Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um ævi Irvings Fishers?

Birgir Þór Runólfsson

Irving Fisher er oft sagður vera merkasti hagfræðingur sem komið hefur fram í Ameríku. Hann var afkastamikill fræðimaður, sem kom fram með hugmyndir sem margar hverjar áttu eftir að finna varanlegan sess á hinum ýmsu sviðum hagfræðinnar. Fisher er einnig fyrsti bandaríski hagfræðingurinn sem lagði ríka áherslu á aðferðafræði sem byggði á stærðfræði og tölfræði. Hann var einn stofnenda og fyrsti forseti Hagmælingafélagsins (Econometric Society) 1930 og forseti Samtaka bandarískra hagfræðinga (American Economic Association) árið 1918.

Irving Fisher (1867-1947).

Nútímahagfræði byggir í mörgu á hugmyndum Fishers. Þar má sérstaklega nefna að nútímalíkön um fjármagn og vexti eru í raun eins konar afbrigði af grunnhugmynd Fishers, samspili vals og tækifæra milli tímabila. Á sama hátt er kenning hans um peninga og verð að mestu grunnur að nútímapeningahagfræði. Fisher þróaði einnig mæliaðferðir til að framkvæma raunrannsóknir. Hann var einn helsti sérfræðingur um vísitölur, stofnaði og stýrði sinni eigin Vísitölustofnun 1923-1936, sem birti ýmsar vísitölur byggðar á gögnum víðs vegar að úr heiminum. Fisher hvatti til og stundaði raunrannsóknir og tileinkaði sér snemma notkun tölfræðiaðferða, áður en notkun þeirra varð almenn.

Hagfræðingar enduruppgötva oft hugmyndir fyrri hugsuða og það á einnig við hugmyndir Fishers. Þannig má nefna hugmyndir hans um tafadreifða aðhvarfsgreiningu, ævisparnaðarkenningu, „Phillips-ferilinn“, skattlagningu neyslu fremur en tekna, nútímaútgáfu af peningamagnskenningunni, aðgreiningu milli raunvaxta og nafnvaxta, svo fátt eitt sé nefnt. Lesa má meira um hugmyndir Irvings Fisher í svari höfundar við spurningunni Hvert var framlag Irvings Fishers til hagfræðinnar?

Stutt æviágrip

Irving Fisher fæddist í Saugerties í New York árið 1867. Um sama leyti og Fisher lauk miðskóla lést faðir hans, en hann hafði verið fyrirhyggjusamur og lagt til hliðar peninga sem féllu Fisher í arf. Þetta gerði Fisher, móður hans og yngri bróður kleift að flytja til New Haven og Fisher hóf nám við Yale-háskóla, en þar hafði faðir hans numið guðfræði og ætlaði syninum að feta í fótspor sín. Fisher fór hins vegar í stærðfræði og stóð sig afburðavel í náminu. Fisher hlaut styrk til framhaldsnáms við Yale en þar voru engir deildarmúrar til staðar og því gat hans hugað að fleiru en stærðfræðinni. Á þessum tíma var heldur engin sérstök hagfræðideild við skólann. Helstu kennarar hans og leiðbeinendur voru J. Willard Gibbs (1839-1903), eðlisefnafræðingur sem var þekktur fyrir kenningar í aflfræði, William Graham Sumner (1840-1910), þekktur bæði sem hagfræðingur og félagsfræðingur, og hagfræðingurinn Arthur Twining Hadley (1856-1930).

Vegna áhrifa Sumners ákvað Fisher að leggja fyrir sig hagfræði og lauk doktorsgráðu árið 1891, og var það fyrsta doktorsgráðan í hagfræði við Yale-háskóla. Ritgerð Fishers, Stærðfræðilegar rannsóknir í kenningunni um virði og verð (Mathematical Investigations in the Theory of Value and Prices), var gefin út árið 1892 og hlaut mikla athygli, sérstaklega í Evrópu. Í Bandaríkjunum voru áhrif þýska söguskólans og klassísku hagfræðinganna ríkjandi, sérstaklega innan Samtaka bandarískra hagfræðinga, enda höfðu allir helstu hagfræðingar Bandaríkjanna fram til þessa tíma sótt hluta náms til Evrópu, aðallega Þýskalands og Austurríkis, og áhrif þess á hagfræði í Bandaríkjunum voru mikil.

Póstkort frá 1906 sem sýnir Yale-háskóla, þaðan sem Fisher lauk doktorsgráðu í hagfræði árið 1891.

