Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvort eru trúðfiskar brjósk- eða beinfiskar og hvernig eru þeir nýttir?

Jón Már Halldórsson

Trúðfiskar (ættkvíslin Amphiprion) eru af yfirflokki beinfiska (Osteichthyes) og flokki geislaugga (Actinopterygii). Geislauggar eru tegundaauðugasti flokkur hryggdýra og til hans teljast á milli 20 og 30 þúsund tegundir. Þess má geta að geislauggar eru eini hópur fiska sem hafa sundmaga.

Trúðfiskur af tegundinni Amphiprion polymnus.

Innan ættkvíslar trúðfiska eru 27-29 tegundir, allt eftir því hvaða heimild er skoðuð. Hinn eiginlegi trúðfiskur (Amphiprion percula) er appelsínugulur með þrjár breiðar hvítar rendur, fremsta röndin er rétt fyrir aftan augu, sú í miðjunni er um miðjan skrokkinn og aftasta er rétt fyrir framan gotraufarugga. Eins og aðrir trúðfiskar er hann frekar smár, að jafnaði um 8 cm að lengd.

Þessi tiltekna tegund hefur öðrum trúðfiskum fremur verið ræktuð sem búrfiskur og er ein fárra tegunda saltvatnsfiska sem hafa verið ræktaðar sem slíkar.

Trúðafiskur af tegundinni Amphiprion percula.

Trúðfiskar eru ekki veiddir til matar að neinu ráði enda smávaxnir.

Nánar má lesa um trúðfiska í svari sama höfundar við spurningunni Getur þú sagt mér allt um trúðfiska?

Heimildir og myndir:


Í heild hljóðaði spurningin svona:
Eru trúðfiskar brjósk- eða beinfiskar? Hvernig er líkamsgerð og útlit? Hverjir eru lifnaðarhættir? Hvað eru þeir notaðir í (veiðar/nýting)?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

8.4.2013

Spyrjandi

Valgerður Sigurbergsdóttir, f. 1998

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvort eru trúðfiskar brjósk- eða beinfiskar og hvernig eru þeir nýttir?“ Vísindavefurinn, 8. apríl 2013. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=63970.

Jón Már Halldórsson. (2013, 8. apríl). Hvort eru trúðfiskar brjósk- eða beinfiskar og hvernig eru þeir nýttir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63970

Jón Már Halldórsson. „Hvort eru trúðfiskar brjósk- eða beinfiskar og hvernig eru þeir nýttir?“ Vísindavefurinn. 8. apr. 2013. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63970>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort eru trúðfiskar brjósk- eða beinfiskar og hvernig eru þeir nýttir?
Trúðfiskar (ættkvíslin Amphiprion) eru af yfirflokki beinfiska (Osteichthyes) og flokki geislaugga (Actinopterygii). Geislauggar eru tegundaauðugasti flokkur hryggdýra og til hans teljast á milli 20 og 30 þúsund tegundir. Þess má geta að geislauggar eru eini hópur fiska sem hafa sundmaga.

Trúðfiskur af tegundinni Amphiprion polymnus.

Innan ættkvíslar trúðfiska eru 27-29 tegundir, allt eftir því hvaða heimild er skoðuð. Hinn eiginlegi trúðfiskur (Amphiprion percula) er appelsínugulur með þrjár breiðar hvítar rendur, fremsta röndin er rétt fyrir aftan augu, sú í miðjunni er um miðjan skrokkinn og aftasta er rétt fyrir framan gotraufarugga. Eins og aðrir trúðfiskar er hann frekar smár, að jafnaði um 8 cm að lengd.

Þessi tiltekna tegund hefur öðrum trúðfiskum fremur verið ræktuð sem búrfiskur og er ein fárra tegunda saltvatnsfiska sem hafa verið ræktaðar sem slíkar.

Trúðafiskur af tegundinni Amphiprion percula.

Trúðfiskar eru ekki veiddir til matar að neinu ráði enda smávaxnir.

Nánar má lesa um trúðfiska í svari sama höfundar við spurningunni Getur þú sagt mér allt um trúðfiska?

Heimildir og myndir:


Í heild hljóðaði spurningin svona:
Eru trúðfiskar brjósk- eða beinfiskar? Hvernig er líkamsgerð og útlit? Hverjir eru lifnaðarhættir? Hvað eru þeir notaðir í (veiðar/nýting)?

...