Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver er Daniel Kahneman og hvert er hans framlag til fræðanna?

Jörgen Pind

Daniel Kahneman fæddist í Tel Aviv árið 1934. Foreldrar hans voru litháískir gyðingar, búsettir í París. Kahneman ólst up í Frakklandi. Bernska hans þar einkenndist af „fólki og orðum“ frekar en íþróttum eða útivist eins og honum sagðist síðar frá.1 Eftir heimsstyrjöldina flutti hann til Palestínu en þar nam hann sálfræði við hebreska háskólann í Jerúsalem. Hann gegndi herþjónustu í ísraelska hernum og fékkst þar við margvísleg sálfræðileg verkefni er tengdust vali á hermönnum í ólíkar stöður. Á þeim vettvangi fékk hann, að eigin sögn, einna fyrst tilfinningu fyrir því hve reglur líkindareiknings geta verið fólki framandi. Yfirmaður í flughernum hélt því fram að hrós væri stórlega ofmetið. Hans reynsla væri sú að í hvert sinn sem orustuflugmenn gerðu mistök og hlutu skammir fyrir bættu þeir sig en því væri öfugt farið þegar þeir leystu verkefni vel af hendi og fengu hrós fyrir, þá væri það segin saga að þeir stæðu sig verr næst. Hér hafði yfirmanninum yfirsést með öllu mikilvægi miðjuaðhvarfs í mannlegri hegðun.

Daniel Kahneman.

Að lokinni herskyldu hélt Kahneman til Bandaríkjanna í doktorsnám við háskólann í Berkeley og sneri síðan aftur sem háskólakennari við hebreska háskólann í Jerúsalem þar sem hann starfaði til ársins 1977. Fyrstu rannsóknir hans snerust að mestu um hugræna áreynslu og eftirtekt. Yfirlit um þær er að finna í bók hans Attention and effort.2

Árið 1969 lágu leiðir hans og Amosar Tversky fyrst saman í Ísrael en síðar fluttu báðir vestur um haf, Kahneman varð prófessor við háskólann í bresku Kólumbíu í Kanada en Tversky við Stanford-háskólann. Síðar færði Kahneman sig um set til háskólans í Berkeley en hefur frá 1993 verið prófessor í sálfræði við Princeton-háskólann í Bandaríkjunum. Um árabil unnu Kahneman og Tversky náið saman að rannsóknum á því hvernig hugsun fólks víkur kerfisbundið frá því sem mætti ætla að væri skynsamlegast frá sjónarmiði líkinda- og tölfræði, mannleg hugsun einkennist oft af margs konar slagsíðu (e. biases).

Þannig er hugsunin oft akkerisbundin (e. anchored). Þátttakendur í sálfræðitilraun voru beðnir um að giska á hundraðshluta Afríkuríkja sem ættu aðild að Sameinuðu þjóðunum. Áður hafði lukkuhjóli verið snúið og upp kom ýmist talan 10 eða 65 (hjólið laut stjórn tilraunamanna). Vitaskuld stendur talan á lukkuhjólinu ekki í neinu sambandi við spurninguna en hún hafði samt veruleg áhrif á ágiskun fólks sem hljóðaði upp á 45% Afríkuríkja ef talan 65 hafði komið upp en 25% ef talan 10 hafði komið upp. Síðari rannsóknir hafa sýnt að slík akkerisbinding kemur víða fram í mannlegri hugsun, jafnvel meðal þeirra sem eiga að heita sérfræðingar. Ásett verð fasteigna hefur til dæmis áhrif á mat fasteignasala á verðgildi húseignar jafnvel þótt þeir haldi því einarðlega fram að svo sé ekki.

Fólk hefur sömuleiðis litla tilfinningu fyrir því hvaða eiginleikum úrtök eru gædd. Krukka inniheldur 100 litaðar kúlur, og er 2/3 hluti þeirra í einum lit en 1/3 í öðrum. Dregnar eru fjórar kúlur og reynast þrjár rauðar en ein hvít. Dregnar eru tuttugu kúlur og reynast tólf rauðar en átta hvítar. Hvor útdráttur veitir öruggari vitneskju um að rauðu kúlurnar séu í raun fleiri en hinar hvítu? Í ljós kom að flestir hallast til að segja að fyrri drátturinn með fjórum kúlum veiti traustari vísbendingu, en líkindafræðin segir skýrt að því er öfugt farið vegna þess að líklegra er að lítil úrtök séu skekkt.