Fisher sótti eingöngu nám í heimalandi sínu, en hafði lesið mörg rit ýmissa evrópskra hagfræðinga í námi sínu.1 Að gömlum sið ákvað Fisher síðan að vera ár í Evrópu, svokallað Wanderjahr, en svo vildi til að hann giftist árið 1893 og hjónakornin héldu í brúðkaupsferð til Evrópu og fóru víða. Fisher notaði tækifærið og sótti fyrirlestra þar sem færi gafst og heimsótti helstu hagfræðinga álfunnar, svo sem Carl Menger (1840-1921) og Eugene Böhm-Bawerk (1851-1914) í Vín, Léon Walras (1834-1910) og Vilfredo Pareto (1848-1923) í Lausanne, Maffeo Pantaleoni (1857-1924) í Genf og Francis Y. Edgeworth (1845-1926) í Oxford. Við heimkomuna varð hann lektor við Yale og ætlaði að kenna hagfræði.

Árið 1898 varð hann prófessor, en það sama ár greindist hann með berkla, sjúkdóm sem dregið hafði föður hans til dauða. Fisher var ákveðinn í að sigrast á sjúkdómnum, fór í leyfi og næstu árin háði hann baráttu og sigraðist að lokum á sjúkdómnum. Þessi reynsla hans hafði gríðarleg áhrif á lifnaðarhætti hans og reyndar skoðanir hans á lifnaðarháttum almennt. Í framhaldinu varð hann mikill baráttumaður fyrir heilbrigðu líferni, hreinlæti, líkamsþjálfun, og öllu því sem gæti stuðlað að lengra lífi manna.

Fisher var mikill uppfinningamaður, en af fjölmörgum uppfinningum hans færði aðeins ein honum fé, en það var ný tegund spjaldskrár, Rolodex, þar sem öll spjöld eru sýnileg á snúningsumgjörð. Fisher auðgaðist og sá auður margfaldaðist í verðbréfaviðskiptum á Wall Street. Verðbréfahrunið í kreppunni miklu á árunum 1929-1932 varð þó til þess að Fisher tapaði öllu, eignir hans brunnu upp í verðfallinu. Tapið var ekki einungis peningalegt heldur beið orðstír hans mikinn hnekki. Ekki bætti úr skák að aðeins hálfum mánuði fyrir hrunið í október 1929 hafði Fisher kokhraustur lýst yfir að hlutabréfavísitalan gæti einungis hreyfst í eina átt, upp á við. „Hlutabréf virðast komin á varanlega háan stall,“ sagði hann þá.

Fisher gegndi stöðu sinni við Yale til ársins 1935, en hann hélt þó áfram fræðistörfum allt fram til þess síðasta. Hann var enn til heimilis í New Haven í Connecticut þegar hann lést í apríl 1947.

Ágætar heimildir um Irving Fisher eru:
  • Tobin, James. „Fisher, Irving (1867-1947)“. The New Palgrave Dictionary of Economics. 2. útg. Steven N. Durlauf org Lawrence E. Blume, ritstj. Palgrave Macmillan, 2008. The New Palgrave Dictionary of Economics Online. Palgrave Macmillan. doi:10.1057/9780230226203.0581. (Skoðað 7.1.2013).
  • The American Journal of Economics and Sociology, árg. 64, tbl. 1, jan. 2005. Special Invited Issue: Celebrating Irving Fisher: The Legacy of a Great Economist. (Skoðað 7.1.2013).
  • Roger W. Dimand og John Geanakoplos, ritstj. Celebrating Irving Fisher: The Legacy of a Great Economist (Economics and Sociology Thematic Issue). Malden, MA:Wiley-Blackwell, 2005.

Myndir:


1 Í doktorsritgerð sinni studdist hann helst við skrif Englendingsins William Stanley Jevons (1835-1882) The Theory of Political Economy frá árinu 1871 og Austurríkismannanna Rudolf Auspitz (1837-1906) og Richard Lieben (1842-1919) Untersuchungen über die Theorie des Preises (1889). Það var ekki fyrr en Fisher var að leggja lokahönd á útgáfu ritgerðar sinnar að honum varð ljóst að hann var að setja fram almennt (stærðfræðilegt) jafnvægislíkan eins og hinn franski Léon Walras (1834-1910) og írski Francis Ysidro Edgeworth (1845-1926) höfðu sett fram áður, Walras árið 1874 og Edgeworth árið 1881.

Höfundur

dósent í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

17.1.2013

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Birgir Þór Runólfsson. „Hvað getið þið sagt mér um ævi Irvings Fishers?“ Vísindavefurinn, 17. janúar 2013. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=64096.

