Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Eru einhver jóla-örnefni á Íslandi?

Svavar Sigmundsson

Í nokkrum örnefnum hérlendis kemur orðliðurinn jól fyrir. Það er þó sjaldnar orðið jól í merkingunni ‘hátíð’ sem hér er um að ræða heldur jóli í merkingunni ‘hvönn, hvannleggur’. Orðið hefur í samsetningunni hvann-jóli orðið njóli. Stundum er ekki vitað um uppruna örnefna með -jól(a). Þessi örnefni verða nú rakin:

Jólaborðin

Klettabríkur eða móbergshella milli Háar og Skiphella í Vestmannaeyjum (Örnefni í Vestmannaeyjum, 55; Landið þitt II, 40). Ekki eru kunnar skýringar á nafninu.

Jólaskriða

Skriða sem féll á 2. jóladag á bænum Rauðaskriðu í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu fékk þetta nafn.

Það er á fleiri stöðum en Íslandi þar sem örnefni og staðarheiti eru tengd við jól. Sem dæmi má nefna Jólaeyju (Christmas Island) í Indlandshafi og nokkra bæi í Bandaríkjunum sem kallast einfaldlega Christmas. Á þessari mynd má svo sjá Jólavík eða Christmas Cove í Maine-fylki í Bandríkjunum.

Jólavallargarður

Örnefni í Skálholti í Árnessýslu en ekki staðfært með vissu. Þetta örnefni kemur fyrir í sögu Brynjólfs biskups Sveinssonar eftir séra Jón Halldórsson, prófast í Hítardal, í sambandi við viðarflutninga á ísum neðan af Eyrarbakka upp að Skálholti um miðja 17. öld. (Sjá Biskupasögur Jóns Halldórssonar I (Sögurit II), bls. 265).

Af þessari frásögn má ráða, að Jólavallargarður hafi verið skammt fyrir neðan kirkjugarðinn, sennilega neðst í túninu, þar sem mýrin endar og þar með ísalög, svo að „hestarnir gátu ei dregið leingur áfram“. Niðri við túnjaðar, skammt fyrir neðan Kringlu sést enn glöggt móta fyrir fornum ferhyrndum garði. Staðarins vegna gæti þetta vel verið Jólavallargarður hinn forni. Forliðurinn Jóla- er hér líklega dreginn af orðinu jóli ‘hvönn’. Þar hefur verið hvannavöllur.

Jólavík

Í landi Keldu í Reykjarfjarðarhreppi í Norður-Ísafjarðarsýslu. Nafnið er þannig til komið, að einhverju sinni á Þorláksmessu fannst mjög mikið rekið þar af kræklingi, sem þótti góð búbót yfir jólin (Jóhann Hjaltason í örnefnaskrá Keldu).

Jólgeirsstaðir

1) Bær í Holtum í Rangárvallasýslu (Landnámabók (1968), 367). Þar var kirkja og jörðin er í byggð samkvæmt máldaga Áskirkju 1491-1518 (Ísl. fornbréfasafn VII, 41). Þeir voru löngu komnir í sand um 1700, samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns I, 365.

2) Fornbýli við Laxárgljúfur á afrétti Flóa- og Skeiðamanna (Árbók Ferðafélagsins 1996, 171, 202).

Væntanlega er mannsnafnið Jólgeir hér í forlið. E. H. Lind taldi að nafn landnámsmannsins í Holtum gæti verið sænskt eða danskt, en bróðir hans er nefndur Ráðormur sem er óþekkt á vesturnorrænu málsvæði. Í fornsænsku var til mannsnafnið Jule og í forndönsku Julkil og Julfrid (Norsk-isländska dopnamn I:650). Forliðurinn í þessum nöfnum er talinn vera úr orðinu ígull (Danmarks gamle personnavne I, 700 og 702).

Jóltorfa

Örnefnið er talið dregið af orðinu jóli ‘hvönn, hvannstilkur’ en ekki er vitað hvar það er (Ásgeir Blöndal Magnússon, Orðsifjabók, 433).

Mynd:


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

21.12.2012

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Eru einhver jóla-örnefni á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 21. desember 2012. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=63952.