Margir hafa litla tilfinningu fyrir því hvaða eiginleikum úrtök eru gædd, samanber dæmið í textanum hér fyrir ofan, en líkindafræðin segir skýrt að líklegra er að lítil úrtök séu skekkt.

Kahneman og Tversky sýndu einnig fram á að hugsunin fylgir oft tilteknum leiðsagnarreglum (e. heuristics), til dæmis leiðsagnarreglu hins dæmigerða (e. representativeness heuristic) eða tiltæknileiðsagnarreglu (e. availability heuristic). Fyrri leiðsagnarreglan segir að við flokkum oft eftir því sem við teljum dæmigert. Ef sagt er um mann að hann sé „innhverfur, gangi með gleraugu og viti ekkert betra en að lesa“ og síðan spurt hvort líklegra sé að viðkomandi sé bóndi eða bókasafnsfræðingur hallast fólk til að segja bókasafnsfræðingur jafnvel þótt bændur séu langtum fleiri en bókasafnsfræðingar. Ástæðan er sú að lýsingin fellur að einhvers konar staðalmynd bókasafnsfræðings (sem þá var).

Tiltæknileiðsagnarreglan segir á hinn bóginn að mat okkar ráðist oft af því hve auðvelt við eigum með að rifja upp dæmi um ólíka hluti. Ef okkur veitist það auðvelt teljum við sjálfkrafa að um sé að ræða algengan hlut eða fyrirbæri. Reynsla fólks af ólíkum sjúkdómum (kannski meðal skyldmenna) hefur áhrif á mat fólks á því hverjar séu algengar dánarorsakir svo dæmi sé tekið.

Amos Tversky (1937-1996).

Síðari rannsóknir Kahnemans og Tverskys snerust um „kenninguna um horfur“ (e. prospect theory). Hún fjallar meðal annars um það að fólk leggur yfirleitt ekki ávinning og tap að jöfnu. Ef fólk er beðið um að leggja tiltekna upphæð undir í veðmáli þarf ávinningurinn, af því að vinna veðmálið, að vera mun hærri en hugsanlegt tap, til að fólk sé tilbúið að leggja féð undir. Fyrir rannsóknir sínar á þessu sviði hlaut Kahneman Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2002. Hann sagði við það tækifæri að hann liti svo á að um væri að ræða sameiginleg verðlaun til þeirra Amosar (en Tversky lést 1996).

Árið 2011 kom út bók Kahnemans, Thinking, fast and slow, yfirlit um rannsóknir hans (og Tverskys, og margra annarra).3 Bókin er einkar læsileg og varð metsölubók. Í henni dregur hann upp þá mynd af mannlegri hugsun að hún sé gerð úr tveimur kerfum. Annað er fljótvirkt, sjálfvirkt og nátengt skynjun, hitt hægfara, byggt á rökhugsun. Fyrra kerfið virkar oftast vel en kemst þó stundum að rangri niðurstöðu. Þegar seinna kerfið nær ekki að leiðrétta fyrra kerfið koma fram þau einkenni hugsunar, akkerisbinding, slagsíða og áhrif ólíkra leiðsagnarreglna til dæmis, sem rannsóknir Kahnemans og Tverskys höfðu leitt í ljós. Vandinn er sá að seinna kerfið er „latt“, treystir fyrra kerfinu oft í blindni.

Varla er neinum blöðum um það að fletta að rannsóknir Kahnemans (og Tverskys) eru meðal merkustu rannsókna í sálfræði á síðari hluta 20. aldar.

Tilvísanir:
  • 1 Sjá sjálfsævisögu Kahnemans. (Skoðað 31.12.2012).
  • 2 Daniel Kahneman (1973). Attention and effort. Englewood Cliffs, New Jersey: Prentice-Hall.
  • 3 Daniel Kahneman (2011). Thinking, fast and slow. New York: Farrar, Straus and Giroux.

Myndir:

Höfundur

Jörgen Pind

prófessor í sálarfræði við HÍ

Útgáfudagur

10.1.2013

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Jörgen Pind. „Hver er Daniel Kahneman og hvert er hans framlag til fræðanna?“ Vísindavefurinn, 10. janúar 2013. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=64050.