Birgir Þór Runólfsson. (2013, 17. janúar). Hvað getið þið sagt mér um ævi Irvings Fishers? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64096

Birgir Þór Runólfsson. „Hvað getið þið sagt mér um ævi Irvings Fishers?“ Vísindavefurinn. 17. jan. 2013. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64096>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um ævi Irvings Fishers?
Irving Fisher er oft sagður vera merkasti hagfræðingur sem komið hefur fram í Ameríku. Hann var afkastamikill fræðimaður, sem kom fram með hugmyndir sem margar hverjar áttu eftir að finna varanlegan sess á hinum ýmsu sviðum hagfræðinnar. Fisher er einnig fyrsti bandaríski hagfræðingurinn sem lagði ríka áherslu á aðferðafræði sem byggði á stærðfræði og tölfræði. Hann var einn stofnenda og fyrsti forseti Hagmælingafélagsins (Econometric Society) 1930 og forseti Samtaka bandarískra hagfræðinga (American Economic Association) árið 1918.

Irving Fisher (1867-1947).

Nútímahagfræði byggir í mörgu á hugmyndum Fishers. Þar má sérstaklega nefna að nútímalíkön um fjármagn og vexti eru í raun eins konar afbrigði af grunnhugmynd Fishers, samspili vals og tækifæra milli tímabila. Á sama hátt er kenning hans um peninga og verð að mestu grunnur að nútímapeningahagfræði. Fisher þróaði einnig mæliaðferðir til að framkvæma raunrannsóknir. Hann var einn helsti sérfræðingur um vísitölur, stofnaði og stýrði sinni eigin Vísitölustofnun 1923-1936, sem birti ýmsar vísitölur byggðar á gögnum víðs vegar að úr heiminum. Fisher hvatti til og stundaði raunrannsóknir og tileinkaði sér snemma notkun tölfræðiaðferða, áður en notkun þeirra varð almenn.

Hagfræðingar enduruppgötva oft hugmyndir fyrri hugsuða og það á einnig við hugmyndir Fishers. Þannig má nefna hugmyndir hans um tafadreifða aðhvarfsgreiningu, ævisparnaðarkenningu, „Phillips-ferilinn“, skattlagningu neyslu fremur en tekna, nútímaútgáfu af peningamagnskenningunni, aðgreiningu milli raunvaxta og nafnvaxta, svo fátt eitt sé nefnt. Lesa má meira um hugmyndir Irvings Fisher í svari höfundar við spurningunni Hvert var framlag Irvings Fishers til hagfræðinnar?

Stutt æviágrip

Irving Fisher fæddist í Saugerties í New York árið 1867. Um sama leyti og Fisher lauk miðskóla lést faðir hans, en hann hafði verið fyrirhyggjusamur og lagt til hliðar peninga sem féllu Fisher í arf. Þetta gerði Fisher, móður hans og yngri bróður kleift að flytja til New Haven og Fisher hóf nám við Yale-háskóla, en þar hafði faðir hans numið guðfræði og ætlaði syninum að feta í fótspor sín. Fisher fór hins vegar í stærðfræði og stóð sig afburðavel í náminu. Fisher hlaut styrk til framhaldsnáms við Yale en þar voru engir deildarmúrar til staðar og því gat hans hugað að fleiru en stærðfræðinni. Á þessum tíma var heldur engin sérstök hagfræðideild við skólann. Helstu kennarar hans og leiðbeinendur voru J. Willard Gibbs (1839-1903), eðlisefnafræðingur sem var þekktur fyrir kenningar í aflfræði, William Graham Sumner (1840-1910), þekktur bæði sem hagfræðingur og félagsfræðingur, og hagfræðingurinn Arthur Twining Hadley (1856-1930).

Vegna áhrifa Sumners ákvað Fisher að leggja fyrir sig hagfræði og lauk doktorsgráðu árið 1891, og var það fyrsta doktorsgráðan í hagfræði við Yale-háskóla. Ritgerð Fishers, Stærðfræðilegar rannsóknir í kenningunni um virði og verð (Mathematical Investigations in the Theory of Value and Prices), var gefin út árið 1892 og hlaut mikla athygli, sérstaklega í Evrópu. Í Bandaríkjunum voru áhrif þýska söguskólans og klassísku hagfræðinganna ríkjandi, sérstaklega innan Samtaka bandarískra hagfræðinga, enda höfðu allir helstu hagfræðingar Bandaríkjanna fram til þessa tíma sótt hluta náms til Evrópu, aðallega Þýskalands og Austurríkis, og áhrif þess á hagfræði í Bandaríkjunum voru mikil.