Svavar Sigmundsson. (2012, 21. desember). Eru einhver jóla-örnefni á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63952

Svavar Sigmundsson. „Eru einhver jóla-örnefni á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 21. des. 2012. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63952>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru einhver jóla-örnefni á Íslandi?
Í nokkrum örnefnum hérlendis kemur orðliðurinn jól fyrir. Það er þó sjaldnar orðið jól í merkingunni ‘hátíð’ sem hér er um að ræða heldur jóli í merkingunni ‘hvönn, hvannleggur’. Orðið hefur í samsetningunni hvann-jóli orðið njóli. Stundum er ekki vitað um uppruna örnefna með -jól(a). Þessi örnefni verða nú rakin:

Jólaborðin

Klettabríkur eða móbergshella milli Háar og Skiphella í Vestmannaeyjum (Örnefni í Vestmannaeyjum, 55; Landið þitt II, 40). Ekki eru kunnar skýringar á nafninu.

Jólaskriða

Skriða sem féll á 2. jóladag á bænum Rauðaskriðu í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu fékk þetta nafn.

Það er á fleiri stöðum en Íslandi þar sem örnefni og staðarheiti eru tengd við jól. Sem dæmi má nefna Jólaeyju (Christmas Island) í Indlandshafi og nokkra bæi í Bandaríkjunum sem kallast einfaldlega Christmas. Á þessari mynd má svo sjá Jólavík eða Christmas Cove í Maine-fylki í Bandríkjunum.

Jólavallargarður

Örnefni í Skálholti í Árnessýslu en ekki staðfært með vissu. Þetta örnefni kemur fyrir í sögu Brynjólfs biskups Sveinssonar eftir séra Jón Halldórsson, prófast í Hítardal, í sambandi við viðarflutninga á ísum neðan af Eyrarbakka upp að Skálholti um miðja 17. öld. (Sjá Biskupasögur Jóns Halldórssonar I (Sögurit II), bls. 265).

Af þessari frásögn má ráða, að Jólavallargarður hafi verið skammt fyrir neðan kirkjugarðinn, sennilega neðst í túninu, þar sem mýrin endar og þar með ísalög, svo að „hestarnir gátu ei dregið leingur áfram“. Niðri við túnjaðar, skammt fyrir neðan Kringlu sést enn glöggt móta fyrir fornum ferhyrndum garði. Staðarins vegna gæti þetta vel verið Jólavallargarður hinn forni. Forliðurinn Jóla- er hér líklega dreginn af orðinu jóli ‘hvönn’. Þar hefur verið hvannavöllur.

Jólavík

Í landi Keldu í Reykjarfjarðarhreppi í Norður-Ísafjarðarsýslu. Nafnið er þannig til komið, að einhverju sinni á Þorláksmessu fannst mjög mikið rekið þar af kræklingi, sem þótti góð búbót yfir jólin (Jóhann Hjaltason í örnefnaskrá Keldu).

Jólgeirsstaðir

1) Bær í Holtum í Rangárvallasýslu (Landnámabók (1968), 367). Þar var kirkja og jörðin er í byggð samkvæmt máldaga Áskirkju 1491-1518 (Ísl. fornbréfasafn VII, 41). Þeir voru löngu komnir í sand um 1700, samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns I, 365.

2) Fornbýli við Laxárgljúfur á afrétti Flóa- og Skeiðamanna (Árbók Ferðafélagsins 1996, 171, 202).

Væntanlega er mannsnafnið Jólgeir hér í forlið. E. H. Lind taldi að nafn landnámsmannsins í Holtum gæti verið sænskt eða danskt, en bróðir hans er nefndur Ráðormur sem er óþekkt á vesturnorrænu málsvæði. Í fornsænsku var til mannsnafnið Jule og í forndönsku Julkil og Julfrid (Norsk-isländska dopnamn I:650). Forliðurinn í þessum nöfnum er talinn vera úr orðinu ígull (Danmarks gamle personnavne I, 700 og 702).

Jóltorfa

Örnefnið er talið dregið af orðinu jóli ‘hvönn, hvannstilkur’ en ekki er vitað hvar það er (Ásgeir Blöndal Magnússon, Orðsifjabók, 433).

Mynd:


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi. ...