Jörgen Pind. (2013, 10. janúar). Hver er Daniel Kahneman og hvert er hans framlag til fræðanna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64050

Jörgen Pind. „Hver er Daniel Kahneman og hvert er hans framlag til fræðanna?“ Vísindavefurinn. 10. jan. 2013. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64050>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er Daniel Kahneman og hvert er hans framlag til fræðanna?
Daniel Kahneman fæddist í Tel Aviv árið 1934. Foreldrar hans voru litháískir gyðingar, búsettir í París. Kahneman ólst up í Frakklandi. Bernska hans þar einkenndist af „fólki og orðum“ frekar en íþróttum eða útivist eins og honum sagðist síðar frá.1 Eftir heimsstyrjöldina flutti hann til Palestínu en þar nam hann sálfræði við hebreska háskólann í Jerúsalem. Hann gegndi herþjónustu í ísraelska hernum og fékkst þar við margvísleg sálfræðileg verkefni er tengdust vali á hermönnum í ólíkar stöður. Á þeim vettvangi fékk hann, að eigin sögn, einna fyrst tilfinningu fyrir því hve reglur líkindareiknings geta verið fólki framandi. Yfirmaður í flughernum hélt því fram að hrós væri stórlega ofmetið. Hans reynsla væri sú að í hvert sinn sem orustuflugmenn gerðu mistök og hlutu skammir fyrir bættu þeir sig en því væri öfugt farið þegar þeir leystu verkefni vel af hendi og fengu hrós fyrir, þá væri það segin saga að þeir stæðu sig verr næst. Hér hafði yfirmanninum yfirsést með öllu mikilvægi miðjuaðhvarfs í mannlegri hegðun.

Daniel Kahneman.

Að lokinni herskyldu hélt Kahneman til Bandaríkjanna í doktorsnám við háskólann í Berkeley og sneri síðan aftur sem háskólakennari við hebreska háskólann í Jerúsalem þar sem hann starfaði til ársins 1977. Fyrstu rannsóknir hans snerust að mestu um hugræna áreynslu og eftirtekt. Yfirlit um þær er að finna í bók hans Attention and effort.2

Árið 1969 lágu leiðir hans og Amosar Tversky fyrst saman í Ísrael en síðar fluttu báðir vestur um haf, Kahneman varð prófessor við háskólann í bresku Kólumbíu í Kanada en Tversky við Stanford-háskólann. Síðar færði Kahneman sig um set til háskólans í Berkeley en hefur frá 1993 verið prófessor í sálfræði við Princeton-háskólann í Bandaríkjunum. Um árabil unnu Kahneman og Tversky náið saman að rannsóknum á því hvernig hugsun fólks víkur kerfisbundið frá því sem mætti ætla að væri skynsamlegast frá sjónarmiði líkinda- og tölfræði, mannleg hugsun einkennist oft af margs konar slagsíðu (e. biases).

Þannig er hugsunin oft akkerisbundin (e. anchored). Þátttakendur í sálfræðitilraun voru beðnir um að giska á hundraðshluta Afríkuríkja sem ættu aðild að Sameinuðu þjóðunum. Áður hafði lukkuhjóli verið snúið og upp kom ýmist talan 10 eða 65 (hjólið laut stjórn tilraunamanna). Vitaskuld stendur talan á lukkuhjólinu ekki í neinu sambandi við spurninguna en hún hafði samt veruleg áhrif á ágiskun fólks sem hljóðaði upp á 45% Afríkuríkja ef talan 65 hafði komið upp en 25% ef talan 10 hafði komið upp. Síðari rannsóknir hafa sýnt að slík akkerisbinding kemur víða fram í mannlegri hugsun, jafnvel meðal þeirra sem eiga að heita sérfræðingar. Ásett verð fasteigna hefur til dæmis áhrif á mat fasteignasala á verðgildi húseignar jafnvel þótt þeir haldi því einarðlega fram að svo sé ekki.

