyrningar eru eins og áður segir stórtækir í veiðum á sæotrum á ákveðnum svæðum. Einnig eru sæljón þekkt fyrir að veiða sæotra auk þess sem skallaernir hremma unga sæotra við strendur Kaliforníu. Þá eiga hvíthákarlar sennilega sök á 10% af afföllum sæotra við strendur Kaliforníu samkvæmt rannsóknum.

Frekari fróðleikur og myndir:

...