Póstkort frá 1906 sem sýnir Yale-háskóla, þaðan sem Fisher lauk doktorsgráðu í hagfræði árið 1891.

Fisher sótti eingöngu nám í heimalandi sínu, en hafði lesið mörg rit ýmissa evrópskra hagfræðinga í námi sínu.1 Að gömlum sið ákvað Fisher síðan að vera ár í Evrópu, svokallað Wanderjahr, en svo vildi til að hann giftist árið 1893 og hjónakornin héldu í brúðkaupsferð til Evrópu og fóru víða. Fisher notaði tækifærið og sótti fyrirlestra þar sem færi gafst og heimsótti helstu hagfræðinga álfunnar, svo sem Carl Menger (1840-1921) og Eugene Böhm-Bawerk (1851-1914) í Vín, Léon Walras (1834-1910) og Vilfredo Pareto (1848-1923) í Lausanne, Maffeo Pantaleoni (1857-1924) í Genf og Francis Y. Edgeworth (1845-1926) í Oxford. Við heimkomuna varð hann lektor við Yale og ætlaði að kenna hagfræði.

Árið 1898 varð hann prófessor, en það sama ár greindist hann með berkla, sjúkdóm sem dregið hafði föður hans til dauða. Fisher var ákveðinn í að sigrast á sjúkdómnum, fór í leyfi og næstu árin háði hann baráttu og sigraðist að lokum á sjúkdómnum. Þessi reynsla hans hafði gríðarleg áhrif á lifnaðarhætti hans og reyndar skoðanir hans á lifnaðarháttum almennt. Í framhaldinu varð hann mikill baráttumaður fyrir heilbrigðu líferni, hreinlæti, líkamsþjálfun, og öllu því sem gæti stuðlað að lengra lífi manna.

Fisher var mikill uppfinningamaður, en af fjölmörgum uppfinningum hans færði aðeins ein honum fé, en það var ný tegund spjaldskrár, Rolodex, þar sem öll spjöld eru sýnileg á snúningsumgjörð. Fisher auðgaðist og sá auður margfaldaðist í verðbréfaviðskiptum á Wall Street. Verðbréfahrunið í kreppunni miklu á árunum 1929-1932 varð þó til þess að Fisher tapaði öllu, eignir hans brunnu upp í verðfallinu. Tapið var ekki einungis peningalegt heldur beið orðstír hans mikinn hnekki. Ekki bætti úr skák að aðeins hálfum mánuði fyrir hrunið í október 1929 hafði Fisher kokhraustur lýst yfir að hlutabréfavísitalan gæti einungis hreyfst í eina átt, upp á við. „Hlutabréf virðast komin á varanlega háan stall,“ sagði hann þá.

Fisher gegndi stöðu sinni við Yale til ársins 1935, en hann hélt þó áfram fræðistörfum allt fram til þess síðasta. Hann var enn til heimilis í New Haven í Connecticut þegar hann lést í apríl 1947.

Ágætar heimildir um Irving Fisher eru:
  • Tobin, James. „Fisher, Irving (1867-1947)“. The New Palgrave Dictionary of Economics. 2. útg. Steven N. Durlauf org Lawrence E. Blume, ritstj. Palgrave Macmillan, 2008. The New Palgrave Dictionary of Economics Online. Palgrave Macmillan. doi:10.1057/9780230226203.0581. (Skoðað 7.1.2013).
  • The American Journal of Economics and Sociology, árg. 64, tbl. 1, jan. 2005. Special Invited Issue: Celebrating Irving Fisher: The Legacy of a Great Economist. (Skoðað 7.1.2013).
  • Roger W. Dimand og John Geanakoplos, ritstj. Celebrating Irving Fisher: The Legacy of a Great Economist (Economics and Sociology Thematic Issue). Malden, MA:Wiley-Blackwell, 2005.

Myndir:


1 Í doktorsritgerð sinni studdist hann helst við skrif Englendingsins William Stanley Jevons (1835-1882) The Theory of Political Economy frá árinu 1871 og Austurríkismannanna Rudolf Auspitz (1837-1906) og Richard Lieben (1842-1919) Untersuchungen über die Theorie des Preises (1889). Það var ekki fyrr en Fisher var að leggja lokahönd á útgáfu ritgerðar sinnar að honum varð ljóst að hann var að setja fram almennt (stærðfræðilegt) jafnvægislíkan eins og hinn franski Léon Walras (1834-1910) og írski Francis Ysidro Edgeworth (1845-1926) höfðu sett fram áður, Walras árið 1874 og Edgeworth árið 1881....