Fólk hefur sömuleiðis litla tilfinningu fyrir því hvaða eiginleikum úrtök eru gædd. Krukka inniheldur 100 litaðar kúlur, og er 2/3 hluti þeirra í einum lit en 1/3 í öðrum. Dregnar eru fjórar kúlur og reynast þrjár rauðar en ein hvít. Dregnar eru tuttugu kúlur og reynast tólf rauðar en átta hvítar. Hvor útdráttur veitir öruggari vitneskju um að rauðu kúlurnar séu í raun fleiri en hinar hvítu? Í ljós kom að flestir hallast til að segja að fyrri drátturinn með fjórum kúlum veiti traustari vísbendingu, en líkindafræðin segir skýrt að því er öfugt farið vegna þess að líklegra er að lítil úrtök séu skekkt.

Margir hafa litla tilfinningu fyrir því hvaða eiginleikum úrtök eru gædd, samanber dæmið í textanum hér fyrir ofan, en líkindafræðin segir skýrt að líklegra er að lítil úrtök séu skekkt.

Kahneman og Tversky sýndu einnig fram á að hugsunin fylgir oft tilteknum leiðsagnarreglum (e. heuristics), til dæmis leiðsagnarreglu hins dæmigerða (e. representativeness heuristic) eða tiltæknileiðsagnarreglu (e. availability heuristic). Fyrri leiðsagnarreglan segir að við flokkum oft eftir því sem við teljum dæmigert. Ef sagt er um mann að hann sé „innhverfur, gangi með gleraugu og viti ekkert betra en að lesa“ og síðan spurt hvort líklegra sé að viðkomandi sé bóndi eða bókasafnsfræðingur hallast fólk til að segja bókasafnsfræðingur jafnvel þótt bændur séu langtum fleiri en bókasafnsfræðingar. Ástæðan er sú að lýsingin fellur að einhvers konar staðalmynd bókasafnsfræðings (sem þá var).

Tiltæknileiðsagnarreglan segir á hinn bóginn að mat okkar ráðist oft af því hve auðvelt við eigum með að rifja upp dæmi um ólíka hluti. Ef okkur veitist það auðvelt teljum við sjálfkrafa að um sé að ræða algengan hlut eða fyrirbæri. Reynsla fólks af ólíkum sjúkdómum (kannski meðal skyldmenna) hefur áhrif á mat fólks á því hverjar séu algengar dánarorsakir svo dæmi sé tekið.

Amos Tversky (1937-1996).

Síðari rannsóknir Kahnemans og Tverskys snerust um „kenninguna um horfur“ (e. prospect theory). Hún fjallar meðal annars um það að fólk leggur yfirleitt ekki ávinning og tap að jöfnu. Ef fólk er beðið um að leggja tiltekna upphæð undir í veðmáli þarf ávinningurinn, af því að vinna veðmálið, að vera mun hærri en hugsanlegt tap, til að fólk sé tilbúið að leggja féð undir. Fyrir rannsóknir sínar á þessu sviði hlaut Kahneman Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2002. Hann sagði við það tækifæri að hann liti svo á að um væri að ræða sameiginleg verðlaun til þeirra Amosar (en Tversky lést 1996).

Árið 2011 kom út bók Kahnemans, Thinking, fast and slow, yfirlit um rannsóknir hans (og Tverskys, og margra annarra).3 Bókin er einkar læsileg og varð metsölubók. Í henni dregur hann upp þá mynd af mannlegri hugsun að hún sé gerð úr tveimur kerfum. Annað er fljótvirkt, sjálfvirkt og nátengt skynjun, hitt hægfara, byggt á rökhugsun. Fyrra kerfið virkar oftast vel en kemst þó stundum að rangri niðurstöðu. Þegar seinna kerfið nær ekki að leiðrétta fyrra kerfið koma fram þau einkenni hugsunar, akkerisbinding, slagsíða og áhrif ólíkra leiðsagnarreglna til dæmis, sem rannsóknir Kahnemans og Tverskys höfðu leitt í ljós. Vandinn er sá að seinna kerfið er „latt“, treystir fyrra kerfinu oft í blindni.

Varla er neinum blöðum um það að fletta að rannsóknir Kahnemans (og Tverskys) eru meðal merkustu rannsókna í sálfræði á síðari hluta 20. aldar.

Tilvísanir:
  • 1 Sjá sjálfsævisögu Kahnemans. (Skoðað 31.12.2012).
  • 2 Daniel Kahneman (1973). Attention and effort. Englewood Cliffs, New Jersey: Prentice-Hall.
  • 3 Daniel Kahneman (2011). Thinking, fast and slow. New York: Farrar, Straus and Giroux.

Myndir